Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAEHÐ, MCÐVCKUDAGU'R 12. APftfL 1972 17 Ólafur G. Einarsson, alþm.; „Að loknum fyrsta áfanga6í Þjóðviljinn birti þann 6. þ. m. grein með ofanigreindri fyrirsögn eftir Ólaf Jónsson, Kópavogi. Greinin er enn ein tiilraun stjómarliða fi'l þess að sýna fraim á ágæti hins nýja sikattkerfis, bæði fyrir ein- staklinga og sveitarfélög. Höf- undur greinarinnar var einn af þeim, sem sömdu tekj v- stofnafrumvarpið, og mætti þvi ætla, að hann hefði mögu- leika umifram aðra renn tii þess að fara með rátt mái, en annað kemur á dagmn við lestur greinarinnar. En að sjálfsögðu er hér uim beint, og í sjálifu sér eðlifeigt, framhald að ræða á þeirri bilekkimgar- iðju, sem stjómarliðar hafa haldið uppi, frá því sfcatta- frumvörpin vorr lögð fram í desembermánuði. Anners er í sjálfu sér að- dáunarverður sá fcjarkur, sem lýsir íér í skrifum sem þess- um, þegar svo skamrnt er til þeiss tíma. er hver og einn gjaidandi fær óræka sönnun fyrir þeirri sfcattpíningu, sem hann á í vændum. Ekki ætla ég að halda því fram, að hér sé vísvitandi verið að blekkja, sennilegra er að höfundur viti ekki betur. Það er þó liitil af- sökun, þegar um er að ræða mann, sem tók þátt í samn- itigu laganna. Það kann að virðast óþarfi að svara grein sem þessari þegar svo sikammt er í þá sönnun, sem allir roumu finna fyrir. Þó eru nokkur atriði, af mörgum, sem ekki verður komizt hjá að gera að vrntals- efni. „HIÐ ÓNOTHÆFA KERFI“ I greininni ræðir Ólafur um hið öhæfa tekjustofnakerfi, sem gilt hefur fyrir sveitar- félögin, og gerir mikið úr því, hve tekjustofnarnir hafi nýtzt misjafnlega. Nefnir hann þar „algjöra sérstöðu Reykjaví’k- urborgar, sem ekki hafi þurft að nýta að fuililu sina tekju- stofna“, en þar hefur undan- farin ár verið veittur 6% af- sláttur frá útsvarsstiiga. Hon- uim virðist ókunnugt um það, að það voru 134 sveitarfélög af 225, sem veittu afs'látt frá útvarsstiga 1971, frá 5% og allt að 70%. Þessi sveitarfé- lög höfðu samtais 141.362 íbúa. 70 sveitarfélög með 54.523 íbúa notuðu útsvarsstiga óbreyttan, en 21 sveitartfélag með 8.687 íbúa þurfti að nota álagsiheimild, hæst 30% og var það hreppur með 101 íibúa. Því fer mjög fjarri að ástæður fyrir útsvarsafslætti í öllium hinna 134 sveitarfé- laga hafi verið þær, að tekj- ur manna þar hafi verið svo mifclu hærri en í hinuim, sem ekki veittu afslátt. Ástæðumar eru miklu fremur mismunandi mifcil þjónusta, sem sveitarfélögin veita borgurunum. Má þar nefna flesta sveitarhreppana, sem veita ekki þetgnum sínum sömu þjónust'U og þéttbýlis- staðir. Þar eru menn meira sjálfum sér nógir og eiiga þar af leiðandi að hafa rneiri ráð- stöfunarrétt á tekjum sínum. Slí'kt er eðli'legt og sjá'lfsagt. Og i mörgum þessara sveitar- félaga hafa meðaltekjur verið mjög lágar. Við gerða breyt- ingu á tekjustofnaiögunum verður áfram veittur afsláttur frá útsvari í þessum sveitar- féiögum, vegna þess, að út- svar er nú, fremur en áður, lagt á hinar lægstu tekjur. Hins vegar hafa breytingam- ar það í för með sér, að tekj- ur þéttbýlissveitarfélaganna eru skertar svo, að þau geta ekki veitt borgurum sinum þá þjónustu, sem þeir óska, nema með þvi að beita öliium álagslieimi'ldum. Er þetta gert með hagsmuni einstakling- anna fyrir augum? Ólafur Jónsson er varabæjar fuMtrúí í Kópavogi. Hann veit því að teggja verður 10% álag á útsvör og 50% áilag á fast- eiignaskatt í Kópavogi á þessu ári ti'l þess að bæjarsjóður nái saman endum í fjárhagsáæti- un sinnL DREIFING VALDSINS Ólafur eyðir nokfcrum orð- um í það að útisfcýra þá sér- stöbu samstöðu, sem sé innan núverandi stjómarflokka, um að dreifa valdi og fjármagni út tiil smærri stjómareininga, en ætlar rifcisvaldinu það verkefni að skipuleggja og hafa eftirlit með stjóm sveit- arfélaganna á félags- og menn ingarmálum. Það er eitt að hafa skoðun og annað að breyta í sam- ræmi við hana. Sé þetta skoð- un stjórnarflokkanna, hvers vegna er þá löggjöfin þannig sniðin, að hún hlýtur að teiða til þess gagnstæða? Það er vegna þess, að hér hefur vilji Alþýðubandalagsins ráð- ið sem fyrr í stjórninni. Þeir viilja öllu stjóma út frá ein- um punfcti, einum manni helzt, eins og dæmin sanna. Þeim kemiur ekfcert við vitji einstaklinganna eða samtaka þeirra út um hinar dreifðu byggðir, en auðvitað verða þeir að tala með öðrum hætti meðan enn þarf að halda kosningar samikvæmt þvi fcerfi, sem þeir vilja koll- varpa. Svo halda menn að Alþýðu- bandalagsmenn hafi einhverj- ar aðrar skoðanir en hús- bændur þeirra austan tjalds. NÝ HEIMILD SKATTAYFIRVALDA TIL AÐ ÁÆTLA MÖNNIIM TEK.TUR 1 hinum nýju tekjustofna- lögum er svofeMt ákvæði: „Nú vinnur einstakUngur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aði'la, við eigin atvinnurekst- ur eða sjálfstœða starfsemi, og er þá sveitarstjóm heimilt, er sérstaktega stendur á, að Ólafur G. Einarsson. ákveða, að tekjur sMfcra aðila til útsvars verði ákveðnar ef'tir þvi, sem ætla má, að laun þessara aðila, miðað við vinnutframlag þeirra, hefðu orðið, ef þeir hefðu unnið starfið í þágu annars aðila.“ Ólafur er undrandi á því, að ég „skuli hafa talið þetta ákvæði einn af ókostium frumvarpsins, og að ég virð- ist hafa gert mér ljóst, hverj- um þingmepn Sjálfstæðis- ftokksins eigi að þjóna“. Það er alveg rétt hjá Ólafi, að ég hef eins og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, gert mér þetta ljóst og þar skitur á mil'li okkar og þingmanna Alþýðubandalags- ins. Við teljum það skyldu okkar að gæta hagsmuna borgaranna gegn sívaxandi ásælni hins opinbera. Við erum andvigir því, að misvitur sveitarstjórn geti af Framhald á bls. 20. Björn Vignir Sigurpálsson: Kvikmyndir The French — verðugur hafi * Oskarsverð- launanna THE French Connection — myndin sem hlaut flest eftirsóttustu verðlaun Óskarshátíðarinnar að þessu sinni (sjá frétt bls. 12) er á ýmsan hátt svolítið annars eðlis en gerist og gengur um Óskarsverðlaunamyndir, og að mínum dómi í öðrum og betri gæðaflokki. Jarðvegurinn, sem þessi mynd er sprottin úr, er líka um margt sérstæðari en við eigum að venjast úr bandarískri kvikmynda- framieiðsilu. Efniviður hennar er að öllu teyti sannsögulegur, hetja mynd- arinnar eða andhetja er á lífi og býr í New York. „Þaö sem fyrst og fremsit einkenn- ir mig er eftirfarandi: Ég drekk bjór, sef hjá hórum og gef á kjaft- inn.“ Með þesisum orðum lýsti hetj- an sjálfum sér í fyrsta samtali sínu við leikstjóra myndarinnar, Wiilliam Friedkin, þegar undirbúningur að handriti hennar hófst. Friedkin hefur viðurkennt, að þessi ummaeli hafi skelft sig mjög, enda hafi þau brotið algjörlega í bága við frjáislyndar skoðanir sínar. Eigandi þessara um- mæla var harðsvíraðasti lögregliu- maður eiturlyfjadeildar New York- lögreglunnar — maðurinn sem eitur- lyfjasalar og -neytendur borgarinnar óttuðust mest og átti þá rós í hnappa- gjatimu að hafa komið upp um eitt miesta eiturlyfjasmygl aldarinnar; 55 kg af hreinu heróíni — magn sera Connection hefði nægt öllum eiturlyfjaneytend- um Bandarikjanna i 8 mánuði. Um hann og þetta smygl fjaJlar myndin. „Ég hóf gerð myndarinnar með hugann uppfuMan af ríkjandi viðhorfum," segir Friedkin. „Ég var andstæðingiur hvers kyns lögregluof- beldis. En þegar ég hafði lokið gerð myndarinma.r hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu að það væru til fleiri hliðar á þessu máli. Ég komst ekki hjá því að setja mig í spor hans, og það gjörbreytti öllu; fara einn út á strætin og berjast gegn eitur- lyfjabröskurunum. Þeir voru ekki að vanda meðulin og létu ekkert hindra sig, og hann hefur fljótlega gert sér ljóst, að hér gilti lögmálið auga fyrir aiuga og tönn fyrir tönn.“ „Það er líka staðreynd," segir Friedkin ennfremur, „að níu tíundu ailmennings líta á þennan mann sem hetju; i þeirra augum er hann maður- inn sem tókst næstum því að fram- kvæma verkefni sitt — aðeins til þess að vera fjarlægður úr röðum lögreglunmar og settur á eftirlaun." Friedkin kveðst aldrei hafa kynnzt manni, sem hafi verið jafn upptekinn af sjálfum sér, og siðfræði hans sé svo frumstæð að vart sé viðeigandi að fjölyrða um hana. Samt sem áður búi í honum manngæzba, viðkvæmni og vinsemd. Hann sé ekki dæmigerð lögga heldur einstæður á sinn hátt. „Hann er þó fyrst og fremst af- sprengi umhverfis síns, og þess vegna er myndin miklu fremur um hann en hið annáLaða eitiurlyfjamál.“ Yið undirbúning miyndarinmar eyddi Friedkin mörgum mánuðum með téðum lögreglumanni, og fyrr- um samstarfsmönnum hans í eitur- lyfjadei'ldinni í því skyni að kynnast starfsaðstöðu og vettvangi þessarra manna sem bezt, svo og kannaði hann helztu staði, þar sem atvik eit- urlyfjasmygisins gerðust. Sama gilti um Gene Hackman, sem fer með hlutverk lögreglumannsins og hlaiut óskarsverðlaunin nú fyrir vi'kið. Samkomulaigið milli hans og lög- reglumannsins var að vísu ekki upp á marga fiska í byrjun. Löggan krafðist þess að fá að leika hlutverk- ið sjálfur og þega-r þvi var hafnað vildi hann fá Rod Taylor í hlutverk- ið. En eftir því sem myndin þróaðist batnaði samkomulagið, samvinnan varð æ nánari og nú eru þeir nánast óaðskiljanlegir vinir, að sögn Friedk- ins. Víkjum þá að myndinni sjálfri. Hún hefst í Marseille í Frakklandi, þar sem franskur auðmaður (leik- inn af Fernando Rey) er í óða önn að undirbúa heróínsmyglið til Banda- ríkjanna. Því næst er klippt yfir til New York, þar sem söguhetja okk- ar og samstarfsmaður hans eru komn ir á spor smáglæpamanns, sem þeim finnst hegða sér æði undartega. Enda þótt þeir hafi ekkert fyrir sér, ákveða þeir að gefa honum gætur og fyr.ir bragðið komast þeir á snoðir um heróínsendinguna án þess þó að geta sannað hvemig hún hafi komizt til landsins né hvar hún sé niðurkom- in. Þegar hér er komið sögu eru yfir- menn eiturlyfjadeildarinnar farnir að ókyrrast, telja þá félaga fara villa vegar og þeim er fyrirskipað að hætta aiskiptum af málinu. Sögu- hetjan lætur sér ekki segjast, held- ur rannsókninni áfram upp á eigin spýtur og eftir miklar sviptingar tekst honum að afhjúpa smyglið og aðstandendur þess — nema hvað for- sprakkinn kemst undan. Til að undirstriika hinar sannsögu- legu rætur efnisins hefur Friedkin flarið inn á þá braut í leikstjórn sinni að láta hana svipa sem mest til heim- iildairmyndar. Til að mynda notar hann i þeim tilgangi daufa liti, sem við eigum oft að venjast úr frétta- myndum, og gefur henni aukið heim- ildarlegt gildi. Mörg atriði myndar- innar verða mamni minnisstæð. Má þar nefna eltingaleikinn milli sögu- hetjunnar í stolnum bíl og leigumorð- ingja forsprakkans í almennings- lest í einu úthverfi New York. Ef að líkum lætur verður þetta atriði mik- ið stælt í ókomnum myndum um svipað efni. Má á ýmsan hátt líkja því við eltingaleikinn fræga í Bullit, og er þó jafnvel emn betur unnið. Eins má nefna ýmis atriði, sem lýsa hinum — að því er virðist — enda- lausu biðum lögreglumannanna að nóttu og degi í nepju vetrarins með- an þeir veita glæpamönnunum eftir- för. Eða lokaatriði myndarinnar, þegar söguhetjan skýtur samstarfs- mann sinn í misgripum fyrir for- sprakkann og hvernig Hackman tekst svo meistaralega að lýsa al- gjöru miskunnarleysi lögreglumanns ins, er hann uppgötvar að það er samstarfsmaður sem liggur þarna í blóði sínu í stað forsprakkans. í sam- einingu tekst þeim Friedkin og Hackman að skapa óvenju heil- steypta persónulýsingu — þeir draga fram flókna og mótsagnakennda skapgerðarþætti lögreglumannsins og reyna hveng.i að milda eða fegra frumstætt siðgæði hans. Myndin verður algjörlega hlutlaus — hún tekur hvorki afstöðu með né gegn vinnubrögðum lögreglunnár, en engu að síður verka.r hún afstöðu- hvetjandi á áhorfandann. Aðalper- sóna myndarinnar vekur i senn við- bjóð og samúð. Það fer ekki fram hjá neinum, að það er umhverfið sem hef ur mótað þennan mann, sem lifir og hrærist í sora mannlífsins, þar sem öll lögmál siðmenningarinnar, eins og við þekkjum það hugtak, hafa raskazt og hrunið til grunna. En rétt- lætir þetta vinnubrögð og hegðan lögr'eglumannsins, sem unnið hefur eið að þvi að vernda lög og rétt þjóð- félags síns og heitið því að vinna i þeim anda? Þessari spurningu verð- ur hver og einn að svara fyrir sig og þannig fer ekki hjá því að myndin veki áhorfendur til umhugsunar. Franihald á hls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.