Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972 í stultumáli Kínverska gengiö hækkað Homg Kong, 29. júní, NTB. í fréttum frá Hong Komg segir að Kínverska alþýðu- lýðveldið hafi ákveðið hæklkum á gengi gjaldmdðils landsins um fimm af humdraði miðað við Homg Kong dollara og sterlingspund. — Skýrði mál- gagn kommiúnista í Homg Kang, New Evening Post, frá þessu í dag. Áhrif verða vænt- anlega þau í Hang Kong, að verð á matvoru hækkar til muna, þar sem mikið er flutt þangað af kjöti og fiski frá Kína. Flugvélarræningi tekinn Bandaríska alríkislögreglan sagði í dag, að handtekinn hefði verið 29 ára gamall maður, Martin J. McNally, í Detroit, og er hanin grunaður um að hafa rænt flugvél í innanlandsflugi í Bandaríkj- unum fyrir fimm dögum og stokkið út í fallhlíf yfir Indí- ana-ríki í Bandaríkjunum. — Peningarnir fundust fyrir nokkrum dögum á búgarði í Perú í Indíana. McNally er fráskilinn og atvinnulaus. — Hann sagði FBI-mönnum, að hann hefði sleppt peninga- sekknum, þegar hann stökk út og hefði ekki vitað hvað af honum varð. Um tíma var hald manna, að ræninginn hefði beðið bana í fallhlífarstökkinu. Frímerki frá 1847 selt á 7,7 millj. kr. Eitt af sjaldgæfustu frí- merkjum heims, tveggja- pennía Mauritus-frímerki frá árinu 1847 var nýlega selt á uppboði í Loodon fyrir fjár- hæðina 7.700.000 krónur. Vit- að er um ellefu önnur merki, af sömu tegund og er eitt þeirra í einkafrímerkjasafni Elízabetar drottningar. Giuilo Andreotti (t.v.) sver embættiseið, sem forsætisráðherra Italiu í Róni 26. þessa mánaðar. Til hægri á myndinni er Giovanne Leone forseti. Viðbótarlið sent með þyrlum inn í Quang Tri Gagnsóknarliðiö mætir lítilli mótspyrnu Saiigon, 29. júní — AP RÚMLEGA eittþúsund snðnr- vietnamskir landgöngnliðar vorn í dag fluttir með þyrlum inn í Quang Tri-hérað, þar sem fyrir er 20 þúsnnd manna lið sem á að reyna að ná héraðinu úr hönd um konimúnista. Landgöngulið- arnir voru fluttir á svæði við ströndina fyrir austan héraðshöf uðborgina Quan Tri. Sveitunum, sem hófu sókn inn í Quang Tri í gær, á þrem stöð um, hefur miðað nokkuð vel á- fram. Ein þeirra lenti í hörðum bardögum við hersveitir Norður- Vietnama fljótlega eftir að kom ið var iinin í héraðið, en sl. nótt og í dag hefur verið lítið um átök. Með sveitunum, sem hófu sókn í gær, eru bæði skriðdrekar og stórskotalið og bandarískar og suður-vietnamskar flugvélar gera loftárásir á stöðvar Norð- ur-Vietnama. Talið er, að Norður-Vietnamar hafi'um 40 þúsund manna lið á þessum slóðum og er þvi búizt við hörðum og langvarandi bar- dögurn áður en yfir lýkur. Norð- ur-Vietnamar hafa haft héraðdð á sinu valdi síðan 1. maí og hafa því haft nægan tíma til að búast vel ti! varnar. Suður-vietnömsku sveitiinar, sem næst eru borginni Quang Tri, eru nú í aðeins 10 km fjar- lægð. Ætlunin er að sækja að borginni og hertaka hana áður en lenigra er haldið. Líbanon herðir flugvalla- eftirlit Beirút, 28. júní, AP. Líbanon hefur ákveðið að herða eftirlit á flugvöllum lanidsins til að kama í veg fyr- ir flugrán. Meðal annars verð ur komið fyrir málimleitar- tækjum og útbúiin „sprengju- herbergi". 1 því herbeirgi verður öfiugt rafeindatæki, sam spremgir sprengjur í far- angri áður en homum verður komið um borð í vélamiar. Þá verður eimnig fjölgað vörðum, sem verða á eftirlitsferðum um flugvellina dag og nótt. Samstaða með skæruliðum Beirut, 28. júní — AP SULEIMAN Franjieh, forseti Lí banons, sagði á þingfundi i daig, að Líbanir vildu halda „bróður legiri samstöðu“ með skæruiiðium Palestínu og harnn hvatti lamda sína til að vera á varðbergi gegn árásum af hendi ísraela. Fór for setinn hörðum orðum um aðgerð ir ísraela að undanförn'u. Viljainnheimta stríðsskuldir — „■- ■■■ ■■■■ ■ ■■■ — — ~ Chichester á heimleið — er hættur keppni London, 29. júní. AP. ALLT bendir til að brezki sæ garpurinn Sir Francis Chic- hester hafi ákveðið að hætta þátttöku sinni i siglinga- keppninni yfir Atlantshaf, og stefni heim á leið. Flugvéi sveimaði yfir bát hans „Gipsy Moth V“ í gærkvöldi og sendi hann frá sér merki: „Ég hef verið veikur. Er frískur núna.“ Chichester hefur verið heilsu veill undanfarið, eins og fram hefur komið og þjáist af blóðsjúkdómi. Hann viidi þó ekki að læknir kæmi með hon um í siglinguna frá Plymouth til Newport á Rhode Island, og hann hefur afþaikkað boð um aðstoð. Sir Francis var í gær- kvöldi um 300 sjómílur út af Spánarströnd en nokkrum dög um áður hafði verið gerð mik il leit að honum, þar sem ekk ert hafði heyrzt frá honum dögum saraan. Washington, 29. júní. AP. ÁLYKTUNARTILLAGA var lögð frani í fiilltrúadeild Bandaríkja- þings í dag, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að vinda að því bráðan bug að innheinita stiúðs- skuldir frá fyrri og síðari heims- styrjöldinni og eru það sextán þjóðir, sem skulda Bandaríkjnn- um fé, sanitals 46 milljarða doll- ara, að því er talsmaður ályktun- artillögnnnar, Lester L. Wolf, telur. Sagði hann að skuldir við Bandaríkin frá heimsstyrjöldinni fyrri næmu um 18 miilljörðum dollara og hefði ekkert af þvi verið greitt. í greinargerð segir, að efnahagur Bandaríkjanna sé ekki slíkur, að þeir hafi efni á því að ek'ki verði gerð gangskör að því að innheimta drjúgan hiuta þessara skulda. Þau sextán lönd, sem Wolif tel ur að ekki hafi greitt skuldir sínar eru þessi: Armenía, Aust- urríki, Bellgía, Tékkösl ó vaki a, Eistland, Frakkland, Bretíland, Grikkland, Ungverjaland, Italía, Lettland, Litháen, Pólland, Rúm- enía, Rússland og Júgóslavia. Armenia, Eistland, Lettland og Litháen eru nú hlutar af Sovét- ríkjunum. Hæst mun skuld Breta vera, að því er Wolf segir, eða um 8,5 millljarðar dollara, síðan kem ur Frakkiand með nær 6 millj- arða dollara. Aöeins ektavara Ekkertannaö. \bghurt úríslenzkri mjólkog sykraöir ávextirútí. Ekkert gerfibragöefni, engin btarefni! AÖeins ektavara. meó söxuóum mandarínum AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR 3.1*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.