Morgunblaðið - 05.02.1972, Síða 11
MORjGUNBLAÐIÐ, LAU'GARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972
11
Hermóður Guðmundsson:
Opið bréf til Lárusar Jónssonar
SJÓMENN tala um að kúvenda
farkostum simium þ&gar gripa
þajrí til skjóta ráða að verjast
áíöUium el illt er i- s]ó.
' Nú sýnist mér, Lárus Jónsson,
að þú hiarfir, éinhverra hluta
vegna, tekið Þann nieyðarkost að
kúvehda sikoðanafleytu þirtni i.
„lifsins ólgu sjó“, samanber grein
þitna í Morgunblaðinu 27. þ.m.
Ég minnist viðræðna við þig,
þegar þú varst framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga, á Hótiel K.E.A haustið
1969, þar sem þú lýstir því yfir
að raforkumál Norðurlands baeri
að lieysa fyrst með samtengingu
við Búrfellsvirkjuh.
í>etta samtal fór frarn á þvi
herrans ári 1969, þegar þú hafð-
ir um árabil haft gullið fæki-
færi til þess að beita pólitískri
aðstöðu þinni til framkvæmda í
virkjunarmálum Norðurlands,
sem innsti koppur í búri þáver-
andi fjármálaráðherra.
Hver e,r svo ástæðam fyrir kú-
vendingunni, Lárus? Hvaða áfali
er það sem þú þarft nú að verja
fleytu þína fyrir?
Nýkjörinn þingmaður ætti þó
að hafa áhuga og óbundnar hend
ur tiil þess að framfyigja skoðun
um sínum og óhugamálum.
Hvað fékk þig til að breyta
svo um skoðun að þú teljir nú
óöruggt og óskynsamlegt það sem
þú taldir raunhæfasta úrræðið
1969?
Og er það ekki rétt hjá mér,
Lárus, að Akureyringar teldu
það nægilega gott og öruggt, fyr
ir nokkrum árum, að Austfirð-
ingar fengju sína raforku með
línu frá Laxá? Er það þó nær
hiekningi lengri leið og yíir úr-
komusamara iaindsvæði að fara
yfir en frá Sigöldu til Norður-
lands.
í grein þinni er á þér að skiija
að skipun samstarfsnefndar um
raforkumál Norðurlands muni
greiða fyrir lausn þessara máia
úr þeirri úrræðaleysis-sjálf-
heldu, sem fyrrveraindi stjórn
skildi við þau í. Á ég að trúa
þvi, að þér finnist reynslan af
skipun orkumálanefndar Aust
firðinga og Norðlendinga, á sín-
um tíma, hafa reynzt svo vel að
ástæða sé til að taka þá nefndar-
skipun til fyrirmyndar nú?
Eða var það ekki þessi nefnd,
sem átti siinn gilda þátt í því að
orkumál þessaira landshluta
drógust aftur úr vegna ósam-
komulags um stefnumörkun og
virkj unarstaði?
Ég held að fiestum Norðlend-
ingum sé ljóst, að um eina sam-
eigiinlega stefnu er ekki að ræða
í fjórðungnum um raforkufram-
kvæmdir. Hvernig mætti siíkt
lika vera, þair sem nær allir raf-
orkumöguleikar, allt frá Hrúta-
firði til Langamess eru nær ónot-
aðir, og lítt eða ekki rannsakað-
ir enn?
Hitt er víst að stefna ríkis-
stjórnarinnar í raforkufram-
kvæmdum, sem er stefna hag-
ræðingar og jafnvægis, á mestu
fylgi að fagnia á svæðinu, onda
hefur jafnaðarverð á rafmagni
verið eitt mesta baráttumál lands
býggðarinnar og bændasamtak-
anna um fjölda ára,
Grund völlur verðjöfnunar er
samtenging orkusvæða undir yf-
irstjórn ríkisine.
Það vekur furðu mína að þú
skulir skrifa og. tala eins og þú
hefuir gert um stefnu Norðlend-
inga í raíorkumálum, eins og þú
getir skipað Norðlendingum und
ir eitt merki gegn haigsmuinum
þeirra sjáifra.
Hvemig miundi fara fyrir okk-
air fámemnu þjóð, með takmark-
aða framkvæmdaigeitu, ef fjár-
munum þjóðaæinmar yrði sóað í
algjöru skipulagsleysi án sam-
ræmdrar heildarstefnu? Nei, í
ekki stærra þjóðfélagi gengur
ekki að stofna mörg smáríki,
Lárus. -
Skýrasta dæmið um smáríkja-
stefnuna er Laxárævintýrið, ævin
týri fjársóunar, smákónga-
drambs og öfugþróunar. Getum
við ekki verið sammála um, að
óæskilegt sé að berjast fyrir því
siém hlaut nafnið — „Hagsmuna-
samtök Norðlendinga í raforku-
málum“ — á 50—60 manna fund
inum, sem þið Akureyringar boð
uðuð til í útvarpi, sjónvarpi,
blöðum og með sendiferðum
manna á milli?
Svona íámennur fundur hefði
vairla verið talinn ályktunarfær
í Landeigendafélagi Laxár og
Hermóður Guðmundsson
Mývatns, hvað. þá fyrir heilan
landsfjórðung.
Tæpaist er hægt að ímynda sér,
að þú eða aðrir ábyrgir menm í
þessum félagsskap viti svo um
það sem á eftir fór, þ.e.a.s. undir
skriftasöfnunina, þar sem tekin
voru börn um fermingaraldur
og látin skrifa undir skjalið
ykkar. Með slíku framferði eru
brotin lög og heimilisihelgi rofin.
Mig furðar sannarle'ga ekki þótt
einn af framámöninum ykkar í
saimtökunum teldi liggja svo á
að láta strika nafn sitt út aí
þessum lista, að hainn sendi vott-
fest símskeyti með kröfu um út-
strikun.
Það fannst mér heiðarlega að
staðið.
Sé það tilgangur þinn, Lárus,
með áróðri þinum, að kynda und
ir áframhaldandi ófriðareldi i
kjórdæmi þínu, gegn þingeysk-
um bændum og ráðgerðu sam-
komulagi við þá, í þeim tilgangi
að reyna að taka mað valdi eign-
Lárus Jónsson
ir þeirra og mainnréttindi gegn
tögum og dómum, og öllum
venjulegum siðaireglum um sam-
skipti manna á meðal, væri það
lítill heiður þingmannsnafni
þínu. Eða hafa ekki tálvonirnar
um Laxá ruglað nógu lengi dóm-
greind ráðamanna Akureyrar í
raforkumálum, þótt þingmenn
þeirra geri sér ekki leik að því
að halda áfram að blekkja þá
með ábyrgðarlausum æsinga-
skrifum og undirróðri, gegn
raunsæum úrræðum ríkisstjórn-
ar, er mundi tryggja Norðlend-
ingum jafnréttisstöðu við aðra
landsmenn? — Geta Norðlend-
ingar krafizt meira, ég segi nei.
Nei, Lárus, Laxá verður aldrei
látin af hendi til frekari orkuöfl-
nnar. Þó að þú eigir ef til vill
eftir að verða einhvers staðar
smákóngur, þá verður það ekki
yfir bændum við Laxá og Mý-
vatn. —
30/1 1972
SA SEME/NU S/NN/HEFUR ÁTT
AMERÍSKAN BÍL V/LL EKK/ ANNAÐ
MERCURY COMET
Fyrir utan óviðjafnanlega aksturseiginleika,
meta eigendur bandarískra bíla hvað mest þá
staðreynd að allur viðhaldskostnaður er
iangtum minni og ending þeirra allt að tvöföld
á við það sem menn eiga að venjast.
Bjóðum nú hinn glæsilega Mercury Comet
á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr.
Gerið samanburð við evrópska bíla á verði
og gæðum. SýningarbílI á staðnum.
BÍLL Á ETRQPSSH TERSI
•“•"'•KH.KRI5TJÁN550N H.f.
SUDURLANDSBRAUT 2
SÍMI 3 53 00
í FORDSKÁLANUM
SUÐURLANDSBRAUT 2 (VIÐ HALLARMÚLA)
í DAG KL. 9-5 OG SUNNUDAG KL. 2-5