Morgunblaðið - 07.05.1972, Page 17

Morgunblaðið - 07.05.1972, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAl 1972 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972 17 Oígefandi hf Árvaikw^ Reyfajavfc FnarnlcvaemdaS'tjóri Harafdur Svaín&aon. Riitatjórar Mattihías Johannessan, EýJóSfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rrtstjórn'arfiulltrúi Þiorbjönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jólhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinssoo. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrasti 6, sími 1Ö-100. Augíýsinga.r Aðaistrætí 6, sfmi 22-4-SO Áskriftargja'd 226,00 kr á 'mánuði innaniand® I teusasölu 15,00 Ikr eintakið minna fjármagn til þess að lána viðskiptamönnum sín- um. Auk þess að láta greipar sópa um sparifé landsmanna og takmarka þar með mjög útlánagetu viðskiptabank- anna hefur ríkisstjórnin sem kunnugt er ákveðið, að stór- hækka skattaálögur á lands- menn og nemur viðbót- arskattheimtan þúsundum milljóna króna. Ennfremur hefur ríkisstjórnin dundað við það fram eftir vetri að hækka ýmsar vörur, svo sem áfengi og tóbak, sem teljast ER BOTNINN SUÐUR í BORGARFIRÐI ? Tlíkisstjórnin ætlar að láta greipar sópa um fjár- muni landsmanna — sparifé almennings. Fyrir nokkrum vikum var frá því skýrt, að hún hygðist selja spariskír- teini fyrir hvorki meira né minna en 500 milljónir króna á þessu ári. Þetta er margföld sú upphæð, sem fram til þessa hefur verið aflað með þessum hætti. Þá liggur nú fyrir, að Seðlabankinn ætlar að hjálpa ríkissjóði við fjármagnsút- vegun með kaupum á hinum svonefndu ríkissjóðsvíxlum, sem ætlunin er að endurselja viðskiptabönkunum. Fyrst í stað er stefnt að því, að afla ríkissjóði 300 milljóna króna með þessum hætti, en ef vel gengur að selja víxla Hall- dórs E. Sigurðssonar verður þessi upphæð hækkuð í 500 milljónir króna og e.t.v. meira. Til þess að gera þessi víxlakaup hagstæð fyrir við- skiptabankana eru borgaðir allt að 12% ársvextir af þeim, en venjulegir víxlavextir við- skiptabankanna eru 9,5—10%. Með sölu spariskírteina og ríkissjóðsvíxla ætlar ríkis- stjórnin því á þessu ári að ná í sínar hendur allt að 1000 milljónum króna af sparifé landsmanna. Þessi fjáröflun- araðferð verður að sjálfsögðu til þess eins, að viðskipta- bankarnir eiga mun erfiðara en ella með að veita við- skiptavinum sínum, fyrir- tækjum og einstaklingum nauðsynlega fyrirgreiðslu. 1000 milljónir króna úr bankakerfinu í ríkissjóð þýða í raun, að bankarnir hafa 1000 milljónum króna til munaðarvara, en einnig bifreiðar, sem nú eru ekki lengur lúxus hátekjumanna, heldur farartæki, sem flestir telja sér nauðsynlegt að eiga. Reynslan á eftir að leiða í ljós, að hin aukna skatt- heimta lendir fyrst og fremst á þeim, sem hafa miðlungs- laun. Hækkun bifreiðaverðs dregur ekki úr bílakaupum þeirra, sem hærri tekjur hafa, en veldur þeim mestum erfið- leikum, sem hafa minni laun. Og heimtufrekja ríkissjóðs gagnvart viðskiptabönkunum á eftir að valda mörgum fé- litlum húsbyggjanda erfið- leikum á þessu ári. Þannig verða þeir, sem sízt skyldi, fyrir barðinu á hinni taum- lausu fjárþörf Halldórs E. Sigurðssonar. Allt þetta mikla fé, sem ríkisstjórnin seilist eftir, fer svo í eina hít, ríkisstjórnar- hítina, sem í fjármálaráð- herratíð Haldórs E. Sigurðs- sonar virðist orðin gjörsam- lega botnlaus, nema botninn sé suðr‘í Borgarfirði. Óráðsía ríkisstjórnarinnar í peninga- málum þjóðarinnar verkar svo eins og olía á þann verð- bólgueld, sem blossað hefur upp á undanförnum mánuð- um. Hlutskipti hæstvirts fjár- málaráðherra verður ekki öf- undsvert, þegar kemur fram á árið. GJALDEYRISSTAÐA VERSNANDI Afleiðingin af stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er þegar farin að koma fram í versnandi stöðu þjóðarbúsins út á við. í marz- lok hafði gjaldeyrisvarasjóð- urinn minnkað um 200 millj- ónir króna frá áramótum, ef reiknað er með innkomnum lánum á þessu tímabili, en ef þau eru ekki tekin inn í dæm- ið hefur gjaldeyrisstaðan versnað um 1000 milljónir króna. í ræðu, sem Ólafur Björns- son prófessor flutti nýverið um ástand og horfur í efna- hagsmálum, taldi hann vei sloppið, ef gjaldeyrisvarasjóð- urinn minnkaði ekki nema um helming á yfirstandandi ári og taldi, að hinn helming- urinn mundi þá eyðast upp fyrri helming næsta árs. Taldi Ólafur Björnsson að mesta hættan, sem nú vofði yfir í efnahagsmálum, væri sú, að atvinnufyrirtækin stöðvuðust og gjaldeyrisstað- an færi stöðugt versnandi. Þeir, sem komnir eru fram yfir miðjan aldur, muna enn, hvernig ástandið var í gjald- eyrismálum þjóðarinnar í tíð vinstri stjórnarinnar 1956— 1958. Þá var svo komið undir lok valdaferlis hennar, að þjóðin átti tæpast gjaldeyri til að standa undir greiðslu á nauðsynlegustu skuldbind- ingum. Þeir, sem þurftu á smávægilegum gjaldeyrisyf- irfærslum að halda, urðu að bíða vikum og jafnvel mán- uðum saman eftir þeim. Ekki er annað að sjá en að núver- andi vinstri stjórn stefni að sama marki. Hún sýnir enga tilburði í þá átt að stöðva þá óheillaþróun í gjaldeyrismál- um, sem hafin er. Verði það ekki gert, líður ekki á löngu þar til gjaldeyrisvarasjóður- inn er líka orðinn tómur. En það virðist helzta leiðarljós núverandi ríkisstjórnar að tæma alla sjóði, sem hún kemst yfir. FERÐAMAL HARALDUR J.HAMAR Hvað er fallegt - hvað ljótt? EITT bezta framlag Reykja- víkurborgar til ferðamála á undanförnum árum er það mikla átak, sem gert hefur verið til fegrunar og ræktun- ar svo og maltoikun gatna og lagning gangstétta. Flest, sem við gerum til þess að auka ánægjuna af lífinu í landinu, gagnar ferðamálunum jafn- mikið. Þetta tvennt helzt í hendur og örvar hvort annað. I bæjum og þorpum landsins — og reyndar sveitunum líka — ætti fegrun og sinyrting að vera sjálfsagður og eðlilegur þáttur í öllum framkvæmd- um. Því miður vantar viða mikið á að svo sé. En það er fleira en gras- flatir, gangbrautir og „hrein torg“, sem veita borgum og bæjum menningarlegt yfir- bragð. Er það ekki húsagerð- in, sem markar sterkustu drættina í heildarmyndinni ? Er þá hugað að þvi hvernig tekizt hefur að varðveita það gamla og góða — og hvemig byggt er fyrir framtiðina. íslendingar skynja þetta æ betur eftir því sem þeir ferð- ast meira um heiminn. Þess vegna þarf ekki að vitna til George Brown, þegar hann sagði að íslenzk byggingarlist væri jafnvel enn hörmulegri en sú brezka, sem hamn taldi þó nógu slæma. Fleiri hafa verið jafn hreinskilnir. Mörgum þykja gömul báru- járnsslegin timburhús nánast það eina athyglisverða af mannvirkjum á íslandi. Allir eru þó ekki jafn kröfuharðir sem betur fer. Ég er ekki einn þeirrar skoðunar, að Reykjavík verði æ svipminni eftir því sem borgin breiðir úr sér. Húsa- gerðarmeistarar okkar hafa á undanförnum árum steypt upp misjafnlega stóra kassa af ýmsum gerðum, en bless- unarlega fáum hefur tekizt að skapa eitthvað, sem aukið hefur reisn borgarinnar, gefið henni sterkari svip, éða ein- faldlega orðið augnayndi þeim, sem áhuga hafa á að byggt sé af smekkvísi. Ég tala nú ekki um listrænuna. Og ís- lenzkan sérblæ þarf vart að nefna, hann hefur ekki tek- izt að skapa við hæfi nútíma- framkvæmda. Landið okkar, ekki er það nein útþynnt flatn eskja. Svipmikil og mögnuð náttúra þess orkar sterkt á flesta, samt virðast nýbygg- ingar okkar meira og minna klipptar út úr erlendum heim- ilisblöðum, sumar blokkimar kæmust jafnvel ekki á prent þar. Við höfum haft einstakt Haraldur J. Hamar tækifæri til að reisa sérstæða og tilkomumikla borg og fallega bæi, því mikið er byggt og ekkert til sparað. En það er hægt að fara illa með sement eins og allt annað. Þegar fram líða stundir, verð- ur okkur oft legið á hálsi fyr- ir að hafa blandað steypuna svona sterka. Að koma akandi til höfuð- borgarinnar að austan, virða fyrir sér blokkirnar í Árbæj- arhverfinu, er eins og að koma inn í aimeríska herstöð. Ýmsar stóru blokkirnar i Breiðholti, sem hvað mest er hampað i blöðunum, minna miklu fremur á kvennafang- elsi i erlendri smáborg en hý- býli, sem reist eru í höfuð- borg allsnægtaþjóðfélags á síðari hluta 20. aldar til þess að stuðla að þægilegra og feg- urra mannlífi. Sumar nútíma- byggingar eru blátt áfram móðgun við smekk og fegurð- arskyn fólks og vinna gegn auknum þroska almennings til einfaldra hugleiðinga um hvað fallegt er — og hvað ljótt. Steinsteypuberserkjum sam tiðarinnatr er þó svolítil hugg- un í þvi, að aðrir hafa ekfti alltaf gert betur — og að sjáif sögðu er auðveldara að dæma, en gera vel. En hugsið ykkur hvemig Þjóðleikhúsinu, þessu bákni, var á sinum tíma skot- ið inn á miUi húsa. Ólíkt til- komumeira hefði verið að veita þvi stóra lóð með gras- flötum, gangstigum —• já, smá obiibogarými allt umhverfis. Ætli það hefði þá ekki sett méiri svip á borgina? Ætli sumar stytturnar hans Ás- mimdar hefðu ekki sómt sér vel á þeim grasflötum? Nefni aðeins þessi örfáu dæmi til að lesandi átti sig betur á þvi hvað við er átt. Svo kemur nýi miðbærinn. Vonandi verð- ur hann ekki eitt hrúgaldið enn, vonandi að það risi ein- hverjar fallegar byggingar og að þeim verði leyft að njóta sín. Ekki skortir land- rýmið á íslandi. Erlendir ferðamenn koma hingað mikið vegna óbyggð- anna. Af hverju ekki að gera byggðina líka aðlaðandi, for- vitnilega — jafnvel heillandi? Ef hér væri ráðandi tilþrifa- mikill, ákveðinn og geðiþekk- ur still, þótt ekki væri nema á byggingum hins opinbera (til að byrja með), — stíll, sem væri náttúru landsins samboðinn, gætu ferðamenn líka notið byggðarinnar þegar þeir koma til að fara i óbyggð ir. Að sjálfsögðu byggjum við ekki aðeins svo að útlending- um megi þóknast. En það sem gert er af þvílíkum smekk, að allra þjóða fólk kann að njóta — hve ánægjulegt væri þá ekki fyrir okkur að njóta þess allan ársins hring, allt lífið? Eða eins og vikið var að í upphafi: Það, sem við gerum til þess að auðga og bæta hag fólksins í landinu, auka ánægj una af þvi að lifa hér, eykur hróður landsins og gerir það forvitnilegra. Ferðamálin yrðu stór og öflug atvinnu- grein; það væri bara ein af- leiðingin af því að hér væri eitt og annað til fyrirmyndar — og t.d. að smekkvísi og næmt skyn væri ráðandi i byggingarframkvæmdum. Við eigum eitt og annað ógert. i Reykjavíkurbréf --------Laugardagur 6. maí ____ Bretar hafa viður- kennt rétt * Islendinga Eins og kunnugt er hafa brezk stjórnarvöld á und- anförnum mánuðum tekið þátt i tvíhliða viðræðum við Islend- inga um hugsanlegar veiðiheim- ildir Breta innan 50 mílna rnark anna, eftir að landhelgin hefur verið færð út 1. september. Þótt ekki hafi opinberlega verið frá því skýrt, er alkunna, að Bret- ar hafa gert ákveðin tilboð og talið sig vera reiðubúna að tryggja að hlutdeild íslendinga í aflanum á Islandsmiðum færi vaxandi á kostnað annarra. At- hyglisvert er, að tilboðum Breta hefur verið beint til akkar ís- lendinga einna, en engar al- þjóðastofnanir til kvaddar. Samhliða þessum tilboðum af Breta hálfu haida þeir þvi fram, að einhliða útfærsla fiskveiði- takmarka sé óheimil að alþjóða- lögum. Breytingar á landhelgis- mörkum verði einungis ákveðn- ar á alþjóðaráðstefnum eða með viðtækum milliríkjasamning- um allra þeirra, sem eiga hags- muna að gæta. Ljóst er, að með þeirri afstöðu Breta að taka upp beiná samn- inga við okkur um landhelgis- mörk við ísland, sem bindandi yrðu fyrir alla aðra, viðurkenna þeir i verki, að rétturinn til út- færslu fiskveiðimarkanna sé í höndum íslendinga, ella gætu þeir ekki gert við okkur samn- inga á þann veg, sem þeir hafa fram boðið. Slíkir samning- ar væru markleysa, ef þau sjón armið Breta væru rétt, að al- þjóðastofnanir einar gætu tek ið ákvarðanir í þessum málum. Á þetta atriði hefur ekki, svo kunnugt sé, verið bent af Is- lendinga hálfu. Bretar eru mikl- ir málafylgjumenn og þeim er meinilla við það, þegar hægt er að benda á veilur í rökstuðn- ingi þeirra. Nú hefur þeim orðið það á í viðskiptum við okkur að halda fram einu sjónarmiði, en breyta þvert gegn því. Tíma- bært er að gera þeim í fullri vinsemd grein fyrir þessum „mistökum", enda kunna þeir vel að meta málafylgju annarra. Sjálfsagt reyna þeir að snúa sig út úr klípunni. En í varnar- stöðu verða þeir í öllu falli, þeg ar sérfræðingar okkar taka að spyrja þá, hvernig þau tvö atriði, sem hér hafa verið gerð að umræðuefni, geti samrýmzt. Aðför að Einari og Ólaf i Þeir, sem stóðu fyrir aðgerð- unum í Ámagarði og á Álfta- nesi við komu Rodgers utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hljóta að hafa gert sér fulla grein fyr- ir því, að þeir vörpuðu rýrð á íslenzk stjórnvöld, en ekki hinn erlenda ráðherra. Hins vegar má vera, að önnur þau ung- menni, sem nærstödd voru af til viljun eða forvitni, hafi ekki hugsað þá hugsun til enda. For- sprakkar aðgerðanna beittu of- beldi, þótt þeir þættust vera að mótmæla ofbeldisverkum. Og þeir beittu þeim, þar sem sízt skyldi. Þeir svivirtu þá stofn- un, sem í senn á að vera tákn um íslenzka menningararfleifð og þá baráttu, sem við háðum fyrir frelsi okkar, án þess að beita nokkru sinni öðrum vopmum en hinu skrifaða og tal- aða orði. Síðan völdu þeir ná- grenni forsetasetursins til fram- haldsaðgerða. Fúkyrði þau, sem dundu á Einari Ágústssyni, utanríkisráð herra, er hann spurðist fyrir um það, hvort hindra ætti för hans og gests hans, voru og með því ósæmilegasta, sem hér hef- ur heyrzt. Ekki vegna þess að ráðherrann persónulega fengi ekki undir þeim risið, heldur vegna þess, að ráðizt var að embætti hans og þar með lýð- ræðislegri stjórnskipan Islands. En einna alvarlegast er það þó e.t.v., að árásirnar beindust gegn dómsmálaráðherra, sem jafnframt er forsætisráðherra og prófessor í þeim skóla, þar sem forsprakkar aðgerðanna stunda nám. Á herðum forsætis- ráðherra hvílir sú skylda m.a. ■að halda uppi reisn í samskipt- um við aðra, og sem dómsmála- ráðherra ber hann ábyrgð á því, að lögum og reglu sé framfylgt. Aðgerðirnar beindust því fyrst og fremst gegn þessum tveim ráðherrum. Kommúnistar kunna lagið Auðvitað voru aðgerðir þess- ar skipulagðar af hálfu komm- únista, ekki ein'ungis íslenzkra kommúnista heldur líka þeirra „sérfræðinga“, sem hér dvelja þeim til aðstoðar. Þegar við völd eru samsteypustjórnir, sem kommúnistar eiga aðild að, er meginmarkmið þeirra að lítil- lækka samráðherra sína með ödl- um hugsanlegum ráðum. Þannig á að lama siðferðilegt þrek þeirra og rýra álit þeirra í augum borg aranna. Ef þetta tekst, er eftir- leikurinn auðveldari. Því miður verður að játa, að áform kommúnista í þessu efni tókust eins vel og þeir gátu vænzt s.l. miðvikudag, og sér- staklega var alvarlegt, að þeim skyldi enn einu sinni takast að niðurlægja utanríkisráðherra opinberiega. En auðvitað má segja, að hann hefði átt, eftir 10 mánaða samstarf við þá, að Íjekkja þá svo vel, að tilgangs- aust væri að fara að þeim bónarveg. — Og vonandi fer nú mælirinn að fyllast. Eins og að likum lætur skýr- ir „Þjóðviljinn" frá þessum at- burðum með mi'killi velþóknun, og þar með hefur kommúnista- flokkurinn tekið á sig ábyrgð á þeim. Er það vel. Hver verður vísitalan? Þegar kauplagsnefnd greindi frá útreikningi visitölunnar í febrúarmánuði, var þess getið, að fyrir Alþingi lægju óaf- greidd ný skattafrumvörp og ekki væri unnt að meta áhrif þeirra, fyrr en þau væru orðin að lögum. Þess vegna væri óljóst, hver áhrif þessi kerfis- breyting hefði á framfærslu visi tölu, en síðar segir: „Kauplagsnefnd mun taka af- stöðu til þessa atriðis, þegar at- vik málsins liggja endanlega fyrir.“ Niðúrstaðan varð sú um mán- aðamótin febrúar — marz, að til bráðabirgða lækkaði kauplags- nefnd liðinn „opinber gjöld“ í vísi tölunni úr 161 stigi í 33 stig. Var kaupgjaldsvísitalan þannig skert um eitthvað nálægt 4%, en þó bent á, að endanleg afstaða til málsins yrði tekin siðar. Nú er kauplagsnefnd að hefja útreikning vísitölunnar, sem taka á gildi um næstu mánaða- mót, og þá kemur þetta vanda- mál á ný til kasta hennar. Vísi- talan mun nú hækka um a.m.k. 6% að fráteknum liðnum „opinber gjöld". Ef hann verður tek'nn til greina, hæklkar vísital- an um nálægt 10%, en síðan bæt- ast við 4% kauphækkanir og hafa út'gjöld atvinmuveganna þá hækkað um nær 15%. Vísitöluskerðingin 1. marz þýddi auðvitað kjararýrnun, og þess vegna hefur forseti Al- þýðusambands Islands lýst yfir þvi, að Alþýðusambandið muni ekki sætta sig við slíka skerð- ingu til frambúðar. Þó er það ekki aðalatriði málsins, heldur sú aðferð, sem beita átti, þ.e.a.s. að fara aftan að launþegum. Áreiðanlega þýða þær miklu hækkanir, sem framundan eru, geysilega erfiðleika fyrir is- lenzka atvinnuvegi, og vel má þvi vera, að vísitöluskerðing sé óhjákvæmileg vegna þeirrar óðaverðbólgu, sem nú er, enda meiri verðbólguþróun en þekkzt hefur síðan árið 1942. En það er lágmarkskrafa, ef vísitölu á að skerða, að þá sé geng- ið hreint til verks og það gert fyrir opnum tjöldum, en ekki með bolabrögðum. Stefna Brandts Islendingar fylgjast vel með þróun alþjóðamála, og athyglis- vert er, að þeim er oft ekki síð ur mikið niðri fyrir, þegar deil- ur rísa um alþjóðamál, heldur en þegar rifizt er um íslenzka pólitík. Dæmi um þetta eru þær umræður, sem orðið hafa hér í blaðinu um stefnu Brandts kanslara. Björn Bjarnason rakti það í ágætri grein nú í vikunni, að forustumenn Atlantshafs- bandalagsins styðja viðleitni kanslarans til að draga úr spennu á meginlandinu, en til- efnið var grein, sem Sigfinnur Sigurðsson hafði ritað, þar sem hann deildi á afstöðu Morgun- blaðsins til þessa máls, sem er í samræmi við afstöðu flestra blaða og áhrifamanna á Vestur- löndum. í lýðræðisþjóðfélögum ber að ræða málin á þeim grundvelli, sem hér hefur verið gert. Sig- finnur hefur aðra skoðun en Morgunblaðið og Björn Bjarna- son, og þá ber honum að setja þá skoðun fram — og einmitt á síðum Morgunblaðsins, síns blaðs. Þannig geta skapazt heil- brigðar umræður um málin, og aðalatriðið er, að en.ginn fyrtist, þótt aðrir leyfi sér að hafa ólík ar skoðanir á einstökum málum. Ritstjórn Morgunblaðsins metur það mjög mikils, er ein- stakir greinahöfundar gagn- rýna málefnalega sjónanmið sem fram eru sett á ábyrgð rit- stjóra blaðsins. Slikt er ekki árás á blaðið, heldur þvert á móti stuðningur við það frjáls- lyndi, sem þar á að ríkja. Morg- unblaðið birtir greinar, sem túlka mismunandi sjónarmið, en síðan verða þeir, sem ábyrgð bera á stefnu blaðsins sjálfs, að vera reiðubúnir að mæta gagn- rýni — og það eru þeir. Einstaklingar og flokkar í íslenzkum stjórnmálum hef- ur það mjög tíðkazt, að allt væri annað hvort svart eða hvitt. Blöðin hafa átt að hæla öllum kjörnum fulltrúum ákveðins flokks fyrir allt, sem þeir gerðu — og jafnvel þótt þeir gerðu ekki neitt. Nú er þess i vaxandi mæli krafizt, að þeir einstakl- ingar, sem sækjast eftir trúnað- arstöðum, láti sjónarmið sin koma fram, svo að menn geti metið skoðanir þeirra sem ein- staklinga, en ekki einungis sem hjióla í vél. Greinar á borð við þær, sem ýmsir þintgmienn hafa í vetiur rit- að í Morgunblaðið, eru til þess fallnar að auðvelda fólki að taka afstöðu til sjónarmiða ein- stakra stjórnmálamánna, og um- ræður þeirra Sigfinns Sigurðs- sonar og Björns Bjarnason- ar eru vel til þess fallnar að vekja menn til umhugsunar um mismunandi sjónarmið. Á því leikur ekki vafi, ■að fólk vill að menn skrifi sem mest undir nafni, einkum ef þeir bjóða sig fram til trúnaðar- starfa og raunar vex þeirri skoð un fylgi, að á ný þurfi að taka upp einmenningskjördæmi á Is- landi — og þá eingöngu einmenn imgskjördæmi, því að ella hafi fólkið lítiilla kosta völ. Það er lika eðlilegt, að kjós- endur vilji geta valið þá ein- staklinga, sem þeim falla bezt í geð, þegar svo er komið, að and stæður í stjórnmálum eru minni en áður var. Víða í hinum vest- ræna heimi fylgja lýðræð- isflokkar svipaðri stefnu í grundvallaratriðum, þótt meiri munur sé hérlendis. 1 Banda- ríkjunum er því til dæmis þann- ig háttað, að í báðum megin- flokkunum eru til „frjálslynd- ir“ menn og „íhaldsmenn", en þar eru einstaklingar kjörnir beinum kosningum og þess vegna sætta menn sig við þetta fyrirkomulag, sem ella mundi lita út sem ringulreið. Elsku stjórnin Ekki er ofsögum af því sagt, að ríkisstjórnin eigi nú formæl- endur fáa. Helzt er það „Þjóð- viljinn" sem ver hana af sann- færingarkrafti, og má segja að það sé skiljanlegt, þvi að komm únistar hafa búið vel um sig, og líkar einkar vel við undanláts- semi forsætisráðherrans. Þeir framsóknarmenn týna nú óðum tölunni, sem treysta sér til að verja gerðir forustu flokksins og stjórn þá, sem formaður flokks þeirra myndaði í júlí- mánuði í fyrra. Bréfritari hef- ur persónulega hitt menn, sem alla tíð hafa kosið Framsóknar- flokkinn, en lýsa þvi nú yfir, hvar sem er, að þann flokk muni þeir aldrei kjósa aftur, en svo eru aðrir framsóknarmenn, sem að visu fordæma þessa stjóm, en telja þó enn von til þess, að unnt verði að koma flokknum á heilbriigðam grund- völl að nýju. Raunar er það áhyggjuefni, ef svo langt yrði gengið í undan- látssemi við kommúnista, að Framsóknarflokkurinn riðlað- ist. Þrátt fyrir allt er þessi flokkur þó annað sterkasta afl- ið í islenzkum stjórnmálum og innan hans eru einlægir lýð- ræðissinnar, sem vilja traust stjórnarfar, þótt þeir hafi farið halloka að undanförnu. Þess vegna hlýtur athygli manna að beinast af vaxandi áhuga að þeim átökum, sem nú eiga sér stað innan Framsóknar- flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.