Morgunblaðið - 13.01.1972, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1972
Ritst j óraskipti
hjá íþróttablaðinu
K1T8TJÓRASKIPTI hafa orffiS
að íþróttablaði ÍSl. Alfreð Þor-
steinsson lætnr nú af störfum,
en við tekur Sigurður Magnús-
s®n, útbreiðslustjóri ÍSÍ.
I ritstjórnarspjalli segir hinn
mýi ritstjóri frá fyrirhugnðum
breytingum á starfsemi blaðsins,
en áformað er að þær verði veru
legar. Segir Sigurður m.a. svo i
íorystugrein sinni:
„Með þessari breytingu verða
nokkur þáttaskil í útgáfunni, þar
©em útgáfustarfsemin flyzt að
öHu ieyti inn á skrifstofu ÍSÍ.
Allt frá þvi að íþróttablaðið
bóf göngu sína hefur ritstjórn
Sigurður Mag-nússon — hinn
nýi ritstjóri íþróttablaðsins
þess verið í höndum eínstakl
inga utan skrifstofunnar. Þair
hiaifa miargir mætir menn laigt
hönd á plóginn siem ISÍ stendur í
þakkarskuld við.
Með bættri aðstöðu ÍSif, auknu
starfsiliði og gjörbreyttri húsnæð
isaðstöðu, ex eðliJegt að útgúfan
flytjist inn á skrifstofu sam-
bandsins.
Áformað er að gera nokkrar
breytinigar á útliti og frágangi
blaðsins frá því sem verið hefur
jafnframt því sem lögð mun á-
herzla á sem mesta íjölbreytni
í efmisvali.
í fyrsta tölublaðinu sem Sig-
urður ritstýrir, er grein er nefn
ist: Við áramót, eftir Gísla Hall
dórsson, forseta ÍSÍ, Gunnlaug-
ur J. Briem, stjórnarformaður
Getrauna, skrifar grein er hann
nefinir: Þróun getraunastarfsem
innar; Öm Eiðsson skrifar grein
er nefnist: Fyrsti skíðakóngur
Norðmianina; Jón Ásgeirstson
fréttamaður skrifar um mæling
ar á þjálfunarstigi. Þá er þáttur
sem íþróttakennarafélag íslands
hefur umsjón með og nefnist
hann íþrótta- og fræðsluþættir.
Þar ritar dr. Ingimar Jónsison um
vöðvakraftþjálfun. Grein er um
Þorstein Einarsson í tilefni þess
að hann hefur verið íþróttafull
trúi í 30 ár, Brynjólfur Jóhann-
esson skrifar um Danmerkurferð
Knattspymufélagsáns Fram árið
1939 og fleira efni er í blaðinu.
Ejvind Pedersen og Kirsten Campbell.
3 dönsk
sundmet
Ejvind Pedersen setti nýlega
danskt met í 800 oig 1500 metra
skriðsundi á sundimóti er fram
fór í Randers. Synti hann 800
metrana á 9:14,5 mín., sem er 7,2
sek., betri timi en eldra met hans
var og 1500 metrana synti hann
á 17:24,8 mín., sem er 39,4 sek.
betri timi en gamia met hans
var. Til samanburðar má geta
þess að Isiandsmetið í 800 metra
skriðsundi er 9:34,6 min., sett af
Guðmundd Gíslasyui og Islands-
metið í 1500 metra sundinu er
18:15,9 mín., sett af Friðrik Guð
mundssyni.
Á sama sundmóti setti Kirsten
Campbell nýtt danskt met í 400
metra fjórsundi, sem hún synti
á 5:20,7 min., sem er alveg við
dansika OL-lágmarkið i þessari
grein. I 800 metra skriðsundi
sigraði svo Jeanette Mi’kkelsen
á 10:25,3 mín.
Handboltinn i gær
í GÆE fóru fram tveir leikir í
Islandsmótinu í hamlbolta. —
Víkingur vann ÍR, 18:17, ®g
Valur vann Hauka, 17:15.
Fram
AÐALFUNDUR handknattlei'ks-
deiddar Fram verður haldinn að
Skipihotti 70, miðviikudagiinn 19.
janúar nk. og hefst ki. 21.00.
Eitthvað það ánægjuiegasta
sem gerðist á sviði íþrótta hér
lendis á iiðnu ári, var sú
miikla gróska sem virtist vera i
flestum íþróttagreinum, og
veruleg aukning á fjölda
þeirra sem íþróttir stunduðu í
einni eða annarri mynd. Ég
hyigg t.d. að aldrei áður hafi
verið haidin svo f jöimenn lands
mót í boltaíþróttum, og iþrótta
greinum sem telja verður nýjar
eða nýlegar hérlendis óx
verulega fiskur um hrygg, eins
og t.d. borðtennis og blaki.
Hitt er svo annað mál að af-
rekin sem íslenzkir íþrótta-
menn unnu á árinu, voru i mörg
um tilvikum efeki eins góð og
þeár hafa áður náð, en þó er
martgs skemmtilegs þar að
minnast, eins og t.d. jafnteflis-
leiksins við heimsmeistarana í
handknattleik, Rúmena.
Sjádfsagt eru margar ástæð-
ur fyrir því að útbreiðsla
iþróttanna og áhugi á þeim
hefur vaxið svo sem raun ber
vitni og má t.d. vera að trimm-
herferð ISÍ spili þar nokkra
rullu, án þess þó að hún komi
íram á þann hátt sem flestir
bjuggust við, þ.e. skokkandi
íólki út um mela og móa.
Undirritaður er þeirrar skoð
iinar, áð fjölmiðlar hafi einnig
átt mikinn þátt í útbreiðslu
iþrótlanna, og ennfremur hafi
þ-eir stuðiað mjög að auknum
Éhuga á þeim. Eru margir sam
mála um þetta atriði, og má t.d.
vitna til knatlspyrnubókar,
sem kom út nú fyrir jólin, en
þar var fjaliað nokfeuð um þátt
fjölmiðlanna, þ.e. dagblaðanna
og hljóðvarpsins. Hins vegar
held ég að flestir eða allir
iþróttaunnendur geti verið sam
mála um að „yngsti" fjölmiðill-
inn, og um leið sá sem hefur
hvað bezta aðstöðu til þess að
flytja íþróttaefni, hafi hrapal-
iega brugðizt skyldum sínum í
þessu efni. Er hér' átt við sjón
varpið. Viðurfeenna ber auðvit
að, að islenzka sjónvarpið er
enn langt á eftir stöðvum t.d.
Norðurlandaþjóðanna í flutn-
ingi efnis, en hvergi mun
það þó jafnlangt á eítir og á
þessum vettvanigi, en segja má
að sjónvarpið flytji aHs ekki
iþróttaefni ótilneytt.
Sfeoðanakannanir sem gerðar
hafa verið hjá erlendum sjón-
varpsstöðvum haía leitt í Ijós,
að næst á etftir aimennum frétt-
um, eru íþróttir vinsælasta
sjónvarpsefnið, og hafa stöðv-
ar haft hliðsjón af þessu, þeg-
ar þær hafa raðað niður dag-
skrá sinni. Þar þykir t.d. sjálí-
sagt og eðliiegt að sjónvarpa
beint frá öllum meiri háttar
iþróttaviðburðum og setja
stöðvarnar það ekki fyrir sig,
þótt þær verði að kaupa efni
þetta dýru verði. Víða er
iþróttaþéttur fluttur daglega,
og sumar bandariskar sjón-
varpsstöðvar byggja afkomu
sína að verulegu leyti á íþrótta
þáttum, og auglýsingum sem
skotið er inn í þá.
Hér hefur íþróttaefni í sjón-
varpi verið hornreka frá önd-
verðu, og svo virðist sem al-
gjör tilviljun ráði þvi otft
hvaða efni er flutt I iþrótta-
þætti sjónvarpsins, þeim er
fluttur er einu sinni í viku.
Þannig voru t.d. eigi alls fyrir
löngu fluttar i þremur þáttum í
röð myndir er teknar voru á
opnu tennismóti í Svlþjóð, en
slífet teunis sem þar var leikið,
er ein af fáum iþróttagreinum
sem efeki eru iðkaðar hériendis,
og mun takmarkaður áhugi
vera fyrir greininni. Og hefði
íþróttaþáttur sjónvarpsins
endilega viljað kynna áhorf-
endum iþróttagrein þessa eins
mikið og raun varð á, hefði
gjarnan mátt vanda valið á
myndinni betur, þar sem kapp
arnir tveir er þarna áttust við
þóttu sýna síður en svo góðan
leik 1 úrslitunum, þótt þulur
myndarinnar skorti stundum
lýsingarorð til þess að lýsa
snilli þeirra!
Iþróttaþáttur sjónvarpsins
hefur verið tekinn viða tii um-
ræðu, og skoðanir allra á hon-
um virðast vera á sama veg.
Á ársþingi FRl á dögunum var
t.d. fjallað um Sþróttaþáttinn,
og varð hann þar fyrir harð-
ari gagnrýni en ég hefi heyrt
aðra liði útvarpsdagskrár
verða fyrir. Þar töluðu menn
þó um að þátturinn þyrfti efeki
endilega að vera lengri, held-
ur íyrst og fremst betri, og enn
fremur bar þar á góma furðu-
lega samsetningu mynda frá
Evrópumeistaramótinu i Hels-
inki sl. sumar og lýsimgu þular
á þvi sem þar fór fram. Þótti
það t.d. bera furðuiegri van-
þeikkingu, eða einfeennilegu
sikopskyni vitni að rugla sam-
an keppni í 3000 metra hindr-
unarhlaupi oig maraþonhlaupi!
Eftir því sem mér skilst þá
hefur það verið viðkvæðið hjá
forráðamönnum sjónvarpsins,
þegar að iþróttaþáttunum hef-
ur verið fundið, að efni þetta
sé dýrt og auk þess erfitt að
ná í það. Það má reyndar
draga stóriega í efa. Sjónvarp-
ið hefur löngum sýnt það, að
litið er til sparað þegar það
þýkir við eiga, og má þar
nefna mörg dæmi, eins og þeg-
ar flleiri tonn af sandi voru
flutt upp á þak byggingarinn-
ar fyrir einn skemmtiþátt og
gaman væri að vita hvensu
mikið sú lélega skemmtun sem
siðasti gamlárskvöldsþáttur
var kostaði? Nei, að íþróttir
séu dýrt efni mdðað við margt
annað, er aðeins fyrirsláttur
og jafnvel skálkaskjól. Væri
uppiagt fyrir forráðamenn
sjóiwarpsins að kynna sér það
í raun og veru, næst þegar þeir
ferðast til útlanda á vegum
stofnunarinnar, en þess verður
varia langt að bíða.
Enska fcnattspyman hefur
frá upphafi notið mikilla vin-
sælda í sjónvarpinu, ein hins
vegar hefur stofnunin samning
við eitt áfeveðið fyrirtæki í
Englandi, og fær frá því þætti
þar sem Mið-Eniglandsliðin eru
jafnan annar aðilinn í leikjun-
um. Hefur oftsinnis verið farið
fram á það, að sjónvarpið
skipti um og fengi leiki fná
Lundúnum, en þar hefur jafn-
an verið talað og skrifað fyrir
daufum augum og eyrum. Þá
virðast oft sem þættir þessir
lendi í hrakningum á leiðinni
hingað, og aðrir þættir en boð-
aðir hafa verið hafa sfeyndi-
lega verið sýndir. „Hringlið er
efefei lengur hlægilegt," skrif-
aði einn af aðdáendum þessara
þátta í Mbl. í haust og undir
það er hægt að tafea.
Ein kynlegasta ákvörðun
sem yfirstjórn sjónvarpsins hef
ur þó tefcið i íþróttamálum, var
er hún lagði bann við að sýnd
ar yrðu myndir frá yfirstand-
andi Islandsmóti í handfenatt-
leik, þar sem handknattleiks-
mennirnir bera nú auglýsingar
á búningum sínum. Eins og
kunn-ugt er, þá hefur ISl gert
breytingu á áhugamannaregl
um sínum, sem leiða til þess að
innan skamms tíma má vænta
þess að flestir íþróttamenn
verði í búningum með auglýs-
ingum í keppni, þegar fram
llða stundir. Jafnigildir þessi
ákvörðun því nánast því, að is
lenzkar íþróttir verði gerðar
útíægar með öllu úr sjónvarp-
inu. Reyndar er ekfei úr háum
söðli að detta, úr þvi sem kom-
ið er, en sennilega þœtti þetta
einhvers staðar saga til næsta
bæjar og til þess að vera
sjálfu sér samfevæmt þyrfti
sjónvarpið að hætta að sýna
mytndir. Er t.d. hægt að sýna
götumynd frá Laugaveginum
án þess að fleiri eða færrá aug-
lýsingar sjáist?
Nú hefur nýtt útvarpsráð
teikið til starfa, og það þarf að
fjalla um mál þessi á fundium
sdnum fyrr eða siðar. Þvi mið-
ur held ég að nýkjörið útvarps
ráð sé þannig samansett að lít-
illa úrbóta sé að vænta. Þó er
óvarlegt að felia dóma, áður
en á reynir. Lengi er maður bú
inn að viða í voninni eftir að
eitthvað birti til í málum þess-
um, og meðan sjónvarpið er
refeið sem einökunarstofniuin
ríkisins þýðir víst Mtið annað
en að báða, — en vona jafn-
framt að maraþonhiaupararnir
íari að koma i mark!
Steinar J. Lúðvíksson.