Morgunblaðið - 22.06.1972, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1972
sést strax.
Frú Marton borðar ekki há-
degisverð með eiginmanni sin-
um þótt ekki sé langt á miili
þeirra á vinnustað og það var
mágkonan, sem fór að hitta
Xavier Marton.
Mín skoðun er að þau haldi
leyndum þessum fundum sinum.
Marton fœr stutt matarhlé um
hádegið og samt lleggur hann
það á sig að fara á veitinga-
stað, sem er alllangt frá Maga-
sin de Louvre. Það er nóg af
ódýrum veitingastöðum nœr,
sem ég sá að starfsfólkið sótti.
Hins vegar veit ég ekki,
hvort frú Marton er vön að
borða með Monsieur Harris.
Það sannar ekkert, þótt hann
hafi komið á eftir henni í búð-
ina.“
Maigret stóð upp til að stilla
tniðstöðvarofninn, sem enn
hafði tilhneigingu til að ofhitna,
eins og daginn áður. Allan dag
inn hafði verið búizt við snjó-
komu, enda því verið spáð um
morguninn. I Norður-Frakk-
landi og í Normandy var allt
orðið hvítt af snjó.
Maigret hafði gefið fjandann
í öll skrif um sálarfræði og
kenningar um sélsýki og sálar-
flækjur ? En var honum stætt á
því?
Nú stóð hann þó andspænis
raunverulegu fólki, körlum og
konum með ákveðnar tilfinning
ar og áhugamál.
Ueizlumatur
Smurt brauð
00
Snittur
SÍLI) § FISKUIt
í gær hafði bara verið um að
ræða óþekktar stærðir, einhver
ókunn hjón.
I dag voru þetta orðin tvenn
pör og það breytti miklu.
„Hvert á ég að fara næst?“
spurði Lapointe. Hann var bú-
inn að fá áhuga á málinu og var
hræddur um að fá ekki að taka
frekari þátt í rannsókninni.
„Ekki geturðu farið aftur í
verzlunina, né heldur heim til
þeirra í Chatiilongötu, úr því
konumar báðar hafa séð þig.
Og hvað var svo sem unnið
með þvi? Saksóknarinn hafði
haft á réttu að standa, þegar
öllu var á botninn hvolft. Ekk
ert hafði gerzt. Og sennilega
miundi ekkert gerast. Nema ann
að hvort parið mundii missa þol-
inmæðtoa ...
Þá hringdi síminn. Maigret
leit á svörtu marmaraklukkuna.
Hún var tíu mtoútum of fljót,
eins og venjiulega, vantaðd tíu
mínútur í sex.
„Maigret héma . ..“
Hvers vegna varð homium bylt
við, þegar hann heyrði röddina?
Var það vegna þess að maður-
inn í símanum hafði varla horfið
úr huga hans síðan í gærmorg-
un?
Maigret þóttist heyra það á
röddinni, að Xavier Marton hélt
hendinni fyrir munni sér og
hann talaði í hálfum hljóðum.
„Ég bið yður að afsaka, að
ég varð að fara í gær. Mig 'lang
aði bara til að vita, hvort þér
yrð’Uð á skrifstofunini kortér
eða tíu mínútur fyrir sjö. Við
lokum héma klukkan háflf sjö.“
„1dag?“
„Ef það væri ekki of mikið
ónæði. . . “
„Ég bíð.“
Marton lagði tólið niður um
leið og hann þakkaði fyrir. Mai-
gret leit á Lapointe með sama
augnaráði og frú Marton og
Monsieur Harris höifðu litið
hvort á annað í nærfataverzlun-
inni.
„Var þetta hann?“
„Já.“
„ÆJtlar hann að koma ?“
„EJftir klufckutima og kortér."
Maigret langaði mest til að
hlæja að sjálfum sér, fyrir álla
hugarórana. Eftir klukkutima
og kortér mundi málið allt skýr-
ast og væri sennilega einfald-
ara en hann hafði gert sér í hug
arlund.
„Okkur gefst tími til að fá
okkur ölkollu á „Brasserie
Dauphine"," tautaði hann um
leið og hann tók hattinn og
frakkann út úr skápnum.
5. kafli.
Maigret var á leiðinni niður
tröppurnar með Lapointe þegar
hann nam skyndilega staðar og
sneri við upp afibur.
„Ég kem eftir augnablik.
Bíddu eftir mér,“ sagði hann.
Honum hafði dottið i hug að
láta einn manna sinna veita
Xavier Marton eftirför frá
Magasin de Louvre. Reyndar
var honum ekki ljóst, hvaða til-
gangi það gæti þjónað. Eða öllu
heldur fannst honum ýmislegt
geta gerzt. I fyrsta lagi gat
Marton tekið aðra skyndiákvörð
un eins og í fyrra skiptið, þegar
hann hvarf óvænt úr skrifstofu
Maiigret.
1 öðru lagi gat eins verið að eig
infconan veitti honum aftur eftir
för eins og hún hafði gert dag
inn áður.
Mundi hann ekki fara með
henni heim í Chatillon-götu, ef
hann rækist á hana á götunni?
Möguleikarnir voru fleiri. Og
þótt ekkert gerðist, vildi Mai-
gret gjarnan vita, hvernig Xa-
vier Marton hagaði sér, þegar
hann stigi þetta mikilvæga skref
hvort hann væri hikandi, eða
hvort hann fengi sér hressingu
á leiðinni.
Janvier gæti þefckzit. Lueas
kom til greina. Hann var á laus-
um kili, en hafði aldrei séð Mart
on. Þótt hann fengi nákvæma
lýsingu á honum, gat eins verið,
að hann kæmi ekki auga á hann
þegar starfsfólkið flykktist út
úr verzluninni.
„Lucas og Janvier. Þið farið
báðir í Magasin de Louvre. Þú
gætir þess, Janvier, að láta ekki
sjá framan í þig, en bendir Luc
asi á Marton, þegar starfsfólk-
ið kemur út, og Lucas veitir
honum siðan eftirför."
Lucas var ókunnugur málinu
og spurði:
„Heldurðu að þetta taki lang-
an tíma? Heldurðu að hann ætli
langt?"
„Hingað sennlega."
Hann langaði að bæta við:
„Og enga leigubíla eða önnur
útgjöld." Þvi mcðal starfsmanna
lögreglunnar gilda ýsmar regl-
ur, sem ahnenningi eru ekki
fcunnar en skipta þó milkflu máfli.
Þegar glæpur eða afbrot eru
framta, fer lögreglan á stútfana
og rannsókn hefst samkvæmt til
mælum fulltrúa dómstólanna.
Sá seki dæmist til að borga öll
útgjöld sem lögregluforingjar,
fu'lltrúar og tækniimenn hafa
orðið fyrir við rannsókn máis-
ins. Etf sá áfcærðd er efcki tekimn
fastur eða sýknaðwr, borgar
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
dómsmálaráðuneytið reifcnimg-
ana.
Ef lögreglan ákveður hins veg
ar að hefja rannsókn á eigin
spýtur og það kemur á daginn,
að hvorki hefur verið framinn
glæpur né nokkur sekur fund-
inn, þá eru reikningar sendir
til embættis lögreglustjóra eða
með öðrum orðum til innanrik-
isráðuneytisins.
Á þessu er reginmunur í
augum starfsmanna lögreglunn-
^ i iwiii ■
m
$ %
Bifreiöaeigendur
• blaupunkt Verzlun vor býður mjög fjölbreytt
PHILIPS úrval af bílaútvörpum og stereo
segulbondum. Einmg er fyrirliggjandi
úrval af fylgihlutum: festingum,
loftnetum og hátölurum.
Verkstæði okkar sér um ísetningar á
tækjunum, svo og alla þjóhustu.
Einholti 2 Reykjavík Sími 23220
velvakandi
0 Sjónvarp — Sjónvarp —
sjónvarp
Kona á Austurlandi sfcrifar:
„Geta notend'ur sjónvarps
etngin áhrif haft á efnisval þess?
Er sjónvarpið fyrir notendur
eða ekki? Hvað þarf óánægja
að verða mikil og aimenn, til
þetss að hafa einhver áhrif? Ég
veit um nokfcrn, sem hafa skrif
að dagskrárstjóra, en svar
berst ekki úr þeim fílabeins-
turni og daigskráin versnar stöð
Hvað er til ráða, Vei vafcandi?
Líklega les dagskrárstjóri
sjónvarpsins Mbl. eins og aðrir,
svo að ég ætla að skrifa hér
smáóskalista: Ekki meira um
mengun, sorpeyðingu, bílavanda
mál stórborga, og hafsbotns-
myndir (þótt þær væru góðar)
í næstu 6 mánuði. Fleiri bíó-
myndir, góðar eða lélegar eftir
atvifcum. Hvers vegma var mið
vikudagsbíómyndin tefcim af
okfcur? Það eir eitt af þvi sem
ekfci fæst svar við. Ekfci meira
rússnesfct, segjum í 3 mánuði,
ekfci atf því að allt rússne.skt sé
vont og lieiðiniegt, en það væri
gott að fá svolitla hvild.
Já, og sunmudagislkvfjldin,
aldrei er dagskráin eins drunga
leg og þá. Unga fólkið er úti að
skemmta sér, en full'orðna fól'k
ið sibur heima, ekki sízt úti um
aliit land, þair sem fátt er um
skemmtainir. Gott leikrit eða
kvikmynd ætti því að vera fast
ur liður og eitthvert léttmeti
sem börn hefðu gaman af, t.d.
Walt Disney-myndir, Abbott og
Costeílo, Jerry Lewis og ótal
margt fleira gamalt og gott,
sem ætti ekki að vera mjög
dýrt. Viðræðuþættir, þar sem
2 menn tala saman ættu að vera
útlægir gerðir á sunnudags-
kvö’ldum, stundum betur komn
ir i útvarpið.
Það virðist hafa gleymzt, að
sjónvarpið á að vera fræðsliu-
og sifcemmtitæki. Ég hef hér
dagsfcrána frá og með sunnu-
deginum 4. júní til föstudagsins
9. júni og ég finn ekki eitt ein-
asta atriði, til skemmtunar", —
ekki eitt! Og hvernig er með
efni frá fyrstu árum sjónvarps
ins, væri ekki hægt að endur-
taka það bezta? Þá hafði mikill
hluti þjóðarinnar ekki sjónvarp
og hinir eru búnir að gleyma og
gætu séð það aftur sér til
ánægju, ef það væri ,gott efni.
Það hefur margt gott verið í
isflienzfca sjónvarpinu og ég
vona, að þetta sé bara lægð, sem
líður hjá.
Kona á Austurlandi."
Velvakandi þakkar öllum
þeim, sem sjá ástæðu til að
skrifa honum. Bréf um hina
ýmsiu málaflokka. Aðeins litill
hluti þeiirra bemur þó fyrir sjón
ir tesenda og ber þar margt til,
svo sem rúmleysi, nafnleysi, og
það, að sium þeirra eru al'ltof
löng, tii þess að birtast í þess-
um dálkum.
Velvakandi vili beina þeim tii
mælum til tilskrifienda siinna,
sinna að þeir séu stutt- og gagn
orðir; enntfremuir að skrifað sé
aðeinis í aðra hverja línu og
höfð breið spássía. Hvað nafn
teyndinni viðvíkur, þá er edn-
kennitegt, að fóflfc skuli vena
feimiið við að setja natfn sitt
undir bréf, sem oft á tíðum eru
um hið siakteysistegasta efni. —
Þvert á móti fær Velvafcandi
ekki annað séð, en að mörg
þeirra séu bréfriturum til sórna
og að það ætti að vera viðkoma
andi keppi’kefli að láta natfn sitt
standa undir. Einnig eru bréf,
sem birtast undir nafni alffla
jatfna áhritfianaeiri. Að ©efmu til
efni s'kal tekið fram, að bii'timg
bréfa, þar sem nafn og heimilifl
fanig er ekki látið fylgja með,
er útilokuð.
0 Skoðanakönnun?
Velvakanda hafa borizt svo
mörg bréf um sjónvarpsdag-
skrána nú undanfarið, að ekki
er hægt að birta nema lítinn
hfluta þeirra, enda ástæðulaust,
vegna þess að ftest eru þau nán
ast samhl'jóða. Einn bréfritari
spyr t.d., hvort sjónvairpið sé
aðeins fyrir gamal't fól'k og smá
börn. Velvakanda hefur sjálf-
um íundizt bömin vera snið-
gengin við val dagskrárefnifl,
allt frá upphafi. í vetrardaig-
skránni hafa verið tveir bama
tímar í vibu hverri, en á siumrin
aðeins einn. — Ekki kannast
Velvakandi við að hafla rekizt á
atriði sérstaklega við hætfi
giamflia fólksins.
Það hefuir hvarflað að Vel-
vakanda, hvort ekki væri hægt
að láta fara fram könnun meðal
sjóinvarpsnotenda (hvílíkt vand
ræðaorð!) þannig að dreift væri
spumingaflistia og síðan unnið
úr svörunum. útkoman yrði síð
an höfð til hliðsjónar við vai
dagskiráreÆnis. Virðist aiuigljóst,
að þeesi tiihögun yrði tii mikils
hagræðis tfyrir starfsfólk við-
komiandi stofnuiniar svo og við-
skiptavinina. ÞessaTi huigmynd
er hér með komið á framfærL
ugt.
REGNA — GRANO TOTAL
REGNA — STANDARD
REGNA — 2 TOTAl
REGNA — 4 TOTAL
NORSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA.
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐ!
SlMI 50152