Morgunblaðið - 04.01.1972, Side 28

Morgunblaðið - 04.01.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 Þetta var röddin hans Gord- ons! Þá fór ég að hreyfa mig og brölta á fætur. En Whitfield réðst þá að mér og sneri hand- leggina á mér aftur fyrir bak. Svo dró hann mig með sér og fór aftur að dyrunum. Ég reyndi að sparka í hurðina, til þess að gefa Gordon til kynna, hvar ég væri, en Whitfield varð fljótari til. Hann ýtti mér með hnénu frá hurðinni. Nú gat ég heyrt. Það var Flóra, sem talaði. — ... aldrei ná í mig, var hún að segja. Og svo hátt: — Það var sjálfum þér að kenna. . Whitfield sleppti mér og reif upp hurðina um leið og Flóra skaut. Annaðhvort hefur hún miðað illa eða öskrið í Whitfi- eld hefur ruglað fyrir henni. Hún hafði ekki hitt — guði sé lof! Ég reif málningartuskuna út úr mér, ýtti Whitfield frá, þaut til Gordons og faðmaði hann að mér. — Ekki þetta, Liz! Vertu ekki fyrir! Hann þeytti mér frá sér. Flóra hóf byssuna aftur á loft og miðaði. Aldrei hefur ljótára andlit verið til í helvíti. — Ég skal hitta í þetta sinn! Hún gaf eitthvert bofs frá sér þegar Whitfield sló á byssuna svo að hún datt niður á gólfið. — Nei, Flóra, sagði hann. — Nú ekki fleiri morð. Hann tók upp byssuna og stakk henni í vasa sinn. —- Nú verðum við að taka inntökuna okkar, elskan. Eftir nokkra stund skyldi ég opna augun til að vita hvaða drunur þetta væru. Þær höfðu verið í eyrunum á mér langa stund. Þær höfðu vakið mig. Nú þögnuðu þær en byrjuðu aftur. Þetta var rödd, sem ég kannað ist við en lét mér samt fram- andlega i eyrum. Það var mál- rómurinn hennar Flóru, en flat ur og litlaus, og nú bar ekkert á uppgerðarhreimnum brezka. Ég opnaði augun og sá, að ég lá á legubekknum í vinnustof- unni og sá einkennilega mann- þröng kring um mig. Einkennisklæddir menn voru þarna um alla stofuna. Lang- mede, hraðritarinn hans og Flóra voru aðallega í sviðsljósinu, tveir þeir fyrrnefndu sátu við borð, sem þeir höfðu fundið ein- hvers staðar. Flóra sat á háum stól hjá málaratrönunum sínum. Ég hreyfði höfuðið með erfiðis- munum. Þarna stóð Gordon við endann á legubekknum og þeg- ar hann sá mig hreyfa mig, laut hann snöggt niður og snerti enn ið á mér með fingrunum, og brosti til mín. Ég seildist til' og greip hönd hans og lagði mig svo út af aft- ur. En þá var það, að ég kom auga á Whitfield. Hainn hafði setzt við flauelstjöld- in, sem voru fyrir norðurglugg- anum. Hann var allur í keng og bar aðra höndina fyrir augu. Þessi sönglandi rödd hóf aftur máls, en það voru ekki nema fá orð, sem rufu þessa óhugn- anlegu þögn. — Þetta er allt og sumt, sagði Flóra. Gulina höfuðið seig og hún varð álút. Hún var kyrr með Bcndorískur sendirúðsmuður óskar ehir 5—6 herbergja einbýlishúsi eða sérhæð á leigu til eins árs eða lengur, Sími 24083 milli 9 og 6 virka daga. Einbýlishús til leigu Til leigu er 6 herb. íbúð og bílskúr á Seltjarnarnesi. Tilboð sendist blaðinu merkt' ,,773“. Vanur mœlingamaður óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 92-1575. íslenzkir aðalverktakar sf., Kef laví kurf lu gvel) i. LITAVER Ævintýraland VECGFÓÐUR Á TVEIMUR HÆDUM - 1001 LITUR - Lítið við í LITAVERi ÞAÐ BORGAR SIG. — Þetta — þetta er málverk af manninum mínum! hendur í skauti — þessar löngu hvítu hæfileikahendur — og rauða strikið var enn í olnboga bótinni. — Flóra! kallaði Whitfield snöggt til hennar. Hún lyfti höfði. Ég sá, að aug- un glenntust upp og dökknuðu, en andlitið varð ennþá fölara en áður. En svo roðnaði það allt í einu og einhvers konar ljómi færðist yfir það. Hún brosti. — Já, elskan mín, sagði hún. Það heyrðist hár hvellur og höfuðið á Flóru kipptist við og blóð sást á enninu. Hún snerist ofurlítið til á stólnum, en datt svo út af. Ég hafði stokkið upp af legu- bekknum þegar Whitfield skaut. En nú heyrði ég nýtt brak og bresti innan um allan hávaðann, sem þarna var. Það var brot- hljóð í gleri. Glerbrotin hrundu yfir mig, eins og regnstkúr, yfir hálsinn á mér og herðarnar. Ég rétti upp hendurnar og reikaði síðan gegnum myrkur, og datt fram yfir mig innan um brotin úr glerskálinni. XXVI — Ertu tilbúin? sagði Gord- on. — Ég er tilbúin. En það er ekki enn kominn tíminn. — Ég skal fara með töskurn- ar þínar niður, tók hann fram í og greip þær. Þessi staður fer í taugarnar á mér. Ég kem strax aftur, elskan. Hurðin skall á hæla honum. Síðustu þrjár vikur, eða síðan glerskálin brotnaði, hafði ég verið í taugasjúkrahúsi úti í sveit. Eftir því sem gerðist, var þetta ekkert fráleitur staður, en þó þoldi ég illa öskrin, sem ná- grannarnir gáfu stundum frá sér, eða að horfa á fáránlega dægrastyttingu þeirra úti í garð inum. Þetta hafði ýtt undir mig að halda því fram, að ég væri aiveg orðin góð og gæti farið. Og nú var ég að fara. Á sjálf- an brúðkaupsdaginn minn. — Aðeins . . . — Eins og ég var að reyna að segja þér, þegar þú þauzt út, sagði ég við Gordon, — þá er ég tilbúin. En fyrst . . . Ég rétti úr mér og herti mig upp . . . — en fyrst vil ég, að þú setjist þarna niður og segir mér alla söguna. Þá get ég skilið hana hérna eftir, innan um alla brjál- semina, enda vil ég þvo hana af mér fyrir fullt og allt. Hann settist á legubekkinn og breiddi út faðminn. —- Heldurðu að þú þolir þá að heyra hana núna? Ég hvarf í faðm hans, og lagði höfuðið á öxl hans. — Já. Og til þess að koma honum af stað, sagði ég: — Hvernig komstu að því, að þetta var Flóra ? — O, það var nú lítill vandi. Ég hafði augastað á henni næst- um frá upphafi — henni eða þá hr. Linton. Ég snuggaði. — Þú gerðir víst slag í því! — Jú, svei mér. Þetta var til- tölulega einfalt mál. Þegar ég fór að athuga allan þennan hóp i samkvæminu, sem hafði ástæðu til að drepa Thews — já, þeir voru bara of margir, seim lágu svona vel við högtgi oig voru staddir þarna á staðnum. En nú gat ekki verið nema ein mann- eskja sem bæri ábyrgð á þessu. Það er að segja gestgjafinn eða kona hans. Kannski bæði tvö. En sá sem stóð fyrir samkvæm- inu hafði lika samið gestalist- ann. í stuttu máli sagt, annað hvort þeirra hjónanna — en ann ars hallaðist ég nú til að byrja með frakar að Linton. — En nú lá engin ástæða þarna að baki. Við héldum, að svo væri, þegar því var skotið að okkur, að Thews héldi við frúna, en það reyndist villigata, eins og allar hinar bendingarn- ar, sem við fengum, um hitt fólk ið. Og sannanir voru engar. 1 stuttu máli sagt lá engin sönn- un fyrir fyrr en þegar frú Lin- ton ætlaði að skjóta mig. — Jú, vist var það. Ég fór svo að segja honum frá ljósrauðu blettunum í handlauginni. — En vitanlega voru þeir engin sönn- un eftir að búið var að skola þeim niður. Gordon andvarpaði. Bara þú hefðir haft hugsun á að segja mér frá því, Liz! En botnaðirðu nokkuð í hinum morðunum? Nei, nei, gleymdu því, elskan. Ég meinti það ekki. Ég grúfði mig upp að honum. Já, tautaði ég. — Já, ég botn- aði í því, og það hefur haldið mér hér í þessar þrjár vikur Rauðsokkar Munið að þriðjudagsfundirnir að Ásvallagötu 8, kjallara, eru hálfsmánaðarlega og hefjast aftur 4. janúar kl 8,30 sd. Allir velkomnir. MIÐSTÖÐ. HEILSURÆKTIN THB HBALTH CULTIVATION Nýtt námskeíð hefst 3 janúar 1972. Innritun stendur yfir, að Ármúla 32, 3. hæð. Nánari upplýsing.gr í. síme ,83295.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.