Morgunblaðið - 07.01.1972, Side 5

Morgunblaðið - 07.01.1972, Side 5
MORÓtJWBLÁÐIB,' FÖSTÚbAÓtfR 7.' JÁNÚAR 1972 5 A SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERS vegna eiga kristnir nienn stöðugt við vandamál að etja? Undanfarið ár hef ég átt í sifeildu stríði. Haidið þér, að Guð sé að refsa mér fyrir eitthvað? ÉG veit, að spurning yðar er ekki sprottin af því, að þér viljið varpa rýrð á kristindóminn. Mergurinn máls- ins er sá, að kristnir menn eru ekki ónæmir fyrir þján- ingum. En munur er á þjáningum þeirra og hinna, sem eru ekki kristnir. Það er tilgangur í þjáningum kristinna manna. Guð trúir yður fyrir að þola þján- ingar, svo að þér getið sýnt, að kristinn maður geti verið þolinmóður í þjáningum. „En vér vitum, að þeim, sem Guð elskar, samverkar allt til góðs, þeim, sem kallaðir eru samkvæmt fyrirhugun.“ í annan stað hefur Kristur heitið að vera með okkur í þjáningum okkar. „Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“ Ef Kristur héti mönnum algeru frelsi frá þjáningum, mundi all- ur heimurinn snúa sér til hans ;— en á röngum for- sendum. Hafið þér nokkurn tíma hugsað um skuggana í þessu sambandi? Engir skuggar eru til, nema sólar njóti. Það eitt, að skuggarnir eru til, ber því vitni, að sólin skín einhvers staðar. Guð hefur skipað þannig málum í alheiminum, að endurlausnarmáttur hans er að verki, jafnvel í hinum mestu sorgaratburðum. Nei, Guð er ekki að refsa yður. Hann er að reyna að um- mynda yður í líkingu við sig. Ég er sannfærður um, að við getum aðeins þekkt Guð í raun og veru í þjáningum. Ég hef komizt að raun um, að ég er því nær honum, sem ég þjáist meira ÓVÆNT TÆKIFÆRI — NÝJASTA TÍZKA HÁRGREIÐSLUSÍNING Næstkomandi sunnudag kl. —2 í Súlnasalnum HÓTEL SÖGU, Tveir brezkir hárgreiðslumeistarar munu sýna þar það allra nýjasta í hárgreiðslum og klippingum Þeir hafa unnið m. a. hjá VIDAL SASSON og BEKNANDO, sem klippa stjörnur eins og the REATLES, ÖNNU prinsessu. MIU FARROW og TWIGGY. TÍZKUSÝMING TÍZKUV ERZLUN UNCU KONUNNAR, FANNY SÝNIR NÝJUSTU TÍZKUNA SNYRTISÝNING SNYRTISTOFAN MAJA (INCIBJÖRG DALBERC) SÝNIR Miðasala er liafin að hárgreiðslustofunni Kleópötru, Týsgötu 1, sími 20695. Sigþór Jóhannsson formaður Varðbergs AÐALFUNDIJR Varðbergs í Reykjavík var haldinn fyrir skömniu. Fráfarandi forniaður, Jón E. Ragnarsson, flutti skýrslu stjórnarinnar uni starfsemina á sl. starfsári, en hún var með sania sniði og- undanfarin ár, þ.e. aðallega fólgin i fundahaldi með innlenduni og erlendiun fyr- irlesiirum úr hópi fræðimanna og stjórnmálamanna, upplýsinga- dréifingu og skyldri starfsemi, ráðstefnuhaldi og þátttöku í fundum og ráðstefnum erlendis. Sumir fundir félagsins voru haldnir sameiginlega með Sam- tökum um vestræna samvinnu. Þriggja daga ráðstefna um varn- armálin og Atlantshafsbandalag- ið var haldin í byrjun október- mánaðar, og voru Jóhann Haf- stein, Sigurður Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson, John K. Beling, flotaforingi og Björn Bjarnason framsögumenn. Mikla athygli vakti fundur, sem hald- inn var með Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra, í nóvember. Þá fór fram stjórnarkjör. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum og er þanniig skipuð: Formaður: Sigþór Jóhannsson. 1. varaformaður: Ólafur Ingólís- son. 2. varaformaður: Jón E. Ragnarsson. Ritari: Guðmundur í. Guðmundsson. Gjaldkeri: Víg- lundur Þorsteinsson. Meðstjórn- endur: Eysteinn R. Jóhannsson, Þráinn Þorleifsson, Markús Örn Antonsson og Bjarni Magnússon. Varastjórn: Hi’ólfur Halldórsson, Björn Stefánsson, Árni Bergur Eiríksson, Kári Jónasson, Jón Vilhjáimsson og Anton Kærne- sted. Endurskoðendur Varðbergs eru Björn Helgason og Hrafn Haraldsson, en framkvæmda- stjóri er Magnús Þórðarson. Staðlað stærðakerfi í byggingariðnaði IÐNÞRÓUNARSTOFNUN ís- lands hefur látið prenta eftir- taida staðla: ÍST 20 — Mátkerfi fyrir bygg- ingariðnaðinn, ÍST 20.1 — Bygg- ingarmát, ÍST 20.2 — Hönnunar- mát, ÍST 21 — Hæðamál i bygg- ingum, og ÍST 22 — Eldbúsinn- réttingar. Nefnd skipuð eftirtöldum mönnum hefur unnið að gerð þessara staðla: Geirharður Þor- steinsson arkitekt, Þórður Jason- arson tæknifræðingur, Þór Bene- diktsson verkfr. Geirharður Þor- steinsson vék úr nefndinni vegna anna áður en hún lauk störfum og tók þá Sigurjón Sveinsson arkitekt sæti hans. Nefndin hef- ur lokið þýðingu bæklingsins Mátkerfið ABC, sena nú er í prentun, en þar eru grundvallar- atriði mátkerfisins útskýrð. Staðlar þessir leggja grundvöll að samræmdum stærðum ein- stakra byggingarhluta og bygg- ingarinnar í heild. Þetta þýðir þó ekki að allir sams konar bygg ingarhlutar þurfi að vera jafn- stórir, heldur eru valdar úr ákveðnar stærðir. Stærðum á byggingarhlutum ætti að fækka úr óendanlegum fjölda niður í til tölulega fáar. Staðlar þessir eru í samræmi við alþjóðlega staðla um mátkerfi. Þess má geta, að hjá Norður- landaþjóðunum öllum hefur það nú verið gert að skilyrði fyrir op inberum lánveitingum til fjölbýl ishúsa, að byggingarnar séu hannaðar í samræmi við mátkerf ið. Má gera sér vonir um, að svo verði einnig hér, þannig, að með takmörkun stærðafjölda á bygg- ingareiningum skapist markaður fyrir fjöldaframleiddar bygg- ingavörur. (Frá Iðnþróunarstofnun ís- lands). Samvinna og samkeppni Það er samvinna milli Flugfélagsins og BEA, en jafnframt sam- keppni um að ná sameiginlegu takmarki: tíðum og reglubundnum ferðum milli íslands og Bretlands, aukinni þjónustu ag auðveldun farþega til framhaldsflugs, hvert sem ferðinni er heitið. Flugfélagið og BEA bjóða íslenzkum farþegum 5 vikulegar ferðir að vetrarlagi og 11 ferðir í viku að sumarlagi milli Reykjavíkur, Glasgow og London með fullkomnustu farkostum, sem völ er á: Boeing 727 og Trident 2. Aðalsmerki okkar er: þjónusta, Hraói, þægindi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.