Morgunblaðið - 08.01.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 08.01.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972 Dr. Guðmundur Magnússon prófessor: V í sitölutölví si og nefskattar NÝLEGA hefur verið gengið frá samningum um kaup og kjör af aðiljum vinnumarkaðarins fyr ir næsta tveggja ára tímabil. Einnig hafa nýlega verið lögð fram á Alþingi frumvörp, sem fela í sér mikla breytingu á skatt kerfinu. Jafnframt tengjast þess- ar skattbreytingar afgreiðslu hallalausra f járlaga. Komið hefur fram, að sitt sýn- ist hverjum um skattafrumvörp- in, en eðlilegt er, að hinn al- menni launþegi líti á allt i senn — hina nýgerðu samninga, breytta skattatilhögun, minnkað- ar niðurgreiðslur og áhrif þess- ara aðgerða á kaupgjaldsvísitöl- una og þar með á kaupið — því það sem skiptir mestu máli er raunvirði ráðstöfunartekna (tekna eftir skatt). Viðurkennt mun af flestum, að það vísitölukerfi, sem við búum 113 — voru niðurgreiðslur auknar veru lega við setningu verðstöðvunar- laganna á sínum tíma. Það láir því enginn fjármálaráðherra, að hann skuli vilja draga úr niður- greiðslum, eða a.m.k. hafa hem- il á aukningu þeirra, einkum þar sem æ dýrara verður að greiða niður hvert stig og finna vörur til að greiða niður, svo eitthvað muni um niðurgreiðslurnar. Kom ið hefur fram, að rikisstjórnin hyggst nota það svigrúm, sem skapazt við afnám nefskatta (al- menns tryggingarsjóðsiðgjalds og sjúkrasamlagsgjalds) til að draga úr niðurgreiðslum (eða mæta óorðnum hækkunum að hluta). Nefskattamir jafngilda 4,2 stig um í kaupgreiðsluvísitölunni, en 0,48 stig munu hafa verið greidd niður í des. sl. í útreikningum þeim, sem fjármálaráðherra 2. Að meta áhrif skattbreyting- arinnar á meðaltekjur i landinu. Það vandamál, sem um er að ræða, er samsvarandi því, að skó tegund, sem væri í vísitölunni, hyrfi af markaðnum. Eðlilegast væri þá að taka aðra skótegund inn í vísitöluna í staðinn — eins og reyndar er gert í slíkum til- vikum. Þar sem samkomulag var hins vegar um það á sínum tíma milli vinnuveitenda og laun þega, að tekjuskattur og tekju- útsvar skyldu ekki vera í vísi- tölugrunninum en hins vegar nef skattar og söluskattur, kemur einnig til greina að fella nef- skattana úr í grunninum og þyngja vægi annarra liða vísitöl- unnar, þannig að hún verði ó- breytt. Hugsum okkur hliðstæðu við fyrirhugaðar ráðstafanir rikis- stjórnarinnar. Hægt er að lækka 1. niynd: Kaupgreiðsluvísitalan, ef lækkun niðurgreiðslna samsvarar afnámi nefskatta (22 þús. kr. fyrir hjón með 2 börn). við, hafi marga ókosti, en laun- þegar hafa þó talið vísitölubind- ingu launa þá haldbeztu tryigg- iingu kaupmáttar, sem kostur er S — og það vissulega með tais- verðum rétti. í þeim skrifum, sem hér fara S eftir, er ekki tekin afstaða tiJ vísitölukerfisins sem slíks, held- ur skal einungis bent á hvaða álhrif fyrirhugaðar skattbreyting ar og lækkun niðurgreiðslna hafa á kaup og kjör í því kerfi, sem við búum við. SAMBAND KAUPGJALDS OG VÍSITÖLU Til þess að lesendur geti átt- að sig betur á því, hvað er að gerast, er rétt að benda á nokk- ur atriði í sambandi við vísitölu- bundin laun. 1 samningum Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasam- bands íslands er (m.a.) samið uim ákveðin grunnlaun og verð- iagsuppbót á þriggja mánaða fresti skv. nánar tilteknum regl- um. Miðast kaupgjaldsvísitalan við vásitölu framfærslukostnað- ar næstliðins mánaðar með nokkr um breytingum. Eins og öllum er kunnugt, ekki slzt bændum og húsmæðrum, studdist við, þegar hann útskýrði skattbreytinguna fyrirhuguðu, reiknaði hann með hækkun nef- skatta í núgildandi kerfi úr 14 þús. fyrir hjón með 2 börn í 22 þús. Því verður að reikna með hækkun vísitölunnar um 2 stig af þeim sökum, þannig að nef- skattar hefðu numið samtals um 6 vísitölustigum (ef ekki hefðu komið til auknar niðurgreiðslur). Kaupgreiðsluvísitalan er nú 108,37 stig miðað við grunn 100 þann 1. júní 1970. Hér er talað um brúttótap neytenda, en hvert vísitölustig jafngildir 1% hækkun á grunn- laun. Nettótap neytenda mun reiknað út hér á eftir, en það fæst með því að taka tillit til skatt- breytingarinnar í heild og lækk- unar niðurgreiðslna. Tekið skal fram, að kaupiags- nefnd úrskurðar, hvernig tekið skuli á afnámi nefskatta í fram- færsiuvísitöliinni, en rök hníga að því, að gera eigi annað af tvennu: 1. Að fella nefskattana úr grunni vísitölunnar og láta hana þar með vera óbreytta, að öðru jöfnu. vísitöluna með því að minnka söluskatt (eða greiða hann nið- ur), en hækka beina skatta á móti: En hver getur haldið því fram, að maður sé betur settur, ef hann greiðir 20 þúsund í sölu- skatt (í vöruverði) og 50 þúsund í aðra skatta en ef hann greiðir 10 þúsund í söluskatt og 60 þús- und í aðra skatta? Það, sem er gefið með annarri hendinni, er tekið aftur með hinni. VF.GNA VÍSITOHIHÆKKIINAIl rAdstofunar> TEKJUR 416 ftCS. KR. .. 600.. -.400-. • * so# • • SKATTCR AF HÆKKUV . ^....... SKATTAR Brúttí. », te&jnr I Þfe. kr •■I0*.. rAdstöfcnar- TEKJIJR 443 ÞCS. KR. SKATTAR A) GILDANDI KERFI B) BREYTT KERFI 2. mynd: Sanianburður á brúttótékjum annars vegar og ráðstöf- unartekjum hins vegar. Hjón með 2 böm og 550 þús. kr. í brúttótekjur að óbrenglaðri vísitölu. Lækkun niðurgreiðslna sein nemur afnámi nefskatta. Skatt greiðslur samkvæmt töflu fjár- málaráðherra. Dæmi: 1. Ef nefskattar eru felldir úr grunni vísitölunnar og ekkert kemur í staðinn, mundi skerð- ing á kaupi skv. forsendum íjár- máiaráðherra nema um 6 vísi- tölustigum, eða 33 þúsund krón- um á ári á 550 þúsund • króna brúttótekjur. Þetta jafngildir að sjálfsögðu um 6% brúttótekna, en um 7% nettótekna (ráðstöfun- artekna, eða tekna eftir skatt). 2. Sé hins vegar reynt að meta áhrif skattbreytingarinnar og lækíkun niðurgreiðslna í heild og athugað, að hve miklu leyti þetta vegur upp á móti þvi að sleppa við að greiða 22 þúsund í nef- skatta (hjón með tvö börn, eða ekki fjarri visitölufjölskyldunni), verður eftirfarandi uppi á ten- ingnum: a) Núgildandi kerfi (allar töl- ur teknar úr töflu fjármálaráð- herra, eftir því sem kostur er): Brúttótekjur 550 þús. Kauphækkun v. hækkunar nef- sk. og lækk. niðurgr. 33 þús. Samtals 583 þús. Skattar 118 þús. (þar af 11 þús. vegna 33 þús kr. hæklk.). Ráðstöfunartekjur 465 þús. b) Breytt kerfd, skv. frumvörp um ríkisstjórnarinnar: Brúttótekjur 550 þús. Skattar 107 þús. Ráðstöfunartekjur 443 þús. Mismunur á a) og b) 465443 = 22 þús. kr. á ári. Greiða verður sama vöruverð í báðum tilvikum og ráðstöfun- artekjur eru 22 þús. kr. lægri með fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar en verða mundi í gildandi kerfi. Þetta ja'fngildir í dæminu um 5% ráð- stöfunartekna og 4% brúttótekna á ári. Niðurstaða er útskýrð í 2. mynd. Þess má geta, að skv. nýút- komnu hefti Hagtíðinda, þar sem birtar eru tölur um brúttótekjur kvæntra karla 25—66 ára á árinu 1970, kemur í ljós, að meðaltekj- ur voru um 431 þús. kr. Með 25% hækkun verður þetta um 3. mynd: Meðaitekjur kvæntra karla 25—66 ára og fjöldi fram- teljanda árið 1970. (Heimild Hagtíðindi, nr. 11. nóv. 1971, bls. 218) 540 þús. krónur 1971, en hækk- unin 1969—1970 var á meðallaun um um 27,5%. Þess vegna er ekki óraunhæft að reikna með um 550 þús. kr. í brúttótekjur, eins og gert hefur verið hér að framan. Skipting meðaltekna ár- ið 1970 er sýnd á 3. mynd. Af línuritinu má reikna út, að í 85% tilvika voru meðaltekj- ur starfshópanna á bilinu 300— 599 þús. kr. árið 1970. Þvi er verulegar líkur fyrir því, að 85% meðaltekna hafi verið á bilinu 375—750 þús. árið 1971. (Þetta eru meðaltekjur. Sé reiknað beint, hversu margir voru með meira en 250 þús. kr. í brúttótekjur árið 1970 voru það 34.014 eða 86,4% framteljanda). Skipting meðaltekna er athygl- isverð m.a. vegna þess, að skv. töflu fjármálaráðherra á hið eldra og nýrra kerfi að vega salt við um 550 þús. króna brúttótekj- um fyrir 'hjón með tvö börn. Hér hefur verið. sýnt fram á, að þótt allt annað sé rétt, verða bæði brúttótekjur og ráðstöfunartekj- ur minni vdð skattbreytinguna en ella hefði orðið vegna vísitölu- áhrifanna. Lokaorð: Gera má þá athugasemd við útreikningana, að ekki hafi verið sýnt, hver útkoman sé fyirir aðra en þá, sem eru með 550 þús- und króna brúttótekjur á ári. Mér reiknast svo til, að í heild sé skattbreytingin til bóta aðeins fyrir þá, sem verða með minni brúttótekjur en 375—400 þúsund krónur og eins og áður er sagt, eyðist 4% kjarabótin við 550 þús und króna brúttótekjur og við hærri tekjur er nettótap. Búast má við, að yfir 85% allra kvæntra karla á aldrinum 25—66 ára komi til með að hafa 375 þús. kr. brúttótekjur eða meira á árinu 1972, þannig að ætla má, að þessi atriði varði allan þorra vinnandi manna i landinu, þótt aliir hafi ekki vísitölubundna kjarasamn- inga. Til þess að gera samanburðinn ekki of flókinn, hefur ekki ver- ið tekið tillát til ýmiissa atriða sem fjármálaráðherra sleppir í út- reikningum sínum og hafa áhrif á rauntekjur launþega, t.d. hækk un fasteignamatsins og þar með hækkun tekna af leigu í eigin húsnæði, þess að verðlagsbætur koma alltaf eftir á og skattvísi- talan virðist vanreiknuð hjá fjár málaráðherra í samanburðinum o.s.frv. Jafnvel þótt slíkum mik- ilvægum atriðum sé sleppt og samanburður fjármálaráðherra notaður, eins langt og hægt er — og meira að segja gert ráð fyrir sköttum af auknum tekj- um — fæst sú niðurstaða fyrir þá, sem eru með meðaltekjur að þeir fá 5% minni ráðstöfunartekj ur (tekjur eftir skatt), en ella, jafnvel þótt tekið sé tillit til skattabreytingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.