Morgunblaðið - 11.03.1972, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAEVIÐ, LAUGAUDAOUR 11. MARZ 1972
ttegefandí hf Árvdcuc R’&yíojavik
Fnamkvæmdastjóri Haral'dut Sveínsson.
.Riifcatjój’ar Mattihías Joharniessen,
Eyjólifur Konráð Jónsson
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunrrarsson.
Rrtstjórrrarfullitrúi riorbljöm Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóíhannsson.
Aug.lýsingastjÓri Átni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og aígreiðsta Aðalstræti 9, símt 1Ö-100.
Augiýsingar Aðalstrætí ©, símr 22-4-80
ÁskriftargjaM 220,00 kr á márnuði innanlands
í SaiusasöiTu 15,00 Ikr eintakið
ITtvarpsráð hefur verið tals-
^ vert í sviðsljósinu að
undanförnu vegna ákvarðana,
sem þótt hafa orka tvímæl-
is og hæpin rök hafa verið
fyrir. Eitt þeirra málefna,
sem útvarpsráð hefur fjallað
um og athygli hafa vakið, eru
viðskipti þess við Guðmund
Magnússon prófessor. Þau eru
þannig til komin, að útvarpið
hefur um langt árabil flutt
þætti um málefni einstakra
atvinnuvega. Þannig er hlust-
endum vel kunnugt um, að í
mörg ár hafa verið sérstakir
þættir um landbúnaðarmál í
útvarpinu. Á sl. vetri var þar
þáttur um iðnaðarmál og í
vetur hefur útvarpið flutt
þátt um verkalýðsmál. Síð-
astnefnda þættinum stjórna
ritstjóri Alþýðublaðsins og
formaður framkvæmdastjórn
ar Alþýðubandalagsins. Sam-
tök verzlunarinnar höfðu
áhuga á, að þáttur yrði í út-
varpinu um málefni hennar
og komu þeirri ábendingu á
framfæri við fyrrverandi út-
varpsráð. Það tók þeirri
málaleitan vel og óskaði eft-
ir því við þessi samtök, að
þau bentu á mann, sem ann-
ast gæti slíka þætti. Hér á
Guðmund Magnússon, pró-
fessor.
í byrjun desember á sl. ári
sendi Guðmúndur Magnússon
útvarpsráði bréf, þar sem
hann gerði grein fyrir því,
hvernig hann hugsaði sér efn-
isskiptingu og efnismeðferð
þessara þátta. Þegar svar
hafði ekki borizt frá útvarps-
ráði í byrjun febrúar sendi
Guðmundur Magnússon ann-
að bréf til útvarpsráðs, þar
sem hann gerði frekari grein
fyrir því, hvaða einstaklinga
hann mundi leiða fram á sjón
arsviðið í þessum þáttum.
Svar útvarpsráðs kom 11.
febrúar sl. eða rúmum tveim-
ur mánuðum eftir að prófess-
orinn sendi fyrsta bréf sitt
til útvarpsráðs og var hon-
um þar tilkynnt, að útvarps-
ráð gæti ekki fallizt á, að
að ég mundi gæta hlutlægni
í hvívetna.....“
Afgreiðsla útvarpsráðs a
þessu máli vakti slíka at-
hygli, að Trausti Einarsson,
prófessor, birti grein í Morg-
unblaðinu hinn 2. marz sl.
þar sem hann sagði m. a.:
„Ákvörðun útvarpsráðs gegn
Guðmundi er hrópandi vitni
um óskiljanlega afgreiðslu
ráðs, um það moldviðri, sem
getur skollið á, þegar valda-
mikið ráð stendur gagnvart
manni með skýra hugsun og
kunnáttu í vinnubrögðum.
Ákvörðunin er hættulegur
vitnisburður, enda ekki sá
eini á síðari árum.“
Eftir mikið vafstur ákvað
útvarpsráð að gera Guð-
mundi Magnússyni það til-
boð, að annast umsjón þátta
um verzlun og neytendur
HVERT STEFNIR
ÚTVARPSRÁÐ ?
landi er ekki til nein sérstök
stofnun á vegum opinberra
aðila, sem fjallar um mál
verzlunarinnar, eins og t. d.
Iðnþróunarstofnun íslands,
en forstöðumaður hennar
annaðist umsjón þáttar um
iðnaðarmál sl. vetur. Hins
vegar er starfrækt við Há-
skóla íslands sérstök háskóla-
deild í viðskiptafræðum.
Þess vegna var ekki óeðli-
legt, að útvarpsráði væri
bent á kennara við þá deild,
hann annaðist umsjón þess-
ara þátta, þar sem hann hefði
gert það að skilyrði, að hann
hefði frjálsar hendur um efn-
isval, bæði frá samtökum
verzlunarinnar og útvarps-
ráði. í svari Guðmundar
Magnússonar segir hann, að
þessi synjun sé „órökstudd og
að efnisleg afstaða til máls-
ins komi þar ekki fram“ og
hann bætir við: .. . með
umræddri setningu var af
minni hálfu lögð áherzla á,
ásamt formanni Neytendasam
takanna og sérfróðum manni
um samvinnuverzlun. Um
það tilboð hafði prófessorinn
þetta að segja: „Ekki ber það
vott um mikið traust, að
meirihluti útvarpsráðs skuli
ætla að setja mér aðstoðar-
og gæzlumenn í fyrrgreint
verkefni. Auk þess gengur
það í berhögg við þá fyrir-
ætlun mína að koma fram
sem óháður einstaklingur, ef
þáttunum á jafnframt að vera
stjórnað af forsvarsmönnum
samtaka, sem hafa ákveðinna
hagsmuna að gæta.“
Ákvarðanir útvarpsráðs
hafa oft verið umdeildar en
aldrei þó sem nú að undan-
förnu. í raun hefur útvarps-
ráð hvað eftir annað tekið á
sig áhættu af því að umsjón-
armenn einstakra þátta fari
út fyrir þau takmörk, sem
setja verður þeim og hvað
eftir annað að undanförnu hef
ur verið hægt að sýna fram
á, að út fyrir þau takmörk
hafi verið farið, ýmist af um-
sjónarmönnum þátta eða
þátttakendum. Þess vegna
býður mönnum í grun, að
meirihluti útvarpsráðs hafi
ekki í þessu tilviki fyrst og
fremst verið að hugsa um hag
útvarpsins að þessu leyti,
heldur hafi annarleg sjónar-
mið ráðið afstöðu þess, sjón-
armið vinstri sinnaðs póli-
tísks meirihluta, sem hefur
ekki viljað fallast á, að um
málefni verzlunarinnar væri
fjallað af manni, sem hefur
mikla þekkingu og menntun á
sviði viðskipta. Afgreiðsla
meirihluta útvarpsráðs á
þessu máli er því miður vís-
bending um, að það hafi ríka
tilhneigingu til þess að mis-
nota það meirihlutavald, sem
því hefur verið gefið af meiri
hluta Alþingis. Verði sú raun
in í fleiri tilvikum, verður
ekki sá friður ríkjandi í
kringum þetta útvarpsráð
eins og verið hefur áð mestu
um langt skeið.
Renni ekki saman í eitt
Eftir W. H. Auden
FYRIR mig er Evrópa, að minnsta
kosti meginland hennar, það svæði
þar sem hugsjónir franskrar menn-
ingar eru ráðandi. Sögulega er það
fremur nýtt. Það er sameiginleg sköp
un frönsku þyltingarinnar og Vínar-
ráðstefnunnar, þar sem það var
ákveðið að Evrópu skyldi ekki ráð-
ið af frönskum þyssustingjum.
Á þessu landsvæði eru flestir íbú-
arnir annaðhvort kaþólikkar, á móti
kirkjunni (stundum hvort tveggja)
eða guðleysingjar. Gyðingaandúð
kann því miður að vera fyrir hendi,
en það eru engin Gyðingahverfi. Þar
er fyrir hendi sjálfseignastétt bænda,
sem er stjórnmálalega mikilvirk. Fá
limgerði er þar að sjá. Helzti áfengi
drykkurinn þar er vin og helzti ó-
áfengi drykkurinn er kaffi. Baðút-
búnaðurinn nær til fótabaðs (bidet),
en aðeins lúxushótel bjóða upp á
sápu. Þegar komið er á hótel, verð-
ur maður að sýna vegabréf sitt eða
önnur skilríki, sem sýna hver maður
er. Óperuhús eru mjög mörg. And-
stætt Bandaríkjunum þá er þar enn
til ágætt járnbrautakerfi og andstætt
Bretland þá er þar engin sérstak-
ur tími, sem leyft er að framreiða
áfenga drykki.
Af þessu leiðir að lönd opinber-
lega mótmælendatrúar eins og Norð-
urlönd eða þá Grikkland með sinni
grísk-kaþólsku trú eru í mesta lagi
evrópskir útkjálkar. Að fráskildum
þeim menntamönnum, sem lesa evr-
ópskar bókmenntir annaðhvort í þýð-
ingu eða á frummálinu og hafa ein-
hverja þekkingu á einu eða tveim-
ur evrópskum tungumálum og ef til
vill fáeinir aðalsmenn, sem kvænzt
hafa inn í evrópskar ættir, þá hafa
Bretar aldrei litið á sjálfa sig sem
Evrópumenn. Ef þeir ferðast tii Kan-
ada, þá segjast þeir fara „overseas".
Ef þeir fara yfir Ermarsund, segj-
ast þeir fara „abroad".
Hvaða ástæður svo sem venjuleg-
ur Breti kann að hafa gegn þvi, að
Bretland gangi í Efnahagsbandalag-
ið, þá eru þær, að því er ég hef
tilhneigingu til þess að halda, sorg-
legir fordómar. Hann heldur, að Evr-
ópumenn séu ekki alveg „hvítir
menn“. Hvenær þessir hleypidómar
urðu til, það veit ég ekki. Þeir geta
ekki hafa verið til í miðaldakristni,
en þeir voru vissulega þegar ríkj-
andi á 18. öld. Eða eins og ein af
persónum Smoletts segir í Fathom
greifa:
— Þegar Englendingur lendir í rifr-
ildi við útlending, þá er fyrsta álös-
unarorðið, sem hann notar við and-
stæðing sinn, nafnið á þjóðerni þess
síðamefnda, sem lýst er með sví-
virðilegu auknefni eins og blaðrandi
Frakki, ítalski api, þýzka svin og
viðbjóðslegi Hollendingur.
Ég veit ekkert um hagfræði, svo
að ég hef enga hugmynd um, hvaða
efnahagsáhrif það mun hafa á Bret-
land, ef það gengur í Efnahagsbanda
lagið. Ég er samt sem áður því ákaft
fylgjandi, að landið geri það, því
að ég held, að brezka verkalýðs-
stéttin muni aldrei yfirvinna ey-
byggjahugsunarhátt sinn, fyrr en
brezkir verkamenn taka að fara til
meginlandsins til þess að vinna þar.
Það er útilokað að vinna í öðru landi,
án þess að læra að minnsta kosti
hrafl í tungu þess og kynnast per-
sónulega einhverjum íbúum þar. Þeir
kunna jafnvel að hafa upp á eitt-
hvað að bjóða sjálfir, sem gildi hef-
ur. Sjálfur hef ég fulla ástæðu til
þess að vera þakklátur fyrir þann
straum af verkamönnum, sem átt
hefur sér stað á undanförnum ár-
um frá Júgóslavíu og Tyrklandi til
Austurríkis. Austurríkismenn borða
nefnilega ekki lambakjöt, sem er
uppáhaldskjöt mitt. Þegar ég kom
til Austurríkis í fyrsta sinn, þá var
mjög erfitt að fá þetta kjöt, nú er
það miklu auðveldara.
Ferðamannastarfsemi, hversu mik-
ilvæg tekjulind sem hún kann að
vera fyrir viðkomandi land, á hins
vegar engan þátt i því að auka
á gagnkvæman skilning og góðvilja
milli þjóða. Jafnvel menntaði ferða-
maðurin.n hefur allt of oft einungis
áhuga á því, sem hann sér, náttúr-
legt eða tilbúið og sýnir litinn eða
engan áhuga á íbúum þess lands,
sem hann heimsækir eða sögu
þess. Að því er snertir fjöldaferða-
fólkið, þá hefur það ekki áhuga á
neinu, ekki einu sinni matnum. Eina
ástæðan fyrir ferðalagi þessa fólks,
við skulum segja til Spánar, virðist
vera, að *svo miklu leyti sem ég fæ
séð, að fara í sólbað, en það er sið-
ur, sem ég hef óbeit á og svo Hka
að segja nágrönnum sínum, að það
hafi verið þar.
Þegar maður ihugar framtiðina,
hvort sem það er framtíð Evrópu
eða annars, þá verður ótti manns
voninni yfirsterkari. Sem ljóðskáld,
þá er ég hrifinn af fjölbreytileik. 1
ljóðagerð þá getur, Guði sé lof, ekki
verið um neitt að ræða eins og t.d.
i höggmyndalist, sem kallazt getur
alþjóðlegur stíll. Hversu skemmtilegt
er það ekki t.d., að þýzkt skáld get-
ur náð áhrifum, sem ég get ekki
með því að skrifa á ensku og öfugt,
að það eru til hlutir, sem ég get sagt
og það getur ekki.
Það versta frá minum bæjardyr-
um séð, sem komið gæti fyrir Evr-
ópu, væri það, ef hún yrði að bræðslu
keri, þar sem menningarmismunur-
inn yrði þurrkaður út. Það er því
miður ekki unnt að segja, að slíkt
sé óhugsandi. Samkvæmt minni skoð
un eru tvær verstu tækniuppfinning-
arnar til þessa bensínmótorinn og
Ijósmyndavélin og af þessu tvennu
er það síðarnefnda hættulegri ógn-
un.
Ég get séð fyrir mér þann tíma,
þegar svo er komið, að fólki finnst
umferðarteppan orðin það óbærileg,
að það krefst þess, að i stað bensín-
knúinna bifreiða komi rafmagnsbíll,
sem valdi ekki neinni mengun og
fari með 20 mílna (32 km) hraða á
klukkustund. (Meiri hraði spillir
mannseðlinu, með því að maðurinn
fer að ofmeta sjálfan sig). Ég fæ
hins vegar ekki séð, að neinn endir
verði á ljósmyndaauglýsingunum
eða sjónvarpinu, sem þegar eru byrj-
uð að skapa fjöldamenningu, sem
nær til alls heimsins.
Hvað stjórnmálin áhrærir, virðist
framtíðin ekki heldur of björt, enda
þótt breytingar á stjórnarháttum
breyti ekki að míwu áliti eðli þjóð-
anna eins og einræðisáhangendur
gjaman vilja álíta. Ég er viss um,
að allt er betra en eins flokks kerfi,
hvort sem það er hægri eða vinstri
sinnað. (Eina landið, þar sem slíkt
fyrirkomulag er þolanlegt, er Júgó-
slavía, en þar eru, enda þótt aðeins
einn flokkur sé fyrir hendi opinber-
lega, í reyndinni fjórir flokkar, Slóv
enar, Króatíumenn, Serbar og Make
dóníumenn).
Það verður samt að viðurkenna
það, að stjórnmálaástandið í þeim
löndum, sem ekki búa við kommún-
isma, er ekki svo vel á sig komið
heldur. Þegar ég var ungur, hefði
Framhald á bik 21.