Morgunblaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 11
MORGUNPLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22, JÚNÍ 1972 ;
....- ■
11
Sextugur:
Rjörn Björnsson
prófastur
Það befiuc dregiat md'kliu leng-
ur en skyidi, að ég sendi vini
mínum ag ylirmanni, Birni
Björnssyni, prófasti á Hólum í
■Hjaltadal, kveftju mina í tilefni
af sextugsafmæli hans, sem var
■þann 7. mai í ár.
Þann dag árið 1912 fæddist
sr. Björn að Fremri-Gufudal i
Giufiudalssvieit í A-Baröastrandar
sýslu. Foreldrar hans voru þau
hjónin Björn Guðmundur
Björnsson, þá bóndi í Fremri-
Gufudal og Sigríður Ágústa
Jónsdóttir. Björn Guðmundur,
faðir prófasts var af hinni við-
kunnu og fjölmennu Amardals-
ætt, náskyldur heiðursmann-
inum Ásgeiri Guðmundssyni
fyrrum bónda og hreppsstjóra í
Æðey i Isafjarðardjúpi.
Sigríður Ágústa var dótt-
ir Jónis Jónssonar frá Hjöltum?
í Gufudalssveit og var hún bróð
urdóttir Ara Arnalds alþm. og
sýslumanns, en móðir hennar
var Júlía systir Bjöms Jónsson
ar ritstjóra ísafoldar og ráð-
herra, föður Sveins fyrsta fior-
seta lýðve!ldisin'S. Sést af þess-
a-ri ætfcfaarsliu, þótt etóki sé liengri
að sr. Björn hefur til góðra að
telja.
Sr. Björn varð stúdent frá
Menntaskó'lanum á Akureyri 17.
júní 1936. Hann tók próf upp í
3ja bekk þesis skóla 1930, og
hafði þá lært undir skóla hjá
Magnúsi, Andréssyni í Flatey á
Breiðafirði og einnig hjá sr. Sig
urði Haukdal á Bergþórshvol'i,
sem þá var prestur í Flat-
ey. Gagnfræðingur varð sr.
Björn 1931, en varð þá að gera
hié á námi siniu um 2ja ára biil.
Komu þar til veikindi móður
hans, þurfti hann að vera heima
þeirra vegna og föður sínum til
stuðnings. Árið 1933 settist hann
í 4. bekk M.A., en las 5. bekk
utanskóla 1934—’35.
Björin varð að hlíta þvú sem
margir jafnaldrar hans og náms
menn á þessum árum að verða
að sjá fyrir sér sjálfur. Efnin
voru af skornum skammti, fátt
um styrki og það sem einna erf-
iðast var: Vorvelt og á stundum
lítt hægt að verða sér úti um at-
vinnu. Þá var kreppan og at-
vinnuleysið.
Sr. Bjöm nam prestsfræði sín
við guðfræðideild Háskóla ís-
lands og lauk kandidatsprófi 27.
jan. 1940. Settur var hann prest
ur 3. j'úni sama ár í Viðviílkur-
á Hólum
prestakalli í Skagafjarðar-
prófastsdæmi og vigður til
prestsþjónustu 9. júní. Þá hafði
Vatnsleysa í Viðivítoursveit ver-
ið gerð að prestssetri. En 13.
ágúst 1950, þegar herra Sigur-
geir SigurSlsson' bistoup, víigðd
kirkjuturninn við Hóladóm-
kirkju, minnisvarða Jóns bisk-
ups Arasonar, las Steingrimur
Steinþórsson, sem þá gegndi
starfi kii;kjumálaráðherra Her-
manns Jónasson-ar í forföllum
hans, upp ráðherrabréf, þar sem
ákveðið var að prestssetrið
skyidi fiutt frá Vatnsleysu og
heim að Hóilium. Þessi dagur 13.
ágúst 1950 var stór dagur og
minnisstæður í sögu Hólastaðar
og hlaut þvi staðurinn hluta,
þótt ekki mikill væri, af fornri
og horfinni frægð. Hólar voru
þó ekki lengur annexía. Það var
spor í áttina. Og 4. júlí 1953
flutti sr. Björn i Hóla og þar
hefur hann setið siðan, og vei
sín prestsskaparár í sama presta
'kaili 32 að tö’.u.
Kvæntur er sr. Björn Emmu
Friðriksdóttur Hansen, gáfaðri
og hagmæltri skörungskonu. Er
heimili þeirra prófastshjónanna
rómað fyrir fagran búnað og
rausn.
Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Björn Firiðrik, kennard á Saiuðtár-
króki við gagnfræð'askólann,
ur, Ragnar, kennari við gagn-
fræðaskólann á Akranesi, Sig-
urður Jósef, er dvelur í foreldra
húsum og yngst er dóttirin,
Gunnhildur, ellefu ára.
Sr. Björn prófastur er maður
lágætur. Hógvær er hanin
og prúður i allri framgöngu.
Lokað
vegna jarðarfarar milli kl. 10 — 12.
EIERINE
Laugavegi 6.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram opinbert uppboð
í vörugeymslu Eimskipafélags íslands h.f., Skúlaskála við
Skúlagötu, inng. frá Vatnsstíg, laugardag 24. júní 1972, kl. 13,30.
Verða þar seldar ótollafgreiddar vörur, svo sem: Skó-
fatnaður, gólfteppi, vefnaðarvara, fataefni, leir, bindiefni,
plastbakkar, stálvél, vindlingakveikjarar, þorskanet, bíl-sterio,
hreinlætistæki, fittings, plaströr, steypust.járn og stál, margs-
konar tilbúinn fatnaður, segulbandstæki, tannlæknavörur, skíða-
skór og stafir, töskur og belti, hljómplötur, sandpappír, vara-
hlutir og margt fleira. Ennfremur verður selt á sama stað og tíma
eftir kröfu ýmissa lögmanna, stofnana og skiptaréttar Reykja-
víkur o. fl. sjónvarpstæki, ísskápar, útvarpstæki, borðstofu-
og dagstofuhúsgögn, skrifstofuvélar, haglabyssur, byssukíkjar,
radfófónar, búðarvogir, þvottavéíar, málverk, frímerki o.m.fl.
Greiðla við hamarshögg.
Ávfsanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki
uppboðshaldara.
Borgarfógetaembættið í Reykjavfk.
Kennimaður góður og fer hon-
um einkar vel úr hendi prests-
þjónusta oll, hvort heldur er fyr
ir a'ltari eða í stól. Vinsæll er
hánn og vel látinn af sóknar-
börnum sínum og raunar öllum,
sem hafa af honum nokkur
kynni. Hó'lum unnir hann og
lætur sér vel annt um framgang
staðarins. Því miður hefur sr.
Björn ekki notið sin sem skyldi
nú síðari árin. Veldur því van-
heilsa. Það er einlæg ósfc okkar
skagfirzkra presta, safnaðar
Björns og allra sem hann nokk-
uð þekkja, að við fánjm að njóta
hans sem lengst, góðleika hans
og hlýhugar og mannkosta. —
Ég bið góðan guð að blessa
hann og vernda og ástvini hans
og söfnuði. Þakklæti býr i huga
mér að hafa fengið að kynnast
honum, njóta vináttu hans, holl-
ráða og forystu. Það þakfclæti
gerir mér ljúft að senda þér, vin
ur minn góðuc, þessi fátæklegu
kveðjuorð, og bið þig forláts,
hversu skammarlega síðbúin þau
eru. Heilsaðu konunni þinni
góðu og börnunum þínum. —
Þökk fyrir síðast.
Gunnar í Glaumbæ.
Hver
ó bílinn
Bílahandbók
Reykjavíkur
Reyðarvatn
Veiði er hafin. — Veiðileyfi va:ða einungis
veitt hjá veiðiverði við vatnið.
Veiðivörður,
BEZT ú auglýsa í Morgunblaðinu
f
l’Th'v
utuu»
(eöa hverfismót í Langholts- Voga og Heimahverfi).
Nýstofnuð félög ungra, frelsisunnandi Reykvíkinga, Fjallkonan
og Þjóðfrelsishreyfingin ætla að halda samkomu í Veitingahúsinu
í Glæsibæ á föstudaginn 23. júní kl. 21.00.
Allt ungt fólk í Langholts-, Voga- og Heimahverfi er sérstaklega
hvatt til að mæta. —- Vakan er opin öllum, sem unna frelsi og
réttlæti, lýðræði og sjálfstæði.
MOTTÓIÐ ERz
PRÓEST
CECN NASHYRNINGSHÆTTI
Hvað er nashyrningsháttur?
Komið og kynnið ykkur það.
Að lokinni dagskrá verður dansað til kl. 1 e.m.
Svanfríður Seikur
Fjallkonan — Þjóðfrelsishreyfingin
(í samvinnu við Samtök urtgra
Sjálfstæðismanna í Reykjavík).