Morgunblaðið - 12.04.1972, Side 21

Morgunblaðið - 12.04.1972, Side 21
 MORGUNBLAEÆÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1972 21 Guðni Þór Bjarnason, leiksviðsstjóri Fæddur 30. ágúst 1920. Dáinn 4. apríl 1972. 1 dag er Guðini Þ. Bjamason, leiksviðsstjóri Þjöðleikhússins toorinn tii hinztu hvfflu. Guðni var einn elzti starifsimaður Þjóð- lelkhússLnis. Hafði umniið því £rá stofnun þess og féll á sínum pósti mitt í dagsins önn. Þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á skrifstofu mina á þriðjudags- morguninn eftir páskahátíðina, var það mitt fyrsta verk að biðja símastúlkuna, eins og raun ar vel flesta morgna, að ná í Guðna og biðja hann að koma inn til min. Ég fékk það svar að Guðni hefði skroppið erinda leikhússins út í bæ en myndi koma fljótiega aftur. Nokkru siðar var hringt inn til min og sagt að Guðni hefði fengið að- svif og sjúkrabill verið fenginn til þess að flytja hann á sjúkra- hús og hann væri á leið þangað. Stuttri stundu síðar var hringt til mín af sjúkrahúsinu og mér sagt að Guðni væri látinn. Þetta var þungt áfall fyrir mig per- sónulega og Þjóðleikhúsið í heild. Við Guðni höfðum starf- að saman við Þjóðleikhúsið svo til frá stofnun þess, eða í meira en 20 ár, og rætt saman um hin daglegu verkefni og ráðið ráð- um okkar um hin fjölþættu úr- lau'snarefni í daglegum rekstri, svo að segja dag hvern í öll þessi ár. Guðni og Þjóðleikhús- ið var í huga mér orðið, á viss- an hátt, samrunnið hugtak og ekki að ástæðulausu. Guðni ann aðist útvegum flestra hluta, sem þurfti við uppsetningu hvers leikrits og verkstjórn við gerð allra leiktjalda og hann vann að úrlausn með leikstjórum og leik myndateiknurum að þvi hvernig hver sýning færi haganlegast á sviðinu, sem auðveldust og hröð ust í skiptingu og í þvi var hann meistari. Hann var frábær í starfi sínu sakir einstakrar út sjónarsemi, verkhyggni, dugnað ar og samvizkusemi. Allt sem hann gerði fyrir leikhúsið gerði hann af þeirri umhyggjusemi, á- huga og samvizkusemi sem hann aetti þetta allt sjálfur og alltaf jafn úrræðagóður, hvað sem að höndum bar. Þar við bættist ó- venjuleg skapgerð. Alltaf var Guðni jafnhlýr í viðmóti, róleg- ur og elskulegur, þannig að það var ánægjulegt að vera í návist hans. Með einu orði sagt, Guðni var einstakur mannkostamaður. Samstarfsmenn hans, leikstjórar og aðrir dáðu hann og þótti vænt um hann. Mér er óhætt að segja að hver einasti erlendur leikstjóri og fararstjóri erlendra listamannaflokka, sem gist hafa Þjóðleikhúsið hafi haft orð á því við mig h’vílikur afburðamað ur Guðni Bjarnason væri sem ieilksviðlsstjöri oig hvað þeir æititu honum mikið að þakka við upp- setningu sýninga sinna. Oft þurfti að hafa hraðann á, þegar stórir sýningarflokkar komu og skammur tími til stefnu. En aldrei brást Guðni. Allt stóð heima hjá honum, þótt hann hefði miklu færri mönnum á að skipa en þessir erlendu leik- stjórar voru vanir. Þegar hann hafði sagt að eitthvað væri hægt að gera fyrir ákveðinn tima, þá brást það aldrei. Flestir menn skilja hvers virði slík áreiðan- legheit eru og hvílíkur missir er að sMlkum manni fyrir stofnun- ina og samstarfsmenn hans. Guðni Bjarnason var fæddur I Reýkjaviik 30. ágúst 1920, Sunn- lendingur að ætt og uppruna, sonur Bjarna Guðnasonar tré- smiðs og konu hans Margrétar Hjörleifsdóttur. Bjarni var ætt- aður úr Árnessýslu en Margrét úr Skaftafellssýslu. Guðni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjaviík 1940 og innritaðist I lagadeild Háskólans, en hætti námi eftir stutta námsdvöl þar er faðir hans dó af slysförum og hann þurfti, elztur barnanna, að vinna fyrir heimilinu. Árið 1947 :kvæntist Guðni eftirlifandi konu sinni Þórdísi Magnúsdótt- ur og eignuðust þau eina dóttur, Vilborgu, sem nýlega hefur lok ið hjúkrunarprófi. Með fráfal'li Guðna Bjarnason- ar er stórt skarð höggvið í starfs mannahóp Þjóðleikhússins. Ég veit að allir samstarfsmenn kveðja hann með sárum söknuði og þökk. Mér persónulega er mikill harmur i hug við brott- hvarf mins einstæða og trausta vinar og samstarfsmanns. Ég ásamt konu minni flyt eftír lifandi konu og allri fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðj- ur. Við minnumst öll með sárum söknuði mikils drengskapar- manns. Gurtl. Rósinkranz. Þegar þú ert kvaddur hinztu kveðju, vaknar í huga mínum minning frá okkar fyrstu kynn- um, fyrir nær 30 árum. Mér hafði verið falið að fara með eitthvert smáhlutverk í leikriti hjá Leikfélagi Reykjavíkur og steig þá mín fyrstu spor á „fjöl- unum“ eins og það er kallað. Ég tók strax, fyrsta kvöldið, eftir ungum hávöxnum manni, að tjaldabaki, sem vann öli sín störf af slíkri alúð og ná- kvæmni, að það vakti athygli mína óskipta. Það leyndi sér ekki, að þarna var maður á rétt um stað, með brennandi áhuga fyrir starfi sínu, til þess að sýn ingin mætti takast sem bezt. Slikt er eðli góðra leikhús- manna. Ungi maðurinn, sem hér átti hlut að máli, var Guðni Þór Bjarnason. Við áttum eftir að kynnast mjög náið síðar, bæði í Iðnó og á leiksviði Þjóðleikhúss ins, þar sem við höfum verið sam starfsmenn i 22 ár og á þessum árum bundumst við nánum vin- áttuböndum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þeim 30 árum, sem lið- in eru frá okkar fyrstu kynnum, í gömlu Iðnó. Örar og stórstíg- ar tæknilegar framfarir hafa átt sér stað í allri vinnuitiilhöigun í leikhúsunum. Á sama tíma hefur islenzk leiklist þróazt úr tóm- stundaiðju nokkurra áhuga- manna í ört vaxandi listgrein. Guðni var einn þeirra lánsömu manna, sem lögðu þar hönd að verki. Guðni gerði sér snemma ljóst, að starf í leikhúsi er hópvinna og allt byiggist á náinni sam- vinnu margra einstaklinga. Hvergi má hlekkur bresta ef vel á að takast. Hvert einasta hand tak, hversu smátt, sem það virð- ist vera, þarf að vera unnið af brennandi áhuga fyrir starfinu og af stakri samvizkusemi. Hinn óbreytti starfsmaður að tjalda- baki er jafn nauðsynlegur hlekk ur í þvi samstarfi. Það eru ekki aðeins þeir, sem í sviðsljósinu standa, og þiggja þakkir frá á- nægðum leikhúsgestum, sem eiga lofið og heiðurinn skilið, ef vel gengur. Guðni Bjarnason, var fæddur í Reykjavik, 30. ágúst árið 1920 og var því á 52 aldursári er hann lézt. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1940 og hóf nám i lög- fræði við Háskóla íslands það sama ár, en vegna heimilis- ástæðna varð hann að hætta þar námi eftir skamman tíma. Ungur að árum fór hann að starfa hjá Leikfélagi Reykjavík ur og var hann þá enn í skóla. Þar vann hann þangað ti'l Þjóð- leikhúsið tók til starfa árið 1950. 1 fyrstu var hann ráðinn þangað sem verkstjóri, en siðar tók hann við starfi leiksviðs- stjóra Þjóðleikhússins og hefur nú gegnt þvlí embætti í nær 20 ár. Þar veitti hann forstöðu mannmargri og margþættri tæknideild. Guðni var mikill starfsmaður og virtur og vel lát inn yfirmaður, sem vildi leysa hvers manns vanda. Ljúf- mennska hans var einstök. Þess vegna er hanns sárt saknað af okkur öllum, sem störfuðum með honum. Guðni var kvæntur Þórdlisi Magnúsdóttur, hinni ágætustu konu. Hún bjó manni sínum og einkadóttur þeirra hjóna vist- legt og hlýlegt heimili og þar naut hann góðrar hvíldar eftir annasaman og oft langan starfs dag. Nú að leiðarlokum færi ég þér hugheilar þakkir fyrir einlæga vináttu þína og ánægjulegt sam starf á liðnurn árum. og ég er þess fullviss að ég mæli þar einnig fyrir hönd starfsfélaga minna í Þjóðleikliúsinu. Far þú í friði. — Blessuð sé minning þín. Klemenz •Jónsson. KVEÐJA FRA LEIKURUM ÞJÓÐLEIKHtrSSINS »♦ • • • Á snögigu auigabragði af skorið verður fljótit, l't og blöð n'ður lagði — líf mannlegt endar skjótt." Hallgríinur Pétursson. Þessar sígildu Ijóðlínur sóttu á hug minn, er ég kom i.nn i Þjóð leikhúsið þann 4. apríl s.l., og mér barst fregnin um, að „mað- urinn með ljáinn" hefði farið þar um fyrir stundu, og höggv- ið skarð í starfslið Þjóðleikhúss ins. Hann Guðni Bjarnason, leik sviðsstjórinn olckar var dáinn. Guðni Bjarnason hafði verið leiksviðsstjóri Þjóðleiikhússins um 20 ára skeið. Starf leiksviðs- stjóra er ábýrgðarmikið og eril samt, og nær að vissu leyti til allra, sem koma leiksviðinu við á einhvern hátt. Þess vegna þurftu margir að leita til Guðna, leikarar sem aðrir. Þegar við í dag kveðjum Guðna Bjarnason, minnumst við hans, sem hins heilsteypta, dag- farsprúða og glaðlynda manns, sem alltaf gaf sér tlma tiil að hlusta á og greiða úr vanda þeirra, er á aðstoð hans þurftu að halda. Fyrir hönd leikara Þjóðleik- hússins vil ég leyfa mér að þakka Guðna Bjarnasyni fyrir afbragðs gott samstarf frá byrj un og til hinztu stundar. Ástvinum hans votta ég dýpstu samúð í sorg þeirra. Gurtbjörg Þorbjarnardótt ir. In memoriain. Marga undrar stórlega, þegar þeir i fyrsta sinn kynnast þvi mikla sigurverki sem gengur að baki leikhústjalda, og fæstir leikhúsgestir geta -gert sér nokkra grein fyrir. Hve marga grunar til dæmis, að flatarmál leiksviðs Þjóðleikhússins sé á- líka stórt og áhorfendaplássið? Þó er þetta nauðsynlegt í full- komnu nútímaleikhúsi, sökum þess mikilvæga starfs, sem þar þarf að fara fram til þess að leiksýning geti átt sér stað. Þarna að tjaldabaki vinnur fjöldi manna hin margvislegustu störf, og má þar hvergi skeika fremur en í leiksviðsljósinu sjiálifu. Þessir menn standa ekki í lok frumsýningar á leiksviðinu til þess að taka á móti lofi áhorf enda, þótt oft væri full ástæða til þess. Störf þeirra eru dulin augum leikhúsgesta, og þess vegna gera fæstir sér nokkra grein fyrir því hve merkileg þau eru. Sá maður, sem stjórnar þess- um fjölmenna hópi þarf að vera gæddur góðum skipulagshæfi- leikum og stjórnsemi. Hann er yfirmaður ýmissa starfshópa og verður að kunna að samræma störf þeirra. Hann þarf að geta áætlað kostnað við smíði tjalda, og vinnustundir. Meðal annars verður hann að segja fyrir um og þjálfa sviðsmenn í tjalda.skipt inigum á sýningum. Slíkt þarf jafnan að gerast á lágmarkstíma, sem oft nær ekki einni minútu. Hann þarf einnig oft að vera milligöngumaður milli yfirmanns síns og undirmanna og kemur þá í góðar þarfir að vera laginn mannþekkjari. Þannig mætti lengi telja. Hér hefur verið eytt nokkrum orðum i að lýsa lítillega vissum þáttum þessa starfs, sem fólk veit svo lítið um, til þess að gera ljóst hvílikt skarð er fyrir skildi, þegar leiksviðsstjóri Þjóðleikhússins lézt við starf sitt þann 4. þ.m. Guðni Bjarnason var svo fra bær í starfi sínu, að erlendir leikstjórar, sem með honum störf uðu hér, buðu honum hver á fætur öðrum - störf erlendis Framhald á bls. 19 Bragðið er sérstaklega gott og hollustan eftir því, Yoghurt er upprunnin í Búlgaríu við Svartahaf, þar sem fólk verður hvað elzt á jörðu hér, og er Yoghurtin m. a. talin eiga sinn þátt í því. Yoghurt með jarðarberjum inniheldur eftirtalið magn næringarefna í hverjum 100 gr.: Eggjahvíta 3,6 g A fjörefni 150 alþjl.ein. Kalcium 120 mg BLfjörefni 40 mmg Járn 0,1 mg B2fjörefni 170 mmg Fita 3,2 g C fjörefni 3 mg Hitaeiningar 84 D fjörefni 4alþjl.ein.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.