Morgunblaðið - 07.05.1972, Síða 21

Morgunblaðið - 07.05.1972, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972 21 Gálgahúmor eða einfeldni FIMMTUDAGINN 27. aprU er okkur undirrituðuim helguð grein í ÞjóðvUjanum undir ofanskráðri fyrirsögn. Greinarhöfundurinn úþ mun vera Úlfar Þormóðsson, kennari og blaðamaður, Holts- götu 34, Ytri-Njarðvík. Þar sem framanrituð grein gefur tilefni tU mjög villandi ályktana varðandi samþykktir hreppsnetfndar, erum við neyddir til að leiðrétta „prúðmannleg“ skrif blaðamannsins. 1 fundagerðarbók hreppsins stendur í fundargerð frá 11. apríl 1972: „Tillaga um álagning- arreglur útsvara, aðstöðugjalda og fasteignaskatta í Njarðvikur- hreppi árið 1972. 1. Fasteignaskatt skal leggja á með 50% álagi. Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti. 2. Útsvör skal leggja á með 10% álagi. Samþykkt með 4 at- kvæðum, 3 á móti.“ Þeir, sem greiddu þessum lið- um álagningarreglnanna atkvæði voru fulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Fr£im- sóknarflokksins. AUar reglur álagningarinnar, sem fjöUuðu um undanþágur og frávik frá þessum skala voru samþykktar samhljóða, eins og fundagerðar- bók ber með sér, en það var m.a. að ekki skyldi leggja á eUi- eða örorkulífeyri, makabætur, barna- lifeyri o.s.frv. Það kemur ekki á óvart, þótt Úlfar Þormóðsson sjái ekki ástæðu til þess að geta þess, að fasteignaskattur er innheimtur með 50% álagi í Njarðvikum. Hann mun ekki eiga þar fast- eignir, en lætur sér nægja að búa þar á kostnað annarra gjaldenda. Hann staðhæfir hins vegar í grein sinni, að útsvar sé ákveðiö 10% af brúttótekjum. Ekki vilj- um við drótta því að úþ, að hann rangtúlki samþykktir hrepps- néfndar vísvitandi, en það er óneitanlega dapurt fyrir kennar- ann Úlfar Þormóðsson að láta það fréttast að prósentureikning- ur sé honum það fjarlægur, að hann skilji ekki að 10% ofan á álagningarskalann verði í raun 11%, þar sem upphaflega er gengið út frá 10% sem útsvari af brúttótekjum. Það má vel vera að skilningsleysi af þessu tagi sé svo vel greitt, að það skipti úþ ekki máli, hvort hann greiðir 10 eða 11% af brúttó- tekjum sínum i útsvar, en við vitum um marga aðra í Njarð- víkurhreppi, sem munar um þá upphæð. Augljóst er, að það gæti ekki orðið erfitt verkefni að ákveða hvort blaðamennska úþ eigi held- ur að flokkast undir „gálgahúm- or eða einfeldni", þar ræður ein- feldnin algerlega ferðinni. Ingólfur Aðalsteinsson, Ásbjörn Guðnmndsson, Áki Gránz. — IJr verinu Franihald af bls. 3. FÆREYINGAR OG ÚTFÆRSLAN Eins og skýrt hefur verið frá í íslenzkum blöðum felldi meiri- hluti sjávarútvegsnefndar fær- eys'ka lögþingsins að færa land heigina við Færeyjar út í 70 mil- ur. Hins vegar hafa ekki komið íram rökin fyrir þessari afstöðu, en þau voru einkum, að 70 míl- urnar yrðu almennt teknar upp, myndi lokast fyrir linu- og tog- veiðar hjá þeim við Labrador, Grænland og Norður-Noreg. Varðandi síldveiði i Norður- sjónum myndi allri sildveiði við Shetlandseyjar lokið ásamt á öðrum stórum veiðisvæðum í Norðursjónum, ef þjóðirnar þar færðu landhelgi sína út í 70 míl- ur. Færeyingar vilja hins vegar sjálfstæða þátttöku í alþjóðaráð stefnum um þessi mál og segja, að það, sem kynni að vegra hag- kvæmt í þessum málum fyrir Dani, þurfi ekki endilega að vera það fyrir Færeyinga. GÓDUR TÚR Stærsti saltfiskfarmur, sem noikkurn tima hefur verið lagð- ur á land í Færeyjum, kom um daginn með skuttogaranum „Sjurdarberg". Aflinn fékkst við Grænland og Nýfundnaland á 76 dögum — 2% mánuði — og reyndist 718 lestir af saltfiski, tæpar 10 lesitir á dag. Verðmœti aflans hefur numið um 40 millj. króna. Hásetahluturinn á Sjurdarberg inu yfir árið var rúm milljón króna. Stóru togararinir, sem kallað- ir eru, Víkingur, Sigurður og Maí, eru allir útbúnir fyrir salt- fiskveiðar með vistarverum fyr ir 45 menn. MIKIU FRAMUEIOSLA Sildarsamlag Noregs setti á ár inu 1971 nýtt met í söluaðferð- um á hráefni til mjöls og lýs- is með því að taka á móti rúm- um 5 milljónum hektolitra af síld, loðnu o.fl. fyrir rúma 2 milljarða króna upp úr sjó. Ár- ið áður var þetta elcki nema 3Vz millj. hl. Magnið hafði þannig aukizt um 50% en verðmæti jókst ekki nema um 11%. Það er eftirtektarvert, að um þriðjungurinn af þessu magni var veiddur í troll. FÆREYINGAR SlGA Á Útflutningur Færeyinga á fiski var fyrstu 3 mánuði árs- ins í ár 750 millj. króna, og var það 50% meira en á sama tima í fyrra. 3/5 hlutar voru saltfisk- u,r og 2/5 hlutar freðfiskur. FUJÓTIR NÚ ÍSLENDINGAR Norskir fiskifræðmigar fundu nýlega koimunnatorfur í hafinu vestur og norður af Skotlandi, sem þeir telja að í hafi verið 10 milljón lestir af kolmunna. Þetta er jafnmikið og síldarmagn- ið var við Noregsstrendur, þeg ar það var mest. Og i dag er það aðeins loðnustofninn, sem getur borið sig saman við þetta óhemju mikla magn. Þarna voru tveir bátar að veiðum, og sprengdu þeir báðir trollin áð- ur en þeir fengu fullfermi, og urðu að fara heim við svo búið. Kolmunninn er eins og vegg- ur þarna á gótstöðvunum á 400— 500 m dýpi og verður um þetta leyti ekki veiddur nema í troll. Hins vegar er hann að sutnar- lagi jafnvel í sjó-skorpunni svo sem kunnugt er einkum 50—100 mílur norðaustur af Islandi. Lægi sú veiði vel við frá Islandi. Fiskifræðingarnir telja, að bezti tíminn til að veiða kol- munnann sé í mánuðunum marz- júni. Þessi veiði ætti að henta vel snurpubátunum, þegar loðnuveiðinni lýkur, og telja Norðmenn engin vandkvæði á að breyta þeim í togskip fyrir þessar veiðar. Það gæti líka komið til mála, að tveir bátar væru um sama trollið. Forstjóri Síldarsamlags Norð- manna lætur hafa það eftir sér, að hann sé ekki í minnsta vafa urn, að hér sé stórkostilegt tæki- færi til þess að afla síldarverk- smiðjunum norsku hráefnis og ekki sízt þegar magnið er svona geysimikið. Ætti það ekki siður við þær íslenzku. Það væri gaman og gagnlegt, ef hægt væri að moka upp kol- munna eirnis og loðnunni, svo að vinnslan gæti haldið áfram i síldarverksmiðjunum óslitið frá því í byrjun ársins og fram á mitt ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.