Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBlýAÐIÐ, IJVUGARDAGIÍR 20. MAI 1972 Har m sparkaði í píanóið, - hi ín braut fiðlubogann Helg-a Óskarsdóttir og Jón Kristinn Cortes. — en nú er tónlistin aðal áhugamálið FYRIR nokkru ræddum við þessi mál við tvö unigmenni, sem bæði eru við nám í Tón- listarskólanum í Reykjavik, þau Helgn Óskarsdóttur og Jón Kristin Cortez. Helga hefur frá æsku verið við nám í klassiskri tónlist, en lítinn áhuga haft á popptónlist þar til nú síðustu árin. Jón hafði hins vegar lengst af eng- an áhuga fyrir annarri tegund tónlistar en dægurhljómlist, og var virkur þátttakandi í flutn- ingi hennar með ýmsum þekkt- um hljómsveitum í Reykjavík. Fyrir u.þ.b. tveimur árum síð- an fékk h-ann svo áhuga á að kynna sér kiassíska tónlist, O'g hóf þá nám i Tönlistarskólan- um. Helga Óskarsdóttir er tvítug að aldri, og hefur numið fiðlu- leik frá því að hún var 9 ára gömul. Hún leikur með Sin- fóníuhljómsveit Islands og hef- ur verið lausráðin í hljómsveit- ina siðan s.l. haust. Helga lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð fyrir einu ári síðan, en kaus þá að ein- beita sér að tónlistamámi, í stað þess að fara í háskóla. Helga stefnir að þvi að ijúka einleikaraprófi innan tveggja ára, og hyggst þá halda utan til Engiands til að leggja stund á framhaldsnám í fiðluleik. Jón Kristinn Cortez er 25 ára gamail. Hann hóf nám við söngkennaradeild Tónlistarskól- ans fyrir tveimur árum, og lýk ur kennaraprófi þaðan næsta vor. Vonast hann þá til að kom ast í framhaldsnám erlendis og leggja stund á musikology, eða tónvísindi. Forsenda þess, að af náminu geti orðið, er að hann taki stúdentspróf, þar sem að öðrum kosti fær hann ekki lánafyrirgreiðslur úr Lána- sjóði íslenzkra námsmanna. Jón var kominn i fjórða bekk Menntaskólans i Reykjaví'k, þegar hann ákvað að hætta náminu, þar sem ekki var unnt að sameina það aðaláhugamál- inu, sem var popphljómlistin. N.4M í HL.IÓÐFÆRALEIK Fjöknörg böm og unglingar hefja einhvem tímann nám í hljóðfæraleik, en stærstur hluti þess hóps hættir náminu eftir stuttan tíma, án þess að ná nokkrum árangri. Aðrir halda áfram, ýmist þar til þeir eru orðnir liðtækir hljóðfæraleikar ar í hópi kunningjanna, eða þar ti'l þeir eru orðnir færir um að nýta sér kunnáttuna til þess að afla sér lifsviðurvær- is. Algemgast er líklega að krakkar byrji á þvi að læra á píanó, — oftast vegna áeggjana foreldra sinna. — Hvers vegna valdir þú fiðlu Helga, þegar þú fórst að læra að spila? Yfirleitt finnst manni nú, að krakkar séu ekki sérlega hrifin af því hljóðfæri. „Að mínu mati veitir fiðlan meiri tækifæri til túlkunar á tilfinningum en nokkurt annað hljóðfæri. Það má eiginlega segja að fiðlan hafi verið spil- uð inn í mig. Á bamsaldri var ég með lömunarveikina, og var því lítið á ferli. Þá var mikið spilað fyrir mig, mikið af tón- list á plötum, og fannst mér fljótlega sikemmtilegast að hlusta á fiðlueinleik. Óhætt er að segja að ég hafi þá tekið ástfóstri við þetta hljóðfæri. Ég fór í fyrsta sinn á ein- leikstónleika þegar ég var sex ára gömul. Ég varð yfir mig hrifin á tónleikunum, og ákvað þá, og hef verið ákveðin í þvi síðan, að verða fiðluleikari. Ég byrjaði tónlistarnám I for skóla, þegar ég var 4—5 ára gömul, og lærði þar undirstöðu tónfræði, svo sem nótnalestur og að spiia á blokkflautu. Hins vegar gat ég ekki byrjað að læra á fiðlu fyrr en ég var orð in 9 ára. Ég var að læra ball- ett á þessum árum, og foreldr um mínum fannst helzt til mik- ið að bæta á mig fiðlunáminu svo unga." — Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri Jón? „Ég byrjaði að læra á píanó 11 ára gamall. Mér fannst það svo þrautleiðinlegt, að ég hélt það aðeins út í tvö ár. Annars var ég byrjaður að læra á gitar 8 ára gamaH. Garð ar bróðir minrn fékk þá gítar í jólagjöf, og mig minnir að ég hafi setið til kl. 3 á jólanótt við að læra þrjú grip, og gat síðan spilað „Nú er frost á Fróni". Við námið í píanóleik gekk mér hins vegar erfiðlega. Ég settist öðru hvoru við pianóið af skyldurækni, en þegar mér fannst viðfangsefnið alveg óþolandi, lét ég oft skapsmun- ina bitna á hljóðfærinu, og sparkaði rækilega í það. Það var ótrúlega mikil útrás, sem ég fékk þarmig, en hins vegar bar píanóið þess aldrei bæt- ur.“ Helga: „Það má segja að ég hafi svo sem ekki beitt fiðluna ofbeldi í bræðisköstum. Hins vegar minnist ég þess að hafa brotið tvo fiðluboga, þegar ég fékk ekki út réttu tónana." R?ctt vi5 Helgu Óskarsdóttur, og Jón Kristin Cortes Fátt er meira áherandi í fari ungs fóiks I dag en áhugi þess á tónlist. Ber þar hæst áhuga á popptónlistinni, sem margt eldra fólk virðist hafa ímugust á, sem er sambærileg- ur við þann ímiigust, sem þorri unglinga hefur haft á klass- ískri tónlist, eða „sinfóníum", eins og hún er köiiuð þeirra á meðal. Mismunurinn á tónlistar- smekk er oft tekinn sem eitt bezta dæmið um „kynslóðabil- ið" svonefnda. Kidra fólkið veigrar sér við að hlusta á popp-tónlist. Það teiur — reyndar sumpart með réttu, — að ailur sá uppreisnarhugur, sem er i unga fólkinu i dag, bæði hvað klæðaburð, hársídd og annað varðar, eigi rætur sín- ar að rekja til þessa „gítar- gutls". Eins er þessu oft og tíð um farið hjá unga fólkinu. Það lítur á klassiska tónlist sem dæmigerða fyrir það lognmollu lega andrúmsloft, sem þvi finnst rikja meðal eldra fólksins. En eiga þessir fordómar á báða bóga rétt á sér? Er þetta ekki hvort tveggja tónlist, þótt með mismunandi formi sé? Er ekki margt sameiginlegt með kiassískri tónlist og popptón- list, þótt flutningsmátinn sé mis munandi? FuDyrða má, að á undanföm um áratng hafl almennur áhngi á tónlist farið vaxandi meðai ungs fólks á ísiandi. Þekking þess á tónlist er nú yfirleitt meiri en áður, og sækja nú æ fleiri nngmenni í tóniistar- skóla. Vafalítið á þessi þróun ræt- ur sinar að nokkru leyti að rekja til þeirrar byltingar, sem hófst i dægurlagaheiminum á seinni hhita 6. áratugarins, og náði hámarki með „bítlaæðinu" um miðjan síðasta áratug. Ungl ingar víða um heim tileinkuðn sér mjög þessa tegimd hljómiist ar og urðu fiytjendur hennar eins konar átrúnaðargoð nng- mennanna, sem jafnframt tii- einkuðu sér klæðaburð hijóm- iistarmannanna, hárgreiðsln tízkn og annað. Hljómlistin var þannig komin i nánari tengsl við daglegt líf nngmenna. Stór hópur unglinga fékk áhuga á að iæra á hljóðfæri, einkum gít ar, — og popphljómsveitirnar skutu upp kolliniim eins og gorkúiur á mykjuhaug. Áhugi fyrir klassískri tónlist fór þó ekki vaxandi samfara þessari þróun, a.m.k. ekki fyrst í stað. Fátt var líkt með klass- ík og popptónlist á fyrstu ár- unum, enda mótaðist dæg- urhljómlistin i heild af rauluð- um ástarvellum, með fáskrúð- ugu undirspiii á rafmagnsgít- ara og trommur. Smám saman þróaðist svo popp-hljómlistin i þá átt, að hún varð vandaðri. Flytjendnr byrjuðu að vinna meir úr gninnstefnimum, og flutn- ingurinn batnaði, vegna auk- innar samkeppni. Hljómlist- in sjálf fór að skipta megin- máli, en útlit flytjenda og klæðnaður hætti að hafa áhrif á mat ungmennanna. Má þannig segja að á síðustii árum hafi popptónlist nálgazt klassísku tónlistina verulega og um leið glætt áhuga ungmenna fyrir tónlist á breiðari grundvelli. Eftir því, sem bilið minnkaði, víkk- aði sjóndeildarhringurinn. ítar legri úrvinnsla dægurhljómlist arinnar gerði það að verkum, að unga fólkið varð að hlusta betur tii þess að njóta hettn- ar, — en forsenda þess að geta notið klassískrar tónlistar er einmitt að tdusta gaumgæfilega. Helga: Ákvað sex ára gömui að verða fiðluleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.