Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1972 SAC3AINI TVITUG '.STULKA OSKAST. 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. ur sem horfir á eftirlætis hund- inn sinn leika listir sínar. „Minn ir á skákíþróttina. Listin er í þvi fólgin að láta yður svara fyrstu spumingunni neitandi. Eina leiðin til að ná sér á strik aftur, er að svara næstu spum- ingu játandi og vinna síðan á tíma, með því að fara mörgum orðum um það, hve mik ils þér virðið Vivví. Einn náung- inn gerði það. Hann vann hjá bókaútgefanda, minnir mig. En hann var alger undantekning. Ég verð að segja yður það til hróss, Yandell, að þér tókuð ósigrinum vel. Þér eruð líklaiga léttur í kind. Og það er senni- lega einn af eiginleikum yðar, sem Vivvi kann að meta. Henni fellur vel við þá, sem eru léttir í lund. Fáið yður að reykja. Vivví hefur komið með ótal marga unga menn til mín. Einn var reyndar miðaldra eða ég býst við að þér hefðuð kallað hann það. Auðvitað ógiftur. Og hann var heidur ekki fráskilinn. Vivví hefur varla verið meira en 21—22 ára þá. Ég bannaði henni allt samneyti við hann. 1 fyrsta lagi vegna aldursmunarins og i öðru lagi, vegna þess að ég treysti ekki manni, sem hefur hvorki kvænzt né eignazt barn fyrir fertugt. Ég talaði um þecta við Viwí og þá var það af- greitt.“ „Sleit hún þá sambandinu við hann?“ „Hún kom ekíki með hann ofi- ar hingað og það segir sitt. Ég held að hún umgangist engan að ráði, sem hún kemur ekki með hingað við og við. Hún er mikið upp á karimannshöndina. Við töl um ekki um þau mál, en mér var ekki erfift að reikna út, hvemig hún hagar lifi simu. Möguleikarnir voru þrír. Sá fyrsti var sá, að bún svaf ekki hjá neinum þeirra, sem hún kom með hingað annar möguleikinn, að hún svaf hjá sumum og ekki öðrum og í þriðja lagi, að hún svaf hjá þeim öllum. Sumir hafa komið með henni annað slagið í rúmt ár, en flestir hafa enzt i nokkra mánuði. Ef hún svaf ekki hjá neinum þeirra, þá voru þeir bókstaflega eins og á færi- bandi að snúast í kring um hana fyrir það eitt, hvað hún væri skemmtileg til viðræðna. En það þarf töluvert til nú til dags, að stúlka geti rótað upp slikum karlafjölda í tíu ár samfleytt. Og Viwí er ekki þeim sérs.töku hæfileikum gædd. Þar með er ég kominn að öðrum möguleikanum. Þá var nú úr vandara að ráða. En ég sá að hún sýndi þeim öll- um sama viðmótið, þegar hún kom með þá hingað. Það nægði mér. Vivvi segir mér, að þér starfið við tónlistarmál. Mér þykir sjálfum gaman að tónlist." Það var farin að hækka á mér brúnin, eftir að ég fékk skýr- inguna á „gafflinum" og ég var búinn að ná mér fyllilega, þegar hann fór að segja mér frá flutn- irngi á „Yolante", sem hann hafði fyligzt með í sjönvarpinu (og ég l'ika). Samtalið barst inn á það hvort rétt væri að setja libretto- lögin d óperetbum d nýtízkulegan búnin.g. Þá kom Vivienne inn aft ur. Hún leit spyrjandi á mig. (Hvernig gengur, átti hún við) og ég kinkaði kolli (vel, þýddi það). smjörlíki „Mér finnst yfirleitt vera of mikið gert úr hæfileikum Gil- berts," sagðl ég við Copes, en sá þá á dóttur hans að nú hafði ég tekið ranga afstöðu og flýtti mér að bæta við: „En þegar hon- um tekzt bezt er hann frábær." „Það gleður mig, að þér skul- uð segja það. Ég veit að það er í tízku að níða af honum skó- inn, en mér þykir alltaf beldur vænt um hann, kartlinn. Má vera að það sé bara vegna þess að ég er orðinn svo vaniui- homim og þekki flest lögin hans. En Sullivan er honu.m fremri. Ég 9kal viðurkenna það. Jæja, Vivví, hvernig gengur? Er nokk ur árangur af viðleitninni?" Vivienne virtist sikilja þetta svo að ha'nn ætti við matreiðsl- una enda reyndist maturinn til- búinn í næsta herbergi, sem var eldhúsið. Það var stórt og éins og þau tiðlkuðust áður fyrr, en bar þess augljós merki, að það var litið notað. Oopes fór senni- lega með matinn. sinn á bakka inn í vinnustofuna, þegar hann var einn. Hann sá, að ég hikaði við að fá mér sæti, svo hann benti mér að setjast. „Svona, við skulum bara koma okkur að þessu. Nema þér viljið að ég fari með borðbæn fyrst. Ég er ekki vanur því, n.ema ein- hver klerklegur sé viðstadd ur og varla þó svo sé. Ei'gin- lega kom ég mér upp kerfi fyr- ir mörgum árum til að reikna DANA-SETTID us gpar>ai>öl!i»^------ Q (j Simi-22900 Laugaveg 26 velvakandi 0 Sundstaðir opni kl. 7 að morgni „Þú glaðvakandi Velvak- andi! Ég vona að þú sért eins vel vakandi og ég er á morgnana. En mig langar að kvarta yfir opnunartíma sundstaða höfuð- borgarinnar. Hvernig er það, er ekki hægt að opna sundstað- ina hálftíma fyrr á morgnana? Fyrir morgunhana eins og mig getur maður vel hugsað sér að fá sér sundsprett (t.d. 200 m) á morgnana, áður en maður fer í skóla eða vinnu, sem byrjar kl. 8. En þeir, sem fara í vinnu (eða skóla) kl. 8, ná tæplega á réttum tíma til starfs síns. Og hver vill ekki vera hress og endurnærð(ur) við starf sitt það sem eftir er dagsins eftir smásundsprett. Islendingar, stuðlið að þvi að sundstaðirnir verði opnaðir kl. 7 á morgnana (því mikið mun- ar um þennan hálftima) og syndið 200 m á hverjum morgni. Einn morgunhani, sem syndir 200 m á hverjum morgni (þótt í tímaþröng sé).“ £ Allt í óvissu með póstgjöld „Herra Velvakandi! Hvaða ráðuneyti ætli það sé, sem hefur póstmálin á sinni könnu? Það ætti svei mér skil- ið að fá orð í eyra og finna dálitið til tevatnsins, bæði frá almennum bréfaskrifurum og öðru ritandi fólki. Ég er náttúr- lega orðinn gamall og gleym- inn, þó ekki frekar en gengur og gerist, að ég hygg. Svo er mál með vexti, að fyr- ir fáeinum dögum þurfti ég að senda einum kunningja mínum hér í bænum nokkuð langt bréf, sem allt var vélritað. Ég sá í hendi mér, að það mundi vera þyngra en 20 g, svo að ég brá því á vog, sem sýndi að bréfið var tæp 70 g. Þessu næst leit ég í mjög svo ný- komna símaskrá og sá þar, að burðargjald undir 100 g prent var 8 kr. Það þótti mér nú all gott. En til þess að hafa allt mitt á þurru, þá hringdi ég svona til vara í upplýsingar póststofunnar, þar sem fyrir svörum varð elskuleg konu- rödd. Ég spurði um burðargjald fyrir 70 g þungt vélritað bréf, hvort það væri ekki sama og prent? Nei, svaraði röddin, vél- ritað er nú ekki sama og prent, heldur sem skrifað. Þetta verða því 18 kr. og sendist sem lokað bréf alit að 100 g að þyngd. Það þykir mér anzi skrítið, mælti ég, því að fyrir 2—3 ár- um sendi ég oft vélrituð bréf og annað vélritað mál á sama burðargjaldi og prent. Þá komu smávöflur á viðmælanda minn, sem sagði: Ja, ég veit nú ekki vel, en ég skal láta þig hafa samband við------- — Til allrar ólukku var komin i mig kergja, svo að ég greip fram í og sagði af nokkrum þjósti: Ég nenni fjandakornið ekki að eiga í þrasi út af smámunum, það er hvort eð er allt að verða kol- vitlaust i þessu landi. £ Hraðar hækkanir Ég iðraðist strax eftir þjóstinn, sem auðvitað var afar heimskulegur í þessu tilviki. Hringdi ég því nálega um hæl aftur í sama númerið og sama konuröddin svaraði. Liklega hefur mér láðst að biðjast af- sökunar á dónaskapnum, en aftur á móti var ég nú hóg- værðin sjálf og kurteisin og spurði hvernig á því stæði, að í alveg nýútgefinni símaskrá væri sagt, að undir almenn bréf allt að 100 g þunga kost- aði 14 kr. en ekki 18 kr. Þá hálf hló konan við og sagði: Það er gamla burðargjaldið og nú kost- ar 9 kr. undir almenn 20 g bréf. Ég kom hreint út sagt af fjöllum og spurði: Er langt síð- an þetta hækkaði? O, nei, svona hálfur mánuður eða þar um bil. Bitti nú, sagði ég, og var alveg að því kominn að bera mér í munn orðafar „kron- ikunnar", sem menningarvitun- um þykir svo ári fyndið, og hugðist segja: Skyldi það vera ofverkið „þessara anskota" að auglýsa þetta almennilega, en til allrar guðs lukku gerði ég það nú ekki, heldur orðaði hugdettu mína á almennari og kristilegri hátt. „Já, og það sem meira er, mælti röddin hin- um megin á línunni. Hér sit ég lon og don og svara sífelldum upphringingum vegna fyrir- spurna um burðargjald, og hef ekki einu sinni enn fengið í hendur fullbúna burðargjalds- skrá. Heldurðu að mér þyki það skemmtilegt? Nei, það held ég alls ekki, mælti ég. Kannski eru yfirmennirnir sofandi, eins og guðinn Baal i biblíusögunum. O, ætli það ekki, að þeir séu sofnaðir rétt einu sirmi, bless- aðir. En að lokum vil ég segja þetta: Það er ekki nóg að aug- lýsa nýtt póstburðargjald í blöðum og útvarpi aðeins einu sinni, um leið og hækkun á sér stað. Það þarf að gera oftar, a.m.k. á meðan ekki er hægt að fá í hverju einasta pósthúsi um land allt þá gjaldskrá, sem í gildi er hverju sinni. Og eitt er enn: Er það ekki nýtilkom- ið, að undir vélritað mál sé greitt eins og skrifað mál? 27. 4. 1972. Afgreiðsluslúlkur óskust Óskum eftir að ráða nokkrar afgreiðslustúlk- ur nú þegar. Framtíðaratvinna. Upplýsingar veittar í skrifstofu vorri næstu daga milli kl. 2—4. J. Hj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.