Morgunblaðið - 13.01.1972, Side 10

Morgunblaðið - 13.01.1972, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972 Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi: Ríkisst jórnin gerir f átæka f átækari Verða frumvörp til laga um tekjustofna sveitarfél. og tekjuskatt- eignaskatt samþykkt óbreytt BLEKKINGIN STÓBA Því hefur stöðugt veríð hald- iðfram i málg-ögnum núverandi ríkisstjómar, að láglaunafólk fari betur út úr álagningu skatta en áður, verði umrædd skatta- lagafrumvörp samþykkt óbreytt. Hér er vissulega ekki um neina nýjung að ræða hjá sósialistisk uim stjómum í heiminum i dag, því að þær reyna í hvívetna að teija atonenningi trú um stór- bæfta ltfeafkomu hinna lægst- launuðu, án þess að gerðar séu nokkrar úrbætur og raunveru- legur kaupmáttur fólks batnar ■ ekkert. S Á vissan og stundum all und- artegan hátt fellur þessi áróður I í góðar. jarðveg hjá fóiki og það f áttar sig engan veginn fyrr en seint og 9iðar meir, þegar lífs- kjör þess eru skert og virðist þeim mun blindara, ef haldið er á lofti hatursherferð gegn viss- um „forréttindastéttum" eins og þær eru gjaman nefndar i þessu saimbandí. Hinn hreinskilni alþingistnað- ur, Bjöm Pálsson, hefur komið auga á þessar veilur í þessum frumvörpum, þvi hann skýrði ffá því nýlega í viðtali við Morg unblaðið, að hann teidi, að há- tekjufólk og láglaunafólk færu tiitölulega verst út úr því, verðt frumvörpin samþykkt eins og þau liggja fyrir. Hér verður ekki farið út S útreikninga, þar sem ljóst er, að við það að út- svör verða í framtíðinni lögð á brúttótekjur, en ekki nettótekj- ur, en það merkir að hingað til hefir verið leyfður margvisleg- ur frádráttur, sem vissulega er breytilegur eftir einstaklingum og þess vegna gildir engin alls- herjarregla. Mest munar um í þvi sambeindi, að frá tekjum nú eru ekki dregin útsvör fyrra árs, né vaxtagreiðslur eða helm- ings frádráttur iauna eig- infconu svo dæmi séu tekin. I hverju fólgið? Hér verður leitazt við að skýra frá breytinigum á frum- varpinu, en þær munu flestar verða almenningi þungberar. Hér er vissulega ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða og aðeins nefnt það helzta eins og má'ið kemur mér fyrir sjónir. a) Útsvör lögð á brúttótekj- ur, þ.e. frádráttur af tekjum er ekki leyfður, en útsvarsstiginm verður þó aldrei hærri en 10% miðað við heildartekjur 450 þús und og fer lækkandi niður í 5% aif 50 þúsund króna tekjum, en ékkert úr þvi. Hér er markið fært mjög mikið niður, þvi að hjón greiddu yfirleitt ekkert út svar af 180 þúsund kr. brúttó- tekjum áður, en skaiinn var 10%, 20% og 30% af nettótekj- um og hæsti skali miðast við 100 þúsund kr. og hærra af skatt skyldum tekjum. b) Tekjuskattur hækkar og reiknast nú af fyrstu 50 þús. 25%, en af þvl sem yfir er greið ast 45%, en áður voru skalarn- ir þrír, 9%, 18%og hæst 27% og var hæsti skalinn miðaður við 104 þúsund króna skattskyldar tekjur og þar yfir. c) Hér verður sérstaklega að gera sér grein fytrir, að við það, að útsvör eru miðuð við brúttó- tekjur, þá fellur alur leyfilegur frádráttur niður, svo sem vext- ir, helmimgur tekna eiginkonu, fyrra árs útsvar og margt fleira, sem of langt mál yrði að refcja. Harðast kemur þetta niður á ungu fólki, sem er að byggja og bæði hjónin vinna úti. d) Dráittarvextir hækka úr 1% á mánuði í eitt og hálft % sem taldir eru í dag okurvextir, em þessi ráðstöfun kemur einnig harðast niður á fátæku fólki, sem ekki getur staðið í skilum og getur leitt til gjaldþrots þeirra frekar nú en áður. Það er athyglisvert, að eigi skatt- þegn inni hjá sveitarfélagi vegna of mikilla greiðslna þá greiðir viðkomamdi sveitarfélag aðeins %% vextd af skuldinni. Hér er greinilega ekki saima hvor aðilinn á í hlut. e) Fellt er niður úr 16. grein tekuskattalaganna sérstakur frádráttur fyrir 67 ára gamla og eldri, sem myndi nema um 54 þús und króna. f) Fellt er einnig niður úr 12. grein sömu laga fyrirmæli um skattfrelsi af arði af hlutabréf- um, sem var 30 þúsund krónur fyrir einstakling, en 60 þúsund fyrir hjón og óneitanlega hefðu orðið tii þess, að almenningur hefði lagt fé S hlutafjárkaup og þamnig eflt atvin.nulífið í land- inu. Sigurður Helgasou g) 1 fyrmefndum frumvörp- um er gert ráð fyrir að nefskatt ar falli niður, svo sem sjúkra- samlagsgjöid og alm.tr.gjöld, en þetta kemur engan veginn á móti þeim hækkunum, sem frum vörpin bera með sér og áður er rakið. Einnig er gert ráð fyrir, að kaupgjaldsvisitalan lækki um 4% vegna þessara ráðstaf- ana, sen algerlega munu vega á móti þessum lækkunum. iSKEBÐING Á ATHAFNAFBELSI Hér hafa ekki ennþá verið rakin tvö atriði til viðbótar, sem að mínu áliti geta verið afdrifa- ríik fyrir framtíðina og haft ó- heillavænlega þróun í för með sér. 1 fyrsta lagl er ákveðið að stórtiækfca fasteignaskatt og verður hann % % miðað við nýja fasteignr atið af íbúðarhúsnæði, en 1% af öðru húsnæði, og er sveitastjómum veitt sérstök heimild til þess að hækka fyrr- nefnd gjöld um 50% og er útlit til þess, að þau neyðist til þess vegna ómógra tekna samfcvæmt frunwarpinu. Það er staðreynd, að hvar sem er í hinum vast- ræna heimi, þá hafa miklar álög ur á fasteignir orðið til þess, að almenningur hefur minnkandi á- huga á því að eignast eigin íbúð ir og þeim stórfaakkar. Á Norð- urlöndum eiga innan við 30% eigin ibúðir, en hér á landi er þróunin allt önnur og miklu far sæili, þar sem næstum því hver f jölskylda eignast einhvem tíma þak yfir höfuðið. Er ljóst að ver ið er hér að breyta til verri veg- ar í þessum efnum og er ég viss urn að um mikla afturiför er &ð ræða. I öðru lagi kemur fram í 23. grein tekjiustofnafrumvarps ins, að vinni einstaklingur, hjón, eða ófjárráða böm þeirra við eigin atvinnurekstur, þá skulu brúttótekjur þeirra aldrei ákveð in lægri, en þaiu hefðu orðið hiefðu þau unnið starfið hjá öðr- um. Hér getur í framkvæmd orð ið um mikla réttarskerðingu að ræða, þvti að það er ljóst að nú er starfandi fjöldi smáfyrir- tækja, sem ekki hafa gefið mik- ið af sér og gæti þetta ákvæði haft veruleg áhrif í þá átt að þessum aðilum fækkaði, ef því yrði beitt til hiitar og yrði sú þróun efllaust neikvæð. Það er ljóst, að margir smáat- vinnurekendur eiga erfitt með að stunda almenna vinnu vegna heilsubrests og annarra orsaka og gæti þetta ákvœði þannig úti lokað áframhaldandi starfræks-’ u þeirra. Á þetta við fjöldann allan af aðilum svo sem leigubffllstjóra, vörubílstjóra, vélaeigendur, smá- iðnfyrirtæfld og margs konar þjón ustufyrirtæfki svo dæmi séu tek in. Það er þvi skýlaus skoðun mín, að bæði þessi síðasttöldu ákvæði geti verið upphaf á stór kostlegri skerðingu á atlhafna- frelsi í landinu og jafnfram't persónufrelsi einstaklinganna. Sigurður Heigason, Kópavogi. Pétur Guöjónsson: Fiskveiðilögsagan og útfærsla hennar NÚ, þegar sendinefnd Stóra- Bretlands kemur til Islands til viðræðna um útvíkkun fiskveiði- Iögsögunnar er rétt að gera sér greta fyrir aðeins nokkrum afcriðum í þessu mikla máli, sem á að grundvaJlarþáttum svo mörg naálasvið. Til þess að nefna aðeins nokkur vildi ég benda á, að fyrir íslendinga eru þessir grundvallarþættir fyrst og fremst efnahagsmál, stjómmál á innlendum vettvangi, stjórrimál á erlendum vettvangi, byggða- þróunarmál, alþjóðalög, tækni- þróun I byggingu fiskiskipa, flskileitartækja og veiðarfæra, þróun í efnahagssamruna Evrópulanda, einhliða aðgerðir stjóma viðskiptalanda okkar I sambandi við fiskveiðar og verzl- un með fiskafurðir. Svo gæti einnig farið, að miklu ylli um endalok málsins, hver réði hemaðarlega yfir nyrzta hluta Atlantshafs á komandi árum. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur af þeim mörgu mála- sviðum, sem eru aðalþættir land- helgismáJsins. Hér er þvi eigi mögulegt að gera þessu máli nokkur skil í einni blaðagreta. Þvi ætla ég að taka fyrir eta- gönigu þá þætti, sem eru uppi- sfcaðan í málflutningi Breta. Nr. 1. Bretar eru búnir að sækja á Isíandsmið nú í um 85 ár og hafa með þvi áunnið sér sögu- legan rétt til togveiða við Island upp að 12 mílum. Nr. 2. Islend- tagar gerðu samntag við Breta um að tUkyruia þeim útfærslu fisikveiðilögsögu fyrir utan 12 milur. Ef annar hvor aðiltan ósk- aði, bar að leggja deiluna fyrir Haagdómstólton. Ef atriði nr. 1 er athugað nán- ar toamur I ljós nokkuð furðuleg- ur dæmigjömingur, hve langt er reynt að teygja sig í réttlættagu á röngum málstað og hversu lít- ið er metið er mótaðilinn notfær- ir sér ekki allan sinn rétt. Er því rétt að taka hér fyrir sögulega raknmgu. Fyrst er brezkir tog- arar koma til Islands til vedða, er hér gildandi 16 sjómitaa land- helgi I það minnsta, hafði áður verið 24 mílur, 36 milur og 48 milur. Þetta vissu Bretar og þvi er það að undirlagi þeirra að þeir gera samningtan við Dani 1901 um 3ja sjómílna fiskveiði- lögsögu við Island. Hafi 3 mil- umar þá verið alþjóðalög, eins og Bretar héldu fram fram yfir 1952, þá þurftu þeir engan samn- ing að gera. Samningurtan er gerður til að upphefja ákveðið ástand. En þá skal aftur við taka það ástand, er ríkti fyrir giidistöku samningsins að hon- um útrunnum. Islendtagar öðl- uðust lagalegan rétt til þess að segja þessum samningi upp árið 1918, er Island varð fullvalda riki, og taka aftur upp þá land- helgi, er upphafin var með samn- tagnum. Þetta gerðu Islendingar ekki og gáfu þeir þvi Bretum sem gjöf heimild til að fiska I sinni eigta landhelgi á svæðtau milli 16 mílna og 3 allt fram til ársins 1951. Hefur það nokkum tíma komið fram að þetta hafi verið metið? Loks, þegar samn- tagurinn fær lagaleg endalok 1951, var nú risið ekki hærra á íslendingum og óbilgimin gagn- vart Bretum ekki meiri en svo, að aðeins var farið fram á 4 mítaa landhelgi og grunnlinur færðar út í samræmi við viður- kenningu á úrskurði Haagdóm- stólsins um samkynja atriði i landhelgismáli Bretlands og Noregs. Maður skyldi ætla að sú hógværð, sem íslertdingar sýndu, mundi ekki hafa orðið or- sök aðgerða, sem knésetja áttu Islendinga. Brezki markaðurinn var þá mikilvægasti markaður Islendinga. Bretar skelltu fyrir- varalaust allsherjar löndunar- banni á íslenzkan fisk. Islend- ingar höfðu flutt tii Bretlands megnið af þeim fiski, er til lands- ins barst í heimsstyrjöldinni. Nú var á þá lokað og fiskur keypt- ur af styrjaldaraðilanum Þýzka- landi eftir þörfum. Langt minni það. Ef sleppt er allri sögu og pólittk og eftir stendur laga- principið eitt, eins og Bretar benda á, þá verður svolitið skemmtílegt uppi á teningnum. Kemur þá í ljós, að lagalega séð var hin stóra yfirsjón Breta að gera samninginm 1901, þvi ekki er hægt að öðlast hefð í formi sögulegrar hefðar með samningi. Til útskýringar skal tekið samkynja dæmi úr dag- legu lífi, sem gerir málið auð- skiljanlegra. Ef maður flytur í hús er autt stendur og býr í því átölulaust af hendi eiganda í 20 ár, hefur hann hefðað það. En hafi hann gert leigusamntag tii 20 ára er enginn vafi á, að leigu- sali er eigandi hússins að samn- ingstímanum loknum. Svona ein- földu lagaprtacipi var blátt áfram meitað af Bretum 1951 og forsendumar voru þær, að 3 mílur væru alþjóðalög. Þegar Bretum var ekki stætt á þvi leng- ur að halda fram 3 mílum sem einhverjum alþjóðalögum, sem engin voru til, bundu þeir sig við 4 mílur, þá voru allt I etau 4 mUur orðnar alþjóðalög, þrátt fyrir það, að engta alþjóðleg samkunda hefði komið saman og samþykkt 4 mUur sem alþjóða- lög. En það hentaði hagsmunum Breta að halda fram 4 mílum 9em alþjóðalögum. En svo fór Bretum að verða hált á 4 milun- um og loks skUdist þeim að ekki var stætt á 4 mllunum lengur, þrátt fyrir sendingu fjöida her- skipa úr htaum konunglega flota, sem áttu að verja 4 mUiur sem alþjóðalög. Þá er gripið tU 12 mUna af því að 12 mitar eiga í dag bezt að þjóna hagsmunum Breta, þrátt fyrir það að engin alþjóðleg ráðstefna hafi sam- þykkt 12 milur sem alþjóðalög í fiskveiðiimálum. 1 stuttu máli, allt, sem Bretar hafa haldið fram á þessari öld að væru alþjóðaiög I sambandi við fiskveiðiiögsögu, hafa reynzt gjörsamlega stað- Iausir stafir. En sú sögulega staðreynd stendur eftir, að Bret- ar hafa ekki skirrzt við að grípa hvað það er, er þeir hafa álitið sér henta og bjóða upp á það gagnvart öðrum sem alþjóðalög. Hugsið ykkur, ef við kynnum slíkt. Ef einhverju er við hinn „sögulega rétt“ Breta að bæta væri gaman að sjá það á prenti. En það kaldrifjaðasta i sam- bandi við aUt þetta mál er þó sú staðreynd, að á sama tíma og Bretar hafa staðið í UldeUum við íslendinga vegna kröfu Islend- inga um einkaafnot af ákveðn- um hafsvæðum, hafa þeir til- kynnt og varið sjálfum sér til einkaafnota miklu stærri haf- svæði, bæði í Persaflóa og Norð- ursjó, og eru þetta svæði, er ná allt að 120 til 140 mílur austur af Bretlandsströndum. Engin skynsamieg rök mæla með þvi að aðskilja hafsbotn og hafið yfir. Er hægt árið 1972 fyrir eina af ríkustu iðnaðarþjóðum heims- ins að sína slíka óskammfeilni og ósamkvæmni í framkomu við minnstu þjóð Evrópu og þá þjóð- ina, sem býr við minnsta öryggið í sambandi við lífsafkomu sína? Atriði nr. 2 í málflutningi Breta er samningurinn frá 1961. Ef Bretar krefjast úrskurðar Haagdómstólsins í deilunni er það enn eitt dæmið um óskamm- feilni þeirra. Bretar vita ósköp vel sjálfir, að ef þeir ættu eins stóran hlut af lífsafkomu sinni undir einu atriði eins og Islend- tagar eiga undir fiskveiðum, mundu þeir aldrei hafa tekið tni gretaa að leggja svo stóran hluta af lífsafkomu sinná undir úr- skurð etahverrar alþjóðastofn- unar eins og Haagdómistólinn er, þótt ekki sé nú talað um þá stað reynd, að engin ákveðin lög eru fynir þessa stofnun að styðjasit við og það bezta, sem hún gæti gert, væri að reyna að finna ein- hverjar megtareglur i sambandi við atriði, sem eru sífellt að breytast, afleiðingar af tækniþró un ekki fram komnar o.s.frv. Megingalii á Haagdómstótaum i þessu tilfelli og það, sem gerir hann óhæfan tii dóms í slíku máli, er sú staðreynd, að vísinda- Ieg þekking í haffræði og fiski- fræði er svo mjög skammt á veg komin og á þetta við um svo margt annað er viðkemur vis- indalegri þekktagu á okkar eig- in jörð, að dómurinn er óhæfur vegna þekkingarskorts vístada- legra fræðigrema að dæma í máli eins og þessu. Hugsum okk- ur að málið væri komið tíl dóms í Haag. Þar sitja lögfræðingar og leita eftir áliti fiskifræðtaga Breta, Islendinga og eimhverra annarra, sem sé, leitað er eftir þeirri mestu fræðilegu þekkingu, sem til er, til þess að fá úr því skorið, hvort um ofveiði sé að ræða eða ekki, og ef ekki er um ofveiði að ræða, sé ekki réttlæt- anilegt fyrir Islendinga að lýsa yfir 50—70 mílna fiskveiðilög- sögu. Þetta er gott og blessað á pappírnum og upp á þetta stíla Bretar. En staðreyndin er, að haf- og fiskifræðin er svo stutt á veg komta, að ekki er hægt aS segja fyrir um ástandið fyrr en algert neyðarástand er orðið rikj andi sbr. dæmi, sem nefnd skulu síðar. Það eru mörg atriði, hita- stig, straumar, æti o.s.frv., sem eru komin langt að og enginn mannlegur máttur getur haft áhrif á, sem stjóma stærð íistei; stofna. Mjög mikið er ennþá óvitað um afgerandi atriði í þess- um þáttum. Ef Hfsskilyrði fiski- stofna eru óhagstæð og ótrú- legir drápsaukningarmöguleiik ar mannsins á fiski verða sam- verkandi atriði, er vá fyrir dyr- Framh. & bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.