Morgunblaðið - 30.03.1972, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FCMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
ÚTI VIÐ
EYJAR BLÁR
- SKOTFERÐ TIL VESTMANNAEYJA
I>undaveioi
Ritan annast ung'ann sinn
Þegar ég settist niður til þess
að skrifa grein um stað, sem
skemmtilegt er að heimsækja,
datt mér fyrst í hug að skrifa
um Herdísarvik á. Reykjanesi,
þar sem f jörurnar eru hvað fal
legastar og fjölbreytilegastar,
þar sem brimið svarrar sí og
æ í eilífðarhljómkviðunni, þar
sem litbrigði loftsins í veðra-
skiptum njóta sín svo vel und-
ir dimmbláum fjöllunum og þar
sem skáldjöfurinn Einar Bene-
diktsson bjó um sinn milli
fjöru og f jalls. En þá kom mér
auðvitað i hug Ijóð Einars um
Vestmannaeyjar, þar sem seg-
ir, „Eins og safírar greyptir í
silfurhring, um suðurátt hálfa
ná Eyjarnar kring,“ og af því
að ég hef skrifað svo skammar-
lega litið um Vestmannaeyjar
afréð ég að bjóða ykkur i
stutta ferð til Vestmannaeyja
um leið og ég bendi þó á að
ómögulegt er að skynja birtu
„safiranna", nema horfa á
þá með eigin augum.
Sá kostur Eyjanna að hvergi
er eins vitt til veggja og þar,
haf allt um kríng, segir okkur
strax að ekki er mögulegt að
setjast upp í sinn bíl og aka
út í Eyjar. í>ó er hægt að sum-
arlagi að aka til Þorlákshafn-
ar í sínum bíl og láta kippa
honum um borð í Herjóif þá 5
daga vikunnar sem hann siglir
á milli lands og Eyja. Algeng-
asti ferðamátinn er þó flugleið
in, sem tekur jafn langan tíma
frá Reykjavík og Hafnarfjarð-
arstrætö er að fara í Hafnar-
fjörð.
Aðrar fastar ferðlr eru ekki
tii Eyja, nema Gullfossferðin
um hvitasunnuna ár hvert þeg
ar stanzað er í Eyjum í þrjá
sólarhringa. Það hefur færzt
talsvert í vöxt síðustu ár að fólk
hefur farið með tjöld út i Eyjar,
búið í þeim og skoðað sig um
þar sem af nógu er að taka
þó að engar afréttir séu þar
eða Sprengisandar. Einnig eru
ágæt hótel í Eyjum, sem stöð-
ugt eru meira notuð af ferða-
mönnum.
Við skulum hins vegar
bregða okkur í Guilfossferð
um hvítasunnuna og kanna
hvernig Eyjarnar eru kynnt-
ar þar.
Fyrst siglum við auðvitað í
kringum Eyjar og farþegum
er kynnt það sem fyrir augu
ber. Alls eru Eyjarnar 15 tals
ins og er Surtsey þeirra yngst.
Allar eru þær hamraeyjar, en
grasi vaxnar á kollum og i hlíð
um þar sem undirlendi er.
Milljónir af sjófuglum búa í
Eyjunum, lundi, langvía, fýll,
súla, mávar og margar aðrar
fuglategundir. Eyjarnar eru
snarbrattar í sjó fram og er
hægt að sigla mjög nálægt
þeim. Á sumrin dvelja lunda-
veiðimenn í flestum Eyjanna
og veiða þar lunda í þúsunda
vis. Er það frábær steik.
Um hvítasunnuna er eggja-
tíminn og þá flykkjast bjarg-
menn í úteyjar þar sem sigið er
eftir eggjum, fýls- og
langvíueggjum. Skiptir miklu
máli að taka eggin á réttum
tíma, því að annars verða þau
stropuð og fæstum líkar sú
soðning, en varptíminn hefst
mjög reglulega ár hvert og
verpir fýllinn á undan.
Fyrsta kvöldið á leiðinni til
Eyja er skuggamyndasýning
um borð og er þar sýnd lit-
myndasyrpa frá Sigurgeiri Jón-
assyni í Eyjum. Sú sýning tek-
~3£. *
Á sigiingu uni
ur drykkianga stund, en þyk-
ir þó mjög stutt.
Ef við förum skoðunarferð
um Heimaey er ágætt að byrja
á Þrælaeiði þar sem Ingólfur
barðist við þræla Hjörlelfs og
vann á þeim. Þá blasir Heima-
Horft til suðtira af Heimakletti.
(1 Jósm. Mbl.: Sigurgeir í Eyjum).
klettur við, höfuðprýði Eyj
anna, og í suðri er bæjarstæð-
ið þar sem íbúarnir 5500 búa
milli róta Helgafells og steins-
ins sem aldan leikur sér við.
Síðan skoðum við björgin á
Heimaey og um hvítasunnuna
eins og á Þjóðhátíð Vestmanna
eyja, er bjargsig sýnt í Fisk-
hellum við dyr Herjólfsdals
þar sem bjargið er 200 metra
hátt, þverhniípt.
Þá ökum við upp á Stór-
höfða, en á leiðinni förum við
yfir yngsta hluta Heimaeyjar,
Ofanleitishraun, sem talið er
að sé 5000 ára gamalt, komið
úr gíg Helgafells. Mörgum þyk
ir spennandi að koma upp á
Stórhöfða í 122 metra hæð þar
sem er mesta veðravíti á ís-
landi, en oft er þar einnig logn
og á Stórfiöfða notum við einn
i'g tækifærið og skoðum einn af
fjölmörgum hellum Eyjanna,
Stórhöfðahelli. Á bakaleiðinni
stöldrum við hjá Ræningja-
tanga, þar sem Tvrkir réðust
upp 1627 og óttalegasiti atburð-
urinn í sögu Eyjanna átti sér
stað þar sem mörg hundruð
Eyjaskeggja voru myrt og
rænd. Þá rifjast einnig upp
fyrir okkur ú mikla barátta,
sem háð hefur verið við'Eyjar
til öfiunar sjávarfanga, en frá
síðustu aldamótum hafa 500
sjómenn drukknað við Vest-
mannaeyjar.
Þá skoðum við Landakirk.ju,
eina elztu kirkju Islands,
byggða 1776. Þá má til dæmis
halda til byggðasafnsins þar
sem er feikilega yfirgripsmikið
safn muna úr hinum bragð-