Morgunblaðið - 11.03.1972, Side 17

Morgunblaðið - 11.03.1972, Side 17
MORGUNBLAÐŒ), LAUGARDAGUR 11. MARZ 1972 JÓHANN HJÁLMARSSON Er Solsjenitsín vondur rithöfundur? Á rithöfundamótinu í Lahti í Finnlandi í fyrra var rætt um hlut- verk rithöfundarins. Margir þekkt- ir rithöfundar sögðu skoðun sína og voru ekki allir á sama máli. Meðal þeirra, sem tóku til máls, var franski skáldsagnahöfundurinn Claude Sim- on. Hann er í fararbroddi þeirra frönsku rithöfunda, sem átt hafa mestan þátt í að breyta viðhorfum manna til skáldsögunnar (nouveau roman), heimsþekktur rithöfund- ur, oft nefndur í sambandi við Nóbelsverðlaun. Það, sem hér fer á eftir, styðst við frásögn norska tímaritsins Vinduet, 3.—4. hefti 1971. Claude Simon er að sjálfsögðu lítt hrifinn af þjónustuhlutverki bók- menntanna. Hann lítur á skáldsagna höfundinn sem vísindamann málsins, sem i könnun sinni á eiginleikum þess finnur nýjar tjáningarleiðir. Eða með orðum landa hans Jeans Ricardous: „Rithöfundurinn skrifar, en talar ekki.“ Þeir Simon og Ricar- dou leggja áherslu á bilið milli boð- unar og könnunar, þá viðleitni bók- menntanna, að veita lesandanum inn sýn í áður óþekkta veröld, í staðinn fyrir að viðhalda gamalkunnum sannindum. 1 ræðu sinni í Lahti sagði Claude Simon dálitla dæmisögu: „Fyrir nokkrum árum voru ung og einkar geðfelld sovésk skáld leidd fram á svið næstum alls staðar í Evrópu og Ameríku líkt og þau væru poppstjörnur. Ég hitti eitt þess ara skálda i síðdegisboði og ég minnist þess, að skáldið bað túlk- inn að gleyma því nú ekki að kynna sig sem andstalinskt skáld. Sökum góðs uppeldis kinkaði ég vingjarnlega kolli og sneri mér að öðru umræðuefni. En það, sem ég hefði getað sagt þessum gervilega unga manni, var, að engin sannfær- ing, hvorki pólitísk né annars eðlis, kæmi að notum fyrir listamann, rit- höfund eða skáld, og að ég hefði ekki áhuga á því að vita hvort hann væri andstalínisti eða ekki (þvi að til eru dæmi um heittrúaða stalín- ista eins og Picasso og Neruda, sem um leið eru miklir listamenn), en einfaldlega hvort hann væri í raun og veru skáld. Því að einnig eru til dirfskufullir andstalínistar, sem eru mjög vondir rithöfundar, eins og Solsjenitsín til dæmis, sem ef til vili er maður búinn mörgum kostum, ef til vill framúrskarandi hugrakkur, en með álíka hugmyndir um skáld- sagnagerð og afar okkar og ömrnur." Með þessum orðum er Claude Simon aðeins að ítreka þá skoðun sina, að góð meining enga geri stoð, menn séu annaðhvort listamenn eða ekki. Af hans sjónarhóli hlýtur mað- ur eins og Solsjenitsín að vera vond ur rithöfundur. Solsjenitsín skrifar I gömlum og hefðbundnum rússnesk- um raunsæisstíl, og hefur þar að auki boðskap að flytja með verk- um sínum. Það er líka hverju orði sannara, að verk ungra sovéskra skálda (Évtúsjenkós og fleiri) hafa vakið sérstaka athygli vegna árása þeirra á stalínismann, en þess ber þó að gæta að sum þessara skálda yrkja vel. Bókmenntirnar eru alltaf í hættu þegar búið er að líma á þær ákveðið vörumerki. Endanlegt mat á bókmenntum stjórnast ekki af hug- sjónalegu notagildi þeirra. Claude Simon lét svo ummælt í Lahti, að bókmenntirnar væru að- eins háðar eigin lögmálum, að gera þær að framlagi í hugsjónabaráttu Claude Simon. væri að ganga af þeim dauðum. Jean Ricardou sagði, að sovéskar bók- menntir væru þrjátíu árum á eftir þeim frönsku. En fleiri tóku til máls í Lahti. Verjandi Sovétbókmennta var Vladimir Piskunov, sem fjallaði í ræðu sinni um ábyrgð rithöfundar- ins. Hófstillt orð Piskunovs hljóta að vekja menn til umhugsunar um hvað þeir viti um Sovétbókmenntir. Eru hinir óvægu dómar vestrænna bókmenntamanna um sovéskar bók- menntir reistir á þekkingu, eða ráða pólitískir fordómar ályktunum þeirra? Ilja Erenbúrg ávítaði á sín- um tíma íslenska rithöfunda fyrir drambsemi þeirra í garð sovéskra skáldsagna. Sósíalrealismi í bók- menntun á að visu ekki upp á pall- borðið hjá vestrænum lesendum. En rithöfundar, sem aðhyllast sósíalreal isma, hljóta að vera ýmist góðir eða vondir rithöfundar, eins og þeir, sem hafa nýju frönsku skáldsöguna sem fyrirmynd. Sósialrealisminn tekur mið af for- tiðinni. Að vera sósíalrealisti er að vera hefðbundinn í formi, en bylt- ingarsinnaður I hugsun. Svo mælti Piskunov. Gaman er að kynnast því hvernig Piskunov deilir á vestræna byltingarmenn eins og kvikmynda- höfundinn Godard, sem gagnrýnt hef ur kvikmynd Eisensteins Beitiskip- ið Potemkin fyrir að vera ekki nógu öflugt vopn í baráttunni. „Listin er enginn leiðarvísir um hvenær eigi að fara í verkfall, hvaða leið eigi að ganga eða hvern eigi að skjóta,“ seg ir Piskunov. Hann fullyrðir, að ung- ir Moskvubúar, sem standa nætur- langt í biðröð í fimmtán stiga frosti í þvi skyni að sjá sýningu á list franskra impressjónista, skilji ekki vígorð Godards. Þrátt fyrir gamalkunnar röksemd ir af hálfu Vladimirs Piskunovs um ágæti sósíalrealisma í listum, list fólksins og fílabeinsturninn al- ræmda, eru ýmsar ábendingar hans umhugsunarverðar. Hann varar við dómhörku um bókmenntir. Hann vitn ar til greinar eftir Leon Robel í Nouvelle observateur, sem fjallar um sovéskar bókmenntir og nefnist: Heimur, sem enn er óuppgötvaður. Meðal þeirra rithöfunda, sem Robel telur upp, eru Pástovskí, Olesa, Akse nov, Dombrovskí, Belý og Abramov. Piskunov nefnir fjölda rithöf- unda, sem að hans áliti hafa náð miklum árangri með skáldskap sin- um og segir að í þeirra hópi séu nýjungamenn. Sá listi er alllangur. En svo að við gefum gaum að nafna- lista Robels einungis, þá væri gam- an að vita hve margir vestrænir les- endur þekkja verk þeirra rithöf- unda, sem hann nefnir. Ég undan- skil Pástovskí, en endurminningar hans (Mannsævi 1—4) hafa jafnvel komið út á íslensku. Ingólfur Jónsson: Skattalagabreytingin og röng skattvísitala — veldur miklum hækkunum á sköttum SKATT AFRUMV ÖRPIN ill- ræmdu hafa verið rædd síðustu daga á Alþingi. Verða þau vænt- anlega lögfest í næstu vi'ku. Mál- flutningur stjórnarliðsins er furðulegur. Talsmenn stjórnair- flokkanna fullyrða, að skattarnir lækki á flestum gjaldendum við þær breytingar, sem fyrirhugað- air eru á skattalögunum. Slíkar fullyirðingar eru óhyggilegar. Að- eins eru fáir mánuðir þar tíl skaUgreiðendur fá skattseðilinn. Þegar staðreyndir koma áþreif- anlega í ljós munu ráðherrar og ýmsir talsmenm stjórnarflokk- anna óska þess, að þeir hefðu hiagað orðum sínum á annan veg um skattamálin. Ríkisstjórnin hiefur ákveðið skattvísitöluna 106,5 stig. Er það mikið órétt- læti og þyngir skattbyrðina úr hófi fram. Sj álfstæðismenn hafa laigt til, að við álagningu skatta ársins 1972 vegna tekna, sem afl að var á árinu 1971, verði skatt- vSsit. 121,5 stig. Þetssi hækkun visi tölunnar verði ákveðin með hlið sjón af almennum hækkunum Launatekna á s). ári. Er það í beinu framh. af því, sem fyrrv. fjájnmálaráðherra ákvarðaði fyrir ári, þegar skattvísitala var hækk uð um 20%. Fyrrveramdi rikis- stjórn setti sér það markmið i skattamálum, að skattvisitalan gæti fylgt hækkun almennra liaunatekna hverju sinni, a.rn.k. er árferði er sæmilegt, og eðlileg þróum í atvinnumálum þjóðarinn ar. Hækkun skattvísitölunnar um 20% árið 1971 er órækastur vitn isburðutr um stefnu fyrrverandi að afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1972 var ógætileg. Er til þess ætl azt að það sem á kann að vanta til þess að skattvisitalan fylgi hækkun almenmra tekna verði tekið inn í skattvísitölu næsta árs. HLUTUR SVEITARFÉLAGA GERÐUR VERRI Þegar núverandi stjórnarflokk ar voru í stjómarandstöðu lögðu þeir ríka áherzlu á, að skattvísi talan væri sem réttust. Nú hafa þeir snúið blaðinu við, og ætla að Ingólfur Jónsson fjármálaráðherra. Skattafrum- vörpin, sem nú eru til meðferðar á Alþingi bera með sér, að skatta byrðin þyngist mjög mikið, jafn vel á þeim, sem hafa lágar tekj- ur. Er það vegna kerfisbreyting- arinnar og einnig vegna rangrar skattvísitölu. Ríkisstjómin fann upp það snjallræði, til þess að drýgja tekjur ríkissjóðs, að ákveða skatt visitöluna aðeins 106,5 stig, þótt fyrir liggi, að almennar launa- tekjur hafi hækkað um milli 20 —30% á árinu 1971. Skattvísi- tala 121,5 stig, sem sjálfstæðis- rnenn leggja til að miðað verði við, þegar skattar em álagðir að þessu sinni, er talsvert rueðan við hækkun almennira tekna á sl. ári. Þykir ekki fært að ganga lengra að svo stöddu vegna þass, um hreppi á Suðurlandi var sjúkrasamlagsgjaldið aðeins 1550 krónur og í öðrum 1958 krónur. Liklegt er að þessi gjöld hafi ver ið enn lægri í ýmsum hreppum. Almannatryggingagjöld af hjón- um voru 7660 kr. á sl. ári. Rikis- stjórnin hefur látið í það skína, að með því að yfirfæra nefskatta til ríkisins, væri verið að full- nægja réttlæti og létta undir með sveitarfélögunum. Þetta eru öf- ugmæli, því kerfisbreytingin þrengir mjög hag margra sveitar félaga. Skattar þyngjast úr hófi á flestum gjaldendum hvar sem þeir eru búsettiir, með þvi að lög- festa áðurniefnd fmmvörp. En ranglætið verður þó mest, þegar litið er til smærri sveitarfélaga, sem hafa haldið útgjöldum í lág marki. Sjúkrasamlagsgjöldin hafa verið misjafniega há, eins og áður hefur verið sagt. Kostn- aður rikissjóðs við yfirtöku sjúkrasamlagsgjalda í litlu sveit- arfélagi verður helmingi minni en í kaupstað, þar sem gjöldin frumvörpum ríkisstjórnarinnar er vissulega tilfinnanlegt fyrir flesta, en kemur þó þyngst nið ur á íbúum smærri sveitarfélaga, svo sem kauptúna og sveita- hreppa. Ríkisstjórnin hefur talað um, að skattar á lágum tekjum muni ekki hækka. Ekki hefur verið nákvæmlega skilgreint hvað eru lágar tekjur. Til fróð- leiks skulu tekin nokkur dæmi til samanburðar á tekjuskatti og út svari samkvæmt gildandi lögum og breyttum skattvísitölum, við frumvarp rikisstjórnarinnar. Mið að er við lógar tekjur, eins og þær eru tilgeindar af Alþýðu- sambandi íslands og miðlun>gs- tekjur. í fyrsta dálki er miðað við gildandi lög og skattvísitölu rík- isstjórnarinnar, í öðrum dálki er einnig miðað við gildandi lög og leiðrétta skattvísitölu samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna. í þriðja dálki eru skattarnir eins og þeiir verða samkvæmt frumvarpi rxk isstjórnarinnar. Nettó tekjur Kr. 300.000 Kr. 375.000 Kr. 450.000 Skattvísitala í stigum 106,5 121,5 Frumv. 106,5 121,5 Frumv. 106,5 121,5 Friu Tekjuskattur og útsvar, einstakl. Alls 68 57 92 105 93 136 140 129 179 Tekjusk. og útsvar, barnlaus hjón Alls 46 37 58 84 71 100 123 109 145 Tekjusk. og útsv. hjón m/4 böm Tekjusk. og útsv. Einstæð for- Alls 22 19 30 45 35 49 79 65 88 eldri með 2 börn Alls 29 13 30 55 42 70 95 75 108 lóta greipar sópa hjá skattþegn- um, með því að ákveða visitöl- una aðeins 106,5 stig. — Ríkis- stjórnin tekur að sér að greiða svokallaða nefskatta, almanna- tryggingagjöld og um helming af sjúkrasamlagsgjöldum. Hefur því verið mikið hampað, að með því væri verið að létta greiðslum af sveitarfélögum og einstakling um. Hér er um tilfærslur að ræða. Skattar til rikisins hækka ekki aðeims sem nemur tilfærslu nefskattanna, hieldur miklu meira en það í fiestum tilvikum. SjúkrasamLagsgjöld hafa verið misjafnlega há í ýmsum sveitar- félögum. Sjúkrasamlagsgjald var í Rieykjavík sl. ár 3645 kr. í ein- voru í hámarki. Litla sveitarfé- lagið verður fyrir sérstöku rang læti, ekki aðeins í sambandi við nefskattana heldur einnig, og ekki síður vegna kerfisbreyting- anna yfirleitt. Mörg minni sveit arfélögin hafa gefið að undan- förnu 30—40% afslátt af útsvari miðað við að heimildarákvæði út svarslaganna væri notað að fullu. Eftir kerfisbreytinguna telja sveitarstjórnarmenn, að sér staða litlu sveitarféLaganna til á lagningar útsvaranna hverfi að mestu eða öllu Ieyti. SKATTAR HÆKKA Á LÁG LAUNAFÓLKI Rangiætið, sem fetst í skatta- Af þessum dæmum má ljóst vera, að skattar þyngjast veru- lega á lágtekjum og miðlungstekj um. Til viðbótar því, sem kemur fram í áðurgreindum dæmum, kemur mikil hækkun á fasteigna sköttum og eignasköttum. Er það veruleg upphæð hjá mörgum og i flestum tilvikum miklu iiærri, en það sem margumtöluðum nef sköttum nemur, sem ekki eru teknir í ofangreindum dæmum. Það er óskilj anlegt, hvers vegna stjórnarliðið leggur kapp á að blekkja fólk og telja því trú um, að roeð fyrirhugaðt'i breytingu skattalaganna, verði skattabyrð- in lækkuð á flestum skattgreið- endum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.