Morgunblaðið - 13.01.1972, Page 5

Morgunblaðið - 13.01.1972, Page 5
MÖRGÍJNBLÁÐIÓ, FÍMMTliDÁGUR 13. JANÚAR 1972 5 Á að „sjanghæa66 bargesti um borð? I STJÓRNARBLAÐI um daginn birlist svohljóðandi frétt með stríðsfréttaletri: „Möguleikar á að 36 skuttog- arar bætist i fioia Islendinga á næstu 3 árum. Búið að semja um kaup á 22 skiittogurum og verið að kanna smíði allt að 14 skipum til viðbótar.“ Þegar ráðgert var að endur- nýja togaraflotann með 10—12 skipum, sem kæmu á árinu 1971"| ’72, fögnuðu þeir, sem vilja efla sjávarútveg með jákvæðum hætti. Þetta voru meir en tíma- bær skipakaup og viðráðanleg. Jafnframt þessu vonuðu menn að snúizt yrði snarlega við að endurbæta löndunarkerfið og alia meðferð fisksins við land og þá ekki sízt aðstöðuna í fisk- vinnslustöðvunum. Nú vakna menn upp við þá óhugnanlegu staðreynd að verða að fara að berjast gegn togurum jafnákaft og þeir börðust fyrir þeim áður. Það er allt ýmist í ökla eða eyra hjá okkur. Fyrri stjórnvöld vildu láta sér hægt, að margra dómi helzt til hægt, í að kaupa nýja gerð togara, sem var að þróast og enn er reyndar á þróunarstigi. Sömu menn vildu einnig fullnýta síldarflotann, ef kostur væri til togveiða, þar sem harnn var þá nýr, áður en keypt væru önnur skip, sem gerðu hann máski óvirkan að verulegu leyti. Nú hefur verið söðlað yfir og heldur hressilega. SJÁLFVIRKA KERFIÐ í stjómarsáttmálanum fræga eru gefnar yfirlýsingar um stór- aukna fjárfestingu á nær ölium sviðum þjóðarbúsins, samfara stóraukinni kaupgetu almenin- ings, með hækkuðu kaupgjaldi auk þess að stytta stórlega vinnutímann. Við virðumst nú hafa náð þeim æskilega áfanga í lífi einnar þjóðar, að allir geta fengið allt. Nú er það dæmi út af fyrir sig, sem einstaklingur- inn þekkir ekki, en yfirlýsinga- stjórnin greinilega, að sá, sem fjárfestir eins og gjaldþolið leyf- ir og meira en það, geti jafn- framt aukið við sig kaup og stytt vinnutíma sinn og aukið persónu lega eyðslu. En stjórnin lumar á ráði og það ráð á vomandi eftir að koma einstaklingnum að not- um ekki síður en þjóðinni allri: Sá sem byggir hækkar við sjálf- an sig kaupið, þá getur hann staðið straum af víxlunum. Ein- faldara getur það ekki verið. Undir svona kerfi er allt hægt að gera, og í stjórnarblaðinu les- um við því um þessa viðbótar- fjárfestingu — byggja skal og kaupa alls 36 togara á 2-3 árum fyrir hálfan íjórða milljarð eða svo. — En það ó að gera meira í sjáv- arútveginum á þessum 2-3 árum. Allar skipasmíðaistöðvar landsins eru með verkefni i bátasmíðum næstu 2 árin. Mig minnir að á stokkunum séu í ár einir 47 bátar og 50 eigi að smíða næsta ár. í þessum flota er sjálfsagt um 2-3 millj- arða fjárfestingu að ræða. Til viðbótar áætlaðri fjárfestingu í fiskiflotanum, bæði bátum og togurum, stendur einnig mikið til í landi. Hraðfrystihúsamenn segja réttilega, að ekki verði lengur komizt hjá kössun fisks- ins við löndun og stórfelldar end urbætur þurfi að gera á geymslu rými og vinnsluaðstöðu fisk- vinnsiustöðva og frystihúsa og nefna til 8— 900 milljónir. Vitaskuld eru þau atriði fjölda mörg, sem fjalla þarf um, þegar um jafnstórfelldar framkvæmd- ir í einni atvinnugrein er að ræða og hér hefur verið nefnt, en það eru einkum tvö megin- alriðantia, sem iiér vex’Sur drep- ið á. sem sagt, livernig á að manna nýja flotann og Iivernig aðstaða er honum búin. 36 togarar þurfa 550—600 menn um borð miðað við það sem nú er, en í rauninni þyrfti þrjár skipshafnir á hver tvö skip, ef einhvern tímann skyldi verða horfið frá því úrelta fyrir- komulagi að hvíla alltaf skipin um leið og skipshafnirnar. Ef vel væri ættu þessu nýju og dýru skip aldrei að stanza stundinni lengur við land, nema rétt á með an verið væri að rífa upp úr þeim og það ætti að ganga rösk- lega. En fyrst er nú að ná sam- an einrni skipshöfn á hvert þess- ara skipa, áður en menn fara að láta sig dreyma um fólk til skipt anna á þau. Bátaflotinn, sem koma skal á sama tímabili og togararnir þarf til sín 7-800 menn. Sá floti, sem kemur næstu tvö árin, þarf því 13-1400 sjómenn. Hin aukna sókn kallar vitaskuld á aukið fisk unni að dæma að búast við neinni stökkbreytingu í því efni, að menn fari að hrúgast til sjós úr öðrum stéttum, þó að skipum fjölgi, enda virðist ekki eiga að rýra möguleika neinna annarra stétta. Auk þess sem menn úr öðrum stéttum ganga heldur at- vinnulausir en fara til sjós. Kannski á að gera innrás á Hót- el Sögu á laúgardagskvöldum og sjanghæa mannskapinn um borð? Það gæti svo sem verið nógu gaman að sjá þær aðferðir, en ég hef ekki trú á afköstumum hjá flotanum — (og afköst þurf um við einmitt mikil á nýju skip unum) — ef það á skyndilega að manna hann með óvönu fólki. Sjómennska er fag, sem tekur tíma að læra og venjast. FÆST ÆSKAN Á SJÓ? En hvað er þá um æskuna, sem -kemur á vinnumarkaðinn árlega Er hægt að fá hana til gangsmannskapur á togarana. Nú er það kannski ekki lítið fjár hagslegt atriði, að kasta iiálf- notuðum éignum ennþá að hluta í skuld fyrir aðrar nýjctr allar í skuld, en það er nú önnúr saga. „Bátaflotinn okkair nú er úrelt- uir,“ segja menn, „og því sjálf- sagt að leggja honum eða selja fyrir slikk í önnur lönd.“ Með því að kalla bátana, sem nú eru uppistaðan í flotanum, „úrelta“, eiga menn ekki við aldur, þvi að þetta er mest nýlegur floti held- ur við það, að sóknin liafi breytzt frá ári til árs. Þessi árin eru togveiðar mikilsverðar í sókninni, og því sjálfsagt að efla togveiðiflotann, en það er ekki þar með sagt • að línu,- neta og siíldveiðibátar séu úrelt skipa- gerð. Með vélvreðingu, sem stendur fyrir dyrum, getur línuútgerð orðið arðbær á ný og góðir neta bátar eru fyllilega samkeppnis- færir við aðrar fiskiskipagerðir. Góðir og nýlegir síldarbátar eru heldur ekki úrelt skip, eins og reynslan hefur sýnt af Norður- sjávmiveiðunum og loðnuveið- unum. Sóknin er sífellt að breyt ast með einum eða öðrum hætti. Á Vestfjörðum jókst skyndilega sókn i rækjuna, og SJOMANNASIÐA f UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR vinnslufólk. Það er þegar mikill hcirgull á fiskvinnsiufólki. Hvernig verður þá ástandið í þessu efni, þegar nýi flotinn skríður að landi? Hér á eftir verður því nú velt fyrir sér hvað sé til ráða. 1) Fæst fólk úr öðrum stéttum á sjóinn? 2) Fæst æskan í auknum mæli á sjó? 3) Fáum við bátasjómenn á tog- arana? 4) Fáum við reykvíska togiara- menn af gömlu togurunum á togara úti á landi? FÆST FÓLK ÚR ÖÐRUM STÉTTUM Á SJÓ? Staðreyndin, sem sjávarútveg- urinn býr við nú og hefur búið við árum saman, þrátt fyrir mikla fjölgun manna á vinnu markaði, er sú, að hér fást ekki á sjó nema 4500—5000 manns, hvernig sem látið er, og hvort sem atvinnuleysi er í landi eða ekki. Þróunin í atvinnumálum þjóðarinnar hefur verið sú, að fólk hefur leitað meir i aðrar at- vinnugreinar er sjávarútveg. Það er mín skoðun, að þarna hefði mátt stinga við fótum meira en gert hefur verið, en það er barnaskapur að halda að þró- un i þessum efnum verði snúið við í einu vetfangi í nútíma lýð- frjálsu þjóðfélagi. Sjómennska er hvarvetna i velmegunarþjóð- félögum, sem búa við valfrelsi í atviainu, víkjandi atvinnugrein. Okkur er það nauðsyn að hamla gegn þessari þróun en það er ekki auðgert, eins og siðar verð- ur vikið að. Við höfum sjálfir um það átakanlegt dæmi og dýrt frá fyrri árum, þegar átti að snúa þróuninni með offorsi i hag landbúnaðinum, hér skyldi vera bændaþjóðfélag, hvað sem raulaði og tautaði og fé var aus- ið í landbúnaði-nn langt umfram möguleika hans til að nýta það, og svo endaði ævintýrið í öng- þveiti og kreppulánasjóði. Við þurfum ekki eftir reynsl- að róa? Ekki hefur sú vei'ið reynslan, nema rétt nægjanlega til að haida í horfinu með áður- nefnda tölu 4500—5000 sjómenn. Ef það á að fá æskufólk á sjó, þarf ekki siður margt að breyt- ast en ef það á að sækja fólk í aðrar stéttir. Almenningsálitið á hinum forna og ennþá undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar er ekki upp á marga fiska. Fólk sendir ekki börn sín til sjós, ef það á annarra kosta völ. Jafnvel ekki þeir, sem hæst tala um að allir eigi að stunda sjó. Mér er ein- mitt í fersku minni nýlegt sam- tal, sem ég átti við þrjá hug- sjóna-sjósóknara. Þeir lömdu sig utan yfir þeirri öfugþróun að ungir menn hrúguðust í lang- skólanám í stað þess að fara til sjós eiins og þeir höfðu gert í sínu ungdæmi (af því þeir gátu ekki annað). Það kom svo á dag- inn, að þessir menn áttu samtals 13 hrausta stráka, alla vaxna úr grasi, en karlarnir höfðu ekki sent einn einasta þeirra til sjós. Sem dæmi um almenningsálit- ið má nefna þessa sígildu setn- ingu foreldra við dreng, sem ekki nennir að læra á bók: „Fyrst þú ekki nennir að læra neitt, þá er bezt þú hypjir þig til sjós.“ Það virðist skoðun fjölda fólks að sjómennska sé einhver rusla- kista fyrir vangefna unglinga. Það er varla von á miklli end- urnýjun sjómannastéttarinnar úr röðum æskufólks meðan afstað- ain er þessi. FÁUM VI» MENN AF BÁTUN- UM ÁTOGARANA? Það er nú fyrst að neína, sem áður hefur verið drepið á, að það á nú aldeilis að endurnýja bátaflotann um leið og togara- flotann og áður hefur verið nefnt að á þann nýja flota myndi þurfa eina 7-800 menn. Það er því ekkert smáræði, sem þarf að leggja fyrir róða af eldri báta- flotanum, ef þar á að fást af- menn flyKktust af stóru bátun- um, sem þeir höfðu áður barizt oiáss á, yfir á rækjubaia Hand- færaveiðar hafa víða við land reynzt mjög arðbærar síðustu árin og mikill fjöldi sjómanna farið af stórskipaflotanum á sumrum og á trillur. Af þessari síbreytilegu sókn er vandséð hvenær á að telja bát eða skip úrelt tæknilega og hvenær ekki. í sambamdi við spurninguna um, hvernig eigi að manna nýja flotann, skulum við þó gera ráð fyrir að mörgum af eldr; bátum verði lagt. En dugir það okkur þá að nokkru gagni? Ekki til að manna togarana' Bátasjómaður og togarasjó- maður er sitthvað. Það er stað- reynd, þó að á henni séu vita- skuld margar undantekningar. Ásgeir Jakobsson Maður, sem er uppalinn á bát- um, kann sjaldan við sig á tog- ara og eirir þar sjaldan lengi. Þetta er reynsla Vestfirðinga, Vestmannaeyinga, Keflvíkinga og Akurnesinga. Það þarf ekki að sækja dæmi til nýsköpunar- togaranná til að sanna það, að bátasjómenn í verstöðvunum eru tregir til að stunda togara. í þvi mikia sjávarplássi, Akra- nesi, þar sem annar hver maður er vanur sjómaður, er gerður út einn togari. Hann er jafnan að iangmestu leyti mannaður Reyk víkingum. Almenna reglan er þessi, að bátasjómaður er ekki heima á togara og togarasjómaður ekki á báti. Það er því erfitt að víx.l- manna þessar skipagerðir í skyndi. í þesisu tilliti blasa því við okkur tvær staðieyndir: báta- flotanum veitir ekki af sínum mönnum næstu árin og í annan stað vilja þeir ógjarnan stunda togarana. í HVAÐ MIKLUM MÆLI FÁUM VIÐ MENN AF GÖMLU TOGURUNUM Á ÞÁ NÝJU? Síðutogarafloti olikar er mann aður sunnanmönnum búsettum í Reykjavík. í Reykjavik og Hafn arfirði hefur verið rekin bæjar- útgerð frá fyrsta áratug þess- arar aldar, eða svo lengi að þar hefur myndazt kjarni í togara- sjómannastéttinni. Hafnfirðing- ar eiga nóg með sig. Þeir togara sjómenn sem kæmu af gamla togaraflotanum yrðu Reykvik- Framh. á bls. 28 STJÓRNUNARFÉLAG fSLANDS Greiðsluáœtlanir II Betri upplýsingar um rekstur fyrirtækisins og gieiðslugetu eru nauðsynlegar við al.a meiriháttar ákvarðanatöku Greiðsluásetl- anir hjálpa yður til að taka réttar ákvarðanir — greiðsiuáætl- anir fyrir bankann auðvelda lánafyrirgreiðslu. Á þessu námskeiði verður fjallað um: • Upplýsingaþörf • Gerð greiðsluáætlana • FjárhagshlutföM • Fjárfestingaáætlanii o. fl. Áherzla verður lögð á verklegar æfingar. Leiðbeinandi verður Sigurður Helgason, rekstrarhagfræðingur. Þátttaka tilkynnist í slma 8 29 30. fyrír 15. janúar. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.