Morgunblaðið - 30.03.1972, Síða 5

Morgunblaðið - 30.03.1972, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972 5 mi'klu þáttum atvinnu- og mann líf's í Eyjum og enginn skyldi láta hjá líða að skoða fiska- safn Eyjanna, sem er á heims- mælikvarða í flokki lifandi fiskasafna. Þar geta menn vingazt við þann gula, bros- andi steinbíta og aðra helztu nytjafiska hafsins við ísland auk fjölbreytts sjávargróðurs. Þá er upplagt að fara á trillubát í einhverja af sjávar- hellunum við Eyjar, komast i nálægð við björgin, sigla fram ála og sker og kynnast undra- heiminum í bygginigu „safir- anna“. Ef einhver hefur verið leiður á lifinu í upphafi slíkr- ar ferðar, er sú flensa fyrir björg innan tíðar, því æv- intýrabústaður er framundan. Þá er ekki síðra að ganga á fjöll Heimaeyjar, sem er mjög gott að ganga á, en fjöl- breytnin í landslaginu er sí- breytileg. Ef gott er veður er slegið upp balli á þilfari Gullfoss og dansað næturlangt og ef ein- hver heldur að það sé kalt má minna á að samkvæmt veður- skýrslum siðustu 60 ára, eru Vestmannaeyjar veðursælasti staður á landinu þó að hann sé ekki lygnasti staðurinn, enda heyrist ekki ósjaldan í útvarp inu: „Hlýjast var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. . . stig.“ Ef við læðumst til þess, án þess að Eyjaskeggjar sjái til, að líta til meginlandsins, þá blasir Eyjafjallajökull við í allri sinni dýrð, TindafjEdlajök- ull, Hekla, Þrihymingur og fleiri merk fjöll, en við skul- um snúa okkur aftur að Gull- fossi þar sem hann liggur í hinni öruggu höfn Vestmanna- eyja, þar sem er heimili fiski- bátanna 100 og smábátanna allra einnig. I Gullfossi er nefnilega verið að gera út leið angur til þess að sjá bjargsig og af þvi má enginn missa. Annars er margt hægt að gera. Sumir fara til Eyja til þess að spila golf í Herjólfsdal, sumir til þess að keppa i sjóstanga- veiðimótinu um hvitasunnuna, sumir til þess að kynnast sér- stæðu náttúrulifi Eyjanna og einstæðu landslagi, sumir til þess að slappa af og það er hvergi betra, þvi fólk á svo auðvelt með að blanda geði við umhverfið og finnast það vera hluti af þvi, en hins vegar er engan veginn mögulegt að rekja kosti Eyjanna fyrir ferða menn i stuttri grein. Það er að eins hægt að vekja athygli á nokkrum þáttum, sem grípa mann strax. Vekja athygli á Áð í fjallgöngu á Blátindi I smalaniennsku í Iílliðaey einum af f jölmörgum stöðum landsins, sem bjóða upp á við- kynningu sem slær langt út flandri um útlenda breiðvegi, næturklúbba, manndrepandi hita. Vekja athygli á ferð til eins af þeim stöðum landsins, sem allt of margir landsmenn hafa aldrei séð, en hafa þó leitað langt yfir skammt með ferðalögum til fjarlægra landa Það er að minnsta kosti mín reynsla eftir ferðalög um fjöl- mörg lönd að ekkert þeirra komist í hálfkvisti við ísland sem land þess, er nýtur ferðar á fagra staði, þar sem minning in eignast án nokkurrar fyrir- hafnar ómengað villiblóm. — á. j. Flughraði 950 km á klukkustund í 10 km hæð, Flugtímí tíl London og Kaupmannahafnar um 2Va klukkustund. Flugþol án víðkomu er 4200 km. Rúmgott, bjart, farþcgarými. búið sann- kölluðum hægindastólum. Ákjósanlcg aðstaða fyrir hínar lipru flugfreyjur Flugfélagsins til a'ð stuðla að þægilegri og eftirmínnilegri ferð. Flugáhöfn þjálfuð og menntuð samkvæmt ströngustu kröfum nútímans. |!- Hreyíiarnir þrir, samtals 16000 hestöfl, cru aftast á þotunni. Farþegarýmið verður því hljótt og kyrrlátt. Reynslan sýnir, að við höfum valið rétta leið ínn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur mestrar hylli í heiminum. Rúmlega 900 þotur eru af þeirri gerð i almennu farþega- flugi, Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært að meta, hvernig tekizt hefur í Boeing 727 að sameina hraða og þægindi. FLUGFÉLAC /SLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐl - ÞÆGINDI Flugvélin er búin sjálf- virkum siglíngatækjum og fullkomnum öryggisút- búnaði. Boeing 727. ilplfl 'ö •• O- ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.