Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1972
Oitgefendi hf, Árvdlcuc Rfeyfcjavfk
Framk.væmdastjóri Haral'dur Sveinsson.
.Rltistjórar Mattihías Joharmessen,
Eyj'óilfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunrrarsson.
Ritstj’ór.narfiulltrúi horbjjönn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jólhannsson.
Augiliýsingastjóri Átni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalsfræti 6, sfmi 1Ó-100.
'Augi!ý.singar Aðalstræti 6, srmi 22-4-80
Áskriftargjal'd 225,00 kr á 'mánuði innanlands
I teusasötu 15,00 Ikr eintakið
Hafnarfirði verðhækkanirnar
að umtalsefni í ávarpi sínu á
hátíðisdegi verkalýðsins og
minnir ríkisstjórnina á fyrir-
heit um 20% aukningu kaup-
máttar. Síðan segir: „Krefj-
ast verður þess, að verðhækk-
unarskriðan verði stöðvuð og
allar hækkanir á lífsnauð-
synjum almennings bannað-
ar.“ Og Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja tekur
einnig undir þessi sjónarmið
í ávarpi 1. maí. Þar segir
m.a.: „Stjórn B.S.R.B. ítrek-
METVERÐHÆKKANIR
T gagnmerkri ræðu, sem
* Ólafur Björnsson, próf-
essor, flutti fyrir nokkrum
dögum um ástand og horfur
í efnahagsmálum þjóðarinn-
ar lét hann í ljós þá skoðun,
að þær verðhækkanir, sem
orðið hefðu og fyrirsjáanleg-
ar væru í nálægri framtíð,
væru hinar mestu frá því á
stríðsárunum, nánar tiltekið
frá árinu 1942. Ólafur Björns-
son benti í ræðu sinni á, að
vöxtur verðbólgunnar væri
hraðari en verið hefði og
varpaði fram þeirri spurn-
ingu, hvort atvinnuvegirnir
gætu staðið undir þessum
hækkunum, án þess að þær
færu aftur út í verðlagið og
verðbólguskrúfan héldi áfram
með fullum hraða.
ÓLAFÍU
í þessu sambandi gerði
Ólafur Björnsson sérstaklega
að umtalsefni kjarasamninga
þá, sem gerðir voru í desem-
ber og sagði, að þeir hefðu í
för með sér, á innan við hálfu
ári, útgjaldaaukningu vegna
launagreiðslna, sem næmi
25%. Hann kvaðst ekki skilja,
hvernig atvinnufyrirtækin
gætu tekið á sig þessar hækk-
anir án þess að þær færu að
einhverju leyti út í verðlagið.
Mestu verðhækkanir frá ár-
inu 1942 hafa orðið fleirum
íhugunarefni en Ólafi Björns-
syni, sem er í hópi fremstu
sérfræðinga okkar í efnahags-
málum og byggir á víðtækari
reynslu og þekkingu en flest-
ir aðrir. Þannig gerir 1. maí
nefnd verkalýðsfélaganna í
ar hér með fyrri ábendingar
sínar í þessu efni og telur
óverjandi að ekki séu reynd-
ar nýjar leiðir í efnahagsmál-
um, þegar óðfluga virðist
stefna að enn einni gengis-
lækkun til stórtjóns fyrir all-
an almenning.“
Ummæli eins helzta sér-
fræðings okkar í efnahags-
málum um efnahagsástandið
hljóta að vega mjög þungt.
Afstaða verkalýðs- og laun-
þegasamtaka lýsir áhyggjum
þeirra og viðtöl Morgunblaðs-
ins við verkafólk í tilefni 1.
maí sýna, svo ekki verður um
villzt, að ekkert er nú ofar-
legar í huga hins almenna
borgara en verðhækkanirnar
að undanförnu og sú kjara-
skerðing, sem af þeim leiðir.
TORTRYGGNI
BÆNDA
T Morgunblaðinu var fyrir
* skömmu birt ritstjórnar-
grein úr bændablaðinu Frey,
þar sem lögð var áherzla á,
að erfitt væri eða nær ómögu
legt að kom á sambæri-
legri styttingu vinnutíma
bænda og annarra stétta.
Auðvitað er þetta rétt. Bænd
ur geta ekki stytt vinnutíma
sinn nema að litlu leyti, starf
þeirra er þess eðlis. Tillit til
þessa verður að taka, svo að
þeir dragist ekki aftur úr og
verði láglaunastétt í landinu.
íslendingar eiga að búa vel að
því fólki, sem ræktar jörðina
og tryggir búsetu um allt
land. Það er forsenda sjálf-
stæðis okkar, að við höfum
áhuga á að nytja allt landið,
en búum ekki í eins konar
borgríki á suðvesturhorni
þess.
Núverandi ríkisstjórn er
orðin einna þekktust að því
að sækja fé í vasa almenn-
ings. Hún hefur einnig feng-
ið óorð á sig fyrir að eyða
sjóðum. Það er því ekki
heppilegasti tíminn nú að
leggja fram frumvarp um
nýjan fóðurbætisskatt, sem
nemur 25%, enda þótt ráð sé
gert fyrir í frumvarpinu að
ekki megi nota skattinn til
annars en tryggja verðlag á
búvörum, þegar það lækkar
t. d. vegna offramleiðslu.
Fjöldi bænda er á móti þess-
um nýja skatti, og að vonum.
Bændur sjá, hvernig núver-
andi ríkisstjórn gengur á
sjóðina. Þeir treysta því ekki,
að þessi nýja skattlagning
verði þeim sjálfum til hags-
bóta, svo gráðugt sem ríkis-
valdið er. Bændur ekki síður
en aðrir þegnar þjóðfélagsins
hafa nú meira vantraust á
ríkisvaldinu en svo að þeir
treysti því að 25% skatturinn
komi þeim nokkurn tíma að
gagni.
Vísitölubúið kaupir 8—9
tonn af fóðurbæti á ári. Tonn
ið kostar um 10.000 kr., svo
að hér er um að ræða 20.000
kr. skatt á vísitölubú. En ef
tekið er dæmi af sveitaheim-
ili með um 20 kúm og um 200
fjár, kemur í ljós að slíkt bú
notar um 20 tonn af fóður-
bæti á ári og verður þá 25%
skatturinn um 50.000 kr. nýr
útgjaldaliður. Það sér því
hver maður að hér er um
verulega skattbyrði að ræða
á bændurna. Og meðan þeir
treysta því ekki, að pening-
arnir verði þeim sjálfum til
hagsbóta, heldur renni í rík-
ishítina, er engin von til þess,
að þeir vilji gangast undir
slíka skattbyrði.
Fylgi Palmes dalar:
Svíar þrey ttir
hækkunum
ÓÁNÆGJA hefur margfald-
azt að undanförnu meðal Svía
vegrna óðaverðbólgu, gífur-
legra verðhækkana, hækkana
á sköttum sem eru háir fyrir
og vaxandi atvinnuleysis.
Ekki þurfti nema tveggja mín
útna viðtal við húsmóður í
sænska sjónvarpinu nýlega
til þess að koma af stað ein-
stæðri mótmælahreyfingu.
Húsmóðirin hvatti neytendur
til að hætta ap kaupa kjöt og
mjólk, og viðtalinu var ekki
fyrr lokið en síminn hjá henni
fór að hringja stanzlaust. Að
lokum varð hún að fá sér labb
rabb-tæki til þess að geta tek-
ið þátt í umræðu við svokall-
aða Stokkhólmsnefnd til bar-
áttu gegn hækkuðu verðlagi.
Bannið, sem húsmóðirin
hvatti til i viðtaiinu, hafði
næstum því tafarlaus áhrif,
og Stokkhólmsnefndin til bar-
áttu gegn hækkuðu verðlagi,
lét ekki sitt eftir ilggja. Áður
en ein vika var liðin hafði
mjólkursala dregizt saman
um 6% í Stokkhólmi og 35%
í útborginni Skarholtmen. Eft-
irspurn eftir kjöti minnkaði
að sama skapi. Það sem kom
aÆ stað þessum mótmælum
var að verð á hrygg hafði
hækkað úr 48 krónum sænsk-
um kílógrammið í 51.20 krón-
ur í Vástmannland norðvest-
ur af Stokkhólmi. Mótmælin
höfðu þau áhrif, að ICA-verzl
unarsamsteypan ákvað að
lækka mjólkurverð um 6%.
• BÆNDASJÓNARMIÐ
Þessi óskipulagða og ópóli-
tíska hreyfing, sem húsmóðir
hleypti af stokkunum með
tveggja mínútna sjónvarpsvið
tali, ér talandi dæmi um það
andrúmsloft, sem skapazt hef-
ur í Svíþjóð vegna hækkana
á verðlagi og sköttum og
mesta atvinnuleysis, sem um
getur í aldarfjórðung. Stokk-
hóhnur hefur lengi verið dýr-
aista höfuðborg í heimi næst
á eftir Tokyo, og verða hús-
mæður þar að greiða 20%
meira fyrir vöru og þjóniustu
en stallsystur þeirra í París.
Verð á matvælum hækkiaði
um 22% frá því í j-anúar 1970
til síðustu áramóta.
Ríkisstjórnir í Sviþjóð hafa
aiHtaif leitazt við að
tryggja landbúnaðairverka-
mönnum sambærileg kjör og'
iðnverkamenn rujóta síðan Sós
íaldemókrataflokkurinn og
Bændaflokkurinn, sem nú heit
ir Miðflokkurinn, gerðu með
sér samkomulag þar að lút-
andi árið 1933. Af þessu lieiðir
hátt verð á landbúnaðarafurð
um, og er það 15% hærra en
i aðildarlöndum Efnahags-
bandalagsins. Verðið hækkaði
um 10% samkvæmt síðasta
samkomulaginiu, sem var gert
við bændasamtökin í fyrra-
siumar, og kom sú hækkun
fram í hækkuðu smásöluverði.
Stjórnin vill ekki landbúnað-
arstyrki, en þess vegna nær
virðisaukaskattur til matvæla
og hefur hann farið hækk-
andi.
• VERDSTÖÐVUN
Hækkun framfærslukostn-
á verð-
Olof Palme:
Sjaldan hefur verið eins mik-
ið að honum kreppt.
aðarins hefur**verið stjórninni
svo alvarlegt áhyggjuefni, að
gripið var til verðstöðvunar
þremur vikum fyrir síðustu
kosningar, sem voru haldnar
í september 1970. Verðstöðv-
unarlögin minntu marga á
skömmtunatimabiffið á árum
siðari heimsistyrjaldarinnar,
en þau runnu út um síðustu
áramót. Vöruverð hækkaði
þegar í stað, og eiiga verð-
hækkanimar sér fáar hiið-
stæður, en ef tll vill hefðu
þær þótt viðunandi, ef kaup
hefði hækkað að sama skapi.
Því hefur hins vegiar ekki ver
ið að heilsa, því að samkvæmt
heildarsamningum, sem voru
gerðir um kaup og kjör í júní
1971, var gert ráð fyrir að
kaiup hækkaði að meðaltali
um 9% á ári á næstu tveimur
árum. Sjálf viðurkenndi
stjórnin óbeint, að kaupmátt-
ur launa hefði rýrnað, þagar
hún hækkaði eftirlaun og hús
næðislán skattborgara með
stórar fjölskyldur í október í
fyrra.
Þreyta og gremja almenn-
ings á ekki einumgis rætur að
rekja til aukins framfærslM-
kostnaðar. Skattar valda eikki
siður óánægju. Tekjuskattar
nema frá 25 til 65% að við-
bættum viirðisaiukaskatti, og
Svium finnst nóg komið. Út-
svör hafa hækkað um 20—
25% á þremur árum.
• DÝRKEYPT SKYSSA
Gunnar Stráng hefur verið
fjármáliaráðherra í 17 ár og
játar venjulega ekki að slíkt
geti átt sér stað, en nýlega við
urkenndi hann, þótt gizka
þyrfti á við hvað bann ætti, að
„Svíar væru að nálgast viðun
a,ndi skattaþak“, og létti s'katt
greiðendum við þessa yfirlýs
ingu. Skattaálagning, sem
Strámg ákvað sjálfur og hef
ur verið í gildi síðan í janúair
1971, nefsar giftum konum,
sem stunda ekki atviinnu, og
er tilgangurinn ef til vill sá
að hvetja þær tiil þess að fá
sér atvinmu. Þá var mifcil
gróska í efreahagslífin'U og
skortur á ófaglærðum og faig-
lærðium verkaimönmum. En þá
var ekki hægt að sjá þá aftur
för, sem þegar hafði átt sér
stað. Þeinslan í sæntsku efna-
haigslífi hafði verið of mikil á
árinu 1970, og óðaverðbóliga
fylgdi í kjölfarið. Heilbriigð
skynsemi mælti með þvi að
draga úr þenslunni, en þetta
var kosmingaár, og engar ráð
stafanir voru gerðar til þess
að koma á jafnvægi í eftoa-
hagsmálunum, þar sem kjós-
endum hefði likað það illia.
Eftir kosningar gerði stjóm
in hins veg'ar ráðstafanir til
þess að draga úr þenslunni og
hækkaði forvexti og setti
höml'UT á f járfestinigar, en
raunar var tímd slíkra ráð-
stafana liðinrt, og það sem
þurfti var að hleypa meira
fjármaigni í efnahaigslifið. —
Svía,- urðu að greiða þessa
skyssu dýru verði. Svo að
siegja engin breyting varð á
heildarþjóðartekjum árið 1971
þó að þær hefðu aukizt um
4,5% að meðaltali á ári næstu
tíu ár á undan. Þar á ofan er
atvinnuleysi komið á svo hátt
stig, að það minnir ískyggi-
leiga mi'kið á hina dimma djaga
fyrir síðari heiimsstyrjöldina,
þó að full atvinna sé einn
helzti kjarninn í stefnu sósíal
demókrata. Hagstofan áætlar
tölu atvinnulausra 136.000, ert
sumir segja að þeir séu affi't að
400.000.
• FYLGI RÝRNAR
Stjó-rnin hefur snúizt gegn
vandamálunum af einbeitnii.
Síðain í fyrrahaust hafa verið
veitt lán að upphæð 1.750
milljónir sænskra króna til
þess að gera iðnfyrirtækjum
klieitft að koma fyrir hreinisí-
tækjum tiil verndair gegn
menigun í lofti og vatni. Þann
ig verður lokið við að fr'am-
kvæma urnhverfisverindarráð-
stafanir á 18 mánuðum, þótt
upphaflega væri gert ráð fyrir
fjögurra ára mengumaráætl-
un. Atvinnuleysið virðist bafa
náð hámiarki, og hagfræð-
ingar gera ekki ráð fyrdr raun
veruite'gri auknimgu fyrr en í
byrjutn næsta árs.
Ástandið er fairið að grafa
undan sóslaildemókrötum. —
Samkvæmt síðuistu skoðana-
könnun fengju borgaraflokk-
arnir 52,9% atkvæða, en sósí
aldemókratar 38,7% og komm
únistar og aðrir afg'angi.nin. í
skoðamakönnun, sem var gerð
í m-arz, var fylgi sósíalviemó-
krata 42% og í janúar 43%.
Miðflokk'urinn hefiur fengdð
nýjan foringja, Thorbjörn
Framhald á bls. 19.