Morgunblaðið - 05.02.1972, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.02.1972, Qupperneq 14
— MOR.GUNeLA.DID, LAUGARDAGUR 5. FEBROAR 1972 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972 15 O.tgefandi M ÁrvaTcui‘y ReyTcJavík Pre'mkvæmdastjóri Haraldur Sve'msaon. Riitstjóirar Mattfifas Johanneaaen, Eyjólifur Konráö Jónsson Aðstoðarrltstjórl siyrmir Gunnarssen. Ritstjórn'arfoHitrúí Þforbljörin Guðmundsaon Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastj'órí Ární Garðar KristinsSQn Rítstjórn og afgreiðsia Aðolstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augiýsingar Aðalstraatí 6, símí -22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á mániuði innantands f fausasöfu 15,00 Ikr eintakið VARNIR ¥slendingar hafa gert sér ** far um að eiga samleið með bræðraþjóðunum á Norð urlöndum og af þeim sökum m.a. tekið virkan þátt í störf- um Norðurlandaráðs. Þeir eru norræn þjóð að uppruna, sögu og menningu. Þeir vilja fremur auka samstarfið við Norðurlandaþjóðirnar en að úr því sé dregið. Á sínum tíma hafði það áreiðanlega ekki lítil áhrif á afstöðu íslendinga til aðildar að Atlantshafsbandalaginu að bæði Norðmenn og Danir, þær bræðraþjóðir á Norður- löndum sem standa þeim næst í sögulegu tilliti, lögðu á það áherzlu að íslendingar tækju þátt í samstarfinu og yrðu bandamenn þeirra í NATO. Báðar höfðu þessar þjóðir haft slæma reynslu af hlutleysisstefnu sinni í síð- ustu styrjöld. Þá virtu þýzku nazistarnir hlutleysi þessara tveggja norrænu smáríkja einskis og auðvitað höfðu þau ekki bolmagn, fremur en margar stærri þjóðir á þeim tíma, til að hrinda innrás þýzku nazistanna af höndum sér. Allir þekkja þá ógnar- sögu. En hetjudáðir þessara þjóða beggja eru enn í minn- um hafðar og svo mun verða meðan lýðræðisást og frelsis- þrá er nokkurs virt í heim- inum. Það er því engin tilviljun, að íslendingar hafa hlustað á bræðraþjóðir sínar, þegar öryggismál íslands hafa ver- ið til umræðu. íslendingar hafa engan sérstakan áhuga á því, að hafa her í landi sínu, en þeir eru staðráðnir í að tryggja varnir þess og öryggi — og þá með erlendu gæzluliði, ef nauðsyn krefur. Aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins hér hafa dug- að vel, enda hefur engin þjóð í Vestur-Evrópu orðið komm- únisma að bráð frá því NATO var stofnað. Auðvitað er ekki ástæða til að amast við því, að endur- skoðun sé gerð á dvöl varn- arliðsins hér á landi. Ef unnt er að koma vörnum við og tryggja öryggi íslands á betri hátt en nú er gert, á auðvit- að að fara þá leið, sem að beztu manna yfirsýn er áhrifaríkari. En íslenzka þjóðin sættir sig ekki við að dregið sé úr vörnum lands- ins í því skyni einu að koma varnarliðinu burt og skemmta kommúnistum. Ör- yggismálum hennar má ekki fórna á altari valdabaráttu vinstri flokkanna. Þeir menn, ÍSLANDS sem mesta ábyrgð bera í rík- isstjórninni, virðast nú komn ir á þá skoðun, að nauðsyn- legt sé að fara varlega í sak- irnar, íslenzka þjóðin sé staðráðin í því, að tryggja öryggi sitt og hafa hér þá aðstöðu fyrir Atlantshafs- bandalagið, sem nauðsynleg telst hverju sinni. í sjón- varpsþætti fyrir skömmu var utanríkisráðherra m. a. spurð ur að því, hvort endurskoð- un á dvöl varnarliðsins gæti leitt til þess, að hér yrði áfram varnarlið. Hann svar- aði því játandi. Endurskoð- un á varnarsamningnum og dvöl bandaríska herliðsins hér á landi á ekki að gera í því skyni einu að koma varnarliðinu úr landi, heldur á slík endurskoðun einungis að tryggja öryggi íslands og efla varnir vestrænna þjóða. í fyrrnefndri spurningu, sem lögð var fyrir utanríkisráð- herra var óskhyggja um að dregið yrði úr raunhæfum vörnum íslands, en ekki spurt um hvað landinu væri fyrir beztu. Endurskoðun getur ekki farið fram á þann hátt að búa sér fyrst til for- sendur og takmark og leiða síðan rök að fyrirfram gefn- um niðurstöðum, heldur á hún að vera hlutlaus könnun á ríkjandi ástandi, og með niðurstöður slíkrar könnun- ar í huga á síðan að taka ákvarðanir um þær breyting- ar, sem óhætt þykir að gera. Eitt af því, sem taka verð- ur hvað mest tillit til í slíkri endurskoðun, er sú stað- reynd að efling Sovétflotans á Norður-Atlantshafi hefur vakið ugg í brjóstum margra og opnað augu þeirra fyrir því, að varnarlaust má fsland ekki vera. Sovétmenn hafa aldrei talið Norður-Atlants- hafið til umráða- eða áhrifa- svæðis síns. Það er nýtilkom- ið, að þeir leggi höfuð- áherzlu á flotauppbyggingu á þessum slóðum og hlýtur sú staðreynd að verða tekin til greina við fyrrnefnda endur- skoðun. Hún vekur íslend- inga einnig til umhugsunar um það, hvað Sovétmenn telja „friðsamlega sarnbúð". Talað hefur verið um að friðlýsa Norður-Atlantshaf- ið. íslendingar treysta Sovét- ríkjunum ekki til að virða slíka friðlýsingu, eftir að þeir hafa sýnt svart á hvítu, að þeir leggja aukna áherzlu á nærveru sovézka flotans á þessum slóðum. Fram- kvæmdavald Sameinuðu þjóð anna hefur ekki tryggt neinu ríki frelsi og öryggi, þó að er á Islandi — segir Vladimir Ashkenazy í viðtali við „The New York Times“ Hjónin Þórunn og: Vladimir Ash kenazy, ásamt yngsta barni sínu, Dniitri Þór, og vini þeirra, píanó leikaranum og hljómsveitarstjóranum Daniel Barenboim. Myndina tók Ól. K. Mag-nússon, ljösnv Mbl„ á heimili þeirra í Reykjavík um sið ustu jól. ÞEGAR rússneski pianó- leikarinn, Vladiniir Ashkenazy, er í New York, er viðbúið, að hann hafi þar aðeins viðkomu í tvo-þrjá annasanta daga. Hann býr á nýjasta og bezta gistihús- inu við suðurenda Miðgarðs, snæðir í rússnesku testofunni handan við hornið (ekki alls fyrir löngu fékk hann þar í siinnudagsmat „rosolnik“, sem er súpa gerð af fiiglainnyfium — og „sirniki“, steikta ostaköku með súrnm rjóma); hann spilar annaðhvort í Carnegie Hail, sem er rétt hjá, eða nokkrum húsa- lengdum ofar i Philharmonic Hall — og þess á milli má sjá honum bregða fyrir við búðar- gluggana í 57. stræti með hljóm plötuskrána frá Schwann i hendi eða kannski pappírskilju eftir Solzhenitsyn. Hann er 34 ára, raunsær rúss- neskur listamaður, herða- breiður, kaupsýslumannslegur í kteeðaburði og háttum, með þykkt brúnt hár, aiugun eins og brúnar tjarndr og hann á sér notalegt hreiður í krónu frama- meiðsins. Uppselt er á píanó- hljómdeika hans, nema þegar hann spilar „Hammen klavier“ Beethovens, leikur hans raf- magtnar andrúmsloftið og dreg- ur til sín nöfn á borð við de Los Angeles, Weissenberg og Leinsdorf. Tónlistargagnrýnend ur leita tæpast neðar í lýsingar- orðastigann eftir lofsyrðum en þar, sem þeir finna „olympísk leikni“, — eða „takmarkalaust hrífandi" — eða „eins glitrandi og fullkomið og hægt er að hugsa sér“. Árslaun hans hlaupa á tugum millj. kr. fyrir u.þ.b. hundrað tónleika, sem hann heldur víðs vegar um heiminn. „f>ví meira, sem ég spila, þeim mun betur spila ég,“ segir hann — „óg vi'ldi fremur spila of mikið en of lítið“. En alltaf er hann að flýta sér heim, þótt konan hans sé jafnan í för með hon- um. Heim? — Það er löng saga, sem við komum að siðar. Frami og andstreymi Ashkenazy fæddist árið 1937 í Gorky, stórri iðnaðarborg sem teygir sig í allar áttir, þar sem hún liggur á fljótsbökkum Volgu í miðju Rússlandi. Árið 1939 fluttist fjölskyldan til Moskvu, faðirinn er píanóleik- ari — meðleikari — og Gyðing- ur, móðirin hvorugt. Sjálfur er Vladimir trúilaus. Árið 1955, þegar hann var sautján ára, fékk hann önnur verðlaun í hinni viðurkenndu Chopin-samkeppni í Varsjá. Þá um haustið innritaðist hann í Konservatorium Moskvuborgar og næsta ár kom hann upp um misreikninga dómaranna í Var- sjá með því að ná i fyrstu verð- laun í sannkeppni' Elizabetar Belgíudrottningar í Briissel, sem er enn harðari keppni. Þá lét Sovétstjórnin fjölskyld una hafa tveggja herbergja íbúð í Moskvu í staðinn fyrir eina herbergið, sem hún hafði haft. Þegar Ashkenazy hafði verið hylitur sem „bezti ungi sovézki píanóleikarinn" kom Sol Hurok til skjalanna og Ashkenazy hélt fyrstu tónleika sína í Washing- ton, 14. október 1958. Tiu dögum síðar kom hann, sá og sigraði í New York. Þetta var líka árið, sem hann kynmtist Dody í MoSkvu — íslenzku stúlkunni Þórunni Tryggvadóttur, sem átti eftir að verða konan hans. Dody hafði alizt upp í London, þar sem faðir hennar var hljóm sveitarstjóri, og hún var sjálf píanóleikari. Hún kom til Moskvu árið 1958 til þess að taka þátt í fyrsbu Tsehaikowsky samkeppninni (sem Van Cli- burn vann) og árið 1960 kom hún þangað aftur til þess að nema hjá Lev Oborin, sem einn ig var kennari Ashkenazys. Árið 1961 voru Dody og Ash- kenazy — sem hún kallar „Vova“ — gefin saman í hjóna- band í Moskvu og hún gerðist sovézíkur borgari. Ári síðar fæddist þeim sonur, skírður Vladimir í höfuðið á föður sín- (Utn, Og nú hófust erfiðleikarnir. Ashkenazy-hjónunum var boð ið í veizlu í íslenzka sendiráðinu í Moskvu. Ashkenazy spurði menntamálaráðiherrann, hvort í lagi væri, að hann færi. Nei, það var ekki í lagi. Það var talið Óhyggilegt, að sovézkir borgarar blönduðu geði við út- lendinga. Öðru sinni var Ash- kenazy yfirheyrður af KGB — leyniþjónustun n i — vegna um- mæla og atferlis konu hans. Það kom í ljós, að Shún hafði ein hverju sinni svarað því til, er hún var spurð um lífskjör á ís- iandi, að þau væru betri en í Moskvu. „Stóra mikla Island var hættulegt Rússiandi" segir hún biturlega, þegar hún minn- ist þessa. Þegar að annarri Tschaikow- sky-samkeppninni kom árið ’62 lét Sovétstjórnin Ashkenazy talka þátt í henni. Hann mald- aði í móinn á þeirri forsendu, að hann hefði áður unnið í sam keppni, oftar en einu sinnd og það væri markmið keppninnar að finma óþekktar stjörnur. Hann varð samt að fara og vann fyrsbu verðlaun ásamt John Ogdon frá Englandi. Árið 1963 spilaði hann í ifyrsta sinn í London. Dody átti von á öðru barni sdnu og þá ákváðu þau að vera áfrarn er- lendis. Hann hélt sinu sovézka vegabréfi, þar sem hann var ókki flóttamaður. Hann var So- vétríkjunum heldur ekki frá- hverfur, hvað svo sem leið heldur ileiðinlegum atvikum t.d., er bezti vinur hans sakaði hann nm það í samtali við KGB, að hafa sagt eitt eða annað lofsam- legrt ‘um Vesturlönd. Fjórum ár- mm siíðar sendi Sovétstjórnin föður hans ti'l Englands, fullt eins mikið til þess að telja son sinn á að koma aftur heim eins og til að sjá barnabörnin. Fað- irinn sneri heim til Moskvu án þess að hafa tekizt það, sem til var ætlazt. Nú eru liðin átta ár frá þvi Ashkenazy var í Rúss- landi eða löndum austan Járn- tjalds, en hann skiptist á bréf- um við foreldra sína og systur. Bezti vinurinn — styrkasta stoðin Ást Ashkenazys á konu sinni er auigljós. „Mér líður illa þeg- ar hún er veik“, segir hann. Hún sameinar fegurð sinni frísk leika og falsleysi, jafnvel þegar hún hefur hlaðið sig upp af íúkalyfjum til að vinna bug á inflúenzu, eins og hún hafði gert þegar við snæddum sam- an. Hún ber sannarlega lítii merki þess leiða, sem svo oft verður vart hjá eiginkonum þíanóleikara, er sjálfar hafa hætt við að framfylgja eigin listaframa vegna ferils snill- ingsins, sem 'þær eru giftar. „Þótt starf hennar krefðist ekki nema helimings þeirra ferðalaga, sem ferill minn út- heimtir eins og nú háttar, mund um við aldrei sjást, — nema rekast á“ — segir Ashikenazy. Aðspurður hverjir vinir hans séu nú, hliðrar Ashkenazy sér hjá því að svara. „Konan mín er bezti vinur minn. Þetta er auðvelt að segja á fyrsta og öðru hjónabandi, en að því er miig varðar, leikur enginn vafi á því, að hún er enn bezti vinur minn eftir tíu ára hjóna- band. Sem kona er hún allt, sem ég get óskað mér. Ætti ég að velja aftur myndi ég kvænast henni á ný. Hún er einnig mín styrkasta stoð í tónlistinni, svo hreinskilin, að það hitar mér stundum í hamsi. Hún segir mér, að ég hafi „ekki leikið nógu vel“, eða „mjög vel“ eða „verr en nokkru sinni“. Og hann bætir við: „Ég hef allt. Ég óska mér einskis, sem ég hef ekki þegar fengið.“ „Heima“ er á íslandi Frá því árið 1968 hefur Ash- kenazy fjölskyldan átt heimili á Islandi. Þriðja barn þeirra, drengurinn Dimitri Þór, fædd- ist í New York og hafði Ash- kenazy miðað tónleikaskrá sína við ósk konunnar um að eiga barnið á sjúkrahúsi í New York. Börnin þeirra — tveir drengir og ein stúika — tala bæði is- lenzku og ensku en ekki rúss- nesku. „Konan mín gat ekki fengið sig til þess að tala rúss- nesfcu við börnin eftir þá reynslu, sem hún hafði orðið fyrir í Rússlandi“ segir Ash- kenazy til skýringar. Sjálfur talar hann ensku heima fyrir. Ráðskona gætir barnanna, þeg ar Ashkenazy og kona hans eru fjarverandi í hljómleikaferð- um. Eldri drengurinn hefiur tón listarhæfileika og verður að keppa við föður sinn um píanó- ið til þess að f á sinn daglega 1 % klst. æfingatíma. Fjölskyldan er nú að byggja nýtt og stærra hús á Islandi, þar sem þau geta haft annað pianó. Þau eiga lilka sumarhús i Grikklandi, þar sem þau búa sex vikur á ári hverju. Á mynd um, sem Ashkenazy sýndi mér, lítur hús þetta út eins og geim- stöð, þar sem það stendur við Eyjahafið, nökkra kílómetra frá útileiifchúsimu í Epidaurus. Hann skírði það „Savinka“ eftir ‘þorpinu fiyrir utan Moskvu, þar sem hann í bernsku dvaldist á sumrum með fjölskyldu sinni. Eigi Ashkenazy í einhverjum erfiðleikum með að sætta frels istilfinnimgu sína við að dvelj- ast í landi eins og Grikklandi lætiur hann það ekki uppi. En hann veigrar sér heldur við því að tala um Grikkland. Hvað sem öllu liður er Island „heimili" þeirra — og hann segir þetta orð með hljómi, sem sá einn getur gætt það, er hef- ur verið búsettur og tekið sig upp frá öðrum stöðum. Hvað um Bandaríkin? „Nei — mig langar ekki til að búa i Bandarífcjunum. Ég skil Evrópu menn betur. Enda er ég svo ánægður þar sem ég á nú heimaí. .. á Islandi". Þegar talað er við Ashkenazy hefur maður á tilfinningunni, að hann vilji afgreiða fljótt um ræðurnar um tónlist. „Þegar ég er í hljómleikaferð, skipti ég deginum til helminga mil'li vinnu og ferðalaga", segir hann. Á Isiandi fer hann allur í vinnu. Ég hef engar sérstakar tæknilegar æfingar, ég held að- eins við verkefnaskrá minni, stóru verkunum, þú veizt, — þriðja konsert Rachmaninoffs, öðrum' Prokofieffs og öðrum Brahms, og öllu öðru, sem krefst þess að ég hreyfi fing- urna að ráði — gagnstætt Moz- artsónötunum. Ef ég léki að- eins Mozart mánuðum saman, mundi mér reynast erfitt að snúa aftur að kröfuharðari verkum.“ „Heiðarleikinn er fyrir öllu“ „Hér á Vesturlöndum stefni ég fyrst og fremst að því að losa mig vdð tilgerð. Ég vil kom ast að kjarnanum, ná fram ein- faldleikanum ásamt þeirri innri orku, sem mikil tóniist er gædd, svo sem verk Beethovens og Mozarts. Ég stefni að fullkomn um heiðarleika; að því að skilja, hvað þeir ætlazt fyrir með svona og svona fáum nót- um og reyna að leggja ekki í þær einhverja meiningu, sem á þar ekki heima. Ég vil ekki að tónlist sé falleg — heldur sönn.“ „Ég fyrirlit þá listamenn, sem niðurlægja hljómleika sína — þar sem þess er vænzt, að þeir hafi eitthvað mikilvægt fram að færa — með því að gera þá að léttri skemmtun. Framhald á bis. 16 „ÉG VIL KOMAST AÐ KJARNANUM, NÁ FRAM EINFALDLEIKANUM ÁSAMT I>EIRRI INNRI ORKU, SEM MIKIL TÓNLIST ER GÆDD “ viðbrögð þeirra í Kóreustríð- inu séu þeim einna helzt til sóma. Því miður, væri ástæða til að segja, því að auðvitað hefðu allar lýðfrjálsar þjóðir óskað eftir því, að S. Þ. gætu tryggt frelsi og öryggi í heim- inum, en því er ekki að heilsa. í fyrrnefndum sjón- varpsþætti kom glöggt fram að álit helzta talsmanns frið- lýsingarinnar á S.Þ. var ekki ýkjamikið, því að hann kvað upp úr með það, að íslend- ingar sjálfir ættu að sjá um friðlýsinguna! Ekki er vafi á að Rússum mundi líka það vel. Bræðraþjóðir okkar á Norð urlöndum hafa, ekki síður en aðrir, þungar áhyggjur af flotauppbyggingu Sovétríkj- anna á Norður-Atlantshafi og uppivöðslu þeirra þar. Um þetta hefur margt verið rit- að víða um heim á undan- förnum mánuðum. Nærvera sovézka flotans ber þess ógn- vænlegra vitni að mati ís- lendinga en flest annað, að friður ríkir ekki í heiminum. Friður, sem styðst við spjóts- odda, er enginn friður. Her- skip, kafbátar og flugvélar eru ekki tákn friðar. íslendingar eru staðráðnir í að sofa ekki á verðinum, frekar en bræður þeirra í Noregi. Þeir hafa hvað eft- ir annað bent á hættuna af auknum herstyrk Sovétríkj- anna á norðurslóðum. Nú síðast hljóta ummæli norska varnarmálaráðherrans, Jak- obs Fostervolls, að vekja mikla athygli. Við endurskoð un varnarsamningsins hljóta íslendingar að veita athygli öllu því, sem Norðmenn hafa þar til málanna að leggja. Ráðherrann hefur samkvæmt finnska blaðinu, Hufvud- stadsbladet, nýlega komið fram með enn eina aðvör- un vegna uppbyggingar sovézka flotans á Norður-At- lantshafi og á hafinu milli Noregs og íslands. Varnar- málaráðherrann skýrði frá því, að Sovétríkin færðu víg- línuna, eða fyrstu varnarlín- una, stöðugt lengra frá heimalandinu og lægi hún nú milli íslands og Skotlands. Fostervoll varnarmálaráð- herra bætti því við, að á síð- ustu 10 árum hefðu Sovét- ríkin byggt flotaveldi sitt geysilega upp í norðri og um- fangsmiklar flotaæfingar, sem m. a. hefðu falið í sér landgöngur árásarsveita, hefðu sýnt að Sovétríkin hefðu mikla árásargetu, eins og ráðherrann komst að orði. Allt þetta hljóta íslending- ar að hafa í huga, þegar end- urskoðun fer fram á vörnum íslands. Fyrirfram ákveðnar niðurstöður eða óskhyggja, mega þar engu um ráða. 1 þessari endurskoðun má ekkí taka tillit til neins aanars ea gallharðra staðreynda. Ingólfur Jónsson; Kosta endurbætur frystihús anna 2000 milljónir króna? ÚTFLUTNINGSVÖRUR Islend- inga hafa alla tíð aðalilega verið sjávarafurðir og landbúnaðar- vörur. Hafa sjávarafurðir verið í mikluim meirihluta, eins og út- ftut.ningsskýrslur sýna. Á seinni árum hafa ýmsar iðn- aöarvörur úr inntendu hráefni verið fluttar á ertendan markað, en það verður að teljast enn sem komið er iitið miðað við það sem gerist hjá öðrum iðnaðarþjóðum. Margar þjóðir keppa á erlend- um vettvangi með margvislegar iðnaðarvörur, þótt hráefni sé ekki fyrir hendi í framteiðslu- iandinu. Vonandi þróast iðnaður hér á landi þannig, að marghátt- uð framteiðsla úr innfluttum hráefnum verði samkeppnisfær, bæði að gæðum og verðlagi. íslendingar eru heppnir að eiga heimsiins beztu hráefni tii þess að vinna úr. Er hér u.m að ræða búvörurnar og fiskinn. Is- lenzka ullin er viðurkennd að gæðum. Vörur úr íslenzkri uil eru eftirsóttar erlendis og seljcist á góðu verði. Hafa miklar fram- farir orðið í ullariðnaði og má segja, að nú séu unnar úr allri ullinni í landinu eftirsóttar vör- ur. Það eru ekki mörg ár síðan mikill hiuti af ullinni var flutt- ur úr landi óunninn. Sama má segja um gærur og húðir. Mest- ur hluti allra skinna er nú unn- inn í landinu í sútunarverksmiðj um. Áður voru skinnin flutt út ósöltuð og óunnin. Með því að vinna vöruna í landinu hefur mikill fjöldi manna góða og ör- ugga atvinnu. Þjóðarbúið fær margfalt verð, miðað við það sem var, þegar varan var seld óunnin úr landinu. Vinnsla bú- vöru á vitanlega eftir að taka framförum og verða víðtækari en orðið er. Er tímabært að gera sér grein fyrir því með hverjum hætti beztum árangri verður náð. Samkeppnin er hörð í markaðs- löndunum. I framkvæmd verður að viðurkenna gamalt orðtak, að „kaupandinn hefur alltaf rétt fyrir sér“, þótt kröfurnar, sem hann geri, kunni að vera ósann- gjarnar. FULLKOMIN SLÁTURHtJS Kröfumar, sem nú eru gerðar til sláturhúsa og frystihúsa virð- ist mörgum að gangi út í öfgar. Vissutega getur verið erfitt að ákveða mörkin milli þess, sem er nauðsyntegt og sanngjarnt, og hins, sem gengur of langt og styðst ekki við raunhæft mat. Allir geta verið sammála um réttmæti þess að gera kröfur um fullkomið hreinlæti og góða með- ferð á matvælum. Kröifur um Ingólfur Jónsson það hljóta að vet-a uppi, hvort sem varan fer á markað innan- lands eða erlendis. Heilbrigðis- löggjöf ásamt reglugerðum og heilbrigðiiseftirliti gefur neytend- um tryggingu fyrir góðri og hreintegri meðferð matvæla. Krafan um ný og fullkomin slát- urhús er í samræmi við heil- brigðisreglur hér á landi og er- lendis. Virðisst þó að kröfur í Bandaríkjunum til sláturhúsa og frystihúsa séu með öðrum h»tti en gerist í Evrópulöndum. Mörg sláturhús hérlendis eru og hafa verið í uppbyggingu síðustu ár- in. Nýjasta og fullkomnasta slát- urhúsið er hús Sláturfélags Suð- urlands á Selfossi. Það hús á að uppfylia allar kröfur neytenda, innlendra og erlendra. Áfast við sláturhúsið er fullkomið kjöt- frystihús. Það kostar mikla fjármuni að gera öll sláturhús landsins vel úr garði. Nokkuð mörg slátur- hús ásamt kjötfrystihúsum eru nú þegar endurbyggð og önn- ur verða endurbætt fljótlega. Stjórn Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hafa unnið að þessu máli undanfarin ár. Þess vegna má segja, að margt sé komið vel á á veg, þótt ýmislegt sé enn ógert. ENDURBÆTUR A FRYSTIHÚSUNUM Að undanförnu hefur allmikið verið rætt um fiskvinnslustöðv- arnar, hraðfrystihús sjávarút- vegsins. Þar er um mikið vanda- mál að ræða, sem verður nú þeg- ar að vinna að. Talið er, að Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.