Morgunblaðið - 11.03.1972, Síða 14
14
MORGUlSíBLAÐIÐ, LÁÚGARDÁGtJR 11. MARZ 1972
Jónas Gústavsson, lögfræðingur:
Hvers á gamla fólkið að gjalda
herra f jármálaráðherra ?
Það finnst kannski einhverj-
uim það vera að bera i bakka-
fullan lækinn að skrifa frekar
uim hin makalau.su skattafrum-
vörp ríkisstjórnarinnar. En þar
eö hvergi hefir ennþá komið
fram í skrifum um þessi mál.
hvem hug núverandi rikis-
stjóm ber til eftirlaunafólks og
ekkna, þá finn ég mig knúinn
til að birta y'.firlit yfir skatt-
byrði þessa fólks, bæði miðað
við gildandi lög og einnig eins
og hún verður, ef frumvörp rik
isstjómarinnar verða að lögum.
Útreikningar minir eru miðað
ir við Mfeyrisþega úr lífeyris-
sjóði rikisstarfsmanna. 1 öðru
dæminu er reiknað með hjönum,
sem bæði taka ellilífeyri, en
auik þess fser maðurinn 60% eft-
irtaun. 1 hinu dæminu er reikn-
að með ekkju, sem fær 50%
makabætur og ellilífeyri, þ.e.
eftirlaun og ellilaun eru sam-
tals 50% af launum hins látna
maka.
Til einföidunar á reikningum
er í hvorugu dæminu gert ráð
fyrir að þessir aðilar hafi ann-
an frádrátt en persónufrádrátt,
og ekki er tekið tillit tii reglu
gildandi laga um frádrátt vegna
útsvars fyrra árs.
Miðað er hér annars vegar
við gildandi lög um tekjuskatt
og útsvar og frádráttur og skatt
stigar umreiknaðir með skatt-
vísitölu 106.5 stig, en hins veg
ar er miðað við frumvörp ríkis
stjórnarinnar, eins og þeim hef
ur nú verið breytt í meðförum
Alþingis.
1 útreikningi útsvars er mið-
að við þá reglu, er giílt hefur í
Reykjavik, að leggja ekki út-
svar á ellilaun, og er reiknað
með að svo verði ekki heldur
gert sam'kvæmt nýjum lögum.
Það sem í töflunni er kallað
heildarlaun, eru hjá hjónunum
60% af árslaunum s.l. ár í
hverjum flokki, að viðbættum
ellilífeyri hjóna. Hjá ekkjunni
er hiins vegar um að ræða 50%
af árslaunum s.l. ár í hverjum
flokki, ag eru elliiaun hennar
innifalin í þeirri tölu.
Að öðru leyti tel ég að tafl-
an skýri sig sjáif.
HIN BBEIÐU BÖK
í viðtali við málgagn flokks
sins hinn 8. marz si. svaraði
hæstvirtur fjármálaráðherra
spurningunni: „Hvað viltu segja
um þær breytingar, sem nú hafa
verið gerðar á skattafrumvörp-
unum?“ á þessa Ieið: „Þær miða
alar að þvi að tryggja betur
meginstefnu skattabreytingar-
innar að létta gjaldabyrðina á
hinum tekjulægstu og miðlungs
tekjufólki, en færa liana á breið
ari bök“ (leturhreytinig min).
Ée vil biðja hæstvirta lesend-
ur að kynna sér í töflu minni
hverjir það eru, sem hafa hin
breiðu bök að dómi fjármála-
ráðherra. Það er greinilegt að
fjármáilaráðherra álitur lífeyris
þega í 13.—19. flokki ríkisstarfs
manna hafa breiðust bök allra,
því hann ætlar að hækka við þá
skattana um 106%—130% miðað
við hjón, sem taka lífeyri í
þessum flökkium. Hjón hins veg
ar, sem taka lifeyri effir hæsta
flokki rikisstarfsmanna B 5, fá
hins vegar aðeins 34% hækkun
á sínum sköttum, og þætti það
víst öllum nóg.
Ekkja, sem hefur hina svim-
andi háu fjárhæð kr. 180.000.00
í laun verður að sjálfsögðu að
axla byrðarnar fyrir okkur hin
og borga um 106% hærri skatt
en henni ber samkvæmt núgild
andi lögum.
En hver skyldi svo vera aðai
orsök þessa misréttis? Fjármála
ráðherra hefur jafnan, þegar
minnzt hefur verið á að frum-
vörpin hefðu i för með sér
hækkun gjalda, hampað því að
felldir verði niður nefskattar,
sem verða ættu 22 þúsund
krónur fyrir hjón á þessu ári.
Þetta gerir hann enn einu sinni
í framangreindu viðtali 8. marz
s'l.
Er það hugsanlegt að fjár-
málaráðherra sé ókunnugt um
að fólk, sem orðið er 67 ára,
greiðir ekki nefskatta, og kem-
ur því niðurfelling þeirra ekki
til lækkunar gjalda hjá þessu
fólki?
Aðalorsök þessa misréttis er
sú, að fella á niður sérstakan
frádrátt aldraðs fólks, sem sett-
ur var inn í gildandi skattalög
á síðasta þingi og nemur kr.
53.600.00 fyrir einstakling og
kr. 107.200.00 fyrir hjón, sem
orðin eru 67 ára eða eldri.
Hér að framan hefur verið
gerð grein fýrir sköttum eftir-
launafólks samkvæimt gildandi
lögum og frumvörpum ríkis-
stjórnarinnar. Hér hefur ein
göngu verið fjallað um þá hlið,
er snýr að tekjusköttun, en hins
vegar ekki verið rætt um fast-
eignagjöld eða annað, sam áður
hefur verið gerð itarleg skii af
öðrum. Ég vil ijúka þessum
skrifum með þvi að skora á fjár
málaráðherra að endurskoða
álit sitt á því hverjir hafa breið-
ust bökin. Ég vil einnig skora á
riikisstjómina og hæstvirt Al-
þingi að breyta frumvörpunum
þannig að ekki verði vegið að
eftirlaunaflóki, sem unnið hef-
ur hörðum höndum langa ævi og
á það frekar skilið að þjóðfélag
ið verðlauni það fyrir vel unn-
in störf, en ráðizt sé að því með
stórfelldum hækkunum gjaida
af tekjurn og eignum.
Beykjavik, 9. marz 1972.
Samanburóurö sköHumhjóna, sem baeói taka ellilaun. Maóurinn faeróO5; eftirlaun
eldra kerfi nýtt kerfi krónu hækkun
launaflokkur heildarlaun tekjuskattur útsvar tekjusk. útsvar hækkun oa.£
13. 279.660.oo O.oo 11.500.00 15.880.00 9•500.60 13.880.00 120
15- 294.660.00 O.00 14.500.00 21.130.OO 11.000.00 17.630.00 122
17. 309.660.00 0.-oo 17.500.00 27.700.00 12.500.00 22.700.00 130
19. 330.660.00. 1.420.00 23-600.00 36.94o.oo 14.600.00 26.580.00 106
21. 348.660.00 3.04o".oo 29.000.00 44.860.00 l6.400.oo 29.220.00 91
83. 369.660.00 4.930.oo 35.300.00 54.100.00 18.500.00 32.370.00 80
85. 393-660.00 8.222.00 42.500.00 64.660.00 20.900.00 34.838.00 69
87- 4l4.660.oo 12.002.00 48.800.00 73.900.00 23.000.00 36.098.00 59Í
B 2 444.660.00 19.092.00 57.800.00 87.100.00 26.000.00 36.208.00 47
B 5 489.660.00 31.242.oo 71.300.00 106.900.00 30.500.00 34.858.oo 34
Samanburóur ó sköttum ekkju, sem fær ellilaun og 5oV. makabætur
15. 150.000.00 O.00 O.00 O.00 3.600.00 3.600.00
17. 162.500.00 O.00 3.600.00 0.00 4.800.00 1.200.00 33
19. 180.000.oo O.00 7.100.00 8.000.00 6.600.00 7.500.00 106
21. 195.000.00 O.00 10.100.00 12.500.00 8.100.00 10.500.00 104
83. 212.500.00 994.00 13.600.00 18.625.00 9.800.00 13.831.oo 95
25. 232.500.00 2.894.00 17.600.00 11.800.00 11.800.00 18.056.00 88
27. 250.000.00 4.469.00 22.700.00 34.450.00 13.600.00 20.881.00 77
B 2 275.000.00 7.480.00 30.200.00 45.450.00 I6.IÖO.00 23.870.00 63
B 5 312.500.00 l4.335.oo 41.450.00 6l.950.00 19.800.00 25.965.00 46|
Landflug hf.
- nýtt f lugf élag
NÝLEGA tók til sitarfa á Reykja-
víkurflu'gvelli nýfct flugfélag sem
ber nafnið Landflug hf. Tilgang-
ur félagisins er að auka þjónusitu
við þá staði úti á landi sem hafa
búið við lélegar eða engar fkng-
samgöngur, svo og að reka leiigu-
flug hvers konar, útsýnisflug og
ffluigskóla. Félagið hefur til um-
ráða þrjár flugvélar, fjögurra,
sex og eliefu sæta. Sú stærsta er
af gerðinni Super Twin Beech
E-18 S, tveggja hreyfla og er hún
búin mjög fullkomnum siglinga-
tækjum, svipuðum og eru í þot-
um sitóru flugfélaganna og fuh-
komnari en verið hafa í tveggja
hreyfla fliugvél'um hér á landi
áður. Tvenns konar innrétting
fyligir þesisari fLugvél, venjuleg 11
sæfca innrétting og auik þesis lúx-
usinnréttmg með fimrn djúpum
stðium i farþegaklefa, spi'laborð-
um og bar fyrir kalda og heita
drykkL
Þriðja flugvél Landflugs hf. er
ef gerðinni Piper Oherokee. Er
hún emikum æfciuð tiil flug-
kennsiu. Tveir flugmenn munu
ávallilt fljúga vélum flélagsins í
farþegaflugi. Landfliug hf. hefur
aðisetur málægt nýja flluigturmin-
um á Reykjavíikurfflugvelli, auk
þess sem verzlunm Sportbær í
Bankastræti 4 mun hafa af-
greiðslu og söiuiumboð fyrir fé-
lagið, viðskiptavinium þess til
hregðarauka. Auk þess hafa um-
boðsmienn félagsins nú tekið til
starfa á Norðfirði ag Bíldudal, en
búizt er við milklu flugi á þessa
staði. Lamdflug hf. hefur auk
þess auglýst eftir uimboðsmönn-
urn á öðrum stöðum á landiniu.
Flugvélar Landflugs h.f.
— Laxarækt
Framhald af bls. 10
hátt sérstaklega við þetta
mál riðinn.
Birtimg þessarar tilkynningar
I blöðum og útvarpi olii nokkru
fjaðrafoki eins og vænta mátti,
enda ekki daglegur viðburður,
að Náttúruverndarráð sendi f-á
sér slíkar tilkynningar. Mátti
því ætfla, að hér væri meira en
lltið í húfi. Eftir að tilkynning-
in hafði verið birt hringdu
nokkrir blaðamenn til undirrit-
aðs og óskuðu nánari upplýs-
imga um málið. Meðal annars lét
ég blaðamann frá Visi hafa það
eftir mér, að ég fce’.di þessa t’l-
lögu S. Th. og meðferð hennar
af háJfu Náttúruverndarróðs
hneyiksli. Nokkru siðnr eða 10.
febrúar birtist greinarkorn
í Þjóðviiljamum eftir Starra i
Garði undir fyrirsögninni
„Álykfcunin um iaxastigann
aldrei aifgreidd í náttúruvemd-
arráði?“ Þar er vísað til
ummæla þeirra um málið, sem
eftir mér voru höfð d Visi, og
skorað á S. Th. að afsanna þau
ummæli mín. Blaðamaður Þjóð-
viljans bar þetta undir S. Th. og
innti hann eftir, hvað hann vildi
segja um málið, en hann kvaðst
ekki vilja svara áskorun Starra
nema að höfðu samráði við for-
mann Náttúruvemdarráðs, Birgi
Kjaran.
Á næsta fundi Náttúruvernd-
arráðis, sem haldinn var 14. feb-
rúar, mæltist S. Th. til þess, að
tilílaga sín yrði enn á ný send
öllum f jölmiðlum ásamt öllu, sem
bðkað hefði verið í sambandi við
afgreiðslu hennar á fund-
inum 10. des. Þetta var sam-
þykkt og heflur þegar verið gert.
Á sama fundi lét Sigurður í Ijós
óánægju sina yfir því, að ég
hefði opinberlega bendlað sig
við tiUöguna, en hér hafi verið
um að ræða mál, sem rætt hefði
verið á lokuðum fundi og væri
þvd nánast trúnaðarmál. Ég
innti þá Sigurð eftir því, hvers
vegna hann hefði laigt svo ríka
áherzlu á, að koma tillögu sinni
á framfært við fjölmiðla, en
vildi eiigi að síður, að því er virt
ist, ekki láta koma fram, að
hann hefði átt upptökin að mál-
inu. Sigurður svaraði því t'l, að
Áma Snævar, ráðuneytisstjóra
í Iðnaðarráðuneytinu, hefði ver
ið mjög umhugað um, að tillaga
siín birtist í fjöflmiðium, og hefði
áimáilgað það við sig, að það yrði
ekki látið dragast úr hömlu.
Ég hef skýrt hér frá gangi
þessa máls eins og ég veit sann-
ast og réttast. Það kann að vera,
að Náttúruverndarráiðsmenn
séu ekki allir á eitt sáttir um
það, hverjum augum beri að líta
á afgreiðslu málsins af hálfu
Náttúruverndarráðs á fundinum
10. des. Ég hef aðeins gert hér
grein fyrir afstöðu minni til
málsins og eitt er víst, að ég
hefði aldrei samþýkkt tillögu S.
Th., ef hún hefði verið borin
undir afikvæði á fundinum. Þessi
afstaða min stafar ekki af þvi,
að ég óttist eða hafi minnstu
ástæðu til að vera andvíg-
ur rannsóknum á áhrifum lax-
eldis S efri hluta Laxár. Hins
vagar vil ég benda á, að ég tel
að slíik rannsókn sé óþörif þar
eð þagar liggi fyrir nægileg
þékking og reynsila til að taka
afsfcöðu til málsins. Ef menn bera
brigður á þessa sikoðun mina
þarf ekki annað en leita um-
sagnar þeirra sænsku sérfræð-
inga, sem um þessi mál hafa fjall
að að því er Laxá varðar. Þeirr-
ar umsagnar hefði verið innan
handar að afla án þess að hlaup-
ið væri með málið í f jölmiðla.
Að lokum viil ég taka fram,
að ég giet ekki varizt þeim grun,
að tillaga S. Th. hafi ekki vur-
ið borin fram af jafneinlægri um
hyggju fyrir verndun Mývatns
og Laxár oig titlagan gefur til-
efni til að æfcla. Skjlátlist mér
hins vegar um þetta mat mitt,
bið óg hlutaðeigendur veivirð-
ingar og fagna jafnframt hin-
um óvænta liðsauka, sem ósk-
andi væri að vænta megi af mik
ils og igóðs sfcuðninigs i bar-
átfcu oikkar fyrir verndun Mý-
vatns og Laxár, þessara ein-
stæðu dýrgripa íslenzkrar nátt-
úru.