Morgunblaðið - 12.04.1972, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.04.1972, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍ'L 1972 7 ni!iiiiiii!iiiii]iiii!i]i!i!!iiiii!iiiiii!ii)ininniniii!niiiiii!inniiiniiiiiiiniiiiiiii]iiiiiiiiiii]iiiini]{|| | jCRNAÐ HEILLA i lllllll|[lllllfllllilllllllllllllll]lll]lllllilillllll!l!llllll)llllilllj|||]|]ilil!l]tlllll!l]|]|]|]|inill)lll!lll La'Uigardagiim 25. marz voru gefin saman í ihjóaiaiband í Rú- staðakirkju af sr. Jónasi Gisda- syn-i ungfrú Auðbj'öng Eriings- dótitir og Halldór B. Kristjáns- son. Hejmili þeirra verður að Irabakka 22 R. Ljósm. Studio Guðmundiar. í styttingi „Segðu mér annars, hvað or- sakaði sprenginguna í katl inum?“ „Ja, það get ég svo sem. Vél- stjórinn var fuEur, en ketillinn tómur.“ Sýning Schmidt í Bremen Alfred Sdhm’.dt, listamaður íná Þýzkalamdi er vel kunnug- ur íslendingum. Hann hefur haidið sýnimgu á grafiskum verkum sínum á Moikika 1971. Hann h'aut í verðlaun 1954 ferð með -flogara hringinn kr nigum ís dand, og hefur siðan tekið ást- fóstri við landið, og margar mymda hans eru af is’enzku iandslagi. Aiifred Sohimidt sýnir um hessar mundir í Galerie Sdhnoor í Bremen graif'ik frá Is landi, oig ber sýningin nafn ís- lands. Að neðan birtist mynd af auglýsingu um sýninguna og mynd af Aifred Sohm dt, ssm tókin er af Agili Sigurðssyni í Reykjavik. Ðlátter der Serigrafien-Serie „lsland“ Galerie Schnoor, Bremen April 1972 DAGBÓK MRMNM.. BANGSIMON og vinir hans „Auðvitað.“ „Það er gott,“ sagði Bangsímon. „Já, því ekki væri gam- an ef það væri alltaf áhyggjufullt og óttaslegið,“ sagði Grislingurinn. Hon- um leizt ekki á blikuna. „Tígrisdýr eru aldrei áhyggjufull og óttaslegin lengi í einu,“ sagði Kan- inka. „Þau komast furðu fljótt yfir það. Til að vera alveg viss, spurði ég Ugl- una að því, og hún sagði, að það væri alveg rétt. En ef við getum látið Tígris- dýrinu finnast það vera lítið og áhyggjufullt — þó ekki sé nema fimm mínút- ur — þá höfum við gert góðverk.“ „Mundi Jakobi finnast það líka?“ spurði Grisling- urinn. „Já,“ sagði Kaninka. „Hann mundi segja: „Þú hefur unnið þarft verk, Grislingur. Ég mundi sjálf- ur hafa gert þetta, en ég er bara svo önnum kafinn við annað. Þakka þér fyr- ir, Grislingur,“ og það sama mundi hann segja við Bangsímon.“ Þá létti Grislingnum og hann skildi nú, að Tígris- dýrið hefði bara gott af þessu, og þar sem Bang- símon og Kaninka tækju þátt í þessu líka, þá gæti hann vaknað glaður og öruggur um sig á morgn- ana, jafnvel þótt hann væri mjög lítið dýr. Nú var bara spurningin sú: Hvar átti að láta Tígris- dýrið villast? „Við skulum fara með Tígrisdýrið á Norðurpól- inn, því þangað er langur leiðangur og því verður langur leiðangur fyrir Tígrisdýrið að komast heim aftur.“ Bangsímon varð glaður, þegar hann heyrði þetta, því að það var hann, sem hafði fundið Norðurpólinn og þegar þangað kæmi, mundi Tígrisdýrið sjá skiltið, þar sem á stóð skrifað: „Norðurpóllinn. Bangsímon fann hann,“ og þá mundi Tígrisdýrinu verða ljóst, hvers konar bangsi hann Bangsímon var, ef hann vissi það þá ekki nú þegar. Nú var ákveðið, að þau skyldu leggja af stað næsta morgun. Kaninka átti heima rétt hjá Kengúru og Kengúrubarninu og Tígris- dýrinu og hún átti því að fara og spyrja Tígrisdýrið, hvað það ætlaði að gera næsta dag, og ef það ætl- aði ekki að gera neitt sér- stakt, hvort það langaði þá ekki til að koma með í leiðangur. Ef Tígrisdýrið segði: „Jú,“ þá væri það ágætt, og ef það segði: „Nei,“ þá „En það segir ekki nei,“ sagði Kaninka. „Látið þið mig um það,“ og með það fór hún. Næsti dagur var allt öðru vísi. Það var ekki sólskin og gott veður, heldur kalt og svo var þoka. Bangsím- on var svo sem sama sjálfs sín vegna, en þegar hann hugsaði um allt hunangið, sem bíflugurnar mundu ekki búa til þegar veðrið var svona, þá tók hann alltaf sárt til þeirra. Hann sagði það við Grislinginn, þegar Grislingurinn kom að sækja hann, en Grisl- ingurinn sagði að sér stæði á sama um býflugurnar. Hins vegar hugsaði hann mikið um það, hve óhugn- anlegt væri að eiga að vill- ast allan daginn og nóttina með úti í skóginum. En þegar hann og Bangsímon komu til Kaninku, sagði Kaninka að þetta veðurlag hentaði þeim einmitt lang bezt, því að Tígrisdýrið þyti alltaf á undan öllum öðrum og um leið og það væri komið úr augsýn, þá gætu þau snúið við og þá mundi Tígrisdýrið aldrei sjá þau framar. „Aldrei framar?“ spurði Grislinngurinn. „Jú — auðvitað, jú, jú, en ekki fyrr en við finnum það aftur. Á morgun eða .... eða hvenær það nú verður. Við skulum koma. Það bíður eftir okkur.“ Þegar þau komu heim til Kengúru, kom í ljós, að Kengúrubarnið, sem var einn nánasti vinur Tígris- dýrsins, beið líka. Það gerði málið nokkuð flókn- ara, en Kaninka hvíslaði og hélt löppinni fyrir munninum: „Látið þið mig um þetta,“ og svo fór hún til Kengúru: „Ég held, að það sé ekki ráðlegt, að Kengúrubarnið komi með okkur,“ sagði hún. „Ekki í dag.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði Kengúrubarnið, sem reyndar átti ekki að heyra, það sem Kaninka sagði. „Það er svo hráslagalegt úti í dag,“ sagði Kaninka og hristi höfuðið. „Og þú varst að hósta í morgun.“ „Hvernig veizt þú það?“ spurði Kengúrubarnið. „Ó, barnið mitt, þú hef- ur ekki sagt mér frá því,“ sagði Kengúra ávítandi. „Ég var bara að ræskja mig,“ sagði Kengúrubarn- eg frá ið, „svo mér fannst ekki þurfa að segja því.“ „Þá er betra að þú sért heima 1 dag og farir held- ur með seinna.“ „Á morgun?“ sagði Kengúrubarnið með eftir- væntingu. PRflMHRLÐS Sfl&fl BflRNflNNfl DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND rliiiill

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.