Morgunblaðið - 11.03.1972, Page 28

Morgunblaðið - 11.03.1972, Page 28
28 MORGUiVBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1972 TVITUGB | .STULKA OSKASTJ 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. isvagn. Strætisvagninn var töiu vert beyglaður én ekkert sá á Okkar bil. Hin þrjú voru óaneidd. Höfðu sjálfsagt séð áreksturinn fyrir. Gilbert teygði sig út um gluggann. Roy var far inn út sín megin. Penny hló eins og hún ætti Mfið að leysa. Veg- farendur námai staðar og horfðu á okkur. Við vorum stödd á horni Conduit-götu. Klukkan var kortér yfir tólf. Ofar í göt- unni sá ég hilla undir lögreglu- þjón. Ég sagði Roy, að ég mundi tala við hann síðar, sté út úr Gamla krónan i fullu verðgildi BÚKA- MARKADURINN SILLA OG VALDA* HÚSINU ÁLFHEIMUM bílnum og upp á gangstéttina. Bílaumferðin hafði stöövazt al- veg upp að Oxford-Cirous. Ég hljóp við fót, þó ekki of hratt. Að vísu var ég orðinn allt of seinn, en ekkert var unnið við að koma nokkrum minútium fyrr eins og undin tuska. Ég ruddi mér braut innan um hæggenga fjölskyldluhópa gamlar konur með hunda í margra metra löngu bandi, skólabörn í skipu legum röðum, tinandi öldunga og stúlkur í djúpum samræðum. Verst fannst mér, að ég gat ekki fundið neina dýpri túlkun á hlátri Pennyar núna, en gæti það kannski á morgun. Að upp tökunni lokinni, ætlaði ég að fara á Georges Bar og fá mér háifpott af öli, brauð með osti og súrum agúrfeum og svínafejöts sneið með of miMu sinnepi. Svo heim að hlusta á Walter Klien K 415 og K 467. Ég var kominn yfir Oxford-stræti þegar ég heyrði að einhver kalaði nafn mitt að baki mér, og það reynd- ist engin önnur en Penny með hattinn í hendinni. Ég nam stað- ar. Allir sem hún mætti, sneru sér við til að horfa á eftir henni. Skyndilega fann ég til þess með sárum þreytiuverkjum, að óg hafði verið á iferli frá því kiiukk an 6 um morguninn, ég hugsaði með söknuði um gölfmottuna, sem hafði orðið íyrir slysi og fannst, að þjóðfélagslegt viðrini eins og ég œtti að ganga með spjald um hálsinn, þar sem á stæði sferifað: Er ekki skuld- bundinn til að taka öllu með þegjandi þolinmæði. Þar að auki var mér ailt of heitt og mig verkjaði í höfuðið. Hún var efeki eins móð og við mátti búast af feyrrsetumann- eskju eins og henni. Þó nóg til þess að mér varð starsýnt á fllegma hátemálið. Hún hlýtur að lyfta þeim með einhverjum ráð- um. Treður einhverju undir þau. Kannski bréflþurrkum. „Bíddiu auignablik," sagði hún. „Ég má ekki vera að þvi. Ég er orðinn aldlt of seinn." „Nei, nei. Þeir bíða eftir þér.“ „Penny, ég verð að flýta mér.“ Maður í vinnuf ötum, sem kom aftan að mér, rakst á hana svo hún snerist í hálfhring, en hún lét enga gremju í Ijós, eins og ég og Vivienne hefðum gert. „Ætlarðu ekki að feoma á laugar daginn?" „Ég get það því miður ekki." „Þvi segirðu það? Þú sagðist efeki vera upptekimn." „Ég get það efefei, vil það ekki og geri það ekki.“ „Heyrðu, ertu sextugur eða hvað? Þú lætur eins og þú sért helmingi eldri en hann. Þú ert þverhaus." Ég beygði mig yfir hana. „Ég kem ekki, vegna þess að önnur stúlkan er nákvæm eftir- mynd þín og þú ert hin. Ég þyrfti hálftíma tiil að telja allit upp, sem mér finnst ógeðfellt við þig, svo ég læt mér nægja að segja þér, að mér finnst efeki réttlátt gagnvart Kitty að hjálpa honum við þetta og rieyndu ekki að telja þér trú um, að hún viti þetta og henni sé sama. Hún hefur tekið þig að sór, hún sýnir þér umburðar- lyndi og ég vil ekki hafa neitt saman við það fólk að sælda, sem finnst það skemmtilegt eða fyndið eða móðins að haga sér á þemnan hátt. Og Játtiu mig svo í friði.“ Klutokuna í anddyrinu vant- aðl tuttugu mínútur í eitt, þegar ég gekk inn um hverfidyrnar. Stjórnandi þáttarins stóð við af- greiðsluborðið og kom í áttina til min um lieið og hann sá mig. „Fyrirgefðu, Philip. Ég tafð- ist.“ „Og lentir í slagsmálium, sýn- ist mér.“ Hann leit á ennið á mér. „Er allt í lagi með þig ? Jæja, hafðu þá engar áhyggjur. Við höfum upptöku- herberigið til klufekan eitt. Ef þú getur . ..“ Hann leit yfir öxlina á mér með undrunarsvip. Þar var Penny komin. „Fyrirgefðu, að ég fór að hlæja í bilnum.“ „Það gerir ekfeert, en ...“ „Þú verður að hjáílpa mér.“ Engin bón jafnast á við þessa. Sl'Ikri bón gefa menn aBtaí gaurn, en geta þó aldirei orðið við henni að fluBu, vegna þess hvernig hún er ifram sett. „Jæja. Ég er búinn eftir tutt- ugu og fimm minútur eða svo .,. þú getur llíka hringt til mín.“ Við lufeum upptöfeunni á met- tiima, en þegar ég kom aftur niður í anddyrið, var Penny far in. GREIÐINN. Þegar á daginn leið, fannst mér það síður en svo skelfileg tilhugsun að hjálpa Penny, sér- staklega eftir að ég fór að teygja og toga hugtakið „að hjálpa", t.d. að hjálpa henni úr leður- vestinu, hjálpa henni úr blúss- unni o.s.frv. Vivienne olli mér ekki miklu samvizkubiti vegna tilveru hins náungans. Að því er snerti Penny sjálfa, var allt fremur óljóst. Þessi hjálp, sem hún var að fara fram á, gat inni falið allt frá þvi, að ég gengi Dömur athugið Höfum opið á sunnudögum ytir fermingarnar Hdrgreiðslustofan SÓLIN Laufdsvegi 12 - Sími 22645 velvakandi 0 Listamannalaun til umræðu í sjónvarpi Tömas Einarsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Mikið er ég þakMiátur Ólafi Ragnari Grlmssyni fyrir síð- asta þátt hans í sjónvarpinu, sem var um Mammon og menn inguna. í þeim þætti átti aldeil is að knésetja úthliutunar- nefnd listamannalauna, en vopnin snerust gjörsamlega í höndum andstæðinga henn- ar, og nefndin kom sterkari út úr umræðunum en hún hafði verið áður. Ég hafði haft óljósar hug- myndir um, hvað væru lista- menn og ekki listamenn, fyrir þennan þátt. Ég hafði þó hald- ið, að sannir listamenn reyndu ekki að halda því fram, að þeir væru listamenn, heldur létu öðr um eftir að dæma um það. En hér virtist hlutunum vera snú ið við. Sem óbreyttum skatt- borgara hafði mér verið talin trú um, að vissir menn fengju listamannalaun vegna eigin verðleika, þótt djúpt væri á þeim, en þegar maður sá hina sömu reigja sig eins og hana á haugi, eða sperra sig eins og mannýga geithafra, hellandi persónulegum svívirðingum yf- ir einstaka nefndarmenn, opn- uðust augu min, og fram á var irnar kom spurningin: — Hver er list þessara manna? Getur sannur listamaður látið svona dólgslega vegna nokkurra króna, sem flestum á þessum fundi virtust algjört aukaatr- iði í málinu? En ég gat ekki betur séð en þetta viðkvæma mál leystist á þessum fundi. Það er ekki vandasamara en það að veita sönnum listamönn um laun annað árið, en hitt ár- ið þeim, sem efcki eru lista- menn. (Okkur, mér og þér). Og þessi fundur gerði meira. Hann gaf okkur ótvíræðar bending- ar um það, hvernig velja skal. Þeir, sem mest „reistu hávað- ann“ þetta kvöld, virðist skorta að sama skapi „guðs- neistann", litillætið og hóg værðina, sem er einkenni þeirra, sem listgáfuna hafa og auðfundin er hverjum, sem heil briigða dómgreind hef-ur. Ég vil mæf.ast til þess við út- hlutunarnefnd listamanna- launa, að hún hafi þessi atriði til viðmiðunar við störf sín næstu ár. Tónias Einarsson". 0 Ellilífeyrir aldraðs fólks í sjúkrahúsum og á elliheimilum Or Vestur-Húnavatnssýslu berst eftirfarandi bréf, sem höf undiur kallar „opið bréf“. Mér datt i hug að minnast svolítið á aðbúnað gamla fólks ins, sem dvelst í sjúkrahúsum. Oftast er það svo, þegar fólk er orðið gamalt, að það getur ekki unnið vegna heilsubrests eða af öðrum ástæðum. Margt af þessu fólki er orðið eitt sins liðs og á engan að. Áður fyrr var margt af þessu fóllki sagt til sveitar, en eftir að trygg- ingar komu til sögunnar, fór að rofa til fyrir þvi. Maður getur því nærri, hvern ig því hefur liðið að fflækjast bæ frá bæ, og það fór eftir því, hvort húsbændur voru góð ir, hvort þetta fólk mætti góðu eða ekki. Ég man þá tíð, að gamail mað ur sagði mér, að hann hefði grátið, þegar hann varð að flytjast svona úr einum stað í annan, og það var engin furða. Nú er þetta fóiik sett á elli- heimilin sem betur fer, enda á svo að vera, þar láður því vel að mörgu leyti. Þar hefur það góða umhugsun, eins og á að vera. En hvað gera svo trygg- ingamar fyrir þetta gamla fölk? Það er gaman að vita. Nú fer gamatl maður í sjúkrahús. Hann hefur haft elli styrkinn til að lifa á, áður en hann fór í sjúkrahúsið, en þeg ar þangað er komið, er hann sviptur honum. Er þetta réttmætt? Ég segi nei. Þessi maður á ekki neina peninga til. Fyrir hvað á hann að kaupa föt? Á hann að ganga á milli fólks og biðja um peninga, eða á hann að ganga i sömu lepp- unum alltaf? Efcki getur hann ferðazt, t.d. til læknis. Af hverju stafar þetta? Það er af því, að ellilífeyririnn rennur til sjúkrahússins, sem hann er í. Eins er þetta með þá, sem hafa haft örorkustyrk. Hann fer á sömu ieið. Það er von, að ríkisstjórnin gumi af tryggingunum og haldi því fram, að igamla fóttkið hafi það voða gott. Hún ætti sjálf að búa við svona kjör, þegar hún er orðin gömul. Þá sæi hún, hvernig aðbúnaður gamla fólksins hefur verið. Nei, þetta þarf að laga, og það er hægt með því móti að borga þessu fólki sem svarar tvö þús und krónum á mánuði. Þá gæti það kannski keypt sér ein föt á ári og eins tóbak, sem marg- ir gamlir menn verða að fá aí gömlum vana. Það er einmitt þessu fólki, sem er smalað sam an til að kjósa rSkisstjórnina. Svo sjást launin. Það er nóigu erfitt fyrir þetta fólk að rífa siig í burtu og í sjúkrahúsin, þó að það hafi launin, hvað þá til að missa þau. Það á að hreyta þessu, þann ig að fólk, sem fflytur í sjúkra- hús, hafi þó vasapeninga, svo að það geti keypt að minnsta kosti fötin utan á sig. Það má efcki minna vera. Signrður M. Jónsson". Skemmtanir á Hótel Sögu fyrir alla fjölskylduna Tvær síðustu skemmtanirnar verða sunnudaginn 12. marz ltl. 2 og 5 eftir hádegi. FJÖLBREYTT DANSATRIÐI — ALMENNUR DANS. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Súlnasals Hótel Sögu — í dag — laugardag kl. 4—6 e. h. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.