Morgunblaðið - 05.02.1972, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.02.1972, Qupperneq 26
........... ■ -- ■ " - ""f...i-TT-i------- MORGUNÐLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972 Margur er knár þótt hann sé smár — rússneski sigurvegarinn í 30 km göngunni er aðeins 1,64 m á hæð * KÚSSNESKA grönKUgarpimim Vedenin tókst í gær að sanna, að margur er knár þótt hann «é smár. Vedenin, sem er her- maöur aó atvinnu og er aöeins 1,64 m á haeð og vegur 64 kg, eigraöi örugglega í 30 km göng- nmni og sýndi þar meö að sigur hans í heimsmeistarakeppninni í ffýrra var engin tilviljun. Göngukeppnin var mjög spenn- andi og lítill munur á fyrstu mönnum. Þegar millitíminn var gefinn upp eftir 10 km var Simasjov frá Rússiandi í fyrsta sæti á 30:24,24 min, en í öðru sæti var Harviken frá Noregi sem hafði gengið vegalengdina á 30:32,52 min. MiJJitími Veden- ins var hins vegar 30:52,78 mín og svo til sama ttma hafði helzti göngugarpur Norðmanna, Pál Tyldum. En á næstu 10 km breyttist röðin mikið og var þá Vedenin skyndilega kominn í fyrsta sætið á 1:05,39,72 klst. og Tyldum orð- inn annar á 1:05,50,18 klst. Var sýnt, að keppnin um gullverð- launin myndi standa milli þess- ara tveggja. Vedenin hafði frem- ur lágt rásnúmer, en hins vegar hafði Tyldum verið næstur mjög aftarlega i röðinni, og heyrði því um tíma Rússans meðan hann var enn í brautinni. Keyrði hann sig áfram til hins ítrasta á síðasta hluta leiðarinnar og leit um tíma út fyrir að honum tækist að sigra i greininni. En á siöustu 1500—2000 metrunum var úthald Norðmannsins farið að gefa sig og hann varð að hægja ferðina. — Ég hreinlega sprakk, sagði hann við frétta- menn að keppninni lokinni. Það skyggði nokkuð á keppn- ina í göngunni að Gerhard Grimmer frá A-Þýzkalandi gat ekki tekið þátt í henni. Var hann eitt af fórnarlömbum inflúens- unnar, sem gengur í Sapporo. Grimmer hafði búið sig mjög vei undir keppnina í Sapporo og verið sigursæll að undanförnu. En fieiri urðu að láta sér lynda að liggja í rúminu og fylgjast með keppninni í gegnum fjöl- miðla. Norðmaðurinn Odd Mart- insen, sem hlaut silfurverðlaunin í þessari grein í Grenoble 1968, lá einnig rúmfastur. Fleiri urðu einnig fyrir vonbrigðum. Finnar höfðu gert sér góðar von- ir um að eiga menn i efstu sæt- unum, en sá þeirra, er beztum árangri náði, var Mæntyranta, sem lenti í 19. sæti. Úrslit: V. Vedenin, Rússl., 1:36,31,15 Pal Tyidum, Noregi, 1:37,25,30 John Harviken, Noregi, 1:37,32,44 Gunnar Larsson, Sviþj., 1:37,33,72 Demei, V-Þýzkalandi, 1:37,45,53 F. Simasjov, Rússl., 1:38,22,50 Alois Kæhn, Sviss, 1:38,40,72 Gert-Dietmar Kiaus, A-Þýzkalandi, 1:39,15,54 Ard Schenk í 500(1 m hlaupinu á Makomanai-Ieikvanginiim í Sapporo. — Fyrsti sigurvegarinn í skautahlaupi á leiknnum og ekki er ósennilegt að hann eigi eftir aö krækja í fleiri gull- verðlaun í hlaupumim. Schenk hafði heppn- ina með sér — hljóp þegar skilyrði voru bezt og sigraði — ÞAÐ er rétt, að ég á mögu- leika á aö vinna þrenn gull- verðlaun, en ég býst ekki við því að svo verði, sagði „Hol- lendingurinn fljúgandi", Ard Schenk, er hann hafði sigrað með yfirburðum í fyrstu skautagreininni, sem keppt var i Sapporo, 5000 rn hlaup- Inu. Hinar tvær greinarnar, sem Schenk á vonir um gull í, eru 1500 m hlaup og 10 km hlaup, en sjálfur segist hann vera ánægður, verði hann meðal 10 fyrstu i 500 m hlaup- inu. Ard Schenk hljóp í 1. riðli 5000 m hlaupsins og með hon- um Giovanni Cloder frá ítaliu. Þrátt fyrir slæm skilyrði á brautinni, smjókomu og nokk um vind, hljóp Schenk frá- bærlega vel og tími hans reyndist vera 7:23,61 min eða rúmri sekúndu lakari tími en Olympíumet Norðmannsins Maiers er í þessari grein. Eftir þennan árangur Schenks var honum þó ekki spáð sigri. Margir frábærir skautahlauparar áttu eftir að fara í brautina menn, sem höfðu náð betri tíma en þetta í vetur. Þeir höfðu það einnig með sér að vita tíma Schenks og gátu þvi keppt að þvi að bæta hann. En það átti eftir að koma á daginn að Schenk hafði verið heppinn að vera í fyrsta riðli. Brautarskiiyrðin versnuðu heldur en bötnuðu eftír því sem á kepphina leið, og einn af öðrum lauk riðlunum án þess að það tækist að bæta tíma Scheniks. Auðséð var þó, að margir höfðu á því hug. Einkum og sér í iagi þó Norð- mennirnir. Beztum tima þeirra náði Roar Grönvoid, sem hljóp i þriðja riðli á á 7:28,18 mán. Hann setti strax á fuila ferð, en nokkuð dró af honum er á hlaupið leið, enda erfitt að hlaupa sök- um snjókomunnar. Og svo fór að lokum, að engum tókst að ná betri tíma en HoUendingurinn og hans fyrsti Olympíusigur var orð- inn staðreynd. Úrslit: Ard Schenk, Hollandi, 7:23,61 Roar Grönvold, Noregi, 7:28,18 Sten Stensen, Noregi 7:33,39 Göran Claeson, Svíþj., 7:36,17 Willy Olsen, Noregi, 7:36,47 Kees Verkerk, HoM., 7:39,17 V. Lavrusjkin, Rússl., 7:39,26 Jan Bols, Hollandi, 7:39,40 Vjatjeslav Vedenin frá Rússlandi nálgast markiö í 30 km göng- tinni, sem hann sigraði í eftir harða. keppni við Norðmennina Tyldum og Harviken. Japanir góðir í skíðastökki - en gangan verður þeim erfiðari í GÆR fór fram í Sapporo stökkkeppni í norrænni tví- keppni, en sem kunniigt er þá ern greinar hennar stökk og ganga. Mjög mikill fjöldi áhorf- enda fylgdist með þessari keppni og geysilegur fögnuðnr brauzt út meðal -lapananna er þaö var tilkynnt, að Hideki Kakano frá •lapan heföi forystu i keppninni eftir stökkið og hana allgóða. Kakano sýndi mikið öryggi í stökkum sínum, sem voru 82 m og 80 m, en svo löngum stökk- um náði enginn annar keppandi. Björninn er þó ekki unninn fyrir japanska piltinn, þar sem gangan er ekki hans sterka hlið. Þó á hann enn góða möguleika til sigurs, þótt flestir spái þvi hins vegar að baráttan um gull- ið muni standa á milli Miettinen frá Firiniandi, Nossov frá Rúss- landi og Wehiing frá A-Þýzka- landi. Úrslit: Stig: Hideki Kakano, Japan, 224,6 Rauno Miettinen, Finnl., 214,8 Aieksander Nossov, Rússl. 206,1 Kazuo Araya, Japan, 204,5 Ulrich Wehling, A-ÞýzkaJ., 202,6 Yuji Katsuro, Japan, "199,9 Tomas Kucera, Tékkósl., 191,8 Nobutaka Sasaki, Japan, 190,3 Yfirburðasigur Finna — Norðmenn stóðu aðeins í þeim í fyrstu lotu GREINILEGT er að finnska ís- hockey-Iandsliðið sem mætt er til leiks í Sapporo, er mjög sterkt. I fyrsta leik símim lék það Norðmennina sundur og saman, og sigraöi með 13 mörkiim gegn 1. Þóttu Finnarnir oft sýna frá- bæran leik, bæði i sókn og vörn, og skot þeirra vom slík að norski markvörðurinn átti ekki minnstu tök á þvi að verja. Það var aðeins í fyrstu lot- unni sem leikurinn var ekki mjög ójafn. Fyrsta markið skor- aði Riihiranta fyrir Finnana á 5. mínútu, en siðan breyttu þeir Linmomma og Mononen stöðu-nni i 3:0 með mörkum á 7. og 10. minútu. Norðmenn náðu s'kipu- iegum upphlaupum við og við og í einu slíku skoraði Svein Haag- ensen. Var það á 12. mlínútu. En strax í annarri iotu komu yfirburðir Finnanna vel í Ijós, og iauk henni með 5:0 sigri þeirra. Mörkin gerðu Keineon á 3. mín., Oksanen á 5. mín., Ranta- sila á 11. mín. og Mononen á 12. og 17. mínútu. í þessari iotu fengu Norðmenn tvivegis allgóð marktækifæri, en finnski mark- vörðurinn Jorma Valtonen varði þá snaggaralega. Þriðja iotan fór einnig 5:0 fyr- ir Finna. Þá Skoruðu Dksanen á 7. mín., Mononen á 14. mín., Peit- onen á 16. min., Rantasila á 17. mdn. og Turunen á 18. mín. 1 leiiknum var fjórum Finnum og einum Norðmanni visað af velJi. Sapporo í dag IlAGSKRÁ Oiympiiileikann!i í Sapporo í dag, verður þannig: Kl. 9.00 10 kni ganga kvenna. Kl. 10.00 Skíðastökk, lægri pallur. Kl. 10.00 1500 metra skaiita- hlaup karla. Kl. 12,30 íshockey. Kl. 15.00 Keppt í listhlaupi á skautnni (parak.) KI. 16.00 íshockey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.