Morgunblaðið - 08.01.1972, Page 10

Morgunblaðið - 08.01.1972, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972 Skipstjórnar- og* vélstjóraefni FRÁ fyrri hluta nítjándu aldar og allt fram á þennan dag hefur það verið viðurtekin regla, að menn ynnu sig upp á togurum frá því fyrst að vera viðvaning- ar, þar næst hásetar, þá stýri- menn og loks skipstjórar. Nútírna togarafloti þarfnast þess, að menn læri örar og með öðrum hætti að nokkru leyti en gerðist áður fyrr. Togarmaður nútímans þarf að vísu enn að læra um borð og öðlast þrek og þekkingu, sem ekki fæst nema í raunhæfu sbaTfi, en hann þarf líka að tileinka sér bókþekkingu og hana ekki litla. Togarmenn nútímans krefjast margra annarra hluta en togara menn fyrri tíðar kröfðust. Áður fyrr átti togaramaður fárra kosta völ. Hann varð að taka starfið eða svelta. Nú velja menn starfið og það sem meira er skipin, sem þeir fara á, eru tæknilega full- komin og krefjast þekkingar og að vinna sig upp á þessum skip- um er eins mikils virði og í hverju öðru starfi í landi. Launin eru góð og skipin eru orðin það vel búin, að þau standast hverja raun að heita má og veita mann- skapnum þau þægindi, sem beít verður á kosið miðað við aðstæð- ur. Ekki má heldur gleyma því að sjómennskunni fylgja alltaf nokkur ævintýr, sem hljóta að iaða unga menn að starfinu. Það hefur verið rekinn mjög lítill áróðui' fyrii' þessum atvinnuvegi, en það er ekkert vafamál að í framtíðinni hlýtur hann að laða að sér unga menn. Nú hefur verið stofnað til sér- staks náms fyriir unga menn, sem ætla sér ákveðið að verða skipstjórnarmenn líkt og ger- ist á verzlunarflotanum eða flota hennar hátignar Breta- drottningar. Þarna má segja að menn verði kadettar í hernum. Bæði í Hull og Gríms- bæ hefur verið komið á fót slík- um námskeiðum fyriir unga menn og þessi þjálfun hefur þegar drag ið að sér menn og skólinn er mjög sniðinn eftir skóla verzlun arflotans. Þar á það sama við um skipstjórnarmenn og vél- stjórá, að þeir fá hvorir tveggja æfingu undir sitt starf. Skólinn er ætlaður fyrir menn á aldrin- um 16—19 ára fyrir dekkmenn og yfir 16 ára aldur fyrir vélstjóra- efni. Foringjaefnum er ætlaður styrk ur að upphæð 300 sterlingspund (63 þúsund krónur) og þeim er ætlað pláss um borð í einhverj- um af hinum nýjustu skuttogur- um. Það er gert ráð fyrir að það þurfi að ætla tveimur foringja- efnum pláss um borð í hverjum skuttogara, 9em Bretar eiga nú. Eftir sex til átta vikna nám- skeið á sjómannaskóla í landi er foringjaefnunum ætlað að fara til sjós. Æfingatíminn er eitthvað styttur fyrir nemendur með menntaskólapróf. Hinum þriggja ára námstíma er skipt milli raun Þetta er nýi sjómannaskólinn þeirra í Fleetwood hæfrar kennslu um borð og kennslu í landi og í lok námstim ans gangast þessir nemendur und ir próf, sem jafngildÍT stýri- mannsprófi, og þegar hann svo hefur lokið þessu lokaprófi, er hann örugigur með pláss og fram tíð hans er tryggð sem skip- stjórnarmanns, ef hann stendur sig. Þetta foringjaefnanám gefur ungum mönnum og framagjörn- um tækifæri til að komast fyrr áfram en undir venjulegum kring umstæðum. í þetta nám fara ekki aðrir en þeir, sem telja sig til foringja fallna, og þeir læra sér- staklega að verða skipstjórnar- menn. Um vélstjóranámið gildir að mestu það sama og námið til skipstjómar, þar er um að i'æða nám bæði til sjós og lands. Eins og alkunna er fara ungir menn oftast til sjós óráðnir í því, hver framtíðin verði. Þegar ungi maðurinn hefur verið svo og svo lengi um borð í fiskiskipinu, fer hann að gera það upp við sig, hvort hann eigi að fara í skólann eða ekki. Það gæti verið ráð, að hvetja unga menn til að ganga að námi til skipstjórnar eða vél- gæzlu eins og hverju öðru námi, sem þeir læra í landi. Nemand- inn fylgist þá strax betur með öll um hlutum, sem honum kunna að giagni að koma og gengur að þessu eftir fyrir fram gerðri áætlun en ekki hendingu, eins og oft hefur viljað brenna við. ;Vý;Á ■ k , ■■ ^ ís Kennsla í landi SJÓMANNASÍÐA I UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR Upphaf nútíma hring- nótaveiða hérlendis Herpinótaveiði með þeim hætti, sem nú tíðkast, að nót- inni er kastað frá sjálfu veiði- skipinu en ekki úr nótabátum, eins og fyrrum var, hefur líkast til fyrst verið reynd af Karli Friðrikssyni, 1939. Karl Friðriks son er þekktur maður nyrðra og viða um land við sjávarsíðuna. Hann hefur fitjað upp á mörgu um dagana og er sífellt s' útfuli- ur af nýjum hugmyndum. Und- anfarin ár hefur Karl ver- ið verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa en nú er hann orð inn matsmaður. Karl gerði tilraun með að kasta . nót frá veiðisk'pitru sjálfu vorið 1939, eins og stað- fest er í vottorði Ingólfs Jons- sonar hér á eftir. Ekki fékk Karl neina aðstoð af hálfu hins opinbera við þess- ar tilraunir, þó að þær gæfu greinilega góða raun. Þegar Karl sótti um styrkinn tók hann saman eftirfarandi rök semdir; 1) Aðferðin sparar mannahaid um helming og eykur þar af ieið andi hlutinn. 2) Mikill léttir er að því fyr- ir mannskapinn að vélaafiið er notað til að kasta nótinni, í stað þess að henni sé róið út úr snurpubátum. Auk þessa er of; erfitt að ferðast með snurpu- bata. 3) Dekkspilið er notað til að snurpa saman nótina i stað mannafls og handspils, þeg- ar veiit er með snurpubátum. 4) Fækkun manna á bátunum, hefur í för með sér bætta heil- brigðisháttu. Það er óhollt að hrúga jafn mörgum mönnum i lúkar og gert er, svo að stund- um verða að vera tveir menn i hverri koju. 5) Þessi aðferð æ'ti að auð- velda mönnum að veiða síid á hafi úti. Ekki dugðu Karli þessar rök- semdir og féil þessi nýbreytni, sem síðar olli hreinni byltingu i síldveiðum, niður í fjölda ára, svo sem kunnugt er. Vottorð það, sem Ingóifur Jónsson, lögfræðingur, gáí Karli er svohljóðandi: 4. desember 1963. „Vorið 1939 gerðist ég stai ts- maður hjá Óskari sái. Halidórs- Karl Friðriksson. syni útgerðarmanni, og vann hjá honum, sem fulltrúi hans í næstu 5 ár. Mér er það minms- stætt að sumarið 1939 gerði Karl Friðriksson frá Akureyri út m.b. Marz, um 10 smál. að stærð, á reknet og lagði upp hjá Óskari á síldarsöltunarstöð hans undir Bökkum á Siglufirði. Karli kom til hugar að reyna síldveiði með hringnót þetta sumar, enda hafði hann tveimur árum áður reynt þá veiðiaðferð á Eyjafirði. Hásetar hans á Marz höfðu svo mikla ótrú á þessu, að þeir vildu ekki taka þátt í tilraun- inni, en lofuðu að bíða nokkra daga meðan tiiraunin væri gerð. Karl hafði útbúið hringnót sem var 19% faðmur á dýpt og 96 faðma 16ng. Fór hann til tilraun arinnar ásamt tveimur mönnum, vélstjóra og formanni. Hann var 3 daga við þessa tilraun og fékk 30 tunnur fyrsta daginn i einu kasti og 90 tunnur síðan líka í einu kasti. Sildina lagði hann upp hjá Óskari Halldórs- syni. Til þess að missa ekki há- setana varð hann þó að hætta frekari tilraunum, sem að áliti okkar Óskars höfðu þó sýnt, að framtíð hlaut að vera i pessari veiðiaðferð. Ég var þess mjög hvetjandi að tilraunum yrði haldið áfram, því að ég hafði ein mitt árið áður fengið í hendur mínar bækling, gefinn út af fiski málaráðuneyti Bandaríkjanna um hringnótaveiðar. En ekki þekkti Karl þessa bók og var hringnótin algerlega hugmynd hans. Mér er vel kunnugt um það, að Karl hefur langa reynslu við alls konar veiðiaðferðir og var um langt skeið brautryðjandi við Eyjafjörð um tilraunir með veiðarfæri, sem hann sjálfur breytti og fann upp.“ Malsveinor fiskiskipum Fundur verður haldinn að Lindargötu 9 uppi, laugardaginn 8 janúar kl. 2. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.