Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1972 JAKOB THORARENSEN SKÁLD - MINNING Eftirfarandi kafli er úr erindi sem G. G. H. flutti 9. marz s.l. í Hás'kóla íslands um Jakob Thorarensen. Það var mislingasumarið 1916, að óg var borinn i land meðvit- undarlau.s úr fiskiskipi á Bildu- dal i Arnarfirði. Hafði ég þá leg- ið mjög veikur í rekkju minni átta daga úti á fiskimiðum, því að gnægð var fiskjar, veður blitt og skipstjórinn tímdi ekki a^sigla í höfn fyrr en niu voru orðnir veikir af 17 r.-anna áhöfn. Ekki þótti horfa vel um bata minn, en þar kom þó, að úr rætt- ist, en allir voru félagar minir koimnir á ról á undan mér, enda hafði ég lengst legið umhirðu- la/us, þegar inn var siglt. Það var svo dag nokkurn, þegar ég var orðinn allhress, en ekki kom inn á fætur, og iá einn í sjúkra- stofúnni, að inn til mln snarað ist maður, sem síðar varð víð- kunnur undir nafnin.u Ástar- Brandur. Hann var ekki eins og fólk flest, en í rauninni gædd- ur góðri greind, og einikum virt- ist hann kunna vel að meta ljóð. Hann settist hjá mér og talaði við miig af fullu viti, spratt síð- an ailt í einu á fætur, rak upp hlátur, fleygði til mín bók, sem hanm hafði haft inni á sér, þaut síðan ofan og út og tók að elta fiskistúlkur með ópum og sköll- um. En ég greip bókina fegins hendi. Þetta var þá ljóðakver- ið Snæljós eftir Jakob Thorar- ensen. Það er fljótsagt, að ég las bókina þegar í stað frá upp- hafi til enda og lærði í henni sum Ijóðin, þar á meðal ailt kvæðið í hákarlalegum, sem síð- an hefur víðkunnugt orðið og verið valið bæði í Lesbók Nor- dal • kvæðasafnið íslands þús umd ár en það er svo sérstætt sem skáldskaparþjóðlíifsiýsing og einkennandi fyrir jafnt skap gerð, lífsviðhorf og orðfæri skáldsins, að ég get ekki látið hjá liða að fara með úr þvi nokkur erindi. Dvölin var köld og þurrleg þar. Þarna var allt að viku setið, mikið stritað, en minna etið, en minnstur þó jafnan svefninn var, þvi eins og þú nærri getur getA. gustaði þar um rekkjiurnar. Kaldari hef ég hvergi frétt kafaids heldimmar vetrarnætur. Stormar ískruðu, eg Ægisdætur öðru hverju þeim sendu skvett, þær höfðu á því mestu mætur í myrkrin'U að taka þannig sp ett. En hvernig sem gekk sú glima við grályndar bylgjur, storm og fleira, þar skyldi enginn æðru heyra eða kvörtun um svefnleysið. Það flaut ósvikinn dropi af dreyra dláðríkra feðra um þessi mið. Loks þegar rauk og reiddist sjór — risu við borðin hrannir stríðar, steðjuðu að norðan hörkuhríðar, þá hentaði ei neinum dorg né slór. Oft mátti þá ei sigla síðar, svo var hinn krappi vegur mjór. Stirð voru ennþá Ægishót, áður en lyki sjóferðinmi. K-ffærðum loks í lendingunni lamdi þeim brim við fjörugrjót, — gaf þeim til menja skeinu á skinni skrámu á vanga eða bláan fót. En eins og þeim kæmi ekkert við Ægis snark eða stormsins lævi elnhuga nær sem aftur gæfi, ætluðu þeir á sömu mið. Þetta var þeirra iðja og ævi óumbreytaniegt lögmálið. Kveðja frá rithöfundum ÞJÓÐHAGINN mikli á Ijóð og laust mál, eitt sérstæðasta skáld vort, fyrr og síðar, þú rammi íslendingur og tryggða tröll, eirnn af atofnenidum fé- lags v»rs og mikil máttarstoð um langa hríð, heiðursfélagi þess og holli vinur, hafðu þökk fyrir samfylgdin.a og allt sem vér höfum af þér lært. Megi þín ágætu verk lifa með þjóð vorri fram í aldir, bléisa krafti og karlmennsku í brjóst hennar og bera rikulegan ávöxt i bllðu jafnt sem striðu. Eftirlifauidi ástvinum þinum biðjum vér allrar blessunar. Félag íslenzkra rithöfnnda. Kunnið þið við að kalla svín kappana, er lentu í svona þófi, þótt þeir um kvöldið kysstu í hófi kvenfólk og drykkju brennivin, þegar úr brims og kafaldskófi komu þeir snöggvast heim til sín? Nú sieppi ég úr einni og hálfri vísu, en síðan kemur: Hörkufrostin og hrannalaugar hömruðu í skapið dýran móð. Orpmir voru þeim engir haugar, en yfir þeim logar hróðurglóð. Ég ætia að leyfa mér að halda því fram, að þetta kvæði sé frá upphafi til enda sérstætt og jafnvel frábært að formi og framsetnin.gu. Norðmenn hafa dáð og dá enn, þrátt fyrir breytta tíma, Síðasta víkinginn eftir Johan Bojer. Það er stór bðk, þar sem fjallað er um fisfci mennina við Lófót, frá þeim tíma, sem tæknin var ekki orð- in hjálparhella, og er sagan tal- in mesta og bezta verk skálds- ins, en þetta kvæði Jakobs Thor arensens tel ég fyllilega sam- bærilegt sem listrænan, þjóð- legan varða þeirra manna, sem sýndu mestan þrótt og æðruiaus- asta seiglu í baráttunni við haf- ís, storma og sjói og burgu með harðsæfkni sinni lífi sínu og sinna úr járnkrumlum miskumn- arlausra erlendra kaupmangara. Það eru mörg fleiri góð kvæði í Snæljósum enda gerðist sjálf- ur r;nar Benediktsson til að bera á bókina lof i Þjóðstefmi sama árið og ég fékk kverið í hendur, en eins og kunnugt er, var hann ekki í þann tíð sérlega mildur i máli um sumt af ís- lenzkum skáldskap. í kvæðinu koma þá þegar fram hjá hinum ekki þrítuga höfundi ýmis helztu einkenni hans sem skálds. Málið er hreinis'enzkt og kjarnmikið mat hans á kar!- mennsku og seiglu auðsætt, og loks mótar þarna fyrir þeirri skemmtilegu glettni, sem síðar ber mikið á í ljóðum skáldsins — og um leið umburðarlyndi hans, sem er sjáifur manna grandvarastur og vandaðastur að virðingu sinni, gagnvart þe'n mannlegu, en sanneðlilegu veiluim, sem í þann tíð hlutu l.arðari dóma en nú er títt. Jakob fæddist 18. maí 1886 á Fossi í Hrútafirði og er þvi rúrn lega hálfníræður. Hann ólst þar upp hjiá móður sinni fram yfir fermingu, en móðirin var Vil- helmina Gisladóttir, Sigurðsson ar. Voru þeir Stefán frá Hvita- dal og Jakob náskyldir, en Gísli Sigurðsson var fræðimaður og góður hagyrðingur. Afi Jalkobs var Jal:ob kaupmaður Thorar- ensen á Reykjarfirði á Strönd- um, gáfaður maður og mikillar gerðar, höfðingi í lund og vin- sæll, þó að nokkuð að honum sópaði. Skáidskapargáfa var því í báðum ættum sveinsins, sem ólst upp við smalamennsfcu og önnur sveitastörf fram yfir fenninigu en dvaldi síðan um hrið hjá afa sínum á Reykjar- firði, var því næst sjómaður vestur við Isafjarðardjúp, en fór 19 ára gamall til Reykjavík ur, gekk þar tvo vetur í iðn- skóla og lauk sveinsprófi sem trésimiður hálfþrítíigur. Hann sfcundaði siðan trésmíðar — og þá einkum húsasmíði — um ára- tugi. Ég kynntist JaJkobi Thoraren- sen (árið 1918, sama daginn og Jóni Trausta). Við hitfcuimst Síð- an öðrxt hverjiu, en það var ekki fyrr en árið 1924 — eða fyrir um það bil hálfri öld, að með okkur tókst sú trausta og nána vinátta, sem ekki hefur fallið á nokkur skuggi. Mætti þvi ef tii segja, að ég væri líikleigur til að bera oflof á skáldskap Jakobs. Bn þá er því til að svara, að við höfium verið hreinskiptnir, ég hælt honuim eins og mér hefur sýnzt, og þó að honum hafi fail- ið sitthvað vel, sem ég hef skrif að, hefur hann af fullri hrein- skilni sagt mér hvað homum hef ur þar líkað miður. Hann er mað ur sérstæður að hreinlyndi og skapfesfcu, ekki margra vinur, en vinfastur með afbrigðum. Fámáll er hann við fyrstu kynni 'en fáir eru skemmtilegri í við- tali, þegar vel hentar, enda er hann maður með afbriigðum orð- heppinn og bráðfyndinm — og efcki er laust við, að hann kunni að bregða fyrir sig bitru háði! Hann hefur ávailt átt ágætt heim ili. Kona hans, Borghildur Bene diktsdóttir, ættuð norðam úr Steingrímsfirði er fágætur kven kostur, enda Jakob kunnað að meta hana. (Nú er fjör hans farið, hann liggur í sjúkrahúsi og bíður þess, sem er allra hlut- skipti). Jakob hefur verið furðu við- förull og víðlesinn er hann einn ig, enda á hann mjög stórt og gott bókasafn. Hann hefiur gef- ið út 9 ljóðasöfn og jafnmörg söfn af smásögum, sem í eru á sjöunda tug sagna. Árið 1946 komu öll verk hans út í tveirmur bindum, og ekki mun líða á löngu, unz víðtækt úrval alls þess sem hann hefur skrifað, kemur á bóikamarkað. Jakob er ekki nýtízkulegur i ljóðum sínum. Hann fylgir fast hefðbundnu íslenzku rítni, en kvæði hans bera fast persónu- Framhald á bls. 21. Vermisteinn lands og ljóðs JAKOB Thorarensen llfctíst Grími Thomsen og Fornólfi i skáldskap sinum. Maðurinn var líka annarrar gerðar en við eigum að venjast. Þegar við sáum hann á gangi á Hringbrautinni minnti hann okkur á liðna tíð. Hann hafði mikið viljaþrek og hetju- lund og það kom fram í skáldskap hans. í þau fáu skipti sem ég hitti Jakob Thorarensen var hann ekki margorður. Ég var honum þakklátur fyrir það. Skáld, sem hefur eitthvað að segja okkur með verkum sín- um, þarf ekki að láta móðan mása í daglegu lífi. Einu sinni setti ég saman dálitla dagskrá um skáldskap Jakobs Thorarensens fyrir út varpið. Hann gerði sér ferð heim til mín á eftir til þess að þakka mér fyrir. Ég fann, að honum hafði þótt vænt um að ég sagði, að smásögur hans væru betri en menn gerðu sér grein fyrir. Við þá skoðun stend ég enn, En það eru ljóð Jakobs Thorarensens, sem geyma nafn hans. í hákarlalegum verður ef til vill lífseigast þeirra allra. 1 þessu ljóði tókst Jakobi Thorarensen að kveða karlmennskunni lof með þeim hætti að þjóðin tók undir. Það er ekki oft, sem slikt gerist. En fólk gleymir ekki skáldum sínum. Heitin á bókum Jakobs Thorarensens eru rammxs- lensk: Snæljós, Sprettir, Kylj- ur, Stillur, Svalt og bjart, Hrímnætur, svo að fáein séu riðjuð upp. Síðasta ljóðabók hans var Náttkæla (1966). Aðrir munu í dag fjalla itar- lega og í samhengi um verk Jakobs Thorarensens. Mig langar aðeins að drepa á síð- ustu ljóð hans. I Náttkælu er að finna margt af þvi, sem einkennandi er fyrir Jakob Thorarensen. I ljóði, sem nefnist Landið kalda, brýnir hann fyrir mönnum að standast „stórbyl inn þann, sem stundaskrá dul in mun landinu trúlega geyma.“ Þín trausfcustu börn voru lengstum ei málugir menn, en margvísi í lífinu þóttu þeir glögglega sýna, og ýmis er menntin, samt efst þeirra kunnusta enn, sem öruiggast glíma við brimin og stormana þina. En þó að hið aldna skáld hvetji menn til dáða líkt og Grímur forðum, biður það menn að muná „að á hverf- leikans bæ á allt fólkið á jarð ríki heima.“ Mörg ljóð í Náttkælu eru sambland ljóðrænu og hrjúf- leika. Þetta kemur til að mynda fram i ljóðum eins og Baldursbrár og Heggur. „Þær meibörðin skarlati skrýða/ og skamhauga brydda og prýða," segir um baldurs- brárnar, og því er lýst hvem- ig öll dýrð þeirra birtist fyrst að þeim dánum. Ljóðið um baldursbrárnar er vitanlega táknræns eðlis og sama er að segja um ljóðið um hegginn, hið stolta og stórlynda tré, sem blómstrar ekki við ís- lenskar aðstæður. „Mér eru fornu minnin kær/meir en sumt hið nýrra“, kvað Fornólfur. Und ir þetta gat Jakob Thoraren- sen tekið. Þegar kom að sam- tíðinni varð skáldið oft kald- hæðið og glettni þess naut sín þá einna best. 1 Ijóðinu Vor guð — bíllinn spáir skáldið því, að fólk gleymi senn til hvers fæturnir séu. Bíllinn verður guð: Og glatt er í bíl, er með * konur og karla i kátínu geysist fram veginn--------- og andartak líður, menn átta sig varla, þeir eru — hvar? — hinu megin? — Manndómsmenn og hörku- tól fortíðarinnar voru Jakobi Thorarensen helst að skapi. í Hróður Þuríðar gömlu for- manns yrkir hann um hvern- ig hið gamla hverfur og glat- ast „þvi geymd vor er sljó og bág“; hann biður menn að gleyma ekki Þuríði, sem „sterklega og geiglaust“ sté dans við stórsjóa og „var af- brigði þessa úthafslands." I Kjarnorfcuköppum hvetur hann til baráttu gegn þeim, „sem kunna og iðka/atóansins glæfraspil,“ þvi „að ríkjunum flykkjast raunir,/ of ráðfá hin mörgu þing.“ Eitt af minnisstæðustu ljóð unum i Náttkælu er Vermi- steinninn. „Senn vorar því landsins vermisteinn/ hann vaknar á miðri góu,“ stendur í upphafi ljóðsins. Annað er- indi er á þessa leið: Menn vita þess lífssteins völd ei smá, — fátt virðist þar standa fyrir, því klakinn jörðunni flysjast frá þá flykkjast að storð sem í mjúkri þrá þeir björtu og stilltu byrir. Skáldið býður þennan vermistein velkominn. Það veit að mistilteinn hans grær und ir moldinni og líka í brjóst- um manna. Samt er okkur tamt að lfta á Jakob Thorar- ensen sem skáld hausts og vetrar, hinna myrku og vá- legu árstíða. Hann þekkti vel kall hverfleikans, þá stað- reynd að „allt, sem vinnst, er óðar misst,“ en „einskis skal þó sakna." — Jakob Thorarensen var ekki i hópi þeirra skálda, sem fögnuðu bókmennta- legum nýjungum og mótuðust af þeim. En með öllu varan- legu og upprunalegu hafði hann samúð. Hann var íhalds samur. Um sérkenni hans, sjálfstæði og list.rænan styrk verður aftur á móti ekki deilt. Jakob Thorarensen á gangi á Hringbrautinni, aldrað skáld í heimi hraða. Hann sest á bekk og horfir í kring um sig, gefur öllu gætur. Full trúi veraldar sem var. Þann- ig man ég manninn Jakob Thorarensen best. Ég er viss um að hann hefur sofnað „í röðultrausti", eins og hann segir í ljóði sínu Sólstund. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.