Morgunblaðið - 08.01.1972, Side 13
MORGUNELAÐIf), LAUGARDAGUiR 8. JANÚAR 1972
13
Sextugur:
Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur
Kristallen den fina
som solen mánd skina
som stjárnorna blánka í skyn.
ENDUR fyrir löngu — þegar ég
var barn — áskotnaðist mér
eitt sinn sérkennilega slípað gler.
Fullorðna fólkið sagði, að þetta
væri kristall og væri líklega úr
ljósakrónu. Ef þessu gleri var
brugðið upp við sólarljósið, gerð
ist það undur, að allavega iitar
ljósrákir mynduðust í því og þeg
air þær féllu á ljósleitan vegg,
var eins og litirnir yrðu lifandi.
Þeir bylgjuðust og breyttust í si
fellu þegar ég sneri kristalnum í
hendi mér.
Á langri lifsleið kynnist mað-
ur mörgu fólki með margs konar
og ólíka persónuleika. Sumir eru
svp litlausir, að þeir minna einna
helzt á rúðugler. Maður sér um
hverfi þeirra án þess eiginlega að
sjá þá sjálfa. Aðrir eru svo dimm
ir og dökkir, að birtan sést alls
ekki í gegnum þá. En svo eru ein
etöku menn, sem minna á kristal
inn forðum. >eir endurspegla
Ijósið að ofan og gefa innsýn í
ægifagra veröld lj óss og lita,
sem sífellt birtist í nýjum og
nýjum blæbrigðum.
Á Austurlandi er náma ein
fræg, þar sem silfurberg var áð
ur numið og þótti gersemi hin
mesta — enda kristall — og var
notað í sjóngler, svo og í skart-
gripi. Austurland er land dýr-
mætra steina og þaðan kom sá
maður, sem í dag er sextugur að
aldri, persónuleiki sem líkist
kriistalnum skæra, sem endur-
varpar ljósinu að ofan gegnum
ótal fleti hins margþætta sviðs
hugðarefna: vísindamaður, kenn
ari, skáld, rithöfundur, sagnfræð
ingur, fornfræðingur. — Það er
okkar ávinningur að hafa kynmzt
honum og fengið að horfa á ljós
bylgjurnar endurvarpast á vegg
tímans.
Guðrún Jónsdóttir
frá Prestsbakka.
Athafnasamur
innbrotsþjófur
Zúrich, 7. janiiar AP—NTB
SVISSNESKA lögregian handtók
nýlega hinn illrænida innbrote-
þjóf „skrúfjárnið“, sem grunað-
ur er um að hafa framið 1100
innbrot um alla Evrópu á síð-
ustu tveimur og hálfu ári. „Skrúf
járnið“ eins og liann var kallað-
ur hefur verið svo athafnasam-
ur á sl. árum, að lögreglan er
enn að telja innbrotin, sem hann
er sagður hafa framið.
Lögreglan 'handtók „Slkrúf járn
ið“ (hann notaði alltaf skrúf-
járn við iðju sína) án þess að
vita hver hann var, en kættist
heldur betur, er fingraför hans
leiddu í ljós hver hann var. Ekki
er vitað hvað maðurinn heitir
eða hverrar þjóðar hann er og
verður það ekki gefið upp, fyrr
en rannsóikn málsins verður
lengra á veg komin.
Stormur í grasinu
— leikrit Bjarna Benedikts-
sonar frá. Hofteigi frumsýnt
í Austur-Landeyjum
Borgareyrum, 7. janúar. —
, PNGMENNAFÉLAGIÐ Dags-
brún í Austiir-Landeyjum æfir
nú um þessar mundir sjónleik-
inn Stormur í grasinti eftir
Bjarna Benediktsson frá Hof-
teigi. Leikrit þetta kom út árið
1965, en hefur ekki verið sett á
svið fyrr en nú. Það lýsir búferla
flutningi sveitafólks á mölina.
Hlutverk í leiknum eru átta.
Leikstjórn annast Eyvindur Er-
lendsson og er það í annað sinn,
sem hann stjórnar leiksýningu
hjá UMF Dagsbrún.
Frumsýning er fyrirhuguð f
Gunnarshólma sunnudaginn 16.
þessa mánaðar. Sýningar munu
verða á fleiri stöðum, þ. á m. á
höfuðborgarsvæðinu. UMF Dags
brún er eitt elzta félag á land-
inu, stofnað 1909 og hefur starf-
að markviisst að íþrótta- og
menningarmálum. — Markús.
|
B&ndarískt herlið gengur á Iand í Reykjavík.
Her naðarsk j öl
Framh. af bls. 1
1941, að það væru „alvarleg
mistök“ að krefjast beiðni Is-
lendinga, en Welles lýsti þá
yfdr afdráttarlausri neitun
Roosévelts við þvi að eiga það
á hættu, að bandarískt herlið
yrði kallað árásarher með þvi
að hernema Island. Roosevelt
myndi einungis senda herlið
að beiðni Islendinga. Bretar
sem hernámsveldi féllust á að
hvetja íslenzku ríkisstjórnina
til þess að bera fram nauð-
syniega beiðni.
Bretar féllust á þetta, því
að þeim var það mikið kapps-
mál að geta flutt herlið sitt
til annarra svæða, þar sem
þess var brýn þörf. Bandarik-
in voru þá ennfremur ennþá
hlutlaus að formi til og það
þyí mikilvægt að fá Banda-
ríkjamenn til íslands. Slikt
myndi glæða vonir Breta
mjög um, að Bandarikin byrj-
uðu að lokum þátttöku í
stríðinu.
Brezka utanrikisráðuneytið
gaf siðan brezka aðalræðis-
manninum í Reykjavik, How-
ard Smith, þau fyrirmæli, að
það væri „afar mikilvægt" að
fá beiðni fyrir komu Banda-
ríkjamanna. „Þér ættuð að
fylgja þessu máli ákaft eftir
við íslenzku stjórnarvöldin og
ættuð að gæta þess að láta
ekki draga yður út í karp.“
Fyrirmæli þessi voru undir-
rituð af Anthony Eden, utan-
rikisráðheri'a.
íslendingar neituðu. Hinn
25. júní 1941 var Smith gagn-
rýndur af brezka utanríkis-
ráðuneytinu fyrir að hafa ver-
ið „of vægur (gentie) gagn-
vart íslenzka forsætisráðherr-
anum“. Var Smith fyrirskip-
að að koma i veg fyrir frek-
ara karp, „hvað sem það kost-
aði“, er tafið gæti fyrir komu
bandarísks herliðs til Islands.
Fékk Smith fyrinmæli um að
beita „hörkulegum (brutal)
fortöIum“, þar á meðal hótun-
um um, að brezka herliðið
yrði kallað brott og Island
skilið þannig eftir hlífðarlaust
gagnvart Þjóðverjum án
bandarískrar verndar. Jafn-
framt skyldi Smith beita hót-
unum í sambandi við viðræð-
ur um fiskimál, sem þá stóðu
yfir.
Eden, utanrikisi'áðherra,
sendi Smith simskeyti 26. júní
á þá leið, ,,að það er ekki unnt
að gera of mikið úr gildi þess
fyrir okkur, að þessi beiðni
Islands tdl Bandarikjanna
verði tryggð. Hún kann að
hafa afgerandi áhrif (decisive
effect) á gang styrjaldarinn-
ar“,
Smith svaraði á þann veg
næsta dag, að íslendingar
tryðu því ekki, að Bretar
myndu hverfa á brott frá land
inu sökum hernaðargildis
þess. Almennt vildu Islending-
ar ekki bandariskt herlið.
„Það er næstum óheppilegt,
að brezku hermennirnir hafa
komið svona vel fram,“ segir
í.svari Smiths.
Forsætisráðherra Isiands
játaði í viðræðum við Smith,
að möguleiki væri fyrir banda
rískri hervernd. Hún hefði
verið til umræðu í ríkisstjóm-
inni frá árslokum 1940 og
nyti þar nokkurs stuðnings,
enda þótt forsætisráðherrann
hefði persónulega verið á
móti henni. Forsætisráðherr-
ann neitaSi tilmælum Smiths
um að falla frá andstöðu
sinni sökum þess, að meiri-
hluti allra stjómmálaflokka á
Aiþingi hefðii á síðasta þingi
greitt atkvæði gegn banda-
riskri hervernd. Neitaði for-
sætisráðherrann að nota orðið
„bjóða“ (invite) í orðsendingu
til Roosevelts forseta. 1 stað
þess stakk hann upp á að end-
urskoða aðstæðurnar og
segja, að bandarísk hervemd
væri í samiræmi við hags-
muni Islendinga og íslenzka
ríkisstjórnin væri „reiðubúin
til þess að fela vernd Islands
í hendur Bandarikjunum", ef
fullnægt yrði margvislegum
skilyrðum, meðal annars lof-
orði Bandarikjanna um að
kalla herlið sitt burt að stýrj-
öldinni lokinni og að skipta
sér ekki af innanríkismálum
íslands, á meðan her þeirra
væri þar.
Roosevelt félist á þessa
skýringu sem samsvarandi
þvi, að um beiðni væri að
ræða. Bretar samþykktu og
bandarískt herlið kom í stað
þess brezka.
— Coleman
★
— Mér finnst þetta mjög
ófullkomin írásögn, sagði
Stefán Jóh. Stefánsson i við-
tali við Morgunblaðið í gær,
en hann var utanríkisráð-
herra, er þessir atburðir gerð-
ust. — Það kom aldrei ákveð-
ið fram gagnvart mér sem ut-
anríkisráðherra, að Bretar
ó.s/kuðu þess eindregið, að
Bandaríkjamenn fengju að
koma hér og taka við af þeim.
Það voru einkum tilmæli frá
Bandaríkjastjórn, sem mér
bárust og þau voru mjög
kurteisleg og fólu ekki í sér
neinar hótanir. Að öðru leyti
vil ég skírskota til endurminn-
inga minna, fyrra bindis, bls.
189—204, þar sem ég skýri
itarlega frá því, hvernig
þessu máli var beiní til mín.
Pétur Ólafsson:
Hugleiðingar um Sjó-
mannafélagskosningar
FURÐULEGU moldviðri hefur
verið þyrlað upp í sambandi við
yfjrstandandi stjórnarkosningu í
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Stórskotalið núverandi stjórnar
Sjómannafélagsins, Sigfús
Bjamason og Pétur Sigurðsson,
hafa vaðið fram á siðum Morg-
unblaðsins og Alþýðublaðsins
og talið framboð B-listans jafn-
gilda „striðsyfiirlýsingu“ (Sigfús)
Qg „nýjum átakatímum í verka-
lýðshreyfingunni" (Pétur). Þetta
ber vist svo að skilja, að nú-
verandi valdajafnvægi i verka-
lýðshreyfinigunni sé stefnt í
hættu, og þá sem hótanir til ann-
arra pólitískra foringja i sam-
tökunum, að farið verði út í alls-
herjar pólitískt stríð í verkalýðs-
hreyfingunni, ef flokkar þeirra
stuðli á einhvern hátt að kosn-
ingu B-listans. Það er vissulega
ágætt út af fyrir sig að almenn-
ir félagsmenn í verkalýðshreyf-
ingunni fái þannig innsýn í það
að einhvers konar þegjandi bak-
tjaldasarrikomulag og innbyrðis
baktrygging hefur verið gérð
meðal hinna pólitísku foringja i
hreyfingunni, að þar megi eng-
inn hrófla við öðrum, hvernig
svo sem þeir hafa staðið sig í
baráttunni. Út frá þessu sjón-
armiði er skiljanlegt að þeir
skuli kaila framboð B-listans
„klofningslista" og það að gefa
félagsmönnum í verkalýðsfélagi
kost á því að kjósa sér forystu-
menn „klofningsstarfsemi". En
hvar er þá komið lýðræðinu í
verkalýðssamtökunum, ef for-
ystumenn og starfsmenn félag-
anna eru alltaf sjálfkjörnir og
við þá verður ekki losnað með
öðru móti, en að þeir verði sjálf-
dauðir í stöðu sinni og starfi?
Pétur Ólafsson
ER LÝÐRÆÐI
KI.OFNINGSSTARFSEMI ?
Hræddur er ég um að þessar
hótanir verki öfugt við tilgang
sinn, a.m.k. í Sjómannafélaginu.
Við sjómenn erum orðnir lang-
þreyttir á því fyrirkomulagi, að
okkur séu skipaðir forystu- og
starfsmenn með pólitisku makki
í bakherbergjum úti í bæ, og
þeir geti svo setið lon og don
án þess að sýna nokkurn um-
talsverðan árangur í sínu starfi
og m.á.s. opinberlega unnið að
stórfelldri skerðingu á kjörum
okkar. Við viljum tryggja lýð-
ræðislega meðferð okkar mála
og aukna þátttöku hins starfandi
manns i þeim ákvörðunum, sem
varða lífskjör okkar og allan
hag.
ATVINNIJLÝÐRÆÐI Á AÐ
BYRJA I VERKA-
LÝÐSFÉLÖGUNCM
Nú eru allir uppfullir af tali
um atvinnulýðræði, þátttöku
verkafólks í stjórnum fyrirtækj-
anna o.s.frv. En hvernig er lýð-
ræðið í verkalýðsfélögunum
sjálfum? Þvrftum við ekki að
byrja á því að taka til hendi þar
og hafa lýðræðið i heiðri í okk-
ax eigin röðum, áður en við för-
Framhalð á bls. 16