Morgunblaðið - 05.02.1972, Page 8
8
MOKjGUÍNTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972
f MORGUNBLAÐINU h«fttr lx>r-
tzt fyrra bindi síðari hluta Sögu
Sauðárkróks eftir Kristnuuid
Bjarnason, ogf spannar þa<3 yfir
timabilið frá 1901 til 1922. Krist-
miuidur greuiir þaar frá uppbafi
j Sauðárkróksltrepps, fjallair um
landbúnaðinn, sjösókn og afla-
brögð á þessu tímabili, iðnað-
armál, húsagerð og híbýlakost,
Isekna og heilbrigðismál, sveitar-
stjórnamál, - samg'öngumál,
t kirkjíi og klerkdóm, bindindis-
Sauð kræklingar í Drangeyjarfjöru 1917
„Þar sem aldrei gerist neitt6í
og Ólínu Jónasdióttur. Hann
sendi henni fyrri hluta til að
botna:
Aldrei sá ég ættanmót
mieð eyrarrós og hrafini.
Ólina botnaði svo:
Allt nruun þó af einni rót
í alheiimsigripasafni.
fsleifur var kaupmaður á Sauð
árkróki. Hann aiuglýsti vörur sín
ar miklu meira en nolkikur ann-
ar kaupmaður þar um slóðir, oft
í lijóðum og alltaf í gaimanstU.
Hann seldi steinolíu í lausavigt.
Eitt sinn gat að líta eftinfarandi
auglýsingu á auglýsingatöfiu
fráman á barnaskólaihústau:
Olíudunkur einn er fundinn;
úti lá hann.
Komið nú og hirðið hundinn,
hver sem á hamn.
Af yngri kynslóð hagyrðinga
getur Kristmundur Jóns Pálma,
Friðriks Hamsen, Péturs Hann
essonar föður Hannesar (skádds)
og Friðriks Jónssonar, skósmiðs.
Friðri'k Hansen átti eftir að
gera garðinn frægan, og lijóða-
kverið Ljómar heimur kom út
eftir lát hans. Hér eru tvær vís-
ur eftir Friðrilk.
Saga Sauðárkróks 1907-1922 komin út
[ ©g bannmál, skéla og rþrótta-
I mál, og auk þess um ýmis dæg-
! urmál þessa tíma, svo að eitt-
I hvað sé tínt til. Fjöldi mynda
fylgir textanum. Bókin er rúm-
ar 400 bls., prentuð í Prentverki
j Odds Björnssonar h.f. á Akur-
eyri, en útsölustaður hennar 1
: Beykjavtk er í Bókhlöðunni við
í.augaveg.
! Á bókarkápu segir m.a.: „Fyrsta
í bindi þessa rits hlaut fráibærlega
j góðar viðtökur og einróma lof
j dómbærra manna. Þóttu þar sam
; an fara yfirgripsimikH þeklking,
j fræðileg nákvaemni, lipur og létt
; ur stíll. Framlhaldsins hefur því
j verið beðið með nokkurri eftir-
væntingu. Fullyrða má, að þetta
bindi hefur aila kosti hins fyrra
til að bera. Bærinn við hinn bláa
f jörð, „þar sem aldrei gerist
neitt“, verður ljóslifandi fyrir
sjónum iesandans. Enm sem fyrr
skiptast á gaman og alvara. Lífi
þess fátæka, en félagslynda fóiks
er lýst af næmum skitaingi, svo
að af því má margan lærdóm
draga. — Af miikll'li leikni tekst
böfundi að blása lífi í ryikfalln-
ar hreppsbadkur, gulnaðar fund-
argerðir ag verzlu na rskýrsl u r.“
Ljóst er við fyrstu sýn, að ó-
hemju vimna liggur að baiki þessu
ritverki, enda sagði Kristmundiur
í stuttu spjalli við Morgunblað-
ið, að verkið hefði verið ótrúlega
erfitt og seinunnið, einkum þó
hvað snerti öflun hieimilda í fyrri
hlutann. Kvaðst hann hafa byrj-
að á því árið 1962 og þá reymt
að glöggva siig á þvi hverju væri
hægt að safna. í ljós kom að
mikið var glatað af frumheimiid
uim, „og iðu'lega kiom ég að al-
gjörlega lokuðum dyrum,“ sagði
Kristmundur. „Annað var í hin-
um mesta ólestri, þannig að í
fyrstunni gerði ég lítið annað en
að þreifa fyrir mér.“ Kristmund-
ur fór til að mynda yfir öll blöð.
sem komu út f,yrir 1907 í Reýkja
vik, Akureyri og Siglufirði, svo
og héraðsblöðin, og segir hann
það hafa komið sér að mifelu
gagni. Stundum þurfti að leita
i aðra heimsálfu eftir heimild
um eða myndum, stundium á söfn
í Kaupmannahöfn. „Smám sam-
an fór svo að feomast mynd á
þetta," sagði Kristmundur, „og
heimildaöflunin eftir 1907 hefur
verið allt önnur og auðvelidari."
Samfara heiimildaöfiiiuninni hef
ur geysileg vinna farið í að afla
mynda — og oft verið leitað út
.Vg:..ý
ÉÉftlÉ®
.
Sauðárkrókur 1898. •
Vesturðsferjan. Lengst til liægri á myndinni ©r Jón Ósiimnn, ferjumaður.
Bjarni .lónsson, útvegsmaður.
fyrir landsteinana í því skyni -•
til Norðurlanda, Bandaríkjanna
og Kanada. Kristmundur gizk-
aði á, að um 8—900 myndir hefðu
komið í leitirnar og þar af er
um helmingurinn notaður í rit
verfeið. Hinar íira á safn, og
ættu að sögn Kristmunds að geta
orðið mikil fróðleiksuppspretta,
þegar þær hafa verið flokkaðar.
Undir kaflaheittau Bundið mál
og blaðaskrif í síðari hliutanum
ræðir Kristmundur m.a. um
visnagleði Sauðkræklinga og
birtir nofekuð ljóð, vísur og kveðl
inga eftir annálaða hagyrðinga.
Til að mynda segir Kristmundur
frá Hálfdani nokkruTn Kristjáns
syni, sem lengi bjó á Sauðlár-
króki. Hálifdan þessi stundaði
um tíma sjósókn frá Bólungar-
vík og í landlegum drakk hann
drjúgum, eins og hann átti vanda
til. Við eitt slíkt tækifæri sinnað-
iist honum við Bolivílking, sem
setti saman níðvisu um hann.
Hálfdan galt í líku með eftir-
farandi mannlýsingu:
Með ijótan haus og lítið vit,
en langa fingur,
Sannleiks-mennta- og sómaringur,
sj'áðu: Það er Bölvíkinigur.
Isleifiur Gíslason (d. 1960) var
kunnasti hagyrðingur á Sauðár-
króki á því árabili, sem fjallað
er um í þessum hluta Sögu Sauð
árkröks. Hannes Pétursson,
skáld, hefur ritað þátt af Isleifi,
sean Kristmuindiur birtir g.lefsur
úr í riti sinu. Þar er m.a. að finna
þetta dæmi um viðskipti ísleifs
Myndin er tekin á Sauðárkróks-
Hjarta mitt éig heyri slá,
hér er engu að tapa.
Grafarbarminn geng ég á
— gjárnan vildi ég hrapa.
Og:
Hugurinm snýst um hulda rún,.
hnignar dagsins eldi.
Hangir fram af heiðarbrún
haustins þofcuveldi.
Kristmundur segir Pétur Hann
esson hafa hætt yrkin.gum að
miestu eða öllu, en birtir m.a.
kvæðið Heimþrá frá 1915:
Huida þrá, hvað hrópar þú?
Hjartans löngun mín,
hvað eru hvíslin þín?
Sof þú, sof þú nú.
Kæra vor, ég kalla á þig
Hvar eru biómin þín?
Fagra fjólan mín,
góða gleð þú mig.
Þegar ljósin llíða hjá
langt í Wáan geim,
ég er að hugsa heim,
Þar er öll mín þrá,
Látum þetta diuga um kveð-
skapinm. Við spyrjum Kristmund
um frambaldið á Sögu Sauðár-
árkrófes. Hann svarar því til, að
í siðasta heftinu verði ekki ýkja
mikill texti, enda sé hann þar
fartan að náligast samtimann og
óvarlegt að skrifa um menn,
sem nú ganga um götur Sauðár-
krókskaupstað. Hns vegar verði
í þessu bindi ítarleg heimilda-
ákrá, annáll, nafnaskrá, ijós-
myndaskrá, starfsmannaskrá, og
íbúaskrá frá hverjum tíma.