Morgunblaðið - 05.02.1972, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972
1S
Björn Br. Björnsson
tannlæknir - Minning
í DAG fer fram í Kaupmanína-
höfn báiför vinar míns, Bjöms
Br. Björnssonar, tannlæknis, en
þar í borg hafði hann búið
síðastliðin 11 ár og þar lézt hann
27. janúar s.l.
Með Birni er horfinn af sjón-
arsviðinu einn þeirra manna,
sem tóku virkan þátt í uppbygg-
ingu fiugsins hér á landi að
lokinni síðari heimsstyrjöldinni.
Svo að segja strax og auðið var
hóf hann flugnám og lauk einka-
flugprófi í marzmánuði 1947.
Tveim árum seinna lauk hann
einnig bóklegu atvinnuflugprófi
og var í hópi þeirrá fyrstu, sem
luku því hér á landi. Hann var
aðalhvatamaðurinn að stofnun
Félags íslenzkra einikaflugmanna
10. október 1947 og fonmaður
þess um árabil. Það félag starf-
aði þá með miklum blóma. Það
kom sér upp félagsheimili, þar
sem margháttuð starfssemi fór
íram. Átti félagið þá frumkvæði
að merkingu flugvalla fyrir
einika- og sjúkraflug víðs vegar
um iandið. Björn átti og um ára-
raðir sæti í stjórn Flugmálafé-
lags fslands.
Þótt svo giftusamlega tækist
um björgun áhafnar flugvélar-
irunair Geylsis af Vatnajöikii í
september 1950, sem alþjóð er
kunnugt, var þó mörgum ljóst,
að sérþjálfað lið til leitar og
björgunar, er flugvél týndist í
ébysgðum, var í raun og veru
ekki til hér á landi, og lagði
þá Alþjóðaflugmálastofnunin
(ICAO) þá siðferðislegu skyldu
á okkar herðar. Bjöm gerðist þá
íorgöngumaður, ásamt Þorsteini
E. Jónssyni, fiugstjóra og fieiri
áhugamörunum, að stofnun Flug-
björgunarsveitarinnar þann 24.
nóvember 1950. Fyrsta árið var
Þorsteinn formaður sveitarinnar,
en svo tók Bjöm við og gegndi
fonmannsembætti hennar í um
t
Þökkum inniiega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og útför,
Kristmanns Þorkelssonar,
Seljavegi 25.
Aðstandendur.
t
Þökkum innilega öllum þeim
er sendu okkur samúðar-
kveðjur við andlát og jarð-
arför
Metu Lund.
L,úðvíka Lund
og fjölskylda.
það bil 10 ácr. Öll þesisi ár var
Björn óþreytandi i starfi síniu
í þágu Flugbjörgunarsveitarimn-
ar. Hamn vann að öflun nauðsyn-
legs útbúnaðaæ, að skipulagnimgu
starfsins og þjálfun sveitarinnar
í að víntna sérhæfð störf við
erfiðustu aðstæður. í öllu þessu
var hann þátttakandi.
Hin meðfædda hjálpsemi og
fórnarlund, sem honum var í blóð
borin, var driffjöðurin í þessu
starfi hans.
Árið 1961 flutti Bjöm tanm-
iæknisstarfsemi sína til Kaup-
mannahafnar, þar sem hamn og
kona hans Ellen bjuggu sér
fallegt heimili að Duevej 14 á
Frederiksbergi og í Frederiks-
berg-kirkju fer í dag fram minm-
ingarathöfn um þennam góða
dreng, sem nú er aliur.
Við gömlu félagar hans úr
fluginu mimmumst horfins vinar
í dag um leið og við sendum frú
Ellen og öðrum eftirlifandi ásf
vinum hans samúðarkveðjur okk-
ar.
Björn Jónsson.
BÁLFÖR Bjöms Br. Björnsson-
ar tannlæknis fer fram í dag
í Kaupmannahöfn. Þar var hann
búsettur síðasta áratuginn, enda
var kona hans dönsk, — Ellen
Yde, — tannlæknir að mennt, en
dóttír þeirra Birna naut þar
skóiagöngu, en hún er einnig
tannlæknir.
Bjöm fæddist í Reykjavik 14.
ágúst árið 1910. Var hann sonur
Brynjúlfs Björnssonar, sem
fyrstur íslendinga stundaði frá
upphafi tannlæknanám í Kaup-
mannahöfn og lauk þar prófi.
Síðar starfaði hann í Sviss um
skeið, en fluttist þá heim til ís-
lands. Beitti Brynjúlfur sér fyr-
ir stofnun Tannlæknafélagsins,
var formaður þess um langt
skeið og síðar heiðursfélagi.
Kona hans var Anna Guð-
brandsdóttir, Reykvikingur að
ætt og uppruna, en bæði nutu
þau hjón vinsælda og virðingar
samborgara sinna.
Björn innritaðist í læknadeild
Háskóla Islands að loknu
stúdemtsprófi árið 1929, en hvarf
árið eftir að tannlæknanámi í
Kaupmannahöfn. Lauk hann þar
prófi og vann þar í borg næstu
árin að tannlæknámgum. Vegna
Þökkum t innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og
jarðarför ÁRNA guðmundssonar
Böm, stjúpböm, tengdasynir
og barnaböm.
t
Ástkær eiginmaður minn
KRISTINN ÞÓRARINSSON
Miðbraut 30,
andaðist í Landsspítalanum fimmtudaginn 3. febrúar.
Elisabet Jónsdóttir.
veikinda íöður hans fluttist
Björn og kona hans til Islands
árið 1938 og tóku . við tann-
læknastofúnnd að Hverfisgötu
14 hér í bænum. Bjöm var for-
maður Tannlæknafélagsins um
árabU eftir heimkomuna, en
framhaldsnám stundaði hann í
Berlin og við Mayo-Clinic í
Rochester, auk þess sem hann
sótti námskeið í New York og
víöar, m. a. í skurðaðgerðum í
sambandi við læknisgrein sina.
Má telja að Bjöm hafi verið
með lærðustu tannlæknum, auk
þess sem hann hafði áhuga á
allri tækni og var hagur í bezta
lagi.
Björn var friður maður, hár
vexti og gervilegur og að öllu
vel á sig kominn. Hann var ein-
stakt prúðmenni i allri fram-
göngu og hvers manns hugljúfi
er honum kynntist. Gleðimaður
var hann og eftirsóttur sam-
kvæmismaður, auk þess sem
hann tók þát.t i margvislegum
félagsmálum. Áhugamál átti
hann mörg auk sinnar fræði-
greinar og íþróttir stundaði
hann lengst af, svo sem sund
og skíðaferðir og víða fór hann
um öræfi landsins. Björn lauk
flugmannsprófi og aflaði sér
síðar réttinda til farþegaflugs,
þótt hann hyrfi ekki að því ráði.
Hann starfaði mikið í félagi
einkaflugmanna og var einn af
hvatamönnum að stofnun flug-
björgunarsveitarinnar og lengst
af formaður hennar meðan hann
dvaldi hér í landi. Mikinn áhuga
hafði Björn á ferðamálum, enda
var hann maður víðförull. Sér
til gamans og fróðleiks lauk
hann prófi leiðsögumanns
(guide) í Kaupmcinnahöfn og
taldi hann að það hefði komið
sér að góðu haldi á ferðum sín-
um víðs vegar um Evrópu.
Björn unni Islandi og ís-
lenzkum öræfum öðru frekar
og „inn milli fjallanna“ taldi
hann sig eiga heima, þótt hann
dveldi erlendis. Þar stóð heimili
hans Islendingum opið og
margra götu greiddi hann, beint
og óbeint og taldi hvorki eftir
fé né fyrirhöfn í því efni, en
hafði þó aldrei orð um. Heilsu-
veill var hann siðustu árin, en
Iét það ekki á sig fá að þvi er
vinnuna varðaði. Vonuðum við
vinir hans að ekki væri um al-
varlegan sjúkleika að ræða, en
undir uppskurð gekk hann að
lokum og var látin að fáum dög-
um liðnum.
Við sem bezt þekktum Björn
kveðjum hann með djúpum
söknuði, en duft hans mun
hvíla í friði í íslenzkri mold.
Votta ég konu hans, börnum
og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð mina, en góðar
minningar lifa þótt maðurinn
deyi.
Krist.ján Guðlaugsson.
Fimmtudaginn, 27. janúar s.l.
lézt í Kaupmannahöfn Björn
Brynjúlfsson Björnsson, tann-
læknir.
Björn fæddist 14. ágúst 1910 í
Reykjavík og voru foreldrar hans
Brynjúlfur Björnsson, tannlækn
ir og kona hans Anna Guð-
brandsdóttir. Hann lauk stúdents
prófi 1929 og tannlæknaprófi frá
Tannlæknaskóla Kaupmanna-
hafnar 1935. Framhaldsnám
stundaði hann m.a. í Berlín og
Vínarborg 1936 og á Mayo Clinic
í Bandaríkjunum 1946. Auk þess
fór hann margar styttri náms-
ferðir. Hann var mjög vel mennt
aður tannlæknir og mikils met-
inn, jafnt af starfsbræðrum sín-
um, sem sjúklingum, enda ætíð
mjög áhugasamur um að fylgj-
ast með nýjungum á sínu starfs
sviði og ekki sizt, að því er skurð
laakningar í munni varðaði, þar
sem hann náði mjög gó«ðum ár-
angri.
Að féíIagismáil'Um staríaði
Bjöm af mi'klum áhuga og var
m.a. formaður Tannlætknafélags
íslands frá 1949—1956. Hefur án
efa verið létt að hnifast af áhuga
föðurins, Brynjúlfs Bjömsson-
ar, sem var ‘mikffi hugsjónamað-
ur og íjyrsti tannlæiknirinn hér á
landi, er Qauk prófi frá tannlaekna
skóla. Beitti hann sér m.a. fyrir
stofun Tannlæknafélags íslands
og var formaður þess um langt
sikieið.
Yfir Bimi var ætíð rnikil reisn
og virðuleiki, enda ávann hann
sér traust allra, sem honum
kynntust. Hann var sérstaklega
alúðlegur og hjálplegur við
yngri starfsbræður sína og leit-
uðu þeir því oft til hans, ef um
erfið viðfangsefni var að ræða.
Mestan starfstlma sir n starf-
aði Bjöm hér i borg, cn vann þó
síðuistu árin að tannlakninguim í
Kaupmannahöfn ásarrit konu
simni, Ellen Yde, sem einnig er
tannlaiknir.
Þrátt fyrir tíimafrck störf á
tannlæknastofu sinni og áð fé-
lagsmálum tannlækna, helgaði
hann flúgmálum og skiðaiþrótt
inni mikið af fristundum sínum,
enda virtiet honum falia bezt, að
hafa ætíð mörg verkefni við að
gima.
Fyrir hönd starfsfélaganna i
Tanniiæknafélagi íslands þakka
é.g homum hans miklu og fórn-
fúsu störf í þágu félagsins og
sendi frú Ellen og öðrum ætt-
ingjum hans innilegusfcu samúð-
arkveðjur.
Magnús R. Gíslason.
Halldór M. Halldórs-
son, Isafirði — Minning
HALLDÓR M. Halldórsson, fyrr-
fyrrverandi afgreiðslumaður á
Isafirði, andaðist á Sjúkrahúsi
ísafjarðar 28. janúar sl., 75 ára
að aildii. Járðarför hans fer fram
í dag frá ísafjarðarkirkju.
Haildór er fæddur 30. desem-
ber 1896, og voru foreldrar hans
Sigurlína Guðmundsdóttir og
Halldór M. Ólafsson póstur og
sjómaður. Þau hjón áttu fyrst
heima að Úlfsá við Skutuisfjörð
en reistu nýbýli í grenmd við
Úlfsá, sem þau nefndu Góustaði
og þar fæddist Haildór heitinn.
Þegar hann var átta ára að aldri
fluittust foreldrar hans til Isa-
íjarðar og þar átti hann síðan
heiima til dauðadags.
Halldór fór ungur að árum
að vinna við bakaraiðn hjá Finni
Thordarsyni, en lærði síðar bók-
band hjá Bárði Guðmundssyni
bókbindara. Á öðrum tug aldar-
innar varð Isafjörður einn
mesti S'íldarsöltunarbær landsins
og svo var einnig nokkuð fram
eftir þriðja áratugnum. Þá eins
og ávallt síðar heillaði síidarút-
gerðin og síldarvinnan unga sem
gamla. Um tvitugsaldur fer
Halldór að vinna á síldarplani
hjá O. Y. Syre og kemur þá
fljótt í ijós verkhyggni hans,
dugnaður og stjómsemi, sam-
fara einstakri trúmennsku við
störf og er hann, þótt ungur sé,
gerður að verkstjóra. Hann
gegndi verkstjórastarfi við síld-
arsöltun um tíu ára skeið, en
þá fer skyndilega að dofna yfir
sildarútgerðinni á þessum slóð-
um. Þá gerist Halldór lifrar-
bræðslumaður og rekur lifrar-
bræðslu um nokkurt árabil. Um
tima vann hann við kaup á fisk-
beinum frá Snæfellsnesi og norð
an af Ströndum fyrir Björgvin
Bjarnason, sem þá rak fiski-
mjölsverksmiðju á ísafirði.
Nokkru fyrir árið 1940 gerist
Halldór afgreiðslumaður og
verkstjóri fyrir h.f. Vestfjarða-
bátinn og siðar fyrir hf. Djúp-
bátinn, þegar hann tók við
hlutverki hins fyrrnefnda. Hann
gegndi þessu erilsama starfi til
ársins 1968. Lengi á þessu tíma-
bili var hann einnig afgreiðslu-
maður og verkstjóri fyrir af-
greiðslu Eimskips og Ríkisskips,
en það var of umfangsmikið
að hafa þessi störf öll á hendi
og lét hann af störfum fyrir
Eimskip og Ríkisskip um 1960
að því að ég bezt man. SíðUstu
tvö árin, sem hann var vinnu-
fær, vann hann hjá ■ Ishúsfélagi
ísfirðinga h.f., en síðasta árið
hefur hann verið sjúklingur og
nú seinustu mánuðina hefur
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN HERMANNSDÓTTIR
frá Fremstuhúsum í Dýrafirði
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund iöstudaginn
4. febrúar 1972.
Böm, tengdabörn og bamabörn.
hann háð harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm.
I því stríði hlaut að koma að
þvi að hann varð að lúta í lægra
haldi.
Á árinu 1942 varð ég, tæplega
21 árs að aldri, framkvæmda-
stjóri Vestfjarðabátsins og
nokkrum mánuðum seinna, fram
kvæmdastjóri Djúpbátsins. Þá
var Halldór þar verkstjóri og
afgreiðslumaður, meira en helm-
ingi eldri en ég. En þrátt fyrir
aldursmuninn tókst með okkur
þegar í upphafi góð vinátta og
trúnaður. Þetta hélzt alla tíð
meðan við unnum daglega sam-
an. Síðustu fimm árin, sem
samstarf okkar átti að vera, var
ég fjarverandi meira en hálft
árið og þvi var samstarfið eng-
an veginn eins náið og áður.
Á löngum samstarfsferli man
ég að einu sinni varð okkur al-
varlega sundurorða, kastaði
hann þá iyklakippunni að af-
greiðsiunni í mig og sagði öilu
lausu. Um nóttina varð mér
ekki svefnsamt og um morgun-
inn sendi ég lyklana heim til
hans. Hann lét ekki á sér standa
og opnaði vöruafgreiðsluna á til-
settum tíma. Ég kom litlu síð-
ar til hans og kvartaði um
svefnleysi. Svarið var á þá leið
að ástandið hefði verið með líku
móti hjá honum. Báðir höfðum
við tekið þetta nærri okkur enda
skapmenn meiri en góðu hófi
gegndi. Það var ekkert meira
sagt, en báðir brostu. Næstu
mánuðina lögðum við okkur
fram við að gera hvor öðrum
meira til hæfis en áður hafði
verið. Virðing mín á honum óx
og vináttan varð bundin sterkari
böndum.
Allan þann tíma, sem við vor-
um samstarfsmenn, treysti ég
honum fuilkomlega í störfum,
hann var einstaklega samvizku-
samur, snyrtilegur i umgengni,
og gerði ávallt það sem hann
taidi réttast og sannast. Hins
vegar fór ekki á milli mála að
hann hafði siínar skoðanir á
hlutunum og þar lét hann eng-
an segja sér fyrir verkum. Hann
var hispurslaus í framkomu og
viðmót hans var ekki umvaíið