Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1972
21
— Jakob Thorarensen, skáld
Framliald af bls. 14.
legt svipmót. Hoirum íatast
st'undum um smekkvísi um orða-
val, en yfir'leitt eru kvæði hans
fastmótuð og hagleg smíð, méul-
ið hreint og þróittmikið, en ekki
torrætt frekar en vai hans á lik-
ingnum. Mörg kvæði hans eru
mótuð af djúpri aivöru og
skarpri lifsatlhuigun, en stundum
bregðiur hann á lei'k og það svo
' listilega, að fá islenzk ljóðskáld
hatfa reynzt fyndnari. Eitt af
þVí, sem hann hefur orðið kunn-
astur fyrir meðal álmennings
um land allt, eru ýmsar lausa-
visur hans, en sumar þeirra
hafa aldrei verið prentaðar —
og þar á meðal nokkrar þær
snjöillustu. Tilfinninigum sínum
flikar Jakob sjaldan í s'káld-
skap á annan hátt en þann, að
þær eru sem undirstraumur í
Ijóði eða sögu. Hann hefur til
dæmis lítið látið i ljós um við-
Ihorf sitt við trúmálum, en ef
til vilJ mundi mega ráða þau af
þessari lausavisu:
Virðuleg sex daga vinna
er veröldin alsköpuð,
en meistaraverk þó ei minna
hafi mennirnir skapað guð.
Til sönnunar þvi hversu
hinn vandláti meistari ljóðforms
ins, Tómas Guðmundsson, metur
ljóðagerð Jakobs Thorarensens
vil ég leyfa mér að benda á það,
að hann hefur valið í safnið Is-
lands þúsund ár fimm löng
bvæði eftir Jakob.
Það imin h; "a verið vorið
1924, að Jakob sýndi mér smá
söigu eftir siig og var mjög í vafa
um, hvort hún væri hæf til birt-
ingar.
„É'g hef nú ekki föndrað við
svona form áður,“ sagði hann.
Nema ég hél-t, að honum mundi
sannarlega óhætt að birtta sög-
una, og svo kom hún þá út i
timariti undir dulnefninu Jón
jöklari. Hún heitir Helfró og er
ifyrsta sagan i safni þeirra tíu
sagna, sem ég valdi í bðkarkorn
sem Almenna bókafélagið gaf út
á sjötiu ára afmæli Jákob.s. I
þessari stuttu sögu kemur hann
þegar fram sem fullþnoska smá
sagnahöfundur, og ber hún flest
þau einkenni, sem síðar móta
sðgu hans, sem sé að stíl, frá-
sagnarhætti og viðhorfum við
mannlogúm brastum og meinum
sem hann sér ærið glöggt, en lít
ur á oft af kiminni, en stundum
d'álítið biburrd iglöggskyg'gni.
Jón bóndi Stígsson er að
deyja, og kona hans situr yfir
honum sárdöpur. En Jón er
þessa stundina óvenjuhress og
tekur meira að sagja í nefið, og
áður en varir eru þau hjónin far
in að tala um þá hluti, sem helzt
hafa valdið missætti i löngu og
yfirleitt farsæiu hjónabandi
þeirra. Þetta fer hæigt af stað,
en svo rifjast upp beiskja
tengd ærnum smámunum, sem
þó hafa kornið mjög illa við hús
freyj'u. Og áður en varir herð-
ir hún á orðræðu sinni og fær
svör að sama skapi. Það espar
hana, en svo steinþagnar Jón
og þá tefcur nú fyrst í hnúk-
ana. Aldrei hefur hann verið
henni erfiðari en þegar hann
hefiur tekið upp á að þegja við
orðum hennar. Og nú þusar
hún alllen'gi og biturt, smástúss
andi við sitthvað í herberginu
Það er tekið að skyggja inni, og
nú virðist henni Jón sotfnaður
eða hvað? Henni sárbregður og
virðist, að ekki muni seinna
vænna, að segja eitthvað hiý-
legt við Jón. Skáldið segir:
„Hún lagði höndina á brjóst
honum, svo sem vildi hún ýta
við honum með hægð.
„Jón! Heyrðu, Jón minn! —
Þú hefur annars alla tima verið
mér bæði ástrikur og góður eig-
inmaður — og alveg einstakur
heimilisfaðir, það hefurðu verið
Jón. — Og guð sé mér til vitn-
is um það, að ég hef elskað þig
á móti, Jón. — Jón, heyrirðu
það!“
En Jón heyrði það ekki, þvi
hann hafði skilið við rúmri mín-
útu eftir að hann laigði frá sér
pontuna á borðshornið, en sið-
an var góður stundarf jórðungur
liðinn.“
Ekki munu þær siðri sögurn-
ar Forboðnu eplin, Víða liggja
vegamót, Aflandsvinur og Kölk
un, svo að nokkrar séu nefnd-
ar, og það hytgg ég, að ekki
komi út árlega míklu betri smá-
sögur á Norðurlöndum á ári
hverjiu en við skulum segja
15—20 af smásögum Ja'kobs
Thorarensens.
Það mun þó þrátt fyrir sögur
hans og merkiskvæði hafa tek-
izt svo til, að hans sé ekki getið
í hinni þegar á sinn hátt róm-
uðu samnorrænu bókmennta-
sögu, en það er ek'kert nýtt, að
ísienzkar bókmenntir sæti svolit
ið einkemnilegum örlögum í nor-
rænni samvinnu. Jón Trausti og
Guðmundur Guðmundsson lét-
ust úr spænsku veikinni, en
sænska sýkin 'kynni líka að
rsynast íslenzkum ' ókmenntum
skæð, áöur en lýkur. Mér dett-
ur svo allt i einu í hug fer-
skeytiukorn eftir Jakob skáld
Thorarensen:
Það er auma ástandtð
ýmsra frægra beirna,
eru stórskáid út á við,
en auilabárðar heima.
Ég man ekki, hvort það var
Siigurður Nordal eða Tómas Guð
mundsson, sem sagði við mig, að
sér þætti Jakob einhver mesti
og sérkennilegasti húmoristi í ís
lenZkum bókmenntum. . . En ég
vil enda á tveimur vísum úr
hinu sérstæða ættjarðarljóði
hans íslandsstefi, en þar talar
hann úr fylgsnum hjarta sins ,í
krafti sögunnar oig eiigin reynslu.
En gef oss auðnugullið dýra
og gleði þeirrar ym,
er störfin vekja en stöðva
hvorki
storm þinn eða brim,
oss betra að hitna í barninigi
enn
en blása þurfa í kaun
því stórviðrin þau stæla menn
að standast lífsins raun,
og Island geldur atorkunni
einni fyllstu iaun.
Já, bezt við munum alltaf una
á andstæðnanna fold,
með stóru lyndi vasta og vinda,
unz værðir býr oss mold.
Hér jafnar margt hvað myrkt og
hart
hin milda srtmarnótt,
þá allt á storð er unigt og bjart,
í einu glatt og hljótt.
I heiðd og kyrrð, — í ólgu og eld
er Islands skaphöfin sótt.
Með styrk og festu
Nítján hundruð og fjórtán —
upphafsár fyrra stríðs; kóngar
og keisarar við völd í stóru
löndunum; Islendingar ennþá
bændur og sjómenn af gamla
skólanum: sveiflandi orfi eða ró-
andi ár.
Það var þá, sem Jaikob Thor-
arensen sendi frá sér fyrstu bók
ina, Snæljós; kvæðasafn. Viljum
við staldra við og átta okkui á,
hve þetta ár er nú orðið að mik-
illi fortið, má t. d. minnast þess,
að þá var Þorgils gjallandi enn
á lífi, Jón Trausti og Einar Bene-
diktsson nánast ungir höfundar,
og Einar H. Kvaran átti helft
verka sinna óskrifaða.
Jakob var orðinn stálpaður
unglingur, þegar nitjánda öldin
kvaddi, og kvæðin í Snæljósum
orti hann á fjórum til fimm ár-
unum næstum fyrir fyrra strið.
Hann var þvi aldamótamaður í
bókstaflegum skilningi orðs-
ins og fullmótaður af þvi gamla
samfélagi, sem grundvallaðist á
handafli og erfiði. Jakob var
aldrei margmáll um sjálfan sig,
en ef til vill gefa eftirfarandi
orð hans til kynna, hvað það
kostaði hann að verða skáld:
„Þau kynni hafði sá, er þetta
ritar, af öldinni sem leið, — því
henni heyrði til bernskan og
unglingsárin, að nokkru, — að
yfirleitt virtist hún þess sinnis,
að flest annað væri þarfara að
gera en lesa að miklu ráði, -—
skrifa, yrkja eða semja, og var
hún því, i ytri háttum, þrátt fyr-
ir rétt hentug innri eigindi,
fremur andhverf þess hátt-
ar iðkunum þeirra, sem ungir
vóru og óráðnir. Langt fram eft-
ir þroskaaldrinum varð og aðal-
lega að eiga um slíkt við síð-
kvöldin og næturvökurnar."
Snæljósum Jakobs var strax
tekið vel, enda eru þar sum
beztu kvæði hans svo sem I há-
karialegum, mergjaður óður,
sprottinn úr römmum jarðvegi
þess Jífs, sem lifað var á upp-
vaxtarárum skáldsins. Alls
sendi Jakob frá sér um tug
kvæðabóka, sem allar bera
sterk og skýr persónueinkenni
hans, auk lítið eitt færri smá-
sagnasafna. Það var þó ekki
fyrr en 1929, að Jakob sendi frá
sér fyrsta smásagnasafnið,
Fleygar stundir, eftir að hafa
gefið út fjórar kvæðabæk-
ur. Ekki er fjarri lagi að segja,
að eðliskostir sagnanna séu hin-
ir sömu og ljóðanna. Samt hafa
þær jafnvel enn fleira til síns
ágætis, til að mynda gamansemi,
sem minnir stundum á sjávar-
seltu eða hafrænu, nokkuð
svala, en í öllu falli raunsanna
og umfram allt rammíslenzka. Ég
nefni sem dæmi söguna Helfró,
þar eð hún mun flestum kunn
úr Lestrarbök Nordals. Ekki ein-
ungis geymir sú saga trúverð-
uga stemming gamla timans,
heldur lika sigild sannindi, sem
aldrei fyrnast: eiginfcona hef«r
tekið til í hugskoti sínu fáein
vel valin orð til að segja við
bónda sinn á banasænginni, síð-
ust orða, en verður of sein og
þykir þá skammskárra en ekki
að þylja þau yfir honum dauð-
um.
Auðséð er, að Jakob hefur
mjög ástundað að byggja upp
sögur sínar, eins og kallað er,
sniðið þær samkvæmt útreikn-
uðum hlutföllum. Sem dæmi
þess, hvernig hann gat í senn
listilega og eðlilega nálgast
söguefni, kemur mér í hug sag-
an Of snemmt — of seint þar sem
aðdragandinn gerist stig af stigi
og komið er að kjarna málsins i
áföngum: ferðamaður á leið
gegnum alókunnuga sveit, heyr-
ir fyrst ávæning af orðasveimi,
síðan meira og meira, unz rakin
er fyrir honum atburðarás þeirr-
ar sögu, sem um sveitina gengur.
Tíðarandinn var ekki mjúk-
hentur i uppvexti Jakobs, og
yrði bókvitið ekki í askana lát-
ið, þá var tilfinningasemin það-
an af síður vænleg til ábata.
Sögupersónur Jakobs eru flest-
ar sóttar til þess tima, agaðar
af þeim lifnaðarháttum, sem þá
gerðust, harðneskjulegum, en fá
breyttum; ytra borðið sigg og
skrápur, en eðlið ólgandi og
þungt eins og hafaldan.
Þar eð Jakob lýsir þessu
fólki rétt og slétt náttúrlega,
skiljum við það enn þann dag í
dag, þó lífstónninn sé gerbreytt-
ur, af því innsta eðli manns
breytist ekki; kjarninn er ávallt
samur.
Jakob gerði sér far um
að segja frá tilgerðarlaust;
munnleg frásaga var fyrirmynd
söguforms hans eins og annarra
samvizkusamra raunsæishöf-
unda. Hann gerðist ekki skrúð-
máll, þó hann hefði gaman af til-
fyndnum líkingum, en kjarnyrt-
ur, þar sem það átti við; hélt sig
sem næst vönduðu talmáli al-
þýðu. Ekki verður þess vart, að
Jakob hafi látið söguhetjur sin-
ar taka sér hreystiyrði í munn
einungis til að sýna þrótt höf-
undarins; þær segja ógjarnan
■annað en það, sem þær eru lík-
legar til að mæla hverju sinni.
Rati þær i óvanalegar aðstæð-
ur, ásannast, að Jakobi varð
ekki skotaskuld úr því að
leggja þeim orð í munn, sem
hæfðu vandasömu tilefni.
Þó Jakob stæði nokkuð föst
um fótum í eldri tíð og fyrir
kæmi, að hann tæki mál-
stað hennar gegn því, sem hon
um þótti miður fara í samtíð
inni, var hann samt harla hlut-
lægur í þeim efnum. Einn
ig eldri kynslóðin í sögum hans
dregur sinn slóða „sælda og
synda“ — áv irðinga og yfir-
sjóna, eða, unaðsemda og gleði,
•allt eftir því, hvernig á það er
litið. Þegar séra Hannes í sög-
unni Forboðnu eplin tekur Þor-
berg gamla tengdaföður sinn i
hús sin, er sá gamli ekki par
forfínuð persóna, t. d. eru borð-
siðir hans fyrir neðan allar hell-
ur innan um heldra fólk, og á
gólfið hrækir hann óhikað, þeg-
ar hann lystir. En jafnvel slikt
má umbera, ef siðgæðið er i lagi,
þar sem tekur til stóru atrið-
anna. En þvi miður reynast
þau á sömu bókina lærð hjá
þessari gömlu kempu. Þegar
sýnt þykir, að hann sé búinn
að gera vinnukonunni í húsinu
barn, verður hann að fara -—
takmörk fyrir, hvað hægt er að
líða í prestshúsi.
Þannig eru söguhetjur
Jakobs. Þær eru hvorki gott
fólk né vont fólk, en bera með
sér hvort tveggja: eðli sitt og
uppruna og veitist jafnerfitt að
bæla hið fyrrtalda sem að
breyta venjum sínum frá hinu
síðartalda.
— ★ —
Nú, þegar Jakob Thorarensen
er allur og ævistarf hans liggur
fyrir í heild, hljótum við að
þakka honum það hlutverk, sem
hann hefur gegnt i meira en
hálfa öld á vettvangi íslenzkra
bókmennta. Um þær breytingar,
sem orðið hafa á þjóðlífinu og
veröldinni á sama tíma, þarf
ekki að ræða. Jakob fylgdist vel
með þeim breytingum, en lét þær
ekki raska jafnvægi sínu. Þó
hann veldi sér ný og ný yrkis-
efni, má hvarvetna greina sama
höfundinn á bak við verkin,
fastan fyrir, óbifanlegan. Jakob
sagði, þegar hann stóð á sex-
tugu, að „svo má að orði kveða,
að hrúgað hafi verið sem svarar
fjórum -— fimm öldum í fang
þeirra, sem nú eru fimmtugir
mena eða meira, miðað við
göngulag hins gamla tima.“ Það
var þá hverju orði sannara, og
enn hefur þróunin hnykkt á
þeim sannindum.
Svo má að orði kveða, að
Jakob væri sí ðastur höfundur
sinnar kynslóðar, þeirrar kyn-
slóðar, sem ólst upp og mótaðist
til fulls við harðbrák fyrri ald-
ar og tók þá líka í arf andleg-
an þrótt hennar, sköpunargleði
og raunsæ viðhorf gágnvart lífi
sínu og umhverfi.
Að rödd hans þagnaðri finnst
manni sem þeir timar hafi færzt
drjúgum fjær. En ég trúi, að
beztu verk Jakobs muni lengi
lifa. Svipmót hans á þeim er
nógu sterkt og eftirminnilegt,
til að eigi fyrnist yfir það.
Erlendur .Tónsson.
Kveðja
Fæddur 18. maí 1886.
Dábin 26. apríl 1972.
ÉG KYNNTIST Jakob Thoraren-
sen fyrir 29 árum siðan. Þá var
hann á bezta aldri. Við ui'öum
fljótlega góðir vinir og þrátt fyr-
ir nokkurn aldursmun áttum við
margt sameiginlegt. Þegar ég lít
til baka yfir farinn veg, minnist.
ég margra ánægjustunda, er við
áttum saman, bæði á heimili
hans, er varð mitt annað heim-
ili, og á heimili okkar Laufeyjar
dóttur hans.
Jakob var maður hlédrægur að
eðlisfari og „ekki allra“, eins og
sagt er, en sannur vinur vina
sinna. Hann var ákaflega
skemmtidegur í viðræðum og
hnyttin tilsvör hans komu oft á
óvart. Hann var ákveðinn í s'koð
unum á þjóðmálium, þótt hann
kæmi aldrei opinberlega fram á
þeim vettvangi. Hann var ekki
einstrengingslegur i stjórnmála-
skoðunum, aldréi flokksbundinn,
en hafði ímugust á erlendum
öfgastefnum. Hann hafði ekki
mikil afskipti af félagsmálum, en
var þó í félagi isi. rithöfunda og
i stjóm þess félags uim skeið.
Jakob hafði mjög gaman af að
ferðast. Hann ferðaðist um allt
landið, bæði í byggð og óbyggðir.
Einu sinni fór hann, ásamt konu
sinni, í mánaðarferðalag á hest-
um, allt frá Austfjörðum til
Reykjavikur. Þeirrar ferðar
minntisit hann jafnan með mikilli
ánægju. Þá kynntis't hann mörgu
fólki víðsvegar um landið og
naut frábærrar gestrisni. Oft fór
hann í langar gönguferðir, ýmist
í nágrenni Reykjavíkur eða á
fjariægari slóðir. Eitt sinn gekk
hann yfir Tvídægru að norðan og
suður í Borgarfjörð. Þá var
hann á áttræðisaldri. Einnig fór
hann til annarra landa, ein'kum
Norðuriandanna, og þá oftast til
Danmerkur, sem hann hafði mikl
ar mætur á. Þegar Jakob var hálf
sjötugur fór hann með Gullfossi
til Miðjarðarhafslanda og allt til
Afrífcu. Sú ferð varð honum til
mikillar ánægju.
Jákob var góður sundmaður og
iðkaði sjóböð nær daglega í
fjölda ára, allt fram að áttræðis-
aldri. Þetta styrkti hann og
stæliti, enda var hann mestam
hluta ævinnar mjög heilsuhraust
ur maður.
Mes-ta gæfa Jakohs í lífinu var,
að hans eigin sögn, að eignast
elskulega og glæsilega konu,
Borghildi Benediktsdóttur frá
Smáhömrum í Steingrimsfirði.
Hún reyndist honum góður lifs-
förunautur, og mat hann hana
miki'ls, að verðleifcum. Hún bjó
honum hlýlegt heimili, þar sem
hann undi sér vel við ritstörf
sin.
Ég vil að lokum þakka
Jakobi fyrir samfylgdina, og allt
það,- sem hann gerði mér gott
og minni fjölskyldu fyrr og síðar.
Ég minnist þess, er hann kom
síðast á heimili okkar Laufeyjar
og færði mér Guðbrandsbiblíu
að gjöf (í tilefni 60 ára afmælis
miíns), með þeim uimmæl'um, sem
ég aldrei mun gleyma.
Það, sem Jakob Thorarensen
hefur gefið þjóð sinni í ljóðum
og sögum mun halda minningu
hans á loft.
Blessuð sé minning hans.
Stefán G. Sigurðsson.
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISPLOKKSINS
S j álf stæðisk venf élag
Arnessýslu
heldur hlutaveltu í Iðnskólahúsinu á Selfossi laugardaginn 6.
maí klukkan 2 eftir hádegi.
Agætir munir, engin núll. — Fjölmennið.
STJÓRIMIN.