Morgunblaðið - 13.01.1972, Page 20
20
MORGUNBI-AÐHX FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972
lllfll
I KVIKMYNDA
HÚSUNUM
niiiiiiiiiiiniiiiia
n ★ góð,
★ sæmileg,
Sig. Sverrir
Pálsson
★★★ mjög góð, ★★★★ Frábær,
léleg,
Björn Vignir Sæbjörn
Sigurpálsson Valdimarsson
Nýja bíó:
,,TVÖ Á FERÐALAGr
I þessari mynd seg'ir frá feröa-
löfum ungs manns og nngrar
konu um Frakkland — fyrst 1 til-
hugalifinu og siöar á ýmsum stig
um hjónabands þeirra. Eins og
nærri má geta breytist samband
þeirra meö árunum, og fyrsta
feröalag þeirra er næsta frá-
brugöiö og ólíkt skemmtilegra en
hiö siöasta, enda hafa þau þá ár
ólikt meiru aö moöa af verald-
legum verömætum en sennilega
eitthvaö minna af innri verömæt-
um. 1 aðalhlutverkum Albert
Finney og Audrey Hepburn. Leik-
stjóri Stanley Donen, handrit
Frederic Raphaei.
★★ Skemmtileg hugmynd og
þokkalega útfærð. Hjóna-
bandserjur hjúanna rista að
vísu hvergi djúpt — og oftast
bjargar vegabréfið húmorn-
um. Léttvæg og jafnvel sæmi
leg afþreying.
itit Ágæt skemmtimynd og
raunsæ efnismeðfeirð. Hand-
rit Raphaels er listilega sam-
ið, atvikum hinna mörgu
íerðalaga víxlað á frumlegan
og skemmtilegan hátt, og leik
ur þeirra Finneys og Hep-
burns er með miklum ágæt-
um.
itiiif Nýstárlega gerð mynd,
>g roeð breytilegri timasetn-
kngu heppnast Donen að laða
fram ýmislegt það, sem mið-
ur viU fara í hyersdagslífinu.
Handrit Raphaeis er gott, og
leikur Hepburns og Finneys
frábær.
Laugarásbíó:
.KYNSLÓÐABILIÐ'
Larry Tyne og frú eru amerisk
ir miilistéttarborgarar og eiga
sér eina dóttur, 15 éra. Er hún
hverfur af heimilinu einn góðan
veöurdag, án þess að nokkur viti
um hana, verOa foretdramir
éhyggjufullir og Larry fer ásamt
kunningja sinum aO leita aO
henni. Þegar þeir koma heim aft-
ur, vel kenndir, hefur dóttirin
komiO heim i millitíOinni. En þeg-
ar hún sér fööur sinn i þessu
ástandi, hverfur hún strax aftur.
Foreldrarnir halda áfram aO
leita, þau komast I kynni viO
„Félagsskap foreldra stroku-
barna", prófa marihjúana og tapa
spjörunum utan af sér heima I
stofu 1 fatapóker. Dóttirin kem-
ur hins vegar aftur heim af
sjálfsdáOum. Hún hafOi dvaliO
innan um hóp unglinga, sem eins
og hún höfOu hlaupiO aO heiman
1 biii.
★ ★★★ Milos Forman er vax-
andi leikstjóri og Taking Off
ar bezta mynd hans til þessa.
Hann hefur kvikmyndamálið
fullkomlega á valdi sínu og
ber frábært skyn á „rythma“
og klippingar. Tónlist er not-
uð á mjög skemmtilegian og
áhrifarikan hátt.
★★★★ Þetta er tvimælalaust
bezta skemmtimynd ársins.
Hún er meira en skemmti-
mynd einvörðungu, þvi hún
kafar undir yfirborðið og sting
ut broddum sínum i banda-
rískt þjóðlífskýli, sem er
Bandarikjamönnum qálfum
talsvert feimnismál. Sérlega
vönduð mynd að allri ytri
gerð.
★★★★ Alvarleg og bráð-
skemmtileg í senn, full áleit-
inna spurninga. Frábærlega
gerð að öllu leyti. Forman er
vafalaust einn snjallasti léik-
stjóri okkar tima.
Háskólabíó:
MALAÐU
VAGNINN ÞINN
Bandarískur söngvavestri, sem
gerist á þeim dögum, er gullæOiO
stefnir flokkum ófyrirleitinna æv
intýramanna tll Kaliforniu. Lee
Marvjn leikur braskara og for-
hertan drykkjumann, Clint East-
wood saklausan bóndastrák og
félaga Marvins, og Jean Seberg
fyrrum Mormónafrú, sem Mar-
vin kaupir á uppboOi og verOur
hún eiginkona þeirra beggja.
Leikstjóri Joshua Logan.
★ Héx eru á ferðinni somu
sniliingarnir og fæddu af sér
Camelot. Það er í rauninni
furðulegt, að memn skuli fá
að gera svona hverja vitleys-
una á fætur annarri. Þessi er
bæði langdregin og leiðinleg
svo um munar, eini ijósi punkt
urinn er Lee Marvin, n.b. fyr
ir utan sönginn. (Það bara get
ur hann ekki frekar en binir).
★★ Sérlega vönduð mynd
að allri ytri gerð, hugmyndir
ýmsax snjallar og jafnvel
fyndnar. Hins vegar nokkuð
langdregin á köflum, og
sömgvaívafið er heldUT mis-
heppnað. Afburðaleikur Lee
Marvins skyggir þó á flest ann
að.
★ ★ Bezta skemmtun, ef und
an eru skilin illþoiandi söng-
atriði, sem þó bjóða upp á
jafn hjákátlegt fyrirbrigði og
Clint Eastwood — syngjandi.
Lee Marvin er iíkt og fyrr líf
legur með víni.
Gamla bíó:
OFSÓTT
Michelle er dansmær 1 Las
Vegas og dansar atrlöi I nætur-
klúbb ásamt tveimur stallsystr-
um slnum. Ein þeirra er nýlega
skilin, og eiginmaöurinn fyrr-
verandi angrar hana stööugt.
Loks gripur hann skaminbyss-
una, kálar konu sinni og reynir
aö gera út viö hinar tvær. Hon-
um mistekst I fyrstu atrennu, en
tekst siðar aö aka niöur aðra
þeirra. Micheile er ein eftir, og
hún ákveöur aö flýja til Los
Angeles, þvl aö eiginmaöurinn
fyrrverandi kennir henni um
hjónaskilnaöinn og hvernig far-
iö hefur. t>vi veitir hann Mich-
2lle eftirför og mikii tiöindi eru
1 vændum ..........
Fyrsta flokks B-mynd —
svipuð íæribandavinna og
efni, og í venjulegum Mann-
ix-þætti. Efnið er bara
teygt um helming, og í stað
Mannix kemur hin útlima-
fagra og tælandi Raquel
Welch, en því miður hrökkva
töfrar hennar skammt
★ Myndin er að flestu leyti
nauðaómerkileg og yfirhlað-
in af stælmgum og endur-
tekningum, einis og venja er
um slíkar myndir. Stundum
tekst þó leikstjóranum að
gæða hana ofurlitilli spennu,
og leikartnn í hlutverki sál-
sjúka eiginmannsins er sann-
færandi.
Stjörnubíó:
.MACKENNA’S
GOLD“
Laust fyrir síOustu aidamót
Berir ræningjahópur síOustu til-
raun til aO finna hinn þjóösagna-
kennda dal, sem á aö vera þak-
inn gulli og gætt er af öndum
Apaehe-indíánanna. Siöasta von
glæpamannanna er Maekenna.
Hann haföi séO teikningu af dain
um ófinnanlega hjá deyjandi
IndiánahöfOingja. En þaO eru
fleiri sem smitast af gullæöinu
og áOur en yfir lýkur á margt
eftir aö drifa á daga þeirra og
mikió blóO aO renna I sandinn.
Leikstjóri er J. Lee Thompson, en
meö aöalhlutverk fara svo nokkr
ir séu nefndir: Gregory Peck,
Omar Sharif, Teliy Savalas og Eli
Wallach.
★ Þrátt fyrir fræg uöfn,
mikla peningaeyðslu og jain-
vel góðan vilja, er þetta að-
eins útþensla á frekar hvers-
dagslegri kúrekasögu. Upp-
hafið lofaði góðu, kvikmynda
taka góð í gegn, en í lokin
var engu líkara en leikstjór-
inn væri kominn í sandkassa-
leik og síðustu 5 mín. eru al-
deilis ofboðsins fáránlegar.
★★ Vandaður stórvestri um
útþynnt efni. Langdreginn,
en góðir kaflar, góðux leikur,
(-f- Sharif) og myndataka
hjálpa nokkuð upp á sak-
írnar.
Austurbæjarbíó:
THE WILD BUNCH
Pike Bishop og félagar hans
koma ríöandi inn i smábæ einn
viö iandamæri Texas, án þess aö
vita aO Deke Thornton, sem er
fyrrverandi félagi Bishops, situr
þar fyrir þeim. Þeir ræna skrif-
stofu járnbrautarfélagsins, en
veröa aO koma sér undan meö
fenginn í skjöli kúinahriöar. Feng
urinn reynist samt ekki eins dig
ur og þeir höfOu haldiO. — Þeir
komast I kynni viO ruddalegan
herforingja, Mapache, og sam-
þykkja aO ræna vopnalest fyrir
hann gegn 10.000 dala greiðslu.
Þetta rán reynist erfitt, meO
Thornton á hælunum i þokkabót,
en þetta tekst og meO því aO beita
allri sinni slægO, tekst Bishop
bæði aO afhenda vopnin og ná
greiöslunni. En þeir eru samt ekki
endaniega sloppnir úr greipum
Mapache.
★ ★★ Sam Peckinpah er ein
staklegá raunsær leikstjóri og
þess vegna mun kannski ein-
hverjum ofbjóða blóðbaðið.
En sú mynd, sem honum tekst
að draga upp af þessum gömlu
þreyttu hetjum — I rauninni
anti-hetjum — er í sehn átak
anleg og skemmtileg. Kvik-
myndataka Lucien Bailards
er í sérflokki.
★ ★★ Á ýmsan hátt mjög
óvenjulegur vestri. Efnisameð-
ferð Peckinpah er afar raun-
sæ og áhrifamikil en stundum
jaðrar hún við tilgerð. Ofbeld
ið i myndinni er geysilegt en
réttlætanlegt — myndin gef-
ur sennilega sannari mynd af
þessum tíma en flestar aðrar
myndir af sama toga.
★★★ Frábær að gerð, kvik
myndatakan í sé’.flokki og
Peckinpah hefur sérstakt
taumhald á leikurum sínum.
En það má deila um hversu
nákvæmlega skal farið í
dlápslýsingar. Allavega ráð-
legg ég ekki klígjugjörnu
íólki að sjá myndina.
Gjafir til Hallgríms
kirkju í Reykjavík
Kringum hátíðarnar hafa Hall
grímskirkju verið gefnar gjafir,
sem enn á ný sýna góðvild og
ræktarsemi til kirkjunnar. -
Ásmundur heitinn Gúðmunds
son biskup hafði mikinn áhuga
á Hallgrimskirkju. Hann var
alla tið heimiiisfastur innan
Hallgrimssóknar og var tíðum
þátttakandi I guðsþjónustum
safnaðarins. Síðustu kirkjuferð
sina í þessu lífi fór hann þang-
að. Nú hefir ekkja hans, frú
Steinunn Magnúsdóttir, gefið
kirkjunni forkunnar fagra alt-
ariskönnu úr silfri. Er hún gerð
af Leif Kaldal, hinum þekkta
listamanni, sem á sinum tíma
smíðaði bæði kaleik, oblátuöskj
ur og patinu, er ýmsir vinir
kirkjunnar gáfu henni. Eru all-
ir þessir hlutir í sama stil. Hér
skal iýst þökk presta og safn-
aðar til frú Steinunnar fyrir
gjöfina, sem er í fullu samræmi
við þá þjónustu, er þau hjón-
in bæði inntu af hendi í þágu
Sslenzku kirkjunnar fyrr og sið
ar.
Þegar hefir þess verið getið
opinberlega, að kvenfélag Hall-
grímskirkju gaf kirkjunni vand
aðan og fagran hátíðahökul, er
notaður var í fyrsta skipti á jól-
unum. Hallgrimskirkja á nú
hökla með öllum litum kirkju-
ársins, nema föstuhökul, er
vera skyldi fjólublár að lit. Sér
stæðasta listaverkið er svarti
hökullinn, sem aðeins er borinn
á föstudaginn langa. Þann hök-
ul gáfu þau hjónin frú Unnur
Ólafsdóttir og Óli ísaksson og
hafði frúin sjálf saumað hann.
Tvær minningargjafir i pening
um bárust kirkjunni fyrir jólin.
Hin fyrri að upphæð kr. 20.000
frá frú Guðríði Þórólfsdóttur
til minningar um mann hennar
Þorbjörn Bjarnason pípulagn-
ingarmeistara, og hin siðari að
upphæð kr. 50.000, frá frú Guð-
rúnu Sigríði Jónsdóttur og börn
um hennar til minningar um
mann hennar Benedikt Guð-
mundsson húsgagnasmíðameist-
ara. Báðir þeir menn, sem gjaf-
irnar eru gefnar til minningar
um, létust skömmu fyrir jólin.
Aðrar peningagjafir eru sem
hér segir: Frá Sigr. Baehmann
kr. 1000, frá ónefndum kr. 100,
frá Oddnýju kr. 500, frá foreldr
um skírnarbarns kr. 750, frá
G.G. og H.L. kri 300, áheit frá
Hrefnu Ólafsdóttur kr. 2000, frá
Rögnvaldi Þorlákssyni kr. 5000,
frá Sigrúnu Jónsdóttur,
Hvammstánga kr. 1500.
Öilum þessum gefendum vil
ég tjá þakkir safnaðarins fyrir
góðan hug og vilja til að leggja
sinn stein i bygginguna. Við og
við heyrum við raddir um það,
að of hægt gangi að reisa Hall
grimskirkju. Þeir, sem þannig
tala, eru á sinn hátt að lýsa
yfir áhuga sínum á málinu. En
víst er það, að málinu væri þó
enn skemmra komið, ef ekki
hefði verið til fólk víðs vegar
um iandið, sem með gjöfum sín-
um og áheitum hefir stuðlað að
því, að áfram yrði haldið. Hall-
grimskirkja á ekki stóra sjóði,
þvi að peningar þeir, er inn
koma, eru jafnan notaðir jafn-
harðan, — en hún á stóran sjóð
trúar og kærleika og vonar i
hjörtum Islendinga — og á
þeirri inneign byggist framtið-
in.
Jakob Jónseon.