Morgunblaðið - 06.06.1972, Page 1

Morgunblaðið - 06.06.1972, Page 1
32 SÍÐUR OG 8 SÍÐUR IÞRÓTTIR 123. tbl. 59. árg. ÞRIÐJUDAGIJR fi. JTJNÍ 1972 Prentsniiðja Morgunblaðsins Mesti hamingju dagur lífs míns sagði Angela Davis eftir sýknunina San José, 5. júní — AP-NTB FREGNIN um sýknun banda- rísku blökkukonunnar Ang- elu Davis hefur vakið heims- athygli. Sýknunin kom mörg- um á óvart, þar eð talið hafði verið víst að hún yrði fundin sek um morð, mannrán og samsæri í sambandi við flóttatilraunina frá réttar- salnum í Marin-héraði í Kaliforníu 1970, þar sem fjór- ir létu lífið, þ.á m. dómarinn og þrír sakborningar. Kvióftómurinm konrvst að niSur- .stöðu á aðeins 13 klukkustund um og sýknaöi ungfrú Davis aí öllum ákærum. Réttarhöldin yfir Davis höfðu staðið í 13 vikur og voru orðin ein lengstu, kostnað- Stórsigur McGovern? Los Angeles, 5. júní — AP SÍÐUSTU skoðanakannanir benda til að George McGovern öldiingadeildiai-þing'niaður muni vinna stórsigur i forkosningum, sem fram fara í Kaliforníu í dag, þriðjudag. Skv. skoðanakönnun- um, sem kunngerðar voru i dag nýtur McGovern 20% meira fylg is en Humphrey. Humphrey lýsti því yfir í dag, að hann myndi ekki draga sig í hlé þótt hann biði ósigur. Stjórn málafréttaritarar eru nú næsta vissir um að það verði McGov- ern, sem hljóti útnefningu Demó- krataflokksins á flokksþinginu í Miami 10. júlí nk. Kosið er um 273 flokksþingsfulitrúa í Kali- forniu. Skv. skoðanakönnunum er Humphrey 3. í röðinm á eftir George Wallace, sem ekki er einu sinni á kjörseðlinum. arsömustu og umdeildustu saka- málaréttarhöld i sögu Bandarikj- anna. Þau vöktu einniig heims- athygli einkum vegona þess, að ungtfrú Davis er yfirlýstur komm únisti og meðlimur í bandariska kommúnistaflokknum. Kviðdómurinn var skipaður 12 hvítum mönnum, 5 konum og 7 körlum. Þegar sýknunin var les- in upp kváðu við gífurieg fagn- aðarlæti stuðningsimanna unigfrú Davis, sem höfðu fjölmennt í réttarsalinn. Eftir að úrskurðurinn hafði verið lesinn upp, lýsti ungfrú Davis því yfir, að hún myndi halda áfram að berjast gegn því, sem hún kallaði „kúgunarórétt- Framhald á bls. 12. Suður-Vietnamar sækja á í borginni Kontum Kafbátaveiðiskipið Ticonderoga slæst í lið með sjöunda flotanum Saigon, 5. júní — AP 0 Harðir bardagar hafa geis að unt borgina Kontum á miðhálendi Suður-Víetnams undanfarna daga og hafa Norður-Víetnamar verið hraktir úr nær öllum hverf- um hennar. 0 Bandarískar flugvélar eru nú farnar að nota sprengjur, sem miðað er með Laser-geislum, og er ná- kvæmni þeirra slík, að nær aldrei þarf að gera tvær árás- ir á sama skotmark. 0 Flugvélamóðurskipið Tic- onderoga er nú komið í hóp þeirra skipa, sem eru undan ströndum Norður- Víetnams. Ticonderoga er kaf Tító hlýlega tekið í Moskvu Ekkert minnzt á gamlar deilur Moskvu, 5. júní — AP TÍTÓ, forseti Júgóslavíu, kom til Sovétríkjanna í dag í einnar viku opinbera heimsókn, sem ætlað er að bæta samlnið land- anna. Honum var mjög hlýlega tekið á flugvelllnum í Moskvu og þar voru til staðar allir þrír æðstu leiðtogar Sovétríkjanna, Brezhnev, Kosygin og Podgorny. Eins og venjá er, þegar erlend- ir þjóðarleiðtogar koma í heim- sókn, var mynd af Tító á for- síðu Pravda, þar sem æviatriði hans voru rakin. Að venju var þar ekkert mimnzt á vináttuslit landanna 1948 eða þá daga, sem Tító var eitt uppáhaldsskotmark blaðsins. Þvert á móti var sagt, að „félagi" Tító væri ötuil bar- áttumaður fyrir friði og fyrir sameiningu jákvæðra afla í bar- áttunni gegn heimsvalda- og ný- lendusinnum. Nikita Krúsjeff tókst að bæta samkomulagið nokkuð meðan hann var við völd, en sambúðin kólnaði mjög þegar Sovétríkin stjórnuðu innrásinni í Tékkósló- vakíu 1968. Það fór ekki að hlýna aftur fyrr en Brezhnev heimsótti Belgrad í septeraber sl. Hápunkturinn í heimsókn for- setans verður, þegar honum verður afhent Lemín-orðan, sem hann var sæmdur á áttræðis- afmæli sinu i síðasta mánuði. bátaveiðiskip. Suður-Víetnamar hafa gert harðar gagnsóknir í borginni Kontum og nær tekizt að ná henni á sitt vald. Norður-Víet- namar hafast við í einu hverfi og haldið er uppi stöðugum á- rásum á það. Hins vegar er fjöl- mennt lið Norður-Víetnama í grennd við borgina og lítil von um að hætt verði bardögum þar á næstunni. Á norðurvígstöðvunum er einn- iig barizt af hörku og hrundið var árás kommúnista á fallbyssu stöðina Bastogne, sem er 14 km fyrir suðvestan Hue. Á suðurvigstöðvunum hefur verið fremur hljótt undanfarinn sólarhrimg. Umsátrinu um An Loc er haldið áfram, en vígstað- an þar er nær óbreytt. Suður- Vietnamar hafa enn meirihluta borgarinmar á sinu valdi. NÝJAR SPRENGJUR Fyrir nokkru var farið að vopna bandarlskar sprengjuflug- Framhald á bls. 23. Kista hertogans af Windsor bor- in inn í kapellu Windsorkastala. Filippus drottningarmaður og Ólafur Noregskonungur ganga fremstir í líkfylgdinni. Virðuleg útför hertogans af Windsor Lomdon, 5. júní, AP. HERTOGINN af Windsor, fyrr- iim Edward VIII Bretlandskon- ungur, var lagður til hinztu hvildar í kapellu Windsor-kastala í gær. Athöfnin var lokuð öllum nema nán- ustu ættingjum og sérstak- lega boðnum tignum gestum. Framhald á bls. 12. Burundi kennir Belgum um ættbálkastríðið 150 þúsund fallnir, segir belgískur embættismaður Uganda, 5. júní — AP STJÓRN Burundi hefur kennt belgisku stjórninni um ættbálka stríðið sem geisað hefur í land- inu undanfarnar vikur. Burundi var áður belgisk nýlenda. Það var útvarpið í Burundi, sem bar fram þessa ásökun, en útvarpið lýtur ríkisstjórn. Fréttir sem borizt haía frá Burundi að undanförnu, benda til að þar hafi verið framin hrylJi leg fjÖJdamorð. Gizkað var á að um 50 þúsund manns hefðu fallið í valinn. Sl. laugardag, birti belg ískt blað hins vegar frétt sem höfð var eftir háttsettum belgisk um embættismanni í Dar Es-Sal am, höfuðborg Tanzaníu. Hann sagði að miilli 100 og 150 þúsund manns hefðu fallið. Embættismaðurinn sagði að nær allir hinna föllnu væru af Huto-ættbálknum, en hann gerði misheppnaða byltingartilraun fyr ir nokkrum vikum. Síðan bylt- ingartilraunin var brotin á bak aftur, hefði Michel Micombero, forseti látið herinn vinna að út- rýminigu allra þeirra Huto- manna, sem einhverja menntun hefðu hlotið. Embættismaðurinn sagði enn fremur að fjöldaaftökum væii nú að mestu hætt, enda hefði Fischer: Rússar vilja fela tapið á íslandi Rancho La Costa, Kaliforniu, 5. júní ■ AP BANDARISKI skáksnillingm- inn Robert Fischer hefur nú flutt æfingabúðir sinar til Kaliforníu, þar sem hann leik ur tennis og syndir á daginn, en liggur yfir skákmn kvöid og nætur, til að undirbúa sig undir heimsmeistaraeinvígið á íslandi i næsta mánuði. Fi-scher sagði við vini sina að ísland væri voðalegur stað ur að tefla á, en Rússar hefðu viljað ísiand, til að fela ósig ur Spasskys. „Ósigur hans er óumflýjanlegur og það er ekki ?inu sinni hægt að sjónvarpa um gervihnött frá íslandi.“ flestum þorpum Huto-manna nú verið eytt og íbúarnir myrtir, menn, konur og börn. í fyrrnefndri útvarpssendingu frá Burundi var sagt að Belgar hefðu haldið völdum sínum í landinu með því að halda ætt- bálkunum aðskildum og hindra allar tilraunir Afríkubúa til sam einingar. Þá var og neitað ölluin fullyrðingum um ofsóknir á hendur Huto-mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.