Morgunblaðið - 04.01.1972, Side 24
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 4. JANOAR 1972
Auglýsing
um umferð í Kópavogi
Samkvæmt heimiid i 2. mgr. 66. gr. umferðarlaga nr. 40
23. apríl 1968, og að fengnum tii'lögum bæjarstjómar Kópa-
vogskaupstaðar, eru hér með settar eftirgreindar regfur um
umferð í Kópavogi:
1. Hafnarfjarðarvegur frá brúm við Nýbýiaveg suður fyrir
Fífuhvammsveg um gjá á Kópavogshálsi (ný lagður vegur
nema á svæðinu milli Kópavogsbrautar og Fífuhvamms-
vegar). Aðalbraut samkvæmt 2. mgr. sbr. 4 mgr. 40. gr.
umferðarlaga (stöðvunarskylda), nema við innakstur til
norðurs rétt sunnan eystri brúar við Nýbýlaveg, þar sem
ákvæði 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga gildi
(bisðskylda). Bann við stöðvun og stöðu ökuækja, bann
við framúrakstri. Fyrir sunnan þann stað, sem vegir tengj-
ast í eina akbraut sunnan brúa við Nýbýlaveg sé ekið í
báðar áttir, fyrst um sinn ein akrein í hvora átt.
2. Vegur á vestari gjáarbarmi (gamli Hafnarfjarðarvegur).
Einstefna til suðurs nema milli Hábrautar og Dígranes-
brúar, en á því svæði er heimilt að aka í báðar áttir. Bann
við stöðu ökutækja, bann við framúrakstri norðan Digra-
nesvegar/Borgarholtsbrautar. Vegurinn lokist við Borgar-
holtsbraut nema fyrir strætisvagna og áætlunarbifreiðir
með fasta viðkomu í Kópavogi, þ. e. almenn umferð til
suðurs eftir vegi þessum, framhjá mótum Borgarholtsbraut-
ar, er bönnuð. Umferð um veg þennan hafi stöðvunarskyldu
samkvæmt 4. mgr 48. gr. umferðarlaga gagnvart umferð
um Hafnarfjarðarveg (1. töluf.) og Kópavogsbraut, svo
og skal umferð til suðurs norðan Hábrautar hafa stöðv-
unarskyldu við gatnamót Hábrautar.
3. Kópavogsbraut: Bann við vinstri beygju af Kópavogs-
braut á Hafnarfjarðarveg.
4. Tengivegur milli Hafnarfjarðarvegar og Vogatungu: Ein-
stefna til norðurs (norðausturs). Aðalbrautarréttur sam-
kvæmt 2. mgr. sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga gagnvart
umferð um Vogatungu og Hrauntungu.
6. Hliðarvegur. Hliðarvegur lokist við Hafnarfjarðarveg. (Al-
gjör lokun).
6. Vogartunga: Akstur i báðar áttir (tvistefnuakstur) milfi
Hliðarvegar og Digranesvegar. Umferð um Vogatungu njóti
aðalbrautarréttar samkv. 2. mgr sbr. 3. mgr., 48 gr. um-
ferðarlaga fyn> umferð Hrauntungu (sbr, niðurlag 4. tölu-
liðar). Umferð um Vogatungu víki fyrir umferð um Digra-
nesveg samkvæmt reglum 2. mgr. sbr. 4 gr. 48. gr. um-
ferðarlaga (stöðvunarskylda).
7. Bráðabirgðavegur milli Digranesvegar og vegar að Félags-
heimili: Vegur þessi lokist við Digranesveg (Algjör lokun).
Einstefna til norðurs frá Digranesvegarbrú. Bann við
framúrakstri.
8. Skeljabrekka: (áður Dalbrekka). Akstur i báðar áttir (tvi-
stefnuakstur). Umferð um Skeljarbrekku skal njóta aðal-
brautarréttar samkvæmt 2. mgr.. sbr. 3. mgr„ 48. gr. um-
ferðarlaga við vegamót Auðbrekku, Álfhólsvegar og vegar
að Félagsheimili.
9. Tengivegir vestan Digranesvegarbmar: Bönnuð hægri
beygja af nyrðri tengivegi á þann syðri.
10. Vegur að Félagsheimili: Umferð um vegtnn víki fyrir um-
ferð um Skeljabrekku og bráðabirgðaveg (7. tölul.) sbr.
niðurlag 8. töluliðar.
11. Hraunbraut/Urðarbraut: Hraunbraut lokist við Urðarbraut.
(Algjör lokun)
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild i 2. mgr. 65. gr.
umferðarlaga nr. 40 23. april 1968, og koma til framkvæmda
þegar í stað. Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau
ákvæði eldri auglýsinaa um umferð i Kópavogi, sem brjóta í
bága við ákvæði augiýsingar þessarar.
Ðæjarfógetinn i Kópavogi,
30. desember 1971.
Sigurgeir Samsson.
—Ræða forsætis-
ráðherra
Frainhald af bls. 14.
mönnum ofvaxið að fyigja
henni til hlítar. En viðleitnin
ex þung á meta.skálunum. Áreið-
anlega er hverjum og einum
hoilt að hafa það í huga við ára
mót, hvort hann hafi á árinu
gengið tH góðs götuna fram eftir
veg, hvort hann geti kvatt árið
með þeirri sannfæringu, að
hann hafi á því skilað góöu
dagsverki.
Já verk mannanna fyflgja
þeim, þessir óraelku dómar skulu
ekki við þá skiija. Þeir dóm-
ar, sem felidir eru um verk
manna eru þó þv5 miður ekki
alltaf réttíátir. Á því fá t.d.
stjómmálamenn að kenna. 1 um-
ræðum manna um þeirra verk
gætir oft meira einhliða efnis-
túlkunar en sannsýni. En réttir
dómar um verk manna, stjóm-
málamanna sem annarra, verða
því aðeins felidir að þeir séu
byggðir á sannsýni. En þvi að-
eins verður sannsýni beitt, að
fyrir hendi séu réttar forsend-
ur og næg þekking.
E)g trúi þvi, að það sé ósk
alira einlægra unnenda lýðræð-
Kvenfélag Langholtssóknar FiladeKía — Reykjavík
Munið jólafuncfmn ! kvöld. Ahneon samkoma í kvöld kl.
þriðjud., 4. janúar kl. 8.30 í 8.30. Ræðumeon Pétur Péturs-
safnaðarhe ítttí'I inu. son og Öti Ágústsson.
Stjórnin.
óskar ef tir starfsf ólki
í eftirtalin
störf'
BLAÐBURÐARFOLK
ÓSKAST
Austurbrún I
Háaleitisbraut III
Háteigsvegur
Hvassaleiti II
Hverfisgata II
Langahlíð
Laugavegur 114-171
Lynghagi
Rauðagerði
Skipholt I
Sóleyjargata
Suðurlandsbraut
Tjarnargata II
Vesturgata 2-45
Afgreiðslan. Sími 10100.
Garðahreppur
Barn eða fullorðin óskast til þess að bera
út Morgunblaðið í ARNARNES.
Upplýsingar í síma 42747.
Gerðahverfi (Garði)
Fyrst um sinn verður Morgunblaðið afhent
til kaupenda í verzl. Björns Finnbogasonar,
jafnframt vantar okkur umboðsmann á
staðnum til að annast dreifingu og inn-
heimtu.
Bíldudalur
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni og hjá af-
greiðslustjóra. Sími 10100.
is og þingræðis, að mat almenn-
ings á stjómmáluxn og stjóra-
málamönnum byggist á sannsýni.
Hitt er ég einnig íullviss um,
að meginþorri þeirra manna,
sem að stjómmálum starfa hér á
landi eru góöviljaðir menn og
viilja vinna landi og þjóð sem
mest gagn. Hitt er annað mál,
hvernig til tekst — hvort þeim
tefest að hafa það samræmi á
milli vilja og verka, sem vera
þarf, hvort þeim tekst að finna
rétta leið og ná settu marki. En
viöleitni byggða á réttu hugar-
fari má eikki vanmeta. Ég vona,
að við göngum öll til móts við
gestinn, sem nú gengur i garð,
nýja árið, með þeirri ósk að
mega duga landi og þjóð sem
bezt. Island er okkar land og
Isiendingar viljum við öll vera.
Ég hygg, að skáldið Örn Arnar-
son, hafi brugðið upp raun-
sannri mynd af tilfinningu okk
ar íslendinga fyrir landinu og
þjóðinni í ljóði sinu „Island",
sem alit of sjaldan er lesið, en
þar segir svo:
Fagra land með fönn á tindi,
fræga iand I sögu og brag,
rikast iand að ást og yndi
ertu fram á þennan dag.
Sólsfkinsland í sumarklæðum,
svala land með jöklaher,
heita land með eld í æðum,
enginn sonur gleymir þér.
Þú ert vort með galla og gæði,
gaddi klætt og blómum skrýtt,
is og hraun að öðrum þræði,
en i raun svo milt og biítt.
Þú í hug vorn hefir andað
haustsins kvíða, vorsins þrá
og í sálum saman blandað
sumaryl og vetrarsnjá.
Hvar sem okkar leiðir liggja,
liðurðu ei úr hugarsýn.
Þú gazt kennt oss hátt að
hyggja,
horfa djarft sem fjöllin þin.
Þarflaust væri tápi að tapa.
Til þín getur þjóðin sótt
afl til þess að eyða og skapa:
eldsins mátt og fossins þrótt.
Ertu ei fjöilin rituð rúnum,
ristum djúpt í berg og svörð,
ofan að sjá frá efstu brúnum
ailt í kring um vík og fjörð?
Efar nokkur, að þar standi
eggjun, skráð af jökli og glóð:
Frjálsir menn í frjálsu landi,
fram til sigurs, unga þjóð.
Heita land í klakaklæðum,
kostaland með hraunin ber,
kalda land með eld í æðum,
aldrei bregðist gæfan þér.
auðugt land að sögu og brag,
Auðugt land að ást og vonum,
auðugt land að sönnum sonum
sértu fram á hinzta dag.
Öm Arnarson setur fram I
þessu ljóði margar þær beztu
óskir, sem hægt er að óska sér
fyrir ísiand og íslendinga. Um
ieið og ég þakka þjóðinni fyrir
iiðna árið og óska henni árs og
friðar á komandi ári, þá vil ég
taka undir þá ósk skáldsins, að
Island verði ætíð auðugt land
að sönnum sonum og dætrum,
sem eiga sér þá háleitu hug-
sjón að leitast stöðugt við að
brúa bilið á milli góðs vilja og
góðra verka, sem viija leiða
framfaraþróunina til betra lifs
og bjartari framtíðar allrar is-
lenzku þjóðarinnar. Megi misk-
unnsemd Guðs vaka yfir okkur
öllum á nýju ári.
0DCLECR
PmpnUajiit
nUGLVSinCRR
^-«22480