Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 12
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAl 1972 712 „Hæ, krakkar, þetta er ég, Jesús” Um óperuna Jesú Krist, ofurstirni Svartur Júdas, hvítur .lesús, hálfkínversk Maria Magðalena. nieð Jesú Kristi í pálmasnnnn- „Margir kristnir menn hafa leitt hjá sér spnrning’ar ungn kynslóðarinnar mn Krist. „Snp erstar“ segir þeim, sem hinsta vilja, hvað nnga fólkið er að segja.“ Þessi nmmæli ihalds- sams handarisks kirkjnrits visa til þeirrar löngnnar, sem nnga kynslóðin hefnr, til að líta ekki aðeins á Krist sem npp- reisnarfélaga gegn veraldleika og stríði, heldnr líka sem stöð- ugasta og aðgengilegasta tákn mannkynssögunnar nm lirein- leika og bróðurlega ást. Höfundar óperunnar „Jesús Kristur ofurstirni" eru tveir unigir Englendingar, Tim Rice, höfundur textans, og Andrew Lloyd Webber, höfundur tón- Ustarinnar. Hvers vegna sömdu þeir óperu um þetta efni, síðustu sjö dagana i lífi Jesú Krists? Tim hefur svarað á þessa leið: „Við vorum aðeins að reyna að tjá tilfinningar okkar til Krists um þetta leyti, að reyna að segja sögu hans og að skálda í eyðurnar. Við vorum ekki að reyna að segja álit okkar. Hvern rétt höfum við til að segja álit okkar? Þetta er allt sagt í stuttu máli í orðum Júdasar i óperunni — „Ekki misskilja mig — mig langar að- eins til að vita.“ Þá langaði til að vita — til að fá svör við spurningum sín- um, t.d.: Hvers vegna gekk Jesú allt í óhaginn? Hvers vegna valdi hann ekki að koma fram á jörð unni nú, þegar hann hefði get- að notfært sér fjölmiðlana til að kenna fylgismönnum sínum? Uppi á „súrrealistískri' Ofsóknar- brjálæöi Þeir segja söguna um síðustu sjö dagana i lífi Krists, en sleppa guðdómleika hans og upprisu. Þeir leggja áherzlu á að sýna, að Júdas hafi ekki verið eins slæmur og menn hafa viljað telja. Ef Jesús var í reynd guðlegur, þá var Júdas aðeins tæki í höndum hans. Og ef Jesús var bara mik ill kennimaður og spámaður, sem á miðjum ferli sínum féll fyrir sjálfsblekkingum um stór mennsku og fékk ofsóknarbrjál æði, þá var Júdas — að silfur peningunum 30 undanskildum — aðeins að gera það, sem hann taldi rétt. Frá upphafi óperunnar hefur Júdas áhyggjur af Jesú eins og vinur og ráðgjafi myndi ráð leggja dáðum poppsöngvara, sem væri orðinn spilltur, eða leiðto ;a stjórnmálahreyfingar, sem allt i einu færi að trúa fréttatilkynningum sínum: Jesús! Þú ert farinn að trúa því sem þeir segja um þig. Þú trúir raunverulega að þetta tal um Guð sé satt og öllu þvi góða, sem þú hefur gert, mun brátt verða sópað burt. Þú ert farinn að skipta meira máli en það sem þú segir. . . Þeir halda að þeir hafi fundið hinn nýja Messias og þeir munu særa þig, þegar þeir finna að þeir hafa rangt fyrir sér. brú standa prestarnir og fylgjast dagsgöngnnni. Á einum stað hótar Júdas í reiði sinni að hindra brjálæðis legt áform Jesú með því að svikja hann alls ekki. Þetta er ef til vill ekki í fullu samræmi við guðspjöll- in, enda sömdu þeir Rice og Webber ekki eftir einu guð- spjalli, heldur öllum fjórum, þó minnst eftir Jóhannesarguð- spjalli, því að Jóhannes var „miklu hrifnari af sýnum og yfirnáttúrulegum hlutum." Múgæsinga- niaður 1 meira samræmi við guð- spjöllin er sú mynd, sem gef- in er af Kaífasi og öðrum æðstu prestum Gyðinga, sem lita á Jesú að nokkru leyti sem villutrúarmann, en aðal- iega sem múgæsingamann, sem gæti orðið til þess að Rómverj- ar beittu hörku í hernumdri Paiestínu. Gyðingasamtök hafa mótmælt óperunni á þeirri for- sendu, að hún sýni æðstu prest ana blóðþyrstari og meiri ill- menni en Guðspjöllin segja, og samtökin segja, að þessi ópera ógni samskiptum kristinna manna og Gyðinga. Fleiri hafa mótmælt. Daginn, sem óperan var frumsýnd á Broadway í New York, röðuðu hópar trúaðs fólks sér á gang- stéttina framan við leikhúsið og með spjöld á lofti hrópuðu þeir andúð sína og reiði vegna sýningarinnar, einkum vegna þess að þar vantaði upprisuna. Líklega er það algengasta gagnrýnin á óperuna að upp- risuna vanti, en óperunni lýk- ur á dauða Krists á krossin- um. „Þessi ópera er ekki samin af trú, heldur af viðskiptasjón- armiðum," sagði ungur maður á samkomu fyrir ungt fólk í Nes- kirkju fyrir nokkru síðan. „Þeir Rice og Webber tóku upprisuna ekki með, af því að þeir trúðu henni ekki.“ Mannlegur Ungt, trúað fólk gagnrýnir óperuna vegna þessa, en hitt unga fólkið telur þetta ekki endilega galla og kann vel við þá túlkun, sem þarna kemur fram á Jesú Kristi og sam- starfsmönnum hans. Jesús er ósköp mannlegur, enda lagði höfundur textans áherzlu á þá túlkun. „Ég er örugglega ekki trúleysingi,“ segir Tim Rice, „en Kristur hefur meiri þýð- ingu fyrir mig sem mannvera en ef hann væri Guð. Það er miklu furðulegra, að maður skyldi geta gengið í gegnum allt þetta en Guð.“ Hvað er það við þessa sér- stöku túlkun þeirra á Kristi, sem hefur vakið áhuga unga fólksins, svo að hljómplöturnar með óperunni hafa verið seldar í milljónum eintaka? „í fyrsta lagi er það heitið á óperunni, sem vekur forvitni þeirra," segir Tim. „í öðru lagi eru í henni nokkur ótrúlega heiliandi lög. Og síöan, þegar platan hefur verið leikin nokkrum sinnum, snýr unga fólkið sér að viðfangsefninu. „Hey,“ segir unga fólkið, „ég held að þessi Jesús hafi eitt- hvað að segja. Ég er sammála honum." Eða: „Ég er ekki sam- mála honum." “ Unga fólkið í Englandi virt- ist hreint ekki sammála hon- um. Platan hefur selzt frekar illa þar, miðað við sölu annars staðar í heiminum, og ekki vak ið meiri athygli en svo, að um það leyti, sem óperan var frum sýnd á sviði í New York, sagði eimhver vinur móður Tim Rice: „Væri það ekki indælt, ef Tim gæti lifað sómasamlegu lífi af þessu verki sinu.“ Gróði Tim ætti að geta lifað sóma- samlegu lífi af tekjunum af verkinu, ef hann kann þá á annað borð með peninga að fara. Tekjur þeirra Rice og Webber hvors um sig nema nokkur hundruð milljónum króna og ekkert lát virðist vera á gróðanum. Tónlistarlega séð er þessi ópera dæmi um popptónlist í fyrsta flokki. Allt i gegn er hún vönduð og vel útsett og lit Rólegnr bíður Kristur réttarhaldanna og umhverfis hann eru Pontíus Pílatus, prestar, ber- menn og lærisveinarnir. Myndin er úr sýningu á óperunni í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.