Morgunblaðið - 07.01.1972, Síða 19

Morgunblaðið - 07.01.1972, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1972 19 Rannsóknir á Mars: EFNIFRÁ UPPHAFI SÓLKERFISINS ? Apollo 16 á að fara til tungls ins i marz, en þessa dagana beinist athytglin einkum að plánetunni Mars. Umhverf- is hana sveima þrír gervihnett- ir, Mariner-9, frá Bandaríkj- unum og Mars-2 og Mars-3 frá Sové t rík ju n u m. Sovéaku vís- indamennirnir vildu komast eins nálægt plánetunni og hægt var, og því var hylki skotið frá Mars-3, en það átti að lenda á yfirborði plánetunnar og senda þaðan upplýsingar. 1 hylkinu voru tæki til að mæla efnasamsetningu loft- hjúpsins, vindhraða, efna- og eðlisfræðilega eiginleika yfir- borðsins, og loks myndavélar til að senda myndir til móttöku stöðva á jörðinni. Myndasendingar hófust á til- settum tíma, sem gefur tii kyn-na að lendingin hafi heppn azt ágætlega. En þær stóðu að- eins í 20 sekúndur, og mynd- irnar voru mjög óljósar, sem getur stafað af sandstorminum sem geisaði á Mars þegar hyik ið lenti. Þegar myndasending- arnar hættu, hættu einnig öun ur tæki hylkisins að starfa, en ekki er vitað um ástæðuna. Sovézlku og bandlarísku viis- indamennirnir hafa haft með sér náið samstarf við konnun Mars. Beint fjarskiptasamband er milli bandarísku stjórnstöðv arinnar í Kaliforníu, og þeirr- ar rússnesku. Mariner-9, átti ekki að senda neitt hylki til lendingar á Mars, heldur taka myndir og gera ýmsar rannsóknir úr f jar- lægð. Sandstormurinn sem fyrr var getið, gerði myndatökur til gangslátlar framan af því að hann náði yfir mjög mikinn hluta plánetunnar. Mariner var.því skipað að beina mynda vélum sínum að hinum tveim tunglum Mars, og árangur- inn af því varð sýnu meiri. Mariner náði m.a. beztu mynd- um sem hafa náðst af Phobos, en það er stærra tunglið sem er á braut um Mars, og talið eitt hið forvitnilegasta í sólkerfinu. Margir visindamenn telja jafn- vel að Phobos og systurtunglið Deimos, séu athygliverðari rannsóknarefni en móðurplánet an, og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Til dæmis hefur engum tek- ist að skýra furðulega „hegð- un“ Phobosar, sem minnir á „hegðun“ jarðneskra gervi- hnatta. Af 32 tunglum sólkerf- isins, er Phobos það eina sem fer hraðar á braut sinni, en móðurplánetan snýst. Sólar- hringurinn á Mars er aðeins nokkrum mínútum lengri en 24 klukkustundir jarðarinnar, en Phobos fer hringferð sína á ell- efu klukkustundum, og er hér- um bil eins nálægt Mars og fylgitungl mögulega getur verið. Brautin er hérumbil hringlaga og fjarlægðin aðeins 3.750 mílur, og ef Phobos væri nær myndi aðdráttarafl Mars rifa hann í sundur. Phobos er aðeins tíu mílur í þvermál og jafnvel í beztu stjörnukíkjum á jörðu niðri, sést hann aðeins sem ljósdep- ili. Deimos, er enn minni, að- eins um fimm milur í þvermál. Það eru nú nærri eitt hundrað ár síðan þessi tvö fylgitungl Mars voru uppgötvuð, en vís- indamenn vita enn mjög lítið um samsetningu þeirra, þétt- leika eða yfirborðseinkenni. Litla „vísindastöðin“ sem Mars-3 skaut niður á yfirborð Mars. Hún starfaði ekki lengi, en lendingin tókst vel, sem er áfangi út af fyrir sig. Hraðbátar njóta að vísu töluverðra vinsælda á Islandi, en þó mun ekki vera tii liér annað eins „tryllitæki" og það sem sést hér á myndinni. Þessi bátur vann Beaverbrook verðlaun- in í liraðbátakeppni sem Daily Express stóð fyrir síðast liðið sumar. Hann er knúinn tveirn nýjum 250 lia dieselvéhim frá Ford. Uppliaflega ætlaði Ford aðeins að framleiða Jiessa vélategund fyrir útvalda hraðbátasiglara, til notkunar í keppnum, en eftirspurn varð svo mikil að ákveðið var að setja liana á almennan markað. Fuliu nafni heitir hún „Ford Tur- boplus Marine Engine Disel og kuúin tveim þeirra náði 0.30 yfir fimmtíu sjómíina hraða. Phobos, liið stærra af fylgitiinglum Mars. Það er óreglulegt að lögun, en sumir vísindamenn telja að þar megi finna efna- sambönd sem eru óbreytt frá „fæðingu" sóikerfisins. Vegna þess hve þau eru lítil, telja sumir vísindamenn að þau hafi aldrei hitnað jafn mikið og stærri „hlutir" í sólkerfinu. Afleiðingin af því gæti ver- ið sú að hin upprunalegu efna- fræðilegu og eðlisfræðilegu ein kenni efna þeirra gætu verið óbreytt frá því sem þau voru þegar sólkerfið myndaðist. Sam kvæmt því er mögulegt að á Phobos og Deimos megi finna einu efnasamböndin sem hafa verið óbreytt allt frá „fæð- ingu“ sólkerfisins, ög menn geta rétt ímyndað sér hvort vís indamenn klæjar ekki í fing- urna eftir sýnishornum. Afstæðiskenningin sönnuð með tilraun á 2 vísindamönnum í októbermánuði á síðasta ári, fóru tveir bandariskir visindamenn i tvær ferðir um- hverfis jörðina, i þotum. Um borð voru einnig fjórar „kjarn orkuklukkur", svo nákvæm- ar að þær geta mælt tima í hundruðum milljónasta úr sek- úndu. Önnur flugferðin var farin í austur en liin í vestur, og eftir báðar, voru klukkurn- ar bornar saman við „móður- klukku“ í Washington. Samanburðurinn sýndi að vís indamennirnir tveir voru sek- úndubroti yngri, en ef þeir hefðu setið heima. Þessi til raun er því talin sú fyrsta sem gerð hefur verið á mönnum til að sanna afstæðiskenningu Gras úr gömlum dekkjum Bandarikjamenn eru i ntikl- um vandra*ðum með hvað þeir eiga að gera við milljónir gam- alla bíldekkja, sem árlega hrúg ast upp i landinu, og bílafram- Ieiðendur vinna i sífellu að þvi að finna not fyrir þau. Good- year rannsóknarsveitin fann eina lausn sem er óvenjuleg, en nokkuð snjöll. Hún komst að þeirri niður- stöðu að með því að taka burt víra og annað drasl úr dekkj- unum, skera þau niður og lifa með sérstökum litum, megi búa til úr þeim ágætis gervigras, sem leggja megi þar sem um- ferð er of mikil fyrir venju- legan girassvörð. Gervigrasið getur verið eins stíft eða eins mjúkt og menn vilja, og það er augljós kostur að þeir sem hafa það, geta lagt sláttuvélinni og brosað blítt til frúarinnar. Einsteins. f mjög stuttu máli er kenningin m.a. á þá leið að tím inn líði hægar í, eða hjá hlut- um sem eru á mikilli ferð en þeirn sem eru nær kyrrir. Kenning Einsteins hefur áð- ur verið staðfest i tilraunum með kjarna agnir, en það var ekki fyrr en með tilkomu „kjarnorkuklukknanna“ og hraðfleygra þotna, sem hægt var að gera tilraun á mönnum. Einstein-kenningin felur m.a. í sér að ef geimkönnuðum tekst einhvern tíma að ferðast nógu hratt í geimskipum sínum, munu þeir eldast mun hæg ar en samtíðarmenn þeirra á jörðinni. Árið 1967, missti þessi kona hægri liandlegginn í umferðar- slysl í Kaliforníu. I átta tíma aðgerð, tókst Iæknuni við Los Angeles County General Hospi tal, að festa hann á aftur. Síð- ar var gerð á lienni þriggja tima aðgierð til að tengja taug- ar sem urðu útundan í fyrstu aðgerðinni. Hún er nú löngu búin að ná sér og getur beitt handleggnum eins og ekkert hafi fyrir komið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.