Morgunblaðið - 30.04.1972, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.04.1972, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972 220-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 ® 25555 mifio/R JBILMEIGANIVEFISGÖTUJO^ 14444 ®25555 ^ENDUM 353: BÍLALEIGA CAR RENTAL tr 21190 21188 onciEcn iesið Sr. Þórir Stephensens HUGVEKJA Sannleikur Á HELGASTA staðnum í æðstu mermtastofnun íslendinga, þ. e. á altari Háskólakapellunnar, standa þesisi orð skráð gullnu letri: Saimleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Þau eru tekin úr einu af guðspj öllum þessa sunnudags og eru meðal þekktustu orða Krists. En hvað þýðir orðið eða hugtakið „sannleikur" í munni Jesú Krists? Við áttm okkur e.t.v. bezt á því með því að íhuga öninur orð hans, þar sem hann segist vera konungur sannleikans og hver, sem sé sanmleikans megin, heyri hans rödd. Sanmleikurinn, sem Jesús talar um, er því hinn æðsti sarun- leikur lífsins, boðskapurinn, sem hann flutti um Guð, um lífið á jörðunni og um tilveruna alla. Boðskapur Krists frelsar hvern þann mann, sem tekur á móti honum opnum huga. Hanm frelsar hann frá afli syndar og dauða, gerir hann frjálsan frammi fyrir Guði. Jafnframt hefur hann orðið aflgjafi þjóðfélagslegu frelsi, þ. e. jafn- rétti og bræðralagi í samskiptum manna og þjóða. Þanmig hefur sannleikur Krists gefið okkar litlu þjóð hvort tveggja: Þarm boðskap, sem við þurf- um að nema til þess að geta frjáls horfzt í augu við höfund lífsins, og einnig þanm boðskap, sem olli því, að við gátum ekki unað öðru en því, að við stæðum jafnfætis öðrum þjóðum í sjálfsákvörðun um alla okkar hagi. Sannleikurinm og frelsið eru talin meðal þess dýrmætasta, sem manmlífið geymir og þarf að geyma. Það var haft eftir Hákoni 7. Noregskonumgi, að líf án frelsis væri í hans augum tilgangs- laust. Annar þekktur maður hefur sagt, að svo dýr gimsteinn væri friður- inn, að hann mundi allt fyrir hann gefa nema sannJeikann. Pílatus spurði forðum: „Hvað er sanm- leikur?“ Hanm fékk ekki svar, hefur sjálfsagt ekki grunað, að hann stóð þó andspænis svarinu — holdi klæddu. Það er bæði trú og reynsla okkar kristinna manna, að sanmleikurinm í lífinu, sann- leikurinn um lífið og okkur mennina þar með, sé fólginm í boðsikap og pers- ónu Jesú Krists. Stofniskrá Sameinuðu þjóðanna segir, að frelsið felisrt í því að geta gert allt, sem ekki skaðar neinm anman. Dýpra skoðað hlýtur frelsið að felast í því að fylgja og hlýða sannleikanum. Það eitt gjörir manminm frjálsan. Vitur maður svaraði því einhvem tíma þanmig, að frelsi væri góð samvizka. Þetta kemur heim og saman, því að sá, sem á góða samvizku, á hana þannig gagn- vart Guði fyrst og fremst. Guð, sem hinn æðsti veruleiki, er sanmleikuirinm í lífinu öllu. En hvernig bregðumst við menmirrnir við þessum hlutum? Hvað eru hugir okkar helzt bundnir við? Hver eru þau markmið, sem við keppum að? Við þess- um spurnimgum verður aldrei hægt að gefa nein algild svör. En sé það haft í huga, sem ég hef sagt hér að framan, hiýtur okkur þá ekki að ógna margt af því. sem fyrir augun ber? Baráttan um efnisgæði lífsins er sú, sem mest ber á. Þar er harðast barizt. Ótrúlega margir eyða allri sinni orku í að eignast þægi- legra líf, en hugsa sjaldan eða aldrei um sannara líf eða æðra. Hversu margir eru þeir ekki, sem strita myrkranma á milli og taka sér aldrei hvíldardag, af því að þeir verða, að þeim finmist, að eignast betra inmbú, nýjan bíl, nýtízkulegri íbúð. Hjónin vinna e.t.v. bæði úti til þess að þetta sé hægt. Bömin verða þá að aukaatriði. Það hefur enginm tíma til að ala þau upp eða sinna þeirra andlegu þörfum. Náunginn hverfur út úr lífsmyndinni, af því að þar verður hver sjálfum sér næstur. Trúarlífið verður víða utanveltu í þessum Hrunadansi kringum gullkálf samtíðarinm'ar. — Maðurinn bindur sig með þessu í fjötra efnisgæðanna, en sleppir hinu, að þroska anda sdnn, svo að hanm geti öðlazt hið sanna frelsi. Það gleymist svo oft, að líf okkar hér er ekki lífið allt. Það er aðeins áfangi langrar leiðar, og sem slíkt er það und- irbúningur þess, sem við tekur. Sá, sem ver mestum hluta ævi sinnar í kapp- hlaupið um veraldargæðin, hann hefur ekki skilið tilgang lífsins. Honum fer oft líkt og ríka bóndanum, sem Jesús sagði frá. Hann beitti allri orku sinmi til þess að verða efnaður, en ætlaði svo, er því marki var náð, að fara að sinna sál sirnni. En þá var það of seint, því að þá var hún af honum heimtuð. Og dóm- urinn, sem hann fékk hjá Guði, var lærdómsríkur. Yið hann var sagt ,.heimskingi“. Það var að vísu engin for- dæming, en ömurlegt þó eftir langt og starfssamt líf. Þannig fer mörgum okkar á meðal. Það, sem við teljum okkur trú um, að sé okkur nauðsynlegt, er oft og tíðum hismi, nema við sinmum jafnframt því, sem Kristur nefndi hið eina nauðsyn- lega, — trúnni á Guð og kærleikann til meðbræðranna. 1 því er sannleikur lífs- ins fólginin. Hitt er lífsilygin holdi klædd. Gætum því að, hvar við stöndum. Er ekki sitthvað af heimsku lífslyginnar, sem gerir líf okkar of margbrotið og erfitt? Er ekki einfaldara og sannara líf, það sem við þráum innst inni? Og kem- Ur það ekki einmitt heim og saman við það, sem heimurinn er í mestri þörf fyrir í dag til þesis að vandamál hans verði viðráðanlegri? Ég hygg svo vera. Það mun sannast, að sannleikurkm gjörir mennina frjálsa — og eininig hitt, að það er Jesús Kristur, sem er vegur- inn, sanmleikurinn og lífið. 1. maí ávarp verkalýðs- félaganna í Reykjavík: Hvatt til samstöðu í landhelgismálinu Krafan um 50 mílna land- helgi 1972, var ein aðalkrafa 1. maí í fyrra. 1 ár helgar reykvísk alþýða 1. maí baráttu þjóðarinnar fyrir útfærslu landhelginnar. Reykvisk alþýða fangar þeirri einróma ákvörðun Alþingis Is- lendinga, að landhelgin verði færð út í 50 mílur frá grunnlín- um 1. september n.k. Við fslendingar búum í stóru en harðbýlu landi. Fiskimiðin við strendur þess eru nær einu auðlindirnar, sem þjóðin hefur til lífsbjargar. Nær öll okkar viðskipti við aðrar þjóðir byggj ast á útflutningi sjávarafurða. Verndun og rétt nýting fiski- miðanna við strendur landsins eru því forsenda tilveru þeirrar þjóðar, sem hér hefur lifað og erjað í rúm þúsund ár. Landgrunnið og hafið yfir því verða ekki aðskilin. Fiskimiðin umhverfis landið eru því hluti af íslenzku landi, af íslenzkum auðæfum. Síendurteknar tilraunir til að ná samkomulagi á alþjóðavett- vangi um verndun fiskistofna hafa engan árangur borið. Otfærsla fiskveiðilögsögu er eina færa leiðin fyrir strandriki til að koma í veg fyrir eyðingu fiskimiðanna. Þess vegna eiga fslendinear fullan rétt á að færa landhelg- ina út, svo þær auðlindir lúti ís- lenzkri lögsögu, slíkt er ein meg in forsenda sjálfstæðs bjóðfélags á íslandi, og því beint framhald siálfstæðisbaráttunnar. Sú bar- átta heldur áfram unz íslending ar einir ráða landi sínu og haf- inu umhverfis landið. Okkur ber skylda til þess gagnvart kom- andi kynslóðum. Ein höfuðkrafa hinnar alþjóð- legu verkalýðshreyfingar er, að hver þjóð fái að lifa i friði, frjáls og fullvalda í landi sínu. Undir þá kröfu tekur reyk- vísk alþýða heils hugar. Baráttan um útfærslu land- helginnar við ísland er milli al- þjóðlegs auðmagns, sem á hags muna að gæta i brezkri og vest- ur-þýzkri togaraútgerð og smá- bióðar, sem grundvaliar tilveru sína á fiskimiðunum umhverfis landið og á vinnuafli alþýðunnar. Nú þegar við íslendingar hðf- um ákveðið að treysta grund- völl sjálfstæðis þjóðarinnar, væntir íslenzk aiþýða stuðnings alþýðu annarra landa. Við heitum einlægum og al- gjörum stuðningi okkar við út- færslu landhelginnar. Við brýnum alla til samstöðu í þessu stærsta hagsmunamáli íslenzku þjóðarinnar, fyrir frelsi og fullveldi. 11. maí-nefnd fulltrúaráðs: Tryggvi Benediktsson (sign), Óttar Októsson (sign), Jón Helgason (sign), Helga Guðnmndsdóttir (sign, Jón Snorrl Þorleifsson (sign), Guðmundur J. Guðmundsson (sign). med DC-6 LOFTLEIDIR PARPOnTUn bein líno í ÍQf/krófdeild 15IOO ^Kaupmannahöfn ^Osló ^Stokkhólmur ^Glasgow sunnuddgð/ sunnudagð/ mánudagð/ manudðgð/ (Driöjudðgð/ þnðjudðgð/ föstudðga. fimmtudðga og föstudðga. fimmtudaga Idugðrdðga ^ London Iðugarddga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.