Morgunblaðið - 08.01.1972, Síða 15
MORGUNBLAÐŒ), LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
15
3»
munuð harma...“
Solzhenitsyn sakar sovézka ráðamenn um
að hafa „drepið“ Tvardovsky með því að
hrekja hann frá NOVI MIR
EFTIR MARGRÉTI BJARNASON
FREGNIR berast um það frá Moskvu, að
Nóbelsskáldið, Alexander Solzhenitsyn,
hafi skrifað minningargrein um hinn
nýlátna vin sinn og stuðningsmann,
Alexander Trifonovich Tvardovsky, fyrr
um ritstjóra bókmenntatímaritsins Novi
Mir.
í minningargrein þessari, scm gengið
hefur manna á milli fjölrituð — en er
að sjálfsögðu ekki birt opinberlega
freinur en annað sem Solzhenitsyn skrif-
ar — sakar hann sovézk yfirvöld um
að liafa „drepið“ Tvardovsky með því
að svipta hann stöðu sinni við Novi Mir.
Tímaritið hafi verið honum svo kært og
vegsemd þess slíkt hjartans mál, að hann
hafi ekki lifað af að missa það.
Alexander Tvardovsky í Moskvu vorið 1966.
„Það er hægt að beita margvíslegum
aðferðum við að drepa skáld,“ segir Sol-
zhenitsyn. „Sú leið, sem Tvardovsky var
kosin, var að taka frá honum eftirlaetis-
barn hans, tímaritið, sem hann hafði
þjáðst svo mikið fyrir.“ Solzheriitsyn
ræðst harkalega á ráðandi aðila sov-
ézka rithöfundasambandsins, sem ráku
hann úr sambandinu fyrir tveimur ár-
um. Hann lýsir útför Tvardovskys og
segir: „Og svo komu þessir miðiungs-
menn úr stjórninni (rithöfundasam-
bandsins). Heiðursvörðurinn var Skip-
aður óheilbrigðum, feitum mönnuim."
Hann hæðist að ræðunum, sem haldn-
ar voru við útförina: „Jafnvel látið
varð skáldið tæki í höndum óvina sirma.
Þeir jusu lofi á likið og voru örlátir á
fag'urgalann .... þeir stóðu umhverfis
líkbörurnar, samstillt sveit og þeir huga-
uðu: „já — nú höfum við króað hann
af.“ Þeir eyðilögðu eina tímaritið okk-
ar og nú halda þeir, að þeir hafi unmið
sigur.“
■k „FÁBJÁNAR-------------“
Og baráttumaðurinn Solzhenitsyn
þrumar: „Fábjánar........Þegar rödd
æskumanna okkar fer að heyrast munuð
þið harma, að þið hafið ekki lengur
þennan þolinmóða gagnrýnanda, sem
hafði þá eiginleika, að al'lir virtu orð
hans og uppörvun. Þá munuð þið óska
þesa, að þið gætuð grafið eftir Trifono-
vich í jörðina berum höndum til þeas
að kalla hann aftur til lífsins — en þá
verður það of seint.“
Það er ljóst, að Solzhenitsyn er mik-
ið niðri fyrir. Hræsni þeirra manna, sem
eyðilögðu vin hans hægt og bítandi, hit-
ar honum i hamsi og hann hikar ekki
við að hella sér yfir þá, þótt hann viti,
hvað það getur kostað hann sjálfan.
Hann harmar augljóslega þau örlög
vinar síns að verða liðinn sem lífs að
tæki í höndum óvina sinna. Þeir bera
lof á líkið en Solzhenitsyn veit eins og
allir, sem með starfi Tvardovskys fylgd-
ust, að hann átti í stöðugri baráttu við
sovézka ráðamenn og iréttlínurithöf-
unda, sem voru ætíð andsnúnir við-
leitni hans til að vikka út ramma and-
legs lífs í Sovétríkjunum.
★ SIGLDI MILLI SKERS OG BÁRU
Sem ritstjóri var Tvardovsky um-
deildur heima fyrir. Enginn vafi lék á
þvi, að hann var mjög frjálslyndur á
sovézkan mælikvarða — þó sætti hann
gagnrýni margra lista- og mennta-
manna, sem töldu hann alltof þægan
stjórnvöldunum.
Vorið 1966 hittum við þrír íslenzkir
blaðamenn Tvardovsky að máli á rit-
stjórnarskrifstofu Novi Mir í Moskvu
og heyrðum skoðanir allmargra manna
á honum og starfi hans. Var augljóat,
að þeir sem vonuðust eftir auknu frelai
og bættum hag Sovétmanna, bundu við
hann miklar vonir. Hann virtist hafa
tekið þá stefnu að reyna að sigla milli
skers og báru, styðja stjórnvöldin og
flokkinn — hann átti árum saman sæti
í miðstjórn kommúnistaflokksins — en
reyna jafnframt með lagni og þolin-
mæði að ryðja frjálsari og betri bók-
menntum braut.
Mér eru einkar minnisstæðar sam-
Framhald á bls. 17
Solzhenitsyn ásamt ástvinum Tvardovskys við útför hans.
C
Ingólfur Jónsson:
Þjóðarhagur er í hættu
VIÐ áramót leitar hugurinn til
liðins árs, sem var hagstætt að
mörgu leyti. Atvinna var mikil
ailt árið fyrir flesta, sem vinnu-
þrek hafa, viðskiptakjör voru
góð og verðlag á útflutninigs-
vörum þjóðarinnar, sérstaklega
fiski, var mjög hagstætt. Tíðar-
far var með betra móti, þótt
hitastig væri undir meðaltali.
Heyfengur var góður og hagur
bænda fór batnandi á árinu. En
við áramótin hugsa menn ekki
siíður um nýbyrjað ár og hvern-
ig það muni reynast. Um tíðar-
far, aflabrögð og um verðlag á
heimsmarkaði verður ekki ráðið.
Það hefur eigi að síður afger-
andi áhrif á lífskjör manna og
afkomu þjóðarbúsins.
ERFIÐLEIKAÁRIN OG
BATNANDI HAGUR
Allir ættu að muna árin 1967
og 1968, þegar saman fór kulda-
tfið, grasleysi og kal, stórkostlegt
verðfaM á útfllutningsvörum þjóð
arinnar og aflatregða á fiskimið
unum. Af þeim ástæðum missti
þjóðin um 50% af gjaldeyris-
tekjunum á tveimur árum.
Vegna skynsamlegrar stjórnar-
stefnu urðu þessi áföll ekki eins
tilfinnanleg fyrir almenning og
mátt hefði ætla. Þjóðin hafði
safnað varasjóðum frá þvi að
viðreisnarstjórnin tók við völd-
um 1959. Vegna þess, að gjald-
eyrisvarasjóður var fyrir hendi
þurfti ekki að gripa til hafta eða
skömmtunar á innflutningsvör-
um þótt gjaldeyristekjurnar
lækkuðu eins og raun varð á. Af
sömu ástæðum, auk fjármagns-
myndunar hjá fyrirtækjum og
einstaklingum, þegar árferöi var
gott, reyndist unnt að halda
uppi miklum framkvæmdum,
þrátt fyrir slæmt árferði og
koma þannig í veg fyrir al-
mennt atvinnuleysi, eins og ann-
ars hefði orðið. Þegar aflabrögð
urðu betri og viðskiptakjörin
bötnuðu kom batinn fljótt I ljós.
Vegna skynsamlegra aðgerða í
efnahagsnrválum myndaðist gjald
eyrisvaraisjóður að nýju. Hagur
atvinnuveganna batnaði og vara-
sjóðir voru myndaðir til stuðn-
ings og uppbyggingu I atvinnu-
rekstrinum. Atvinnuvegirnir
urðu fjölbreyttari vegna nýrra
atvinnugreina, sem komið var á
fót. Með þeim hætti jukust þjóð-
artekjur og traust undirstaða
var fengin fyrir atvinnuöryggi
almenningi til handa. Vegna
nýrra iðngreina og aukinnar af-
kastagetu iðnaðarins hefir iðn-
aðarframleiðslan orðið vaxandi
þáttur í þjóðartekjunum. Sjáv-
arútvegurinn hefur treyst stöðu
sína vegna batnandi aflabragða
en þó ekki síður vegna hækk-
andi verðlags sjávarafurða. Það
var hyggileg ráðstöfun að
efla hann. Nauðsynlegt er að
hafa varasjóð, sem grípa má
til, þegar afkoman versnar
vegna aflatregðu eða verðfalls.
Það er óviturlegt að skerða sjóð-
inn meðan verðlag er gott og
aflabrögð eru sæmileg. Afkoma
landbúnaðarins batnaði mjög á
Ingólfur Jónsson
árinu 1970, eins og lýst var á
aðalfundi Stéttarsambands
bænda sl. sumar. Ætla má, að
afkoma bænda hafi þó orðið
mun betri á árinu 1971 vegna
tiðarfarsins. Auk þess nutu
bændur alit árið mikillar hækk-
unar á afurðaverði frá haustinu
1970. Gjaldeyristekjur vegna er-
lendra íerðamanna urðu nærri
þúsund milljónir árið 1970.
Örugglega hafa tekjur af þess-
ari atvinnugrein orðið miklu
meiri á sl. ári. Tölur um það
hafa ekki enn verið birtar. Er
gott til þess að vita, að þróunin
hefur orðið ör í ferðamálunum
hér á landi. Fyrir 10—12 árum
þóttu tekjur af ferðamálum ekki
umtalsverðar.
STJÓRNARSKIPTIN
Þegar stjórnarskiptin urðu á
miðju sl. ári stóð þjóðarhagur
mjög vel. Engin rikisstjórn hef-
ur setzt í jafn blómlegt bú og
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar,
sem tók við völdum um miðjan
júlí sl. Áður en málefnasamning-
ur ríkisstjórnarinnar var gerður
var leitað eftir upplýsingum um
stöðu þjóðarbúsins og atvinnu-
veganna. Með hliðsjón af ágæt-
um hag þjóðarbúsins var hinn
hástemmdi loforðalisti ríkis-
stjórnarinar saminn. Nýju ráð-
herrarnir voru að vonum glaðir
og töldu flest vera fært, þegar
þeir sáu hvað búið var gott, sem
þeim hafði verið fengið í hend-
ur. Hagur rikissjóðs var með
þeim ágætum, að fært þótti að
ráðstafa utan fjárlaga geisihá-
um fjárhæðum. Forsætisráð-
herra var að þvi spurður á Al-
þingi 15. nóv. sl., hvort rikis-
stjórnin hefði kynnt sér, hvort
Framhald á bls. 17