Morgunblaðið - 07.01.1972, Page 23

Morgunblaðið - 07.01.1972, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1972 23 Af mæliskveð j a: Sigrún Sigurðardóttir í>ann 12. júní 1971, varð Sigrún Sigurðardóttir áttræS. Sigrún er fædd í Laugahlíð i Svarfaðardal. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurður Hall- dórsson síkipstjóri og hákarla- fiormaður og Friðrikka sáluga Daníelsdóttir. Innan við ferm- ingu fluttist hún með foreldrum sinum að Grund í sömu sveit. Og þar ólst Sigrún upp. Þrettán ára gömul missti hún föður sinn og elzta bróður þá um tvítugt hinn vaskasta mann og ljúfmenni. En hákarlaskipið Kristján, sem Sigurður var þá skipstjóri á, fórst með allri áhöfn vorið 1904. Á skipinu var einvala lið. Nú fóru erfiðir timar i hönd fyrir Grundarheimilið. Aðalfyrir vinnunni kippt burtu tveimur af burða mönnum til líkama og sál- ar. Fljótlega upp úr fermingu varð Sigrún að fara að heiman og vinna hjá vandalausum. Fyrst I dalnum stuttan tima en síðan lengst af á Akureyri. Þar vann hún fyrst hjá Guðlaugi heitnum sýslumanni og þeim hjónum. Eft ir að hún fór þaðan, réðst hún til Ragnars Ólafssonar og konu hans. Eftir að hún lauk þeirri vist, réðst hún til hótei- systra, sem ráku þá gistihús og igreiðasölu, sem var á þeim tíma rómuð fyrir mytndarskap og hátt visi. Eftir að hafa unnið á þess- um, þá rómuðu heimilum, réðst Sigrún austur í Blikalón á Mel An viðkomu til Kanaríeyja FLUGVJÉLAR Flugfélagsins fljúga jafnan til Kanarieyja með viðkomu í Sliannon eða Lissabon, en í siðustu ferð flaug Sólfaxi beinustu leið og tók ferðin 5 klukkustundir og 20 mínútur. Flogið var í 37.000 feta hæð megnið af leiðinni. Vegalengdin er 4.400 kílómetrar, eða 200 km Iengri en til New York. Flug- stjóri var Björgvin Guðmunds- son. Nýting á eldisneyti er betri ef fiogið er án viðkomu. Flug án vlðkomu er talið hagkvæmara og verður reynt aftur ef skilyrði Leyfa að sögn Sveins Saemunds sonar blaðafulltrúa. Tvær ferðir hafa nú verið farnar til Kanari- eyja siíðan fyrir jól og fullbókað er í naestu ferð, sem verður far in uim miðjan mánuðinn rakkasléttu. Þar kynntist hún mannsefninu sínu, ljúfmenninu og glæsimenninu Jóni Þorsteins syni, Þau giftu sig rúmu ári seinna. Þá var Sigrún 23ja ára en Jón 25 ára. Árið eftir byrjuðu ungu hjón in að búa á Blikalóni, á móti móð ur Jóns heitins og stjúpa og búnaðist vel. Þau bjuggu þar í fjögur ár. Þaðan fluttu þau að Fagra- nesi á Langanesi og bjuggu þar 6 ár. Þar stundaði Jón heitinn sjósókn ásamt landbúskap, aðal lega sauðfé. Á þessum árum varð þeim hjón um átta barna auðið. Það yngsta lézt í fæðingumni. Lagðist því snemma á þau mikil ómegð. Fagranes er austan á nesinu, og því mjög afskekkt. Til Þórs- hafnar var þá átta tíma ferð yfir heiði og vegleysur að fara. Þar var og er enn verzlunarstaður og þar sat læknirinn. En þau hjónin áttu afburðagóða hesta, sem oft var beitt í tvisýnu, en allt blessaðist þetta. Enda var Jón heitinn afburðamaður, ferða garpur, gætinn og karlmenni i hverri raun. Á Fagranesi búnaðist þeim hjónum vel, enda bæðd bráðdug leg og samhent. Þar var þá hjá þeim hjónum bróðir Sigrúnar sem Júlíus hét. Drengur góður, greindur vel og fullhugi. Hann fýlgdi þeim hjónum til dauða- dags af tryggð og trúmennsku og fórst á mótorskipinu Brúna haustið 1936 í mynni Sigluf jarð- ar, en Drottningin sigldi þá i kaf. Varð Júlíus heitinn öllum harmdauði, sefn þekktu hann og mikið áfall fyrir Sigrúnu og fjöl skyldu hennar. Frá Fagranesi fluttu þau bú- ferlum til Akureyrar og dvöldu þar 1 eitt ár. Þar vann Jón heit inn að húsasmíði og einndg um tíma sem beykir. Árið eftir, eða nánar til tekið 1926 ffluttu þau með barnahópinn allan í ómegð, það elzta ellefu ára, út í Svarf- aðardal. Settust þau að á einum þriðja úr jörðinni Grund. Þetta var þá eyðibýli og húsalaust. Ekki var því aðkoman efnileg. En með aitorku þeirra beggja og Júlíusar heitins tókst þeim að lifa, og halda lífinu í barnahópn um. Enda svo samhent að sliks munu fá dæmi. Þarna bjuggu þau hjón þang- að tii Jón heitinn lézt 1939. Nú á Sigrún heima hjá dóttur sinni og manni hennar Páli Tóm- assyni. Þessi stutta frásögn er mjög gloppótt sem eðlilegt er. Þaf segir lítið frá baráttu þess- ara hjóna og þeirra nánustu bæði til sjós og lands. Að stunda sjóróðra frá Fagra nesi var ekki í mörgum tilfell- um á færi nema allra hraustustu manna. Þarna er oft brimlend- ing og má engu muna svo að allt fari ekki í spón. Ég ætla nú að reyina að segja ftrá einum slík- um róðri. Það var nýr bátur i fjörunni, sexæringur, hann hét Bjarni. Búkurinn var tröllaukinn miðað við kænuna, við hliðina á hon- um, sem þeir höfðu róið á und- anfarin ár. Bjarni var þó renni legur og talinn ágætt sjóskip. Það átti að Vígja gripinn. Þrír vaskir menn snarast niður í f jör una, þrifa i skipið ásamt aðstoð- arfólki og hrinda því á flot. Það var blíðalogn. Blakti ekki hár á höfði. Báturinn hraðaði för út á djúpið undan áratökunum. Þá dimmir í lofti. Þrumuveður skoll ið á af landi með lemjandi slag- viðri. Á örfáum mínútum kominn ósjór. Drynjandi öldugnýr með hrynjandi kolskeflum í tröllslog um ham. Konan ein heima með börnin biðjandi Guð um hjálp. Þeir komnir á sjóinn. Fagranes stendur mjög hátt En hvar var nú stórskipið? Horfið sjónum. Loks sást það upp á einum öldu hryggnum í froðuvellandi kös- inni. Þar virtist það standa kyrrt augnablik, en svo blasti við þeim kolskeffludalurinn á ný, svo þeir hurfu, og svo aftur koll af kolli unz þrautin var unnin, stórskipið aftur í fjörunni. Þetta voru aðeins nokkur augnablik, í mesta lagi hálftími frá því þeir fóru og þar til þeir náðu landi. En því lik sjón! að vera áhorf- andi að slíkri baráttu, slí'kum hrikamætti höfuðskepnunnar og geta ekkert aðhafzt. Sigrún má þó þrátt fyrir erf- iðið að mörgu leyti vel við una. Hún eignaðist nýtan snilldar- mann, sem bar hana á höndum sér tii dauðadags. Með honum eignaðist hún böm sem henni þótti vænt um, og fórnaði sér fyrir. Þó að ekki væri ríkidæmi á Syðri-Grund, var þar oft mi'k- il gleði og hamingja í þeirra f jöl skyldulífi. Og átti Júlíus heitinn stóran þátt í þvd að börnin fundu lítið til fátæktar meðan hans naut við. Eftir það urðu erfiðleikar á þessu heimili. Aldur bamanna kallaði á menntun. En jörðin rýr og því afraksturinn litill. En aldrei vantaði viljann til að duga. Og verða þau hjón ekki sökuð um aðgerðarleysi eða kjarkleysi. Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Sigrún unni þassum átthögum sínum svo einlæglega að ekki verður betur gert. Þar vildi hún berjast og barðist ótrauð, án þess að mögla eða kvarta á hverju sem gekk. Hún uppskar oft þá gleði sem sá nýtur er lokið hefur vel unnu verki. Því það var aldrei neitt hálfverk frá hennar hendi. Enda mjög heilsteypt og skap- mikil og fylgin sér. Nú er þessi kona á níræðis- aldri. Og enn með hugann við sveitabúskapinn. Virðist raunar alfús til að hefja starfið að nýju, þar sem frá var horfið um stund. Þorsteinn Jonsson. Innilega þakka ég ættingjum, vinum og samstarfsmönnum hjá pósti og síma, sem sýndu mér vinarhug á 70 ára afmæli mínu sl. aðfangadag með heimsóknum, gjöfum og ám- aðaróskum. Sigurðnr Jónasson. Guðmundur Sigurðs- son frá Stokkseyri HINN 11. des. sl. var til moldar borirm Guðmundur Sigurðsson fná Hvanneyri Stokkseyri, nú síðast vistmaður á Hrafniistu. 1 25 ár var ég samtíða Guðmundi á Stokkseyri. Hann var einn af þessum öndvegismönnum, sem irnnu öil sín störf með það eitt i huga að skila ætíð sem mestu og uimfram allt sem vönduðustu verki eftir hvem dag. Ég man sérstaklega eftir hvað hann beitti linu snilldarvel, enda fisk- aðist jafnan bezt á hans bjóð. Þó er mér minnisstæðust gleði hans og starfsánægja, sem smit- aði okkur vinnufélaga hans þær verfcíðir, sem við störfuðum sam- an. Guðmundur var len-gi skútu- sjómaður, og liika reri hann á opnurn skipum. Það þyrfti áreiðanlega færri milljónahundruð til fiskvöru- vöndunar, ef yngri kynslóðin tiíl- einkaði sér jafnvægi hugans ásamit verkvöndun og lifandi trú; þá mumdi alit ganga léttar. En þefcta aLlt átti Guðmundur í ríkum mæli. Hanin var vel greindur en nauit lítillar skólagöngu. Fegurri handskrift en hans hefi ég ekki séð. Hann var miikill trúmaður, bæði í orði og á borði. öll hans verk spegiuðust af einlægri trú á guðdómlega stjóm alils þess sem lifir. Hann sýndi líka styrk trúarinnar I sviptivindum lífs- ins, þegar hann varð að sjá á bak ágætri konu sinni, Elínu, á bezta aldri, og nokkru síðar kjörsyni sinuim efflir langvarandi sj úkdóm. Við Guðmundur urðum aftur nágrannar, þegar hann dvaldist á Hrafinistu. Ég heimsótti hann þar ofit og ætíð var hann með sínu góða jafnaðargeði, og þótti þá gott að minnast ýmsra atvika frá starfi sínu á Stokkseyri. Ég iýk þessum linum með þeitri fulilvisisu, að þú, Guðmundur minn, ert nú kominn til æðri heimkynna, þar sem ástvinir þínir hafa tekið á móti þér. Ég veit ég hifcti þig aftur handan við fjallið. Ingjaidur Tóniasson. — Minning' Kristín Framhald af bls. 22 Þau bættu jörð sína mikið og byggðu stórt og myndarlegt ibúðarhús, sem enn stendur með prýði. Árið 1937 brugðu þau búi og fluttust til Akureyrar þar sem þau dvöldust til ársins 1946 er þau fluttust til Reykjavikur og fáum árum síðar til Kópavogs, þar sem þau hafa síðan búið, meðan báðum entist lif. Kristinu og Halli varð ekki barna auðið en tóku í fóstur tvö börn, Guðrúnu Eiriksdóttur, sem nú er húsmóðir á Akureyri og frænda Kristínar, Leif Unnar Ingimarsson, sem nú er bóndi í Pálmholti í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Til þessara barna bar Kristín mikla elsku og sýndi þeim sann- an móðurkærleika. Þessi börn bera uppeldi fósturforeldranna gott vitni, þau hafa í alla staði reynzt duglegt sómafólk og hafa alltaf verið fósturforeldrum sin um sem góð börn eru sínum eig- inlegu foreldrum. Slíkur vitnisburður er ótvíræð ur um gott uppeldi. Með Kristínu Sigtryggsdóttur er horfin á braut mikilhæf kona, fulltrúi þess fólks sem unni landi sinu og þjóð og vildi allt i sölurnar leggja fyrir farsæla framtíð þess, án tillits til eigin ábata og hafði kærleika, trúar- traust, fórnfýsi og skyldurækni að leiðarljósi í öllum sínum at- höfnum. Kristín var mótuð af kjarn- mikilli sveitamenningu, heiðar- legrar og dugmikillar bænda- stéttar, þar sem munnleg loforð voru öruggari, en skriflegir samningar nútímans. Þar sem mikils var krafizt af öllum, en einstaklingurinn gerði þó mest- ar kröfur til sjálfs sin. Ég vil svo að síðustu frænka mín flytja þér ástarþakkir frá fjölskyldu minni fyrir alla þína umhyggju og kærleika og sér- stakar kveðjur og þakkir frá nöfnu þinni litlu, sem þú kvadd ir hinztu kveðju á spítalanum, hún hélt út í gróanda lifsins en þú á fund feðra þinna. Ég vil ijúka þessum kveðju- orðum með þvi að biðja guð að varðveita þig á nýjum leiðum og blessa framtið þína i fram- andi heimkynnum. Og Hallur minn, guð styrki þig og varðveiti i þessum miklu straumhvörfum iífs þins. Sigtryggur Jón Björnsson, frá Framnesi. UPPBOÐ Opinbert uppboð verður í Sundhöll Reykjavíkur við Barnós- stíg laugardaginn 8 janúar 1972 kl. 13,30 Verða þar seldir ýmsir óskilamunir svo sem sundfatnaður, handklæði, arm- bandsúr o. fl, Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Iðnaðarhúsnœði I REYKJAVlK EÐA KÓPAVOGI óskast á leigu 70—100 fermetrar fyrir léttan iðnað. Tilboð óskast sent Morgunbíaðinu fyrir 5 janúar merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 3355". Atvinna óskast kann svolítið í íslezku hefur 23ja ára Breti búsettur hér og áhuga á starfi í húsgagnaiðnaði og hönnun og smlði — óskar eftir að þann eða þá sem þörf hefðu fyrir slíkan vinnukraft Simi 12496. nokkra reynslu bæði í komast í samband við Okkur vuntur husnæði 2—300 fermetra, fyrir skrifstofur, verkstæði og geymslur. ■ Að minnsta kosti 50 fermetrar þurfa að vera á götuhæð með stórum innkeyrsludyrum. LÖGGILDIIMGARSTOFAN Ármúía 5 simi 8-11-22. Vegno styttingnr vinnutíma samkvæmt nýjum kjarasamningum verður lokað á laugar- dögum frá 1 janúar 1972. VALGARÐUR STEFÁNSSON HF... Akureyri. HEILDVF.RZI UN VALDIMARS BALDVINSSONAR. Akureyri, NúmsUokkurnir Kópuvop Kennsla hefst aftur mánudaginn 11- janúar. Enska, margir flokkar fyrir börn og fullorðna með enskum kenn- urum; sænska, þýzka, keramik, féSagsmáiastörf, barnafata- saumur og bridge. Hiálparflokkar fyrir gagnfræðaskólafólk i tungumálum og stærðfræði. Innritun þessa viku í sima 42404 frá kl 2—10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.