Morgunblaðið - 09.06.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 09.06.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1972 Jón Auöuns dómpróf.: Friðrik Hallgríms son dómprófastur — Aldarminning ÞETTA er fáorð aldarminning manns, sem Reykvikingar mega með virðingu og þakklæti minn- ast. Og verðugt er að frá Dóm- kirkjunni berist kveðja. Þar starfaði sra Friðrik Hallgrímsson sem dómkirkjuprestur og dóm- prófastur síðustu tvo áratugi starfsævinnar. Hann fæddist í Reykjavík 9. júní 1872. Var faðir hans Hall- grímur Sveinsson þá dómkirkju- prestur en síðar biskup, og móð- ir frú Elina f. Fevejle, yfirlækn- isdóttir, hefðarkona og mikil húsfreyja. Sra Friðrik ólst upp við ágæt kjör og fagra heimilishætti. Hallgrimur biskup var virðing- armaður og vinsæll mjög, höfð- ingi í háttum og virtur jafnt í sölum Alþingis og af alþýðu manna. Hann var afburða náms- maður, jafnt I Latínuskólanum og Hafnarháskóla, og naut aí- burða vinsælda sem dómkirkju- prestur. Til hans má vEifalaust rekja margt það, sem fallegast var í fari sonar hans. Frá stúdentsprófi lá leið sra Friðriks til Hafnar, þar sem hann stundaði guðfræðinám sam- tíma náfrænda sínum og vini, próf. Haraldi Níelssyni. Er hann kom heim frá námi var hann skipaður prestur við holdsveikra- spítalann í Laugarnesi, en þá var það veglega og mikla hús full- skipað holdsveiku fólki. Mun hann fyrstur sjúkrahússprestur á fslandi skipaður í slíkt emb- ætti. Ári síðar fékk hann veitingu fyrir Utskálaprestakalli og þjón- aði því um þriggja ára skeið, en fluttist þá vestur um haf, þar sem hann þjónaði islenzkum söfnuðum i aldarfjórðung. Þá sögu kann ég ekki að segja en veit af annarra orðum að þar vestra voru vinsældir hans og frú Bentínu miklar. Heimili þeirra var öllum opið, og bæði meðal safnaða sinna og vestur- íslenzku prestanna var hann í miklum metum. Hin staka prúð- mennska hans og háttvisi hefir vafalaust komið sér þar vel meðan stormum var enn ekki slotað eftir trúmálaátök land- anna vestra. Ég man þau hjónin, sra Friðrik og frú Bentinu í fjöl- menni Vestur-Islendinga sem sóttu Alþingishátíðina 1930. *ess varð ekki dulizt, hvern hug land- amir i vesturvegi báru til þeirra hjóna. En leiðin lá „heim“ þegar sra Friðrik fékk veitingu fyrir öðru dómkirkjuprestsembættinu eftir sra Jóhann Þorkelsson 1925 og hóf þá um sumarið 20 ára loka- feril starfsævinnar. Eftir próf. Harald Nielsson látinn tók sra Friðrik aftur við sínu fyrra starfi meðal holdsveika fóiksins í Laugamesi. Hann var skipað- ur prófastur í Kjalarnesprófasts dæmi og loks dómprófastur, hinn fyrsti i Reykjavík eftir nýjum lögum 1941. Hann gegndi trún- aðarstörfum fyrir Prestafél. Is- lands, sat í útvarpsráði, var for- seti AngMu og fleira mætti telja. Lausn frá embætti fékk hann frá 1. des. 1945 og andaðist tveim árum siðar, en hafði borið aldur óvenju vel. Af prestsþjónustu sinni varð sra Friðrik afar vinsæll. Annar eins afburða predikari og faðir hans, Hallgrímur biskup, hafði verið, var hann nausmast, en flestir þeir kostir sem kenni- mann og sálusorgara prýða, prýddu hann. Hann kunni að halda á sínu máli en var friðar- ins maður, sem stormar stóðu ekki um. Mál hans var ljóst. Fagnaðarerindið bar hann fram í gullskálum guðstrúarvissu og barnslegrar lotningar fyrir Kristi. Hann unni einfaldleika í máli og mynd. Kristindómurinn var honum ekki ráðgáta til að glíma við, heldur auðsætt mál og augljós vegur. Þess vegna varð hann sá æskulýðsfræðari sem hann var, bæði í kirkju og útvarpi. Hann skildi börn og böm skildu hann. Og hann gaf þeim bækur, sem vom mikið lesnar og lærdómskver til fermingar, sem ýrnsir prestar nota énn. Kunnugir vissu, hver afburða heimilisfaðir hann var. Þau vom samhent hjón, samhuga elskend- ur og vinir, sra Friðrik og frú Bentína. Og börnum sínum fimm var hann ómetanlegur faðir. I heimilinu var gestkvæmt bæði aí ungum og gömlum. Þar voru opnar dyr og alúð og gestrisni beið innan dyra í fallegu heim- ili, sem frú Bentína Haligríms- son stýrði skörulega og hafði búið smekklega. Fágaðri mann en sra Frlðrik var torvelt að finna. Flestum mönnum var hann háttvísari, og í hópi stéttarbræðra bar hann i efnum af flestum. Er ég tók við embætti af honum kynntist ég því, hver fyrirmyndar emb- ættismaður hann hafði verið. Þar, sem í öðru, var hús hans fágað og prýtt. Vandvirkni og fegurðarskyn má lesa á hverri blaðsiðu í embættisbókum hans. En svo var hann í öllum hátt- um, sem blaðsíða hver er í þeim bókum. Til sra Friðriks HaBgrimsson- ar renna gamlir vinir hlýjum hug í dag, þegar liðin eru hundr- að ár frá fæðingu hants. Tilboð óskast R-5358 N.S.U. Prins '63 nýskoðaður. Boddí allt endurnýjað. Skattur og númer fylgja með. Til sýnis í dag að Laugarásvegi 1 bakatil frá kl. 9—5. Upplýsingar í síma 43526 eftir k1. 6. HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka h/f verðuj* haldinn í samkomuhúsinu Fjölni, Eyraai- bakka sunnudaginn 25. júní n.k. kl. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. UMBÚÐARPAPPÍR Nýkominn hvítur umbúðapappír frá Finn landi. Stærðir 40 og 57 cm rl. Mjög hagstætt verð. BJÖRGVIIV SCHRAM u m b o s- & heildverzlun Sími 24340. Kodak 1 Kodak I Kodak 1 Kodak f' Kodak HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Kodak 1 Kodak I Kodak § Kodak S Kodak BÍLAR TIL SOLU V. W. 1302 ”71. CORTINA ’67. OPEL RECORD STATION ’66. CITROEN G.S. ’71. SUNBEAM VOUGE ’70. SUNBEAM 1250 ’71. PLAYMOUTH BARACUDA ‘68. SAAB 99 ’70. VAUXHALL VIVA ’70. SAAB 96 ’68. FORD CAPRI ’71. wí^B3ÖRNSSON±cO: cm SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.