Morgunblaðið - 13.01.1972, Page 28
28
MORGttNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972
- A að
„sjanghæja
Framh. af bls. 5
ingar. Nú á að dreifa nýju tog-
urunum um landið. Reykvísku
togarasjómennirnir yrðu því að
flytjast búferlum til annarra
staða, ef þeir ættu að nýtast
nýja flotanum. Reynslan af ný-
sköpunartogurunum, en þeim
var líka dreift um allt land, var
sú, að þetta reyndist ekki raun-
hæf aðferð til að manna skipin.
Fjölskyldumenn búsettir í
Reykjavík með börn sín í skól-
um flytjast ekki úr Reykjavík og
reykvískir lausamenn eira ekki
nema tíma og tíma á smærri
stöðunum. Stærsta bænum úti á
landi, Akureyri, tókst með
harmkvælum að halda nægjan-
lega lengi í sunnanmennina til
að vera búinn að koma sér upp
þjálfuðu liði heimamanna til að
taka við þegar sunnanmennirnir
kvöddu, en það gerðu þeir allir.
Ueizlumatur
Smiirt bruufl
og
Snittur
SÍI.l) S FJSKL'R
En Akureyri var líka eini bær-
inn, sem gat haldið Reykvíking-
t4 unum nægjanlega lengi, og þó er
Akureyri enn, þrátt fyrir að
þetta er 10 þúsund manna bær,
og þar hafi nú verið rekin tog-
araútgerð í aldarfjórðung, sífellt
í vandræðum með að manna tog
arana og þeir eru tíðir gestir
enn í Reykjavík á snöpum eftir
mannskap.
Það er sem sagt bjartsýni,
sem ekki styðst við reynsiuna,
að smástaðir geti mannað togara
sína reykvískum togarasjómönn
um, þó að öllum síðutogaraflot-
anum væri lagt.
Niðurstöður mínar eru sem
sagt þessar: Við fáum ekki fólk
úr öðrum stéttum, við fáum
ekki unglingana, eins og sakirn-
ar standa, umfram það slangur
sem verið hefur, við fáum ekki
bátasjómenn til að fara á tog-
ara, enda veitir ekki af þeim á
nýju bátana, og loks, okkur nýt-
ast ekki nema takmarkað reyk-
vískir togarasjómenn til að
manna togara úti á landi.
Ég spyr þvi aftur: Hvar á að
taka mannskapinn?
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Það er ekki um neina skyndi-
lausn að ræða og ekki annað sjá
anlegt en verið sé að stefna í
ófæru með alltof örum skipa-
kaupum, en ekki dugir að leggja
árar í bát. Það úrræði, sem helzt
hefur einhverja raunhæfa þýð-
ingu, þó að það sé svonefnt lang
tíma úrræði, þannig að það leys-
ir ekki vanda á minna en 4—5
árum, er að stórauka
áróður í skólum landsins fyrir
sjávarútvegi og gerbreyta al-
menningsálitinu. Það verður
með einhverjum ráðum að
hefja þennan undirstöðu at-
vinnuveg til vegis með þjóðinni.
Frumskilyrðið er að minnka
slysahættuna í atvinnuveginum.
Ekki bara að fækka dauðaslys-
Myndlista- og
Handíðaskóli íslands
Ný námskeið hef jast 21. janúar
I. Teiknun og málun barna
1. fl 6—8 ára mánudaga og fimmtud kl. 10,20—12 árd.
Kennari Sigriður Jóna Þorvaldsdóttir.
2. fl. 8—12 ára mánudaga og fimmtud. kl. 4,30—6,10 síðd.
Kennari Gunnsteinn Gíslason.
3 fl, 12—14 ára þriðjudaga og föstud. kl. 5,20—7.00 síðd.
Kennari Þórður Hall.
4. fl. 14—16 ára þriðjudaga og föstud, kl. 800—9,40 síðd.
Kennari Guðmundur Magnússon.
II. Myndvefnaður barna
Mánudaga og miðvikudaga kl. 5.00—6,40 síðd
Kennari Hildur Hákonardóttir.
III. Teiknun og málun fullorðinna
Byrjendur mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00—10,15 slðd.
Framhald þriðjudaga og föstudaga kl. 8.00—10,15 síðd.
Kennari Leifur Breiðfjörð.
IV. Bókband
1. fl mánudaga og fimmtudaga kl. 5.00—7,15 síðd.
2. fl mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00—10,15 síðd.
3. fl. þriðjudaga og föstudaga kl. 5.00—7,15 síðd.
4 fl. þriðjudaga og föstudaga kl. 8 00—10.15 síðd.
Kennari Helgi Tryggvason.
V. Almennur vefnaður
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 7.00—10.00 síðd
Kennari Sigríður Jóhannsdóttir.
VI. Tauþrykk
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7 00—1000 síðd
Kennari Ragna Róbertsdóttir.
VII. Myndvefnaður
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.00—9,15 síðd.
Kennari Hildur Hákonardóttír.
VIII. Teikninámskeið fyrir textil
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4,45—7.00 siðd.
Kennari Hildur Hákonardóttir.
IX. Bóklegt framhaldsnámskeið í almennum vefnaði
Mánudaga og miðvikudaga kl. 4,45—7.00 síðd.
Kennari Sigriður Jóhannsdóttir.
Innritun daglega á skrifstofu skólans að Skipholti 1, kl 3—5
síðd., simi 19821.
Skipholti 1 - Sími 19821
Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl.
l»ú uerir þér ekki grein fyrir greiðasemi, sem þér er sýnd, vegna.
þess að sú vinsemd kemur langt aú. l»etta leiðréttist þó, er fram
líóa stundir.
Nautið, 20. april — 20. maí.
I»ú ættir, ef allt á að fara vel. að fara vel yfir alla útreikn-
inga.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
I»ví erfiðara, sem framundan er, þeim mun meiri er þörfjn
fyrir þig að vera þolinmóðiir og góður. háttu félaga þinn liera
það, sem hann getur.
Krahbinn, 21. júní — 22. júlí.
Tattu í kringum þig, og gefðu gætur þvf, sem miður fer. l»ú
ættir að tala, ef það kemur þér vel.
Ljóniö, 23. júlí — 22. ágúst.
Hæfileikar þínir til uppbyggingar njóta sín um þessar mundir.
Mærin, 23. ágúst — 22. september.
f dag er hið óvænta það, sem öllu ra»ður og setur svip á dag-
Vogin, 23. septeniber — 22. október.
Það er eitthvað undarlegt í loftinu, og kannski ekki af betra
taginu.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber.
öóð hugmynd, sem hrint er í framkvæmd, er nijög liagkvæm.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Nú er framtakið í fullum gangi. I»ú græðir á því að vera ýtinn
og freknr á meðan þú starfar, en taka þér algert fri eftir vinnu-
tíma.
SteingeiUn, 22. deseml/er — 19. janúar
I»ú verður að skipuleggja líf þitt þannig ,að þú getir haldið öll-
iim verkefnum aðskildum.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Völin milli einkamála og viðskipta aimars eðlis kemur á erfið-
asta tíma, og hefði mátt bjarga þessu við fyrr.
Fiskarnir. 19. fehrúar — 20. marz.
I»ú getur leitað fyrir þér út á við, en í starfi skaltu halda þig á
mottunni. llragðu saman seglin.
um heldur einnig vinnuslysum,
sem eru óskaplega tíð til sjós.
Foreldrar láta ekki börn sín til
sjós eigandi á hættu að fá þau
sködduð í land úr túrnum. Ann-
að frumskilyrðið er að launa sjó
menn svo vel, að engin atvinnu-
grein i landi standist samkeppni
við sjómennsku í launum.
Þriðja atriðið er að gera skóla-
fólki ljóst að þetta er líflegri og
skemmtilegri atvinnuvegur fyr-
ir unga menn, þrátt fyrir nokkru
meiri vosbúð og erfiði á stundum
en nokkurri atvinnugrein. —
Kanadamenn eru farnir að reka
áróður meðal stúdenta, sem
hætta námi eða eru að væflast í
vandræða háskóladeildum —
stofnuðum einvörðun-gu af því
að þjóðfélagið telur það skyldu
sína að geta innbyrt með ein-
hverju móti alla stúdenta í há-
skóla — en veita í rauninni nem-
endunum ekki neina framtíðar-
möguleika — að ieita heldur út
á sjóinn. Þar séu möguleikar fyr
ir velmenntaða unga menn og
þá vanti þar. Þetta gætum við
líka gert. Þeir sem trúa á sjó-
mennsku sem framtíðaratvinnu
veg á íslandi verða að samein-
ast um skefjalausan áróður.
Á AÐ DREIFA TOGURUM UM
LANDIÐ?
Nýtízku togari þarf margt til
sín, sem ekki er fyrir hendi á
smástöðum. Á það hefur verið
drepið, hvernig reyndist að
manna nýsköpunartogarana á
smástöðunum, þeir ýmist biðu
eftir mannskap að sunnan eða
urðu að sigla þangað, en þeir
töfðust af fleiri orsökum. Þeir
biðu líka eftir stykki i vél eða
viðgerðarmanni að sunnan elleg
ar þau þurftu að sækja þetta
inn í Reykjavík. Það er engin
leið að gera út 100 milljóna kr.
skip með þvílíku lagi. Nýtízku
togari þarf góð hafnarskilyrði
við löndun og þjálfað fólk, það
dugir ekki að halda því áfram
endalaust að mjalta upp úr tog-
urum með gamalmennum og
börnum við frumstæðar aðstæð-
ur. Nýtízku togari þarf sérþjálf
að fólk í vélaviðgerðarþjónust-
unni og góð verkstæði og um-
fram allt þarf hann að eiga völ
á góðum rafmagnstæknimönn-
um, þar sem allt er nú að verða
rafdrifið með flóknum sjálf-
stýriútbúnaði. Það hefur sáralít
ið verið hugsað fyrir þessu mik
ilsverða atriði og það vantar
ekki aðeins tilfinnarrlega slíka
tæknimenn út á smástaðina
heldur einnig í Reykjavík.
Menntun vélvirkja okkar og raf
virkja hefur ekki vérið sniðin
fyrir þessa nýjustu tækni. Ný-
verið hafa verið teknar upp
breyttar kennsluaðferðir við
hæfi þessarar nýju tækni, en
það líður talsverður tími áður
en þörfunum verður fullnægt.
Þeir vita það kannski núna
Norðfirðingarnir og Eskfirðing-
arnir eftir bilanirnar í togurum
þeiri-a, hvað í vændum kann að
vera fyrir stóran flota með
sams konar eða enn ílóknari raf
útbúnaði.
í löndunum, þar sem togara-
útgerð er rekin í alvöru, er
reynt að hópa togurunum saman
í allstórum bæjum, þar sem að-
staða getur myndazt til að
manna skipin og veita þeim
þjónustu. Ef við lítum til Breta,
sem hafa manna lengsta reynslu
í togaraútgerð og reka manna
hagkvæmast, þá hafa þeir kom-
ið sér upp sínum sérstöku tog-
arabæjum og ekki fleirum en
4—5 í öliu landinu. Og þeir
meira að segja skipta togaira-
gerðunum innbyrðis niður á
þessa fáu bæi. Frystitogarana
sína gera þeir út frá Hull, stóru
síðutogarana (wetant fish traw-
lers) frá Grímsbæ, miðslóðaitog-
arana (middle watertrawlers)
frá Fleetwood og Aberdeen.
Með árunum hefur myndazt
fyrir hverja þessara skipagerð
sérþjálfað fólk, bæði til sjós og
lands, sem hæfir bezt hverri
skipagerðinni um sig, og einnig
hafa myndazt sérstök önnur
skilyrði við hæfi skipanna.
Hér hjá okkur væri mögu-
leiki að koma upp sínum togara
bænum í hverjum landsfjórð-
unganna þriggja, Austfjörðum,
Vestfjörðum og Norðurlandi, og
svo og í Reykjavík og Hafnar-
firði. Þetta er algert hámark um
fjölda hugsanlegra útgerðar-
staða.
HVAR Á AO TAKA FISKINN?
Áðurnefnd frétt um fyrirhug-
aða stóraukningu fiskiflotans,
sem hér hefur verið gerð að um-
talsefni út frá tveimur sjónar-
miðum — mannskap og að-
stöðu — er ekki síður athyglis-
verð hvað snertir áróður við út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
Sjálfsagt hefur blaðið litið svo á
og það réttilega, að öllum væri
orðið kunnugt um það, að við
ætluðum að stórauka eigin sókn
um leið og við flæmdum burtu
útlendingana, og því engin
ástæða til að fara dult með það
atriði. Þeir sem stjóma áróðri
okkar við fiskveiðiútfærsluna,
hafa upp á síðkastið lagt aukna
áherzlu á það í málflutningi sín-
um, að við séum fyrst og
fremst af færa út af efnahags-
legum ástæðum. Margir eru
andvígir þessum breytta áróðri
og telja að friðunarástæður og
verndun fiskistofnanna hefði
áfram átt að vera í fyrsta sæti í
áróðrinum.
Við erum taldir til velmegun-
arþjóða. Fyrir nokkru kom fram
tillaga í Bretlandi, þess efnis, að
Bretar styrktu okkur til að gera
atvinnuvegi okkar fjölbreyttari,
svo að við ættum ekki eins mik
ið undir sjónUm og nú er. Þessi
tillaga var umsvifalaust kæfð á
þeim forsendum, að það væri
óverjandi, að iara að styrkja
þjóð, sem hefði einar hæstu
tekjur á hvern íbúa allra þjóða.
Ríku fólki er alltaf heldur illa
tekið, ef það biður um að fá hag
sinn bættan. Efnahagsrökin
gætu verið hentug einhverju
Afríkuríki, en varla okkar, þó
að við sjálfir vitum, að hún á
fullan rétt á sér. Ég held því, að
það hafi verið misráðið að láta
friðunarröksemdina víkja fyrir
efnahagsröksemdinini, en vita-
skuld kunna sérfræðingar okk-
ar í áróðri betri skil □ því en ég.
Okkar á milli sagt, þá efast ég
um, að það sé nóg að reka út-
lendinga af miðunum, heldur
verðum við einnig að friða tals-
vert rösklega fyrir okkur sjálf-
um, einhvern tíma, að minnsta
kosti.
Við erum sífellt farnir að
veiða yngri og yngri fisk af öll-
um helztu fiskitegundunum,
þorskinum, ýsunrri, ufsanum og
karfanum. Það sést ekki orðið,
utan vetrarvertíðar, kynþroska
fiskur í aflainum. Allt í kringum
landið e.r megin hluta ársins ver
ið að veiða ungfisk. Eigum við
stórauka okkar eigin sókn í
þetta ungviði, þegar við höfum
nekið burtu útlenda varginn?
Sá togarafioti, sem við erum að
byggja samanstendur að lang-
mestu ieyti af smátogurum,
sem verða að stunda þessar ung
fisks- eða uppeldisslóðir ein-
vöirðungu. Það er sannarlega
ekki álitlegt, því að þessi nýi
smátogarafloti þarf til sín ein
120—130 þúsund tonn að magni
og miðað við að önnur sókn
verði áfram svipuð er það ekki
svc lítið viðbótarskarð i ungnsk
inn á grur.nslóðum.
íbúð — Skipfi
2ja herbergja íbúð óskast í skipturn fyrir góða 4ra herbergja
íbúð á bezta stað við Hraunbae.
Tilboð merkt: „2571” sendist afgr Mbl sem fyrst.