Morgunblaðið - 14.04.1972, Page 14
14
MORGUWBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRlL 1972
Ingólfur Jónsson:
Þ»eim, sem verst eru settir,
á að hjálpa með almannafé
— en ekki með því að skattleggja hiuta bændastéttarinnar
UMRÆÐUR um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins o. fl. sl. mið-
vikudag stóðu nokkuð fram yfir
miðnætti. í Morgunblaðinu í gær
var getið um ræður Halldórs E.
Sigurðssonar landbúnaðarráð-
herra ogr ræðu Ingólfs Jónssonar,
en Gyifi Þ. Gislason talaði næst-
ur á eftir þeim.
FYRIR INNLENDA
MARKADINN
Gylfi Þ. Gísiason (A) sagði, að
með frumvarpinu væri ekki
mörkuð ný heildarstefna í mál-
efnum landbúnaðarins, sem væri
höfuðnaiuðsyn. íslenzka þjóðfé-
lagið styrkti landbúnaðinn með
miiklium fjárhæðum og ætti að
gera það, enda væri það gert í
nálægum löndum, þótt styrkirn-
ir væru minni í flestum þeirra.
En slík aðstoð ætti ekki að vera
meiri en nauðsynlegt væri og
þannig að henni staðið, að hún
yki framleiðni og lækkaði verð
iandbúnaðarvara. Aðeins að
mjög l'itiu leyti væri stuðlað að
slíkri þróun í frumvarpinu.
Alþingismaðurinn sagði, að
fjölbreytni landbúnaðarvara á
imnanlandsmarkaðd væri of lít-
il, en með því að auka hana,
mætti fá meira verð, auk þesa
sem framleitt væri í of litlum
•. framleiðshieiningum. En höfuð-
áherzluna lagði
hann á, að með
einhverjum
hætti yrði að
komast út úr
þeim vitahring,
sem væri
ástandið í mark
aðsmálum land-
búnaðarins er-
lendis. Hann
tók nokbur dæmi til skýringar
á því, hversu óhagstæð þau við-
skipti væru. Þannig væri fram-
leiðslukostnaður dilkakjöts 135
kr. á kg. útflutningsverð á beztu
mörkuðum erlendis, sem næmi
litlu magni, væri 110 kr. kg, en
í Færeyjum, en þangað flyttum
við verulegt magn, 75 kr. kg.
" 45% ostur kostaði 180 kr. í fram
leiðsLu, en útflutningsverð væri
48 til 50 kr. Mjólkurduft kostaði
í framleiðsiliu 155-160 kr„ en út
flutningsverð væri 105-110 kr.
Að lokum sagði alþingismaður
inm, að fyrst væri að skilja vand
ann, en síðan að komast út úr
hornum. Frumvarpið bæri vott
um hvorugt. Þó væri i því
''ákvæði til bóta og nefndi hann í
því sambandi 3 gr. um 25% kjarn
fóðurskattinn — vel að merkja,
ef heimildin yrði notuð, sagði
þingmaðurinn, enda væri kjarn-
fóður notað hér þannig, að ekki
Leiðrétting
I FRÁSÖGN af ræðu Ingólfs
JóntssonaT alþingismianns í Morg-
uinlblaðinu í gær var sú missögn,
að ártalið 1969 misritaðist. Máils-
gireinin, sem eftir alþingismann-
inum var höfð, er rétt á þessa
leið: „Búnaðarmálastjóri hefði
sagt, að meðaltekjur bænda frá
áiriinu 1969 til ársins 1970 hefðu
hækkað um 50% á sama tíma og
tekjur viðmiðunarstéttanma hækk
uðu um 27,4%.“
væri minnsta vit í því frá hag-
rænu sjónarmiði.
Hins vegar lýsti þingmaðurinn
sig andvigan 5% kjarnfóður-
gjaldinu til uppbyggingar á
vinnslu'stöðvum landbúnaðar-
ins, enda kæmi það í hlut neyt-
andans að greiða það. Kvaðst
þingmaðurinn þó halda, að það
væri verk bændastéttarinnar
sjálfrar að standa undir þeirri
uppbyggingu, og nefndi hann til
samanbuðar, að engum hefði
dottið í hug að hækka fiskverðið
til þess að standa undir endur-
bótum hraðfrystihúsanna.
Þingmaðurinn harmaði mjög
breytinguna á Sexmannanefnd-
inni, en verðlagning yrði nú í
höndum bændastéttarinnar og
ríkisstjórnairinnar án aðildar
neytendanna og óskaði að fá upp
lýst, hvort öll ríkisstjórnin stæði
að þessari breytingu, líka ráð-
herrar Alþbl. og SVF. Ennfrem-
ur spurði hann, hvort þessi
breyting hefði verið borin undir
ASÍ.
AÐFERÐ TIL
VERÐMIÐLUNAR
Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
sagði um breytingarnar á Sex-
mannanefndinni að þreyta hefði
verið komin í kerfið og valdið
erfiðleikum við verðlagninguna.
Hamn áleit, að á seinni árum
hefði ríkisvaldið meira og meira
staðið á bak við verðlagninguna.
en þó hefðu slík afskipti ríkis-
stjórnarinnar aldrei orðið tij
þess, að bændur hefðu fengið
lægra verð en þeim hefði borið.
Þingmaðurinn tók uriílir með
landbúnaðarráðherra um það,
að óskynsamlegt væri að beita
kvótakerfinu. Hins vegar gæfi
25% kjarnfóðurgjaldið breiðan
grundvöll undir verðjöfnunar-
gjaldið. ef með þeim hætti væri
hægt að létta undir með byggðar
lögum, sem ættu við sérstaka
erfiðleika að stríða. Sllkt væri
auðvelt með stutttímaráðstöfun-
um. Þingmaðurinn taldi það
kjarnfóðurgjaldinu til kosta, að
það væri hugsanlegur hemill á
framleiðsluna, ef erfitt yrði að af
setja framleiðsluna með eðlileg-
um hætti, en fyrst og fremst
væru ákvæði 3. gr. aðferð til
verðmiðlunar. Þá sagði hann, að
í frumvarpinu, sem Ingólfur
Jónsson hefði Jjagt fram, hefði
komið fram í greinangerð, að
hann hefði ætla að leggj a á fóð-
urbætisiskatt, en hætt við það.
„MUN BEITA MÉR FYRIR
HREYTINGUM“
Stefán Valgeirsson (F) sagði,
að framleiðsluaukning landbún-
aðarins síðasta áratug væri ekki
mikil, þótt það væri að vísu rétt,
að árferðið hefði haft veruleg
áhrif til þess að draga þar úr.
Ennfremur hefðu framkvæmdir
á síðasta áratug verið „langtum
minni“ en áður og nefndi hann í
því sambandi útlán Búnaðar-
bankans.
Þá saigði þingmaðurinn í sam-
bandi við efnahag bænda: „Ég
samþykki ekki þær tölur, sem
Hagstofan reiknar út frá,“ enda
hefði skuldaaukning orðið hjá
bændum, þótt framkvæmdir
hefðu minnkað.
Að lokum sagðist þingmaður-
inn eiga sæti í þeirri þingnefnd,
sem um frumvarpið ætti að
fjalla, — og sagði í framihaldi af
því: „Ég mun beita mér fyrir
breytingum eftir því sem ég get“
til þess að frumvarpið næði bet-
ur tilgangi sínum.
Halldór E. Sigurðsson landbún
aðarráð'herra lagði áherzlu á
það, með hvaða hætti frumvarp-
ið hefði verið undirbúið og að
þar stæðu samtök bændanna
sjálfra á bak við. Taldi hann það
tryggingu fyrir því, að efnisatr-
iði frumvarpsins stæðu til bóta
fyrir landbúnaðinn.
Ráðherrann sagði, að útflutn-
ingsuppbætur hefðu í raun og
veru ekki dug-
að alveg síðan
1965 og minnti
á innvigtunar-
gjaildið 1966, en
það hefði
leystst þannig,
að í sambandi
ivið framleiðni-
sjóð landbúnað-
arins hefðu ver-
ið teknar 20 millj. kr. Um fóður-
bætisskaittinn sagði ráðherra, að
það væri ekkert annað en leið
til verðjöfnunar, þegar útflutn-
ingsuppbætur þrytu.
Ráðherra taldi 5% kjarnfóður-
skattinn nauðsynlegan til þess
að standa undir uppbyggimgu
vinnslustöðvanna. Hann minmti
á, að mikið væri ógert í sláturhús
unum, en auk væri KEA að hefja
miklar framkvæmdir við nýtt
mjólkursamlag. Þá sagði hann,
að það hefði gengið seint fyrir
sláturhúsin að fá lán hjá Stofn-
lánadeildinni, en þó hefði það
breytzt á undanförnum árum.
Að lokum gat ráðherra þess,
að það sýndi, hvernig landbúnað
arráðherratíð Ingólfs Jónssonar
hefði reynzt, að þegar hann
hætti, hefðu um 200 bændur veir
ið svo illa stæðir, að sérstakar
ráðstafanir hefði þurft að gera
til að þeir yrðu ekki gjaldþrota.
FLEST TÍNT TIL
Ingófur Jónsson (S) hóf mál
sitt með því að minna á, að land-
búnaðairfram.leiðslan hefði vax-
ið um 9% á sl. ári. Vegna um-
mæla ráðherra um þá 200 bænd-
ur, er væru illa stæðir, sagði Ing-
ólfur Jónsson, að þetta væri
ekki meiri fjöldi en svo, að það
væri tæplega einn bóndi í hverj-
um hreppi til jafnaðar. En skyldi
þetta vera nýmæli? spurði ha-nn.
Það hefði borið meira á þeim að
þessi sinni, þar sem nú hefðu
verið gerðar ráðstafanir til þess
að hjálpa þessum mönnum, en
áður hefðu þeir verið látnir af-
skiptalausir og þess vegna eng-
ar tölur um fjölda þeirra. Sann-
leikurinn væri líka sá, að slíkar
ástæður gætu skapazt af mörgum
ástæðum, —
vegna heilsu-
leysis húsbónda
eða konu hans,
sakir kostnaðar
vegna heilsu-
leysis bama
eða af því, að
menn væru mis
jafnlega gerðir
til búslcapar
sem annarra starfa. Saigði þing-
maðurinn, að þá væri ráðherra
farinn að tína flest tll, þegar
hann væri farinn að beita slíkum
málflutningi, enda megi fúll-
yrða, að bændur hafi efnazt
mjög mikið á undanförnum áir-
um og rangt að bændur hafi
stofnað til skulda án þess að
hafa myndað eignir á móti.
Vegna ummæla Stefáns Val-
geirsisonar sagði þingmaðurinn,
að síðasta áratug hefði verið
framkvæmt meira en nokkru
sinni. Þannig hefði túnræktin
numið 4400 ha á ári ti’l jafnaðar
árin 1960 til 1971 á móti 2700 ha
til jafnaðar árin 1950 til 1960.
Sama máli væri að gegna um
byggingar. Þær hefðu stóraukizt
á þessu tímabili og diráttarvélar-
eign bænda meira en tvöfaldazt.
DREGUR ÚR DUGNAÐI
Vegna ummæla ráðherra sagði
þingmaðurinn, að hann hefði
aldrei sagt, að ásetlanagerð í
landbúnaði í því skyni að fá
mieira út úr búunum draegi úr
dugnaði manna. Hins vegar liefði
hann haldið því fraim, að það,
að greiða niður vörur, sem aldrei
hefðu verið framleiddar, gæti
dregið úr dugnaði, svo og það, að
þeir fengju minna fyrir vöruna,
sem meira framteiddu.
Jafnframt ítrekaði þingmaður-
inn, að það gæti dregið úr fram-
taki, af það ætti að skattleggja
menn sérstaktega fyrir að fraim-
ieiða mikið í því skyni að bæta
hag þeirra byggðarlaga eða
bænda, sem verst væru settir.
slíkar byrðar ætti ekki að leggja
á hiuta bændastéttarinnar, held-
ur ætti að standa undir slíkum
ráðstöfunum af almannafé. En
slík væri stefna frumvarpsins,
og það kvaðst þingmaðurinn
ekki geta sætt sig við. í harð-
býlu landi sem íslandi ætti ekki
að draga úr dugnaði og fram-
taki, heldur að ýta undir rnenn.
5% GJALDIÐ OG
SEXMANNANEFNDIN
Þá vék þingmaðurinn að 5%
kjarnfóðurgjaldimu til þess að
standa undir endiurbótum
vinnslustöðvanna. Sagði hann,
að á hverju ári yrði að endur-
bæta vinnslustöðvarnar og hefði
Sexmannanefndin viðurkennt
það að undanförnu með því að
taka tillit til þess í verðlagningu
landbúnaðarvaranna, auk þetss
sem Stofnlánadeildin hefði á
seinni árum lánað til vinnslu-
stöðvanna, sem ekki hefði verið
gert fyrr. Það væri rétt hjá ráð-
herra, að þörf væri á nokkru
meira fé, en það kæmi í gegnum
verð’lagningu búvaranna og með
framlögum úr ríkissjóði, en í því
skyni hefði Framleiðslusjóður
landbúnaðarins verið stofnaður.
Vinnslustöðvarnar væri því hægt
að byggja upp án þess að lög-
binda þennan 5% kjarnfóður-
skatt.
Þingmaðurinn sagði, að það
væri rétt, að einu sinni hefði
þurft að gefa út bráðabirgðalög
þar sem fulltrúar neytenda
hefðu neitað aðild að Sexmanna-
nefndinni. En það hefði aðeins
verið í eitt skipti, en siðan hefðu
Landssamband iðnaðarmanna og
Sjómannafélaig Reykjavíkur skip
að sína fulltrúa í Sexmanna-
nefndina, en félagismálaráðherra
þriðja fu-Lltrúann þar sem ASÍ
hefði neitað því síðustu árin. En
það væri allmikill munur á því
að eiga rétt á slíkri tilnefningu
og þvi, að rétturinn væri af þeim
tekinn. Og sú samvinna, sem tek-
izt hefði innan Sexmarmanefnd-
innar milli framleiðenda og neyt
enda, hefði skapað stóraukinn
skilning milli stéttanna og dreg-
ið úr spennú og mLsskiiningi.
Hér eftir yrði ekki hægt að
benda á það, áð fulltrúar neyt-
endanna hefðu samþykkt verð-
ákvörðun landbúnaðarvaranna,
heldur hefðu fulltrúar ríkiis-
stjórnarinnar gert það og á því
væri reginmunur, og það myndu
neytendur frekar tortryggja.
VERZLUN MED
BÚVÖRUVERDIÐ
' Alþingismaðurinn sagði, að
sér hefði þótt vænt um, aö þau
ummæli skyldu koma fram í
ræðu Vilhjálms Hjálmarssonar
að þeir samningar, sem á undan-
förnum árum hefðu verið gerðir
milli ríkisstjórnarinnar og
bænda í sambandi við verð-
ákvörðun landbúnaðarvaranna,
hefðu aildrei lækkað verð bú-
vörunnar til bænda. En í frum-
varpinu væri ákvæði um hið
gagnstæða í 7. gr„ sem væri á
þessa leið: „í því sambandi er
heimilt að semja um sérstök
fjárfiriamlög ríkisins til landbún-
aðarins, að þvi er varðar verð-
lagsmálin, niðurgreiðslu búvönu-
verðs á innlendum markaðí,
sbr. ákvæði 14. gr„ svo og fram-
LeiðsLustyrki til þeirra byggðar-
laga, sem erfiðust skilyrði hafa,
sbr. 16. gr.“ Með því að lögfesta
þetta væri verið að bjóða heim
verzlun og viðskiptum með þvi
að styrkir fengjust handa viss-
um hópi bænda gegn því, að
slegið væri af því verði, sem all-
ír bændur ættu að fá fyrir fram
leiðsiu sína. — Ég held að silík
viðskipti væru ekki holl og ýttiu
ekki undir framtak, heldiur
stuðluðu að því, að menn héldu
að sér höndum, sagði þingmað-
urinn.
RANGAR TÖLUR
Al'þingismaðurinn gerði það
sérstakLega að umtalsefni, hvers
vegna aðrar töLur en þær, sem
Hagistofa íslands hefði reiknað
út, og notaðar hefðu verið und-
anfarin ár, væru í greinargerð
frumvarpsins í samanburði á
tekj-um bænda og tekj-um viðmið
unarstéttanna. Sú spurning gæti
vabnað, hvort þessar nýju töLur
væru settar inn til þesa að sýna
verri árangur en náðst hefði að
þessu leyti á undanförnum ár-
um. Eðlilegt væri, að athuga-
semd væri gerð út af öðru eins
og þeisisu. Þingmaðurinn lét jafn-
framt í Ijós undrun sína á þeim
ummælum Stefáns Valgeirason-
ar, að hann samþykkti ekki töi-
ar Haigstofunnar.
Er hér va,r komið, greip Stefán
Valgeirsson fram í og spurði, á
hverjiu Hagstofan byggði sinar
töLur. Ingólfur Jónisson sagði
sjálfsagt fyrir þennan þingmann
að setja hagstofustjóra á spurn-
ingabekk og spyrja hann, á
hverju hann byggði hagskýrsi-
umar. Sjálfur kvaðst Ingólfur
Jónsson telja hagstofustjóra með
hæfustu embættismönnum, sam-
vizkusaman og vel að sér, enda
nyti hann trausts meðal þjóðar-
innar.
FÓÐURBÆTISSKATTURINN
Ingólfur Jónsson vék að þeim
ummæLum, að í greinargerð með
frumvarpimu, sem hann lagði
fram 1960, hefði verið vikið að
fóðurbætisiskatti. Sagði hann, að
það væri rétt, að það hefði ver-
tð lag.t til við sig að leggja slík-
Fratnhald á bls. 20