Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1972, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐH), FTMMTUDAGUR 4. MAl 1972 31 — Harma Framh. af Ws. 32 lögðu oinnLg lleið sína þangað og hugðust hindra för hans frá Bessa<stöðum. Var þetta u.m 40— 50 maraia hópur I tveimur Ilang- íerðabifreiðum og hafði meðferð is ben.sínbrúsa, na.glapappa og naglaisiaum tíl að stöðva bifreið irnar. Lögreglan hafði spuimir af ferðum þeirra, og stöðvaði þá á miiðri leið. Tók hún fjóra mót- mælendur úr umferðj og dneifði með því athygili mótmælenda en á meðan var bandaríska utanrík- isráðherranum og fyllgdarliðimu ekið eftir neðri ieiðinni um Álfta nes og í gegnum Hafnarfjörð, án þess að mótmælendur fengju að gert. t*arna afhentu mótmælend- ur dreifibréf, þar sem segir m.a. að Eimar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, sé „furðu djarfur að ætía þjóð sinni annan eins skrið dýrshátt ocg sæta þessari „heim sókn“ þegjandi og htjóðalaust“ og um leið og mótmælt er þess- ari ögnun, „mótmælum við komu þessa útsendara heimsvaldastefn unnar til íslands." Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði í samtali við Morg- unbl’aðið i gær, að sér fyndist lakara að ekki var hægt að halda þeirri daigskrá, sem skipuiögð hafði verið fyrir gestinn — WillS am Rogers og fylgdarliið hans, og Ikvaðst fremur hafa kosið, að þetta unga fólk hefði látið sitja við mótmæli utan hússins, eins og oftast hefði tiðkazt í áþekkum tilvikum. „Ég harma það, að ekki var hægt að sýna Wiiliiam Rogers og fylgdarliði hans ís- lenzku handriitin,“ sagði utanrik isráðherra. Lögreglan eltir niótniæUmdur út í nióa á Álftane&i til að ná a“ þeim bensínbrúsiim. Iúigreghi þjónninn t.v. beygir sig eftir ein- um brúsanum, en stúlkurnar t. n. kasta frá sér öðrum brúsa. Meiri fiskafli nú en í fyrra á SV-landi HEILDARFISKAFLI á Suð- ur- og Suðvesturlandi var um mánaðamótin 137.908 lest ir, samkvæmt skýrslu Fiski- félags íslands. Er hann held- ur meiri en á sama tíma í fyrra. Þá var aflinn á þessu svæði, sem nær frá Horna- firði til Stykkishólms, sam- tals 132.264 lestir á sama tíma. Er aflinn í hinum ein- stöku verstöðvum sem hér segir: Hornafjörður 6591 lest, í fyrra 6700 lestir. Lífverðir Rogers stugga við mótmælendum, sem hugðust stöðva bifreið bandaríska utanrikisráðherrans. Gamlar þingræður — í prentun víða um land MARGIR árgangar af ræð- ræðurnar í þingi sem á um þingmanna eru nú í setn- ingu í prentsmiðjum í Reykja vík og úti á landi, en síðasti árgangur af þingræðum, sem koniinn er út í bandi, er frá árinu 1964. Þingskjöl eru samt sem áður komin út fram að þessu ári. en það eru um- — Rannsókna- leiðangur Framhald af bls. 2 lög í jöklimim og fleiri verða við þessar rannsóknir. Verður reymt að flytja bar- kjamana til þygigða í flugvél, sem tendir á jöklimum. En kjarn inn vetrður að koma frosimn til Reykjavíkur í frystihús, þar sem tekið verður af honum jafnóðum til ranmsókna. Munu verða gerð ar á hónum tvívetmis- og þrívefn israransóknir, athuganir á kristai bygjgingu íssins og ösfcuilög könn uð, ef þaiu finnast. I>á eru áform um að smefiIefnarannsóknÍT fari fram á hlmta af kjarnamum, og yirði það þá gert í Brússel, og að klsiisýruisótópar verði á- kvarðaðir, sem getur verið að Danir taki þátt í. stendur. Friðjón Sigurðsson, skrifstofu stjóri Alþimgis, upplýsti að þing- ræður síðustu ára væru í prent- un víða, sinn árgangurinn i hverri prentsmiðju. Væru prent- smiðjur á Akureyri, Siglufirði, nokkrar i Reykjavík og vlðar að vinna að þessu. En prentsmiðj- urnar hefðu mikið að gera og viidu oft láta þetta sitja á hak- anum. Of lemgi hefði dregizt að dreifa verkinu og verið treyst á Gutenfoergsprentsmiðjuna eina. En nú væri verið að vinna þetta upp og væri tímaspursmál hve- mær það tækist. Vestmannaeyjar 21.179 lestir, í fyrra 21.006 lestir. Stokkseyri 1.668 iestir, í fyrra 3.022 lestir. Eyrarbakki 1.453 lestir, í fyrra I. 683 lestir. Þorláiksihöfn'12.538 lestir, í fyrra 16.240 lestir. Grindavik 25.760 lestir, í fyrra 34.182 lestir. Sandgerði 10.434 lestir, í fyrra 10.101 lest. Keflavik 17.493 lestir, í fyrra II. 522 lestir. Vogar 1.231 lest, i fyrra 1.924 lestir. Hafnarfjörður 2.803 lestir, í fyrra 1.206 lestir. Reykjavik 7.704 lestir, i fyrra 3.290 lestir. Akranes 5.709 lestir, í fyrra 6.696 lestir. Rif 6.330 lestir, í fyrra 4.235 lestir. Ólafsvik 11.534 lestir, í fyrra 7.388 lestir. Grundarfjörður 3.690 lestir, I fyrra 2.356 lestir. Stykkishólimur 1.791 lest, í fyrra 705 lestir. Aðalfundur Múr- arameistarafélags Reykjavíkur Aðaifundiir Múrarameistarafél. Reykjavíkur var halðinn 28. ínarz síðastliðmn. Stjórn félags- ins var endurkjörin, en hana. skipa: Þórður Þórðarson, for- maður, Sigurður J. Helgason, varalörmaðitr, Ólaftir H. Páls- son, ritari, Jón Blergsteinsson, vararitari og Ólafur Þ. Pálsson, gjaldkeri. í varastjórn: Páll Guð rnundsson, Árni Guðmundsson og Haukur Pétursson. Fulltrúi félagsims í stjórn Vinnu veitendaisambamdisins var endur- kjörinn Jón Bergsteinsson. f stjórn Meiistarasambands byigg- íngarmanna var kjörinn Ólaiflur Þ. Pál’SLSon og til Landssambands íðniaðarmanna Magnús Ármason og til vara Kristján Skagfjörð. Nýtt sveitarstjórnafrímerki gefið út f TILEFNI þess að 100 ár eru liðin frá útgáfu konunglegrar til skipunar um sveitanstjórn á ís- landi, gefur Póst- og síimamála- stjórnin út frimerki. Frímerkið gerði Auglýsingastofan h.f. Gísli B. Björnsson. Frímerkið kemur út 14. júní. Nýtt frímerki. Huigmyndin, sem lig'gur að baki merkinu er sú, að eindim- ar, sem byggja það 'upp, tákni sveitarfélögiin og sveitarstjórnim ar í heidd, fyrst óreglu'iegar og ó- skipu'iagðar, en falia smám sam- an í fastan farveg og dragast síð an inn að kjarnanum, fá reglu- lega mynd og falla í heild i skipu lögð samtök undir merki Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Frímerkið er prentað hjiá Oour voisier S/A i Sviss í stærðinni 26x36 imm. Prentunaraðferðin er nefnd sóiprentun. Saga sveitar- stjórnar Framhald af bls. 2 1 eftirmála að bókinni lýsir höfiundurinn, Lýður Bjömsson, efni síðari bindis verksins með þessium orðuim: „f síðara bindi þessa rits verð- ur m. a. fjailiað um sveitarstjórn í lamdinu síðustu öldina (1872— 1972), breytingar á löggjöf uim sveiitarstjóm og breytingar á hreppaskipun, stjóm sveitarfé- laga, verkefni þeirra og tekju- stofna, 1 andsh 1 utasamtök sveitar- 'félaga og Samfoand ísienakfa sveitarfélaga, en auk þess er fyrirhugað að fjalla þar í sér- stökum kafla uim mainnfjölda og byggðaþróun í landinu með sér- stöku tiiliti tii síðari tima. Skráir allar, atriðisorða-, heimilda- og nafnaskrá, fyrir þetta fyrra bindi verða að ósk útgefanda látnar bíða síðara bindis og prentaðar þar ásamt hiiðstæðum skrám fyrir það bindi.“ Samband íslenzkra sveitarfé- laga skápaði sénstaka nefnd til að vera höfundi til ráðunevtis viö ritun sögunnar, en í henni hafa setið frá byrjun þeir Jónas Guð- mumdsson, fyrrv. formaður sam- bandsins; Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðiherra; Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, og PáM Líndail, formaður saim'bands- ins, en hanm rifar formála bókar- innar. Fyrra bindi Sögu sveitarstjóm- ar á Islandi er stór bók og efnis- miikil, sem skiptisit í 9 kafla. Bók- in er 264 blaðsíður, og í herini eru 23 ljósmyndir og kort, ýmsar myndanna eru fágætar. Bókin er prentuð og bundin í ísafoldar- prentsmiðju hf. Torfi Jönsson teiknaði kápu. INNLENT Myndlista- og handiðaskólinn: OPIÐ HÚS NÝSTÁRLEG sýning verður hjá Myndalista- og handíðaskólanum í Reykjavík, að Skipholti 21 næstu þrjá daga, föstudag, laug- arda.g og siinnudag frá klukkan 14—22. Er hún í því fólgin, að bjóða fólki að koma í skólann og vera með í skólalífimu. Fá gestir að taka í vef á vefnaðardeildimini, Neinendur undirbúa sýiiingiina. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. eða teikna, ef þá lystir að reyma sig við það. Einnig ætila nemend- ur að reyn.a við að teikina gesti, og ‘kostar það kr. 400.—, ef myndin heppnast, en ekkert, ef hún misheppnast. Kaffisala verður og klattar í meðlæti í skólaeldhúsinai, og hafa nemendur allan veg og vanda af siíku. Miðar verða seldir í ferða- happdrætti skólans, en alluir ágóði renmuir í ferðasjóð. Er þetta fjórða árið i röð, sem memiendur efna tii þess, og þeir, sem útskrifast taka sér ferð á hendur til London og Parísar til að skoða söfn og sýnimgar. Myndirnar í myndahappdraett- inu eru um 20 talsins, hafa ýmsir listamenn géfið, og má þ.á.m. nefna Kjartan Guðjóns- son, Guðmundu Andrésdóttmr, Benedikt Gunina’.'sson, Sigurð Sigurðsson og fleiri. Eimnig verða til sölu grafík myndir eftir fjórðaársnemendur og verður verði þeirra mjög stilit í hóf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.