Morgunblaðið - 30.03.1972, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
Ibúar Kaspahverfisins í Tetuan — matvælaniarkaður. Lif-
andi hænsn til sölu.
lyndl. Il’verfi þetta í Tangier
hefur ekkert breytzt öldium
saman, enda er sem komið sé
inn í gráa fomeskju og hiugtök
eins og hreinlæti og þrifnaður
eru enn óþekkt fyrirbæri. Mik
ið er af örkumla fó’.ki, betlandi
og volandi, sem satt bezt að
segja er ekki skriitið, því að
hin minnsta húðrispa og sár,
hlýtur að vera lífshæittulegt.
Ungan mann sá ég með djúp-
an skurð á fæti. Hann lá í sól-
inni og virtist blunda. En í sár
inu, sem úr vall bióð, úði og
grúði af flugum. Ég velti því
íyrir mér, hvernig á þvi stæði,
að fólk lifði slíka áverka af og
sannfænðist um að ef það gerð-
ist, væri það einungis hunda-
heppni fiólksins sjáliís að
þakka.
íslendingarnir, sem gengu
þama urn í svo framandi um-
hverfi, minntu á leikskólaböm,
sem fara í göraguferðir með
fóstrum. J>að vax engu lí’kara
en miJli þeima væri snúra, sem
ailir héldu sér i. Fremstur
gekk svo ieiösögumaðuriinin,
enskumælandi Múhameðstrúar
maður, sem hafði notið þeirrar
fullnægingar lífsins að komast
til Mekka. Hann leididi okikur
beinustu leið á markað einn,
þar sem Islendingamir gátu
keypt naagjiu sína af marokk-
ónskum leðurvamimgi, listilega
skneyttum og útfSúruðum. Þar
var verð á vamingnum allt
nokikuð háitt, en unnt var að
pnútta eftir vild og fslending
arnir gerðu það óspart. t>ó
sagðd einn ungur maður, sem
virtist bera óblandna um-
hyggju fyrir ferðamönnunum
við mig eitt sinn og leiddi mig
afsíðis: „Uss, þú átt ekkert að
kaupa i dag. Komdu heldur
einn á morgun, þá færðu allt,
sem hér fæsf á miklu lægra
verði. Leíðsögumaðurinn er á
prósentum og allt er helmingi
dýrara í dag.“ Ég þakk-
aði mainninum fyrir, en hugs-
aðd um það eitt, að heldur lit-
ist mér iila á að ganga einn
um þetta hverfi á mortgun. Ör-
yggiskenndin af fylgd Islend-
inganna og leiðsögumannsins
var fölskvalaus og kannski var
hún líka dýra verðsins virði.
Það fer litið fyrir einum Is-
iendingi þar suður frá — hvað
þá ef hann nú lika týnist í
ranghöium hverfisins og þessa
mannlega sora.
ÞaS var eins og allir vörp-
uðu öndinni ögn léttar er aft-
ur var komið í þægilegt hótel-
ið. Menn notuðu sundlaugina,
áður en setzt var að kvöld-
verðarborði, maturinn var
áigætur og um kvöldið var hald
ið á næturklúbb niður við
ströndina, þar sem skoðaður
var magadans. Þar hittum við
danska stúlku, sem verið
hafði í Marokkó í nokkur ár.
Vesalings stúlkan sagði sinar
farir ekki sléttar. Hún hafði
þann starfa í klúbbnum að bjóða
upp ferðamönnum og koma llfi
í dansinn. Hún vildS helzt kom
ast heim til Danmerkur og
hún spurði Okkur, hvort við
gætum hjálpað sér. Við töidum
það vist. Og þar sem við rædd-
um um möguleika þess, að hún
kæmist heim, kom stór og mik-
ill Arabi, sem augsýnilega leizt
ekká á eintal oklíar við kon-
una, þreif hana til sin
og sprautaði hana með ein-
hverju lyfi. Við stóðum upp og
ætliuðum að móbmæla þessari
meðferð á konunni, sem var að
komast í vímu. En maður-
inn gerði okkur skiljanlegt í
fáum orðum, að Annette væri
alsæl hjá sér og við sky’dium
ekki voga okkur að hafa
áíhyggjur af henni. Auk þess
væri hún konan sin.
Næsta dag var haldið til
Tetuan, fornrar höfuðborg-
ar Marokkó. Þar var skoðuð
höll Hassans II, Maroikkókon-
ungs og bar sú höli öll svip
af byggingali.st Máranna með
alabastursútflúri og mosaik,
sem áreiðanlega hefur tekið
óskaplegan tirna að reisa. Þar
birtust andstæður Kaspahverf-
isins fyrir u.tan —- gullslegið
Ungitr Islendingrur á úlfaUlabaki.
hásæti konungsins Ijómaði, en
skyldi almúginn fyrir utan
nokkru sinni hafa liitið það aug
um? Koniungurinn situr nú í
1
GODAR
FERMINGAR
GJAFIR
FRÁ KODAK
lC
3 Kodak lnstamatlc-X myndavélar,
sem ekki nota rafhiöður við flashlampa,
Eru til stakar og í gjafakössum.
Kodak Instamatic — gjöf sem gleður.
HANS PETERSEN
BANKASTR.
GLÆSIBÆ
— SÍMI 20313
— SÍMI 82590
Kodak
Instamatic
55-X
kr. 1.579.00
Kodak
Instamatic 155-X
kr. 1.999.00
Kodak
Instamatic 255-X
kr. 3.057J3O
Rabat, borg rúmlega 100 km
fyrir norðan Casablanea.
Kaspahverfið í Tetuan var
engu betra en í Tangier, en þó
ofbauð IsLendingnum ekki eins,
enda fólkið orðið veraldarvant
frá Kaspahverfinu í Tangier. Á
leiðinni til Tetuan ókum við
fram á úlfaldalest og fyrir jafn
virði 50 til 60 íslenzkra króna
gat maður fengið að sitja úlf-
alda. 1 hópnum voru um 90 Is-
lendingar og auðvitað þurftu
allir að reyna þessa nýlundu,
að sitja úlfalda. Notaðir voru
tveir úlfaldar til þess að svala
þessari þrá landans og vesa-
lings dýrin þurftu að setjast og
standa upp að meðaltali
45 sinnum i hitanum og svœkj-
unni. En þar var engin misk-
unn, eigendur dýranna þunfitu
á skildingunium að halda og þvi
voru þau pískuð áfram. Hver
og einn fékk síðan af sér
mynd á úlfaldabaki.
Það má næstuim segja að ann
ar hver maður I þessum Kaspa-
hverfum sé einhvers konar
sölumaður. Frá því er komið er
inn í þessi hverfi og þar til
þau eru yfirgefin fýlgir manni
urmull alls konar manna með
teppi, töskur, skartgripi og
fleira og fleira, og þeir vilja
óllmir selja. Tösku eina rauða
úr kamelskinni keypti ég í Te-
tuan fyrir utan skóla einn, sem
skoðaður var. Hún átti að
kosta tvö þúsund peseta,
en mér tókst ioks að fiá hana
fyrir eitt þúsund. Skömmiu sið-
ar hiitbum við svo söiumanninn
á ný og bar hann sig þá aum-
lega, við hefðum prettað sig.
Konan min sá þá aumur á
manninium og gaf howum tvo
vindlingapakka að auki. Varð
hann þá harla glaður við
og vonandi hefiur hann ekki
fengið bágt fyrir viðskiptin
hjá yfirboðara sínum. Bawda-
rískir vincQingar eru giulis
ígildi á þessum sióðum og ekki
lakari gjaldmiðill en beinharð
ir peningar.
Þegar farið var um borð l
ferjuna á ný, sem flytja skýldi
okkur til Spánar fylgdu þessir
litliu kaupahéðnar enn og síð-
ustu viðskiptin, sem fram fióru
milii þeirra og íslendingann*
voru gerð yfir borðistokkinn
um leið og skipið fór frá
bryggju. Þegar til Spán-
ar kom — fannst mér sem ég
væri kominn heim. Þanni.g get-
ur tilfiwningin verið afstæð og
svo framandi getur eitt um-
hverfi verið að annað fram
andi umhiverfi, sem svipar held
ur til þess, sem viðkomandi er
vanur — getur orðið sem hans
eigið. Eitt er vist, að eftir að
hafa kynnzt svo mannlegum
sora. sem ég gerði í þessari
ferð, met éig enn betux þau
•gæði lifsins, sem við ís’lending
ar búium daglega við — og tök-
um alla jafna ekki eftir.
— mf.