Morgunblaðið - 30.03.1972, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.03.1972, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972 . ■ ■ ■ ■ Svig-braiitir fyrir alla MEÐAL nágrannaþjóða okk ar er það orðinn talsvert algengur siður, að eyða stór- ■> hátíðum annars staðar en heima hjá sér. Hér á landi fer það ört vaxandi að menn eyði páskunum fjarri sínu heima, en það mun hins veg- ar sjaldgæfara með jólin. Mig hefir lengi langað til að fara að heiman um jólin, losna við allt jólaumstang og jólaundirbúning, sem mér hefir lengi fundizt keyra úr hófi. Maður fær ekki varizt þeirri hugsun, að jólin séu aðeins að litlum hluta orðin hátíð trúar og tilbeiðslu, hvíldar og hug- styrkingar. Þau eru fremur kapphlaup við Mammon og veldi hans, falleg föt og fína rétti, kapphlaup við tertur og kökur, steikur og stórsteikur, sósur og sætindi. Húsbóndinn er þrúgaður af jrenmgaáhyggj- um og húsmóðirin útþrælk- uð af erfiði við allan undir- búninginn. Og þegar loks bless ^ uð jólin koma er hún vakandi og sofandi að strita við matar- gerð seint og snemma. Og þeg- ar loks jólin og áramótin eru frá er hún uppgefin, heimilis- fólkið hefir étið yfir sig, drukkið yfir sig og vakað allt of mikið. Ef rétt væri á haldið þyrfti fóikið einmitt nú hvað mest á góðri hvíid að halda. Vera kaun að ég máli þetta ofurlítið sterkum litum, en mér býður í grun að margir munu kannast við eitthvað af þess- um lýsingum mínum. Ég hygg því að mörg- um manninum yrði iífið léttbærara ef hann héldi með fjölskyldu sína að heiman nokkru fyrir jól og léti ekki sjá sig fyrr en upp úr áramót- unum en kæmi þá heim með alla sína ánægða, endumærða og hvilda. Mér er nær að halda, að margur heimilisfaðirinn geti vart fundið betri eða heppi- legri jólagjöf handa sjálf- um sér og fjölskyldu sinni en notalegt frí þar sem allir mega njóta bæði ánægju og hvíldar. Svo er því við að bæta, að á þessum árstíma er skammdegið svartast hér á norðurhveli og vetrarmyrkrið þrúgandi. Upplyftingin hefir því margfalt gildi. Mér fannst það því tilvalið að bregða mér, ásamt dóttur minni, til útlanda um jólin og þegar ég heyrði auglýs- ingar Guðna, fyrrum kollega, í Sunnu um Austunríkis- og Ítalíuferðir var teningnum kastað. Það kann að þykja nokkuð hjákátlegt að við Islendingar skulum leita til suðlægari landa um hávetur til að kom- ast á skíði, en halda svo upp á hálendi okkar eigin lands, þeg ar sumra tekur, í hinum sama tilgangi, sem sé þeim, að fara á skíðum. En svo einkennilega skipast veður í lofti á hinum síðari árum, að þetta er ekki einasta heppilegt fyrirkomulag, heldur bráðnauðsynlegt. Allir vita að hér heima á íslandi hefði verið nær ómögulegt að bregða sér á skíði í desember siðastliðnum, en hins vegar var frábært skíðafæri suður á Ítalíu. Allir vita einnig, að fá- gætt er skemmtilegra skíða- land og heppilegra veðurfar til skíðaiðkana en í Kerlingar- f jöllum að sumri tii. En ég ætlaði vfet að segja ferðasögu frá Italíu og jafn- framt að geta ástæðunnar til að ég valdi þetta fornfrægasta , land álfu okkar til jóladvalar. Allt frá því ég las fyrst mannkynssögu hefir Ítalía heill að mig, raunar á annan hátt en ég fékk notið að þessu sinni. Mig hafði dreymt um Col- osseum, katakomburnar og hin- ar miklu hallir og kirkjur Róm ar, dreymt um að vandra þar um og lifa upp sögu Ágústusar og Cæsars og hinna miklu her keisara Rómaveldis, sjá Cato gamla og heyra hann segja að auk þess leggi hann til, að Karþagó verði eydd, heyra Nero leika á sítar og syngja meðan Rómaborg brennur, setj ast á bakka Tiber og sjá lík- in fljóta niður ána og ef til vill finna þarna mína Messa- línu, og sjá skrílinn stara, sjá skrílinn þegja. Og nú brosti þessi drauma- Italía við mér, þótt ég gerði mér grein fyrir að ég myndi dveljast í fjöllunum norðan við Pó-dalinn þeirra Don Camillo og Peppone. Vist yrði þetta æv intýri, og það varð ævintýri. Það var komið jólaskap í mannfólkið hér heima, þegar við feðginin lögðum af stað. Menn voru sem óðast að eyða peningunum sínum, kaupa kram og jólagjafir. Það var kominn 19. desember. Ég hafði dólað fram á nóttina við að ljúka einhverju verki, svaf þvi stutt og vaknaði snemma, þvi nú skyldi haldið til Keflavík- ur og þaðan með Loftleiðavél til kóngsins Kaupmannahafnar. Ferðaskrifstofan Sunna sá um þetta allt fyrir okkur. Við þurftum ekki fyrir neinu að hugsa, hvorki fæði né fiðr- aðri sæng né farkostinum góða. Og þegar Loftleiðir og Sunna slepptu af okkur hend- inni í Kaupmannahöfn tók blessaður Tjæreborgarprestur- inn við okkur, eða öllu heldur starfsfólk hans, og bar okkur á höndum sér og Sterling- vængjum suður til hinnar sól- ríku ítalíu. Kaupmannahöfn er alltaf jafn heillandi, enda þótt vetur sé og suddarigning eða slydda. Vetur jafnt sem sumar á borg- in við sundið sirin sjarma, sína heillandi staði og sínar hvik- lyndu konur. Jamm og jæja. Annars þótti mér nóg um pom óið þarna í henni Kaupinhafn. Líklega hefir það verið öiiu meira en á dögum Áma Magnússonar og þeirra Jóns Hreggviðssonar og nafna hans Grindvíkings. En hvað sem um það er þá finnst mér þetta ekki beinlínis fyrir ungar stúlkur. Ég er enn svo gamaldags. En ég er svo skolli forvitinn, að ég verð að fara út i sollinn. Ég bað því dóttur mína um aura og hélt á fund gleðikvenna og næturlífs. Ég veit að háttvirt- ir lesendur trúa engu, sem ég kann að skrifa um þetta næt- urlíf og þvi læt ég það vera. Vil aðeins segja, að þótt ég hafi allvíða farið, hef ég aldrei séð neitt jafn krassandi, eins og við sögðum svo hressilega hér á sokkabandsárum minum. En sú mikla Sódóma pomós- ins, sem vor elskulega Kaup- mannahöfn er orðin, var ekki áfangastaður okkar, heldur að eins áningarstaður á leið- inni til hinnar heillandi Italíu. Við getum látið okkur dreyma nokkur hundruð ár aft ur í tímann og hugsað okkur forfeður okkar halda héð- an frá Kaupmannahöfn í Róm- argöngu. Vísast var þetta anzi nærri því að vera Rómarganga hjá okkur, en við notuðum okkur nútímatækni og fórum með Caravelle-þotu Sterling- flugfélagsins í þessa miklu göngu, ef við me-gum voga okk ur að nefna það svo, þegar hest ar postulanna eru hvíldir und ir næsta sæti fyrir framan okk ur. Við áttum að lenda í þeirri fögru borg Veróna, en þar var þá þoka og suddi, svo ekki sá út úr auga, enda var kvæðinu vent í kross og haldið til Mil- anó og tókst lending þar við illan leik, því einnig var þoka þar, þó minni. Jafnvel var gert ráð fyrir að við þyrftum að lenda í Genúa og haida síðan með bíl yfir þvera Italíu að því draumfagra Gardavatni, en þangað var ferðinni heitið. Ég hafði heyrt að ítalir ækju bíl- um eins og vitlausir menn, en þeirra ágætu rútubílstjórar gera það ekki. Það ©r semsé ails ekki mjög frábrugðið því að hossast í ítalskri rútu og hossast í íslenzkri rútu á ný- lega hefluðum vegi hér heima. Frá Mílanó þumlunguðumst við áfram austur að Gardavatni og sú leið hefði vissulega orðið löng og ströng, ef ágæj sænsk systkin hefðu ekki gefið mér góðan rauðvínssopa úr iegli sínum. f hópnum var nú ýmissa þjóða fóilk, flest Amerikanar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.