Morgunblaðið - 13.01.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972 Útgefandl hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórl Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. AðstoSarritstjórl Styrmir Gunnarsson. Fréttastjórl Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsfa Aðaistræti 6, simi 10-100. Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjaid 225,00 kr. ð mánuði innanlands. I lausasöiu 15,00 kr. eintakið. ÞJÓÐARHAGUR f HÆTTU Ástæða er til að rifja upp, hvernig hagur þjóðar- búsins var við stjórnarskipt- in á sl. sumri. Um það segir ef til vill skýrasta sögu sá vitnisburður hinnar nýju ríkisstjórnar, að hún mat ástandið á þann veg, að at- vinnuvegirnir og þjóðarbúið gætu risið undir 20% kaup- máttaraukningu, lengingu orlofs og styttingu vinnu- viku. Hafði kaupmáttur launa þó aukizt um 20% frá því í maímánuði árið áður. Nu vill svo vel til, að for- sætisráðherra hefur svarað því á Alþingi, á hverju þetta mat ríkisstjórnar hans var byggt. Honum fórust svo orð: „Að sjálfsögðu var ríkis- stjórnin búin að kynna sér þau gögn, sem lágu fyrir, og þær upplýsingar, sem hún fékk í hendur frá ýmsum aðilum, áður en hún gaf sína yfirlýsingu út. Þetta var hennar mat þá á þeim gögn- um, sem fyrir lágu, að þann- ig væri hægt að standa að málum, að því markmiði, sem þar var sett fram, yrði náð.“ Er forsætisráðherra gerði árið 1971 upp í áramótagrein sinni í Tímanum, kemur fram, að fyrri skoðun hans hefur ekki breytzt, en þar segir hann m.a.: „Þegar á heildarmynd efnahagsmála er litið og afkoma atvinnu- veganna skoðuð, er Ijóst, að árið 1971 hefur verið gott ár.“ Það leikur þannig ekki á tveim tungum, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar settist í gott bú, — og betra en nokk- ur ríkisstjórn önnur hér á landi. Og þess nýtur hún enn. Stefnubreytingarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum er enn ekki tekið að gæta að marki í atvinnulífinu, þótt þess verði víða vart, m. a. í stórhækkuðu fasteignaverði, að nokkur kvíði er farinn að setjast að mönnum. Ingólfur Jónsson gerði þessi mál að umtalsefni í athyglisverðri grein í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Hann lýkur grein sinni með svofelldum varnaðarorðum: „Síðan ríkisstjórnin komst til valda er margt breytt. Stuðningsmenn ríkisstjómar innar voru bjartsýnir fyrir sex mánuðum. Þá trúðu ýmsir því, að ríkisstjórn „vinnandi stétta“ mundi veita almenningi bætt lífs- kjör og aukinn kaupmátt launa. Nú munu þeir vera fáir, sem reikna með þeim möguleika eftir þá reynslu, sem fengin er. Framfara- stefnu fyrrverandi ríkis- stjómar hefur verið kastað fyrir borð. Stjórn efnahags- og fjármála er í molum. Fjárlagaafgreiðslan ber með sér ábyrgðarleysi og kyndir undir verðbólguna. Þegar þannig er að málum staðið, getur enginn búizt við því, að kaupmáttur launa verði aukinn, þótt kaupið hækki í krónutölu. Við þau skilyrði má búast við, að þjóðarhag- ur sé í hættu og lífskjör al- mennings fari versnandi með minnkandi kaupmætti launa.“ Útlánaaukning lá fyrir í vor að er órækur vitnisburður um hag landbúnaðarins eftir erfiðleika- og harðinda- árin, að á síðastliðnu ári jukust lán Stofndeildar land- búnaðarins um 113,5 millj. kr. eða í 254,7 millj. kr. frá árinu á undan. Ástæðan til þess, að þetta var mögulegt, var að sjálfsögðu sú, að það lá fyrir þegar í vor, að þá- verandi landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson, hafði fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar ábyrgzt, að Stofn- lánadeildina mundi ekki skortá fé til þess að standa við skuldbindingar sínar, og var þá miðað við 252,5 millj. kr., eins og fram kemur í upplýsingum Búnaðarbank- ans, sem birtar vom í Morg- unblaðinu í gær. Eftir að þessar upplýsingar lágu fyr- ir í maímánuði, sendi stofn- lánadeildin út lánsloforð og gátu framkvæmdir því haf- ízt með eðlilegum hætti. Svo kunnug sem þessi saga er allri bændastéttinni er það sannarlega spaugilegt, þegar sá maður, sem titlað- ur hefur verið „aðstoðar landbúnaðarráðherra“, gefur þær upplýsingar í Tímanum, „að í Ijós hefði komið í. sum- ar, strax eftir stjómarskiptin, að lánsfjárþörf hefði reynzt verulega meiri en undanfar- in ár, þannig að mikið skorti á, til að unnt væri að full- nægja lánabeiðnum miðað við það fjármagn, sem ætl- að hefði verið til þessara verkefna." Hér er hlutunum algjörlega snúið við. Þegar stjómarskiptin urðu var lið- ið á annan mánuð, síðan láns loforðin vom send út og framkvæmdir í fullum gangi. Stjórnarskiptin gátu því engu breytt um lánsfjár- þörfina, en hitt hlaut að reyna á, hvort hin nýja rík- isstjóm treysti sér til þess að standa við skuldbindingar | Bækur ársins 1971: Gagnrýnendur gera upp hug við áramót Gagrnrýnendur brezka stór- blaðsins The Times völdu í árs- lok þær bækur, sem að þeirra dómi töldust „bækur ársins 1971“. Gagnrýnendur, sem völdu, voru 18 talsins og féll val þeirra á 15 bækur. Þrjár bæk- ur náðu vali tveggja gagnrýn- enda „Girl 20“, skáldsaga Kings Iey Amis, „Henrik Ibsen“ eftir Michael Mayer og „The Com- pact Edition of the Oxford Engl isli Dictionary“, þar sem hið mikla þrettán binda verk er dregið saman í tvö bindi. Brien Alderson velur A Game of Dark, skáldsögu eftir Willi- am Mayne, sem hann segir að skapi fínlega sögu með einföld- um stíl og hægri kímni. A.S. Byatt velur sér Spenser, Shakespeare, Donne eftir Frank Kermode. Byatt segir þessa bók byggða á skarpri innsýn í hug- tök og venjur endurreisnartSma- bilsins og Kermode sé einkar lagið að lýsa þeim sérstöku eig- inleikum þessara rithöfunda, sem geröu þá að stórskáldum. Kay Dick velur Katherine Mansfield. The Memories of L.M., sem Georgina Joyismith rit stýrir, og segir þessa bók verð- uga viðbót við sögu hinnar mik- ilhæfu skáldkonu. Philip French velur Los Ang- eles: The Architecture of Four Eoologies eftir Rayner Banham og gefur þær ástæður m.a. fyrir valinu, að þessi bók veki til um hugsunar um tengsl milli bygg- ingalistar, lista og mannlífsins í borgunum. Ray Gosling segist hafa byrj- að nokkuð hikandi á Being There eftir Jerzy Kosinski, en segist svo ekki hafa getað lagt söguna frá sér fyrr en fulllesna og þá hafi hann staðið á önd- inni af hrifningu. John Higgins segir það létt verk að velja skemmtilegustu bók ársins og nefnir til þess skáldsögu Kingsley Amis Girl 20, sem hann segir að beri höf- uð og herðar yfir aðrar bækur í sínum huga. Ohristopher Hitohens segist efnisins og stílsins vegna velja fangelsisminningar George Jackson, Soledad Brother. Jack- son var myrtur í fangelsinu og bók, sem nú hafi lifað höfund segir Hitchens, að þessi sinn, sé likleg til mikils lífs enn um sinn. Richard Holmes velur bók Arthur Koestlers um Dr. Paul Kammerer, The Case of the Mid wife Toad. Kammerer var heims- þekktur lífeðlisfræðingur, sem framdi sj'álfsmorð vegna ákæru um svik við rannsóknir. Michael Holroyd segir að 1971 hafi verið ár góðra sjálfs- ævifrásagna og nefnir til H.E. Bates, David Daiches, Graham Greene og V.S. Pritohett. Végna þessara stóru nafna segir hann hættu á því, að aðrar góðar frá- sagnir falli nokkuð í skuggann og segist þvi velja Bound Upon a Course eftir John Stewart Collins þar sem hún sé í sjálfu sér engu síðra verk en hin. H.R.F. Keating telur þó ekk- ert vafamál að val hans falli á bók Graham Greene A Sort of Life. Segist hann velja hana hiklaust, þar sem hún sé sjálfs- ævisaga sanns rithöifundar, sem skilji til fulls, að skriftir séu það, sem mestu máli skiptir í lífi rithöfundar. Marghanita Laski og Robert Kingsley Amis. Nye eru sammála um að velja tveggja binda Oxford English Dictionary, sem komi ágætlega I stað stórverksins, sem telur 13 Times sinn bindi. Að vísu er letrið í bind- unum tveimur smátt, en þeim fylgir stæfckiínargler, sem leys- ir vandann fullkomlega. James Morris velur skáld- sögu Kingsley Amis Girl 20 og segir, að hann hafi ekki síður haft gaman af að lesa bðkina en Amis hafi greinilega haft af að skrifa hana. David Piper lætur val sitt falla á Is That the Wind in the Willows? eftir Geoffrey Clarfee og segist þrátt fyrir margar góð ar bækur ársins velja þessa fyndnu pappirskilju þá bezbu. „(Örugglega eina bókin, sem ég hef lesið 20 sinnum)“. Dennis Potter segist lóks hafa ákveðið að taka Henrik Ibsem eftir Michael Mayer fram yfir In a Free State eftir V.S. Naipaul og Michael Ratcliffe er honum sammála. Báðir hæla þeir mjöig þessu verfei Mayers, sem reynd- ar telur þrjú bindi, og segja, að ekkert bókasafn geti verið án þessa verks um skáldjöfurinn norska, Philippa Toomey velur Diary of a Century ljósmyndabófe Frakkans Jacques Henri Larti- gue, sem Toomey segir sanna með þessari bók elsku sína gagn vart náunganum. David Williams velur The English Experience eftir John Bowle. Segir Williams að Bowle sfeynji fortíð þjóðar sinnar frá- bærlega og það hana alla og að bók hans geymi söguágrip eins og það bezt geti orðið. Henrik Ibsen. fráfarandi landbúnaðarráð- herra um eðlilega lánafyrir- greiðslu til handa landbún- aðinum. Reynslan hefur nú sýnt, að svo var, enda annað óverjandi með öllu, úr svo miklu sem ríkisstjórnin hef- ur haft að spila til margs konar þarfa, meira og minna nauðsynlegra, síðan hún tók við. Kennedy ekki í framboð Waahington, 12. jan. — NTB EDWASD Kennedy ætlar aí fara þess á leit að nafn hans verði strikað út af lista detnó- krata i forkosningunum fyrir landsþing detnókrata í Flor- ida 14. marz, að því er frá var skýrt í dag. Kennedy hefur marg oft sagt að hann keppi ekkl að því að verða tilnefndur forsetw efni demókrata. Edmund Muskie óldungadeildarmaður nýtur enn mests stuðnings þeirra seen beppa að því að verða forseta- efui demókra'n samkvæmt síð ustu skoðanatö i ii' lum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.