Morgunblaðið - 13.01.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.1972, Síða 17
MORGUJNPBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972 17 ÉG stíg ekki hér á fjalirnar nú, vegr.a þess það hefur verið ævilanigur draumur minm eins og svo margra annarra að kom- ast hingað, og þá raunar ekki HeMur til að finna að því, að ruliuskiparar og regisörar Leik- félagsins hafa haft vit á að sinna engu óskum minum og margra annarra í þeim efmum. MargLr eru kallaðir, en fáir útvaldir, og það er til þess að þakka hin/um útvöldu nú í kvöld fyrir efitirminniiega stund, að ég kveð mér hljóðs í nafni áhorf- Geir Hall grínisson flytur ræðu sína á sviðinu í Iðnó. Mannlífið á sviðinu Ræða Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, á hátíðarsýningu í tilefni af 75 ára afmæli LR énda, í nafni Reykvikinga og ainnanra velunnara Leikf élags Reykjavíkur. Við þökkum þeim listamönn- um i sviðsljósi og utan þess, sem gert hafa þetta kvöld eftir- minnilegt, og við þökkum Leik- félagi Reyikjavíkur margar áneegjulegar stundir í þessu húsi fyrr og síðar og árnum því heilla. Þessi sýning í kvöld er dæmi- gerð. Hér sýnir 75 ára gamalt aðaMeikfélag landsins 110 ára gamalt leikrit íslenzks höfuð- skálds, er fjallar um margra aida gamla þjóðlífsmynd. I þessu felst giidi leiklistar sem tengiliðs þjóðlegrar arfleifðar og menningar. í rauninni eru 75 ár ekki langur tími, aðeins meðal mannsævi, en við, sem komin erum á miðjan aldur og búið' höfum í Reykjavik, vitum af firásögnum og hrifningu ömmu okkar og afa og jafnvel i viss- um tilvikum langömmu og afa, foreldra okkar, okkar sjálfra og barna okkar, að fjórar til fimm kynslóðir hafa notið góðs af starfi Leikfélagsins. Af ferli Leikfélagsins sjálfs vitum við, að þar hafa komið við sögu næsturn því jafn- margar kynslóðir leikara, sem einstaklingsbundið spanna mis- langt tímabil. Milli leikara og áhorfenda, milli Leikfélags Reykjavikur og Reykvíkinga hefur átt sér stað sá samleik- ur, sem ekkert leikh ús getur án verið og engin borg, sem þvi nafni vill kallast, má glata. Leikfélagið hefur átt sinn þátt í að skapa hér þá borgar- menningu, sem í tengislum við bændamennimguna forðum er ómissandi þáttur í þróunarferli Reykjavíkur úr þorpi í bæ og borg. ÖIl þekkjum við þá eftirvænt- ingu, sem býr með okkur, þeg- ar við komum í leikhús. Ósjálf- rátt gerum við okkur grein fyr- ir, að þar þróast þrenns konar mannlíf. 1 fyrsta lagi mannlífið bak við sviðið, Mf leikara og starfs- manna með spennu sinni og streitu, samkeppni og félags- starfi, metnaði og misskilningi, og ekki sizít sínu baktjalda- makki, eða hvaðan skyldi það orð annars hafa slæðzt inn í stjómmál og önnur mannleg samskipti. I annan stað er mannlífið í áhorfendasal, sem á sér mörg sömu einkenni að vísu, en einn- ig áhyggjulausa eftirvæntingu, ýmist í formi jákvæðrar tíl- hlökkunar eða neikvæðra for- dóma, og á ég engan veginn frekar við blaðagagnrýnendur í þeim efnum en aðra. Þriðja mannlífið er svo mann- lífið á sviðinu sjálfu, sem hefst þegar tjaldið er dregið frá, og leikararnir með ótaldar æf- ingar, fórnfýsi og sj álfsafneitun að baki, ganga inn á sviðið og hljóta í senn með sjálfsögun og leikgleði að túlka nýtt mannlíf með orðum höfundarins, svo að hvorugt hinna fyrri komi í Ijós, bæði gleymist eða gangi með einum eða öðrum hættí upp I h'finu, sem leikið er á sviðinu. Bf það tekst, er sigur unninn. SMka sigra höfum við marga séð og notið hér í Iðnó og þökk- um það nú. En stykki hafa einnig faltið, og víst er um það, að áhorfend- ur eru miskunnarlausir. Enginn verður langlífur á reykvísku lei'ksviði, sem ekki hefur afburða hæfileika og mikla þolinmæði og þrautseigju til að bera. Það sýna og sanna karlar eins og Brynjólfur. Af hálfu okkar Reykvíkinga má vissulega varpa fram þeirri spurningu, hversu fátækara væri ekki lífið í Reykjavik, ef Leikfélags Reykjavíkur hefði ekki notið við? Hversu fátækari væri ekki íslenzk leiklist í dag, ef fynri fálmandi leiktilraunir hefðu ekki átt sér rúman en straumþungan farveg Leikfé- lagsins nú um 75 ára skeið? Ættum við Þjóðleikhús niú, án Leikfélagsins áður? Það var mikil gæfa, að Leik- félagið var ekki lagt niður fyr- ir 20 árum, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa. Reynslan síðan sýnir, að landinu öilu er ómetan- legt að eiga tvö góð leikhús í höfuðborginni. Vonandi gera Reykvíkingar sér grein fyrir skyldum sínum við Leikfélag Reykjavíkur. Og víst er um það, að af er sú tíð, að til mála komi, að borgar- stjórn samiþykki tiiiögu eins og gert var rúmum áratug áður en Leikfélagið var stofnað, þess efnis að bæjarstjórnin gerði sitt til, að engar komedíur verði í vetur og skori á fógetann að leyfa þær eigi og sjái um, að kúlissurnar verði eiigi lánaðar, nema leikendur vilji leika kaup- laust og gefi öllum kauplausan aðgang að horfa á leikina. En þessi tillaga var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1 og formað- urinn sat hjá. Bæjarslúðrið gaf þá skýringu á þessari samþykkt, að þá hefðu vinnukonur selt koddana sína. til þess eins að komast tíl að sjá komedíur. Sem betur fer er nú velmeg- un í landi, og áhuginn á komedí- um jafnvel meiri en áður. Þvl er það að þótt orð séu til alls fyrst og hátíð til heilla bezt, þá hefur hátíð áður verið haldin og yfirlýsingar fyrr gefnar. Nú er hins vegar kominn tími athafna að byggja borgarleikhús, og við vonum, að Leikfélagið, borgar- yfirvöld og Reykvikingar beri gæfu til samstarfs i þeim efn- um, svo að allir megi vel við una. Á þessu 75 ára afmælisárl félagsins verða 30 milljónir kr. tii ráðstöfunar tíl þessa, þar af Vs hluti, sem safnazt hefur með fádæma dúgnaði leikfélags- manna sjálfra. Við gerum okkur að vísu grein fyrir, að byggingarkostnaður slíks húss skiptir fremur hundr- uðum milljóna króna en tugum, en við munum ekki láta það aftra okkur frá framkvæmd- um í þeirri vissu, að þeim pen- ingum reykvískra skattgreið- enda, sem til leikhússbyggingar- innar fara, sé vel varið. í þessu felst vissulega viður- kenning að verðleikum á starfi Leifcfélagsins, en einnig er hér um að ræða fyrirheit og skuld- binding Reykvikinga, sjálfra sín vegna og landsmanna allra, að skapa því menningarsitarfi, sem Leikfélagið hefur innt af hönd- um og borið hefur svo góðan ávöxt sem raun ber vitni, full- nægjandi skilyrði, svo að þátt- ur félagsins í borgarMfinu og listræn leiðsögn megi njóta sín, eflast og blómgast um alla firam- tið. ingu, sem hugisazt gæti, sam- kvæmt dómnum. Amalrik er 33 ára gamall og mjög heilsutæpur. Hann hefur lengi þjáðst af hjarta- sjúkdómi. Hann afplánar dóm sinn í norðausturhorni Sib- eríu á hrjóstrugu svæði, þar sem Kolymas -fangabú ði rnar svoköiluðu eru. Þangað var Amalrik fluttur í júní I fyrra eftír siex mánaða ferðalag í fangalest, vöruflutningaiLest og flugvél. Þótt vinir Amalriks hafi farið fram á að hann verði leystur úr haldi vegna veik- inda hanis, segja vinir hans að hann hafi sjálfur neitað að taka þátt í tilraunum til þesis að losna úr fangavist- inni. Bókartitill Amalriks varð að veruleika ENGINN LÆKNIB Samkvæmt heimildum New York Times, sem ekki er tal- ið óhætt að nafngreina, var ferðalag Amalriks tii fanga- búðanna í aðalatriðum á þessa Leið: Hann lagði af stað í langa ferð með járnbrautarlest skömrnu eftir að réttarhöld- unum Lauk. Lestin hatði stutta viðdvöl í Novosibirsk, og þar var hann hafður i haLdi í einmenningsklefa í fanigelsisikjaiLlara, þar sem dauðadæmdir fangar eru venjulegia geymdir. Meðan RÚSSNESKI rithöfundur- inn Andrei Amalrik berst fyrir lífi sínu í sovézkum fangabúðum vegna illrar meðferðar, sem hann hef- ur sætt, samkvæmt frétt- um, sem borizt hafa til Parísar frá vinum lians í Rússlandi, að sögn New York Times. Vinir Amal- riks hafa alvarlegar áhyggjur af slæmutn að- búnaði hans og hafa sent yfirvöldum bænaskjal, þar sem þess er farið á leit, að hann verði leystur úr haldi. Amalriik er höfundur bók- anna „Verða Sovétrikin tíl ár- ið 1984“ og „Ferð gegn vilja til Síberíu". Báðar þessar bækur hafa verið gefnar út á Vesturlöndum, og útgáfa þeirra varð til þess, að hann var dæmdur i þriggja ára fangelsi í nóvemiber 1970 og kvað dómurinn á um að hann skyldi sæta hörðustu refs- -iii'ii .l' . ;ó:v Rússneski rithöfundurinn Andrei Amalrik, hann dvaldist þama veiktist hann. Fangar í næstu klefum kröfðust þess hástöfum, að læknir yrði látinn fylgjast með heilsufari Amalriks. Eina svarið, sem þeir fengu frá fangavörðunum, voru ókvæð- isorð, og þeir neituðu að Framhald á bls. 2L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.