Morgunblaðið - 02.07.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1972 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUW Jfc JÚLÍ 1972 17 lagsinis, og þeir eru eflaust fáir, sem draga í efa þá full- yrðingu Hannibals Valdi- marssonar, að ráðamenn Al- þýðubandalagsins séu komm- únistar. Það eru ekki ein- vörðungu samskiptin við kommúnistaflokkinn í Rúm- eníu, sem vísa á þetta eðli flokksins. Nær daglega reyna talsmenn hans að verja kúg- un og harðstjórn hins sósíal- íska stjórnskipulags í ríkjum Austjir-Evrópu. Nýlega efndu ungir sjálf- stæðismenn til mótmæla- VIRÐINGARLEYSI FYRIR MANNRETTINDUM Útgcfandi hf Árvakut, Réykjavík Fiiam.'kvæmdas.tjóri Haralckit Sveínsson. Ritisitjófar M.at#iías Johanness&n, Eyíólfur Konráð Jónsson Aðstoðarritstjón Styrmir Gunrrarsson. RftstjórrranfiU'Hitrúi ÞíorUjönn Guðrryundssofl Fréttastjóri Björn Jóhannsson Augíýsingo&tjórj Árm' Garóar Kriatinssoo Ritstjórn og aígreiðsia Aðaistræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðatatræti 6, sfmi 22-4-60 Áskrrftargjaid 226,00 kr á imámuði irvnanlands I fausasoiu 15,00 Ikr eintakið A lþýðubandalagið, TIomiiKcil Vol sem Hannibal Valdimarsson nefnir kommúnistaflokk, hef- ur á undanförnum árum freistað þess að losna undan beinu húsbóndavaldi ráða- manna flokksins í Moskvu. Þeir hafa þó ekki enn sem komið er losað sig við stein- barnið. í stað þess að skipa sér undir merki flokksstjórn- arinnar í Moskvu í einu og öllu, hafa nú verið tekin upp allnáin samskipti við Komm- únistaflokk Rúmeníu. Þessir tveir bræðraflokkar gera nú út sendinefndir hvor í ann- ars garð, og nýlega mátti lesa í dagblaðinu Þjóðviljanum sameiginlega stjórnmálayfir- lýsingu Alþýðubandalagsins og Kommúnistaflokks Rúm- eníu. Enginn þarf því að fara í grafgötur um meginhugsjónir ráðamanna Alþýðubanda- stöðu við sendiráð Sovétríkj- anna í Reykjavík, þar sem andmælt var kúgun Sovét- ríkjanna á Eystrasaltsþjóðun- um. Þess var ennfremur kraf- izt, að Sovétríkin viður- kenndu frumstæðustu mann- réttindi og leyfðu David Ash- kenazy að heimsækja fjöl- skyldu sonar síns hér á ís- landi. Viðbrögð Þjóðviljans voru í samræmi við megin- hugsjónir sósialismans eins og þær birtast í Pravda. I stórri forsíðufrásögn var reynt að telja lesendum blaðs ins trú um, að mótmælin hefðu beinzt gegn hinum mikla skáksnillingi og heims- meistara Boris Spassky, sem kom til landsins nokkrum dögum áður. Til þess að bæta um betur hefur Þjóðviljinn svo viðtal við einn af þingmönnum Al- þýðubandalagsins, þar sem hann lætur að því liggja, að gagnrýni Vladimirs Ashken- azys á harðstjórnina í Sovét- ríkjunum og virðingarleysið fyrir mannréttindum í for- ysturíki sósíalismans, eigi rætur sínar að rekja til þess, að ritstjóri Morgunblaðsins hafi skammtað honum upp- lýsingar úr „áróðurskistli“ sínum. Ennfremur býr þing- maðurinn það til, að Vladi- mir Ashkenazy gangi „út frá því sem gefnu, að þeir (þ.e. íslenzkir valdhafar) láti selja landið undir erlend yfirráð.“ Vladimir Ashkenazy hefur hvorki með einum né öðrum hætti fjallað um hugarfar ís- lenzkra valdhafa, hvað þá að hann hafi sagt neitt þvílíkt, sem fyrrnefndur þingmaður Alþýðubandalagsins lætur sér sæma að búa til. Hins vegar hefur Vladimir Ashk- enazy lýst átakanlega örlög- um þeirra smáþjóða, sem lent hafa undir járnhæl Sov- étríkjanna. Hann hefur eirm- ig lýst þeim kjörum, sem fólk og minnihlutahópar í Sovét- ríkjunum búa við. Viðbrögð Þjóðviljans við ummælum listamannsins koma engum á óvart. Þau eru í fyllsta samræmi við skrif þess blaðs fyrr og síðar og mótast af þeim blinda átrún- aði, sem þar hefur ávallt komið fram á sovétskipulag- inu. Þegar það er annars vegar, helgar tilgangurinn meðalið. Þannig er reynt að telja mönnum trú um, að varnarliðið á Keflavíkurflug- velli eigi eitthvað skylt við innrásina í Tékkóslóvakíu og harmleikurinn, sem fylgdi í kjölfar hennar. Og nú á að reyna að gera Ashkenazy tor- tryggilegan, vegna þess að lýsingar hans á sovétskipu- laginu og lífinu undir ráð- stjórn falla ekki inn í hug- myndafræði Þjóðviljans. Örlög smáþjóðanna í Aust- ur-Evrópu og ótal þjóðar- brota í Sovétríkjunum sanna, að það er rétt, sem Ashken- azy hefur sagt: „Þegar komm únistar komast til valda og þeir telja sig nógu sterka, er enginn undansláttur leyfður eða samningagerðir. Þá er þess aðeins að bíða, að fólk- inu sé breytt í plöntur — og landinu í jurtagarð.“ Umhverfisvernd í Bandaríkjjunum: Bannið á DDT er mjög umdeilt Brátt m\inu flug'vélar sem þessi hafa einu eiturefninu færra að dreifa yfir uppsker una ef bannið á DDT nær Nær því algjört bann við notkun á DDT í Bandaríkj- unum hefur nú verið fyrir- skipað af stjórninni eftir margra ára deilur. Ástæðuna fyrir banninu segir William D. Ruckeishaus, forstöðumað ur Umliverfisverndarstofnun- arinnar, vera þá að „líkur benda til að efnið geti varan- lega skaðað heilsu manna." Bannið mun ganga í gildi 31. desember 1972 ef dómstól- ar skerast ekki í leikinn, en um það var hins vegar til- kynnt 14. júní. Þessi frestur var gefinn svo að bændur og aðrir sem nota þessi efni hafi tíma til að kynnast og læra að forðast þá áhættu sem fylgir þeim baneitruðu efnum sem koma munu í stað DDT. Eftir 31. desember verða að- eins leyfðar undanþágur frá banninu á tveim mjög afmörk uðum sviðum. Þetta bann Umhverfis- verndarstofnunarinnar nær þó ekki til útflutnings á DDT. Skordýraeitrið er mjög mikið notað í vanþróuðum löndum til að hafa hemil á malaríu og öðrum sjúkdómum og einnig tii að draga úr tjóni á uppskerunni af völd- um skordýra. Ef þörf þykir á mun bann- ið heldur ekki koma í veg fyrir notkun DDT við al- menna heilsuvernd í Banda- ríkjunum. Fyrri úrskurði iinikað. Með þessu banni hefur Ruc kelsha-us breytt úrskurði rann sóknar einniar sem fram fór á vegum stofnunarinnar. Að loknum sjö mánaða athugun- um mælti sá sem fyrir þeirri rannsókn stóð með áfram- haldandi notkun efnisins þar sem það væri „ómissandi". Ruckelshaus sjálfur sá tals verða áhættu við að láta önnur efni koma í stað DDT. „Skýrslan sem ég hef haft til athugunar tekur öll tvímæli af um að helzti staðgengill DDT, metýl parathion, er mjög eitrað efni og getur ver ið hættulegt þeim sem illa fer með það, segir hann. Ruckels- haus segir einnig að eftir að parathion náði almennri út- breiðslu hafi slys (ekki þó dauðaslys) af völdum skor- dýraeiturs farið vaxandi. — En með því að fresta bannwsu fram í desember mun stofmm inni gefast tóm til að „hefja menntun þeirra verkamanna sem munu þurfa að nota metýl parathion i framtíð- inni.“ Helzti kostur parathions er talinn vera að eftirköst þess hverfa eftir nokkra daga, en hins vegar geta eftirköst DDT varað í nokkur ár, og Ruckeishaus telur að DDT sé þegar öll kurl koma til graf- ar mun hættulegra heilsu og umhverfi manna en para- thion. Þessi ógnun DDT við heilsufar manná kemur bezt í ljós í þeirri staðreynd að DDT fer inn í „fæðuhringrás- ina,“ þ.e. skordýr sem hafa neytt þess eru síðan étin af fuglum og dýrum, og á end- anum kemst því efnið í manna fæðu og síðan í vefi manns- líkamans. Veldur DDT krabbameini? Ruckelshaus segir að það sé hugsanlegt að DDT valdi krabbameini í mönnum, þótt enn séu öll gögn um það ófullnægjandi. Notkun á DDT í Bandaríkj- unum fór hraðvaxandi eftir 1945 og árið 1959 var hún komin upp í 78 milljón pund. Síðan er notkun þess komin niður í 12 milljónir punda á á ári. Um það bil 26 millj. pund er flutt út á ári. Landbúnaðarráðuneytið hef ur varað við því að bannið á DDT til verndar baðmull- arplöntum (en 87% af DDT notkuninni hefur farið til þess) muni tvöfalda núver- andi kostnað sem er um 55 milljónir dollara á ári. Sérfræðingur ráðu'neytis- in-s uim varnir 'gegn skordýr- um hefur einnig bent á að breytingin yfir í parathion muni truifla mjög þá almennu herferð fyrir minnkun á notk un skordýraeiturs við upp- skeruna sem nú stendur yfir. Ástæðuna segir hann vera þá, að parathion muni „næstum þurrka út allt líf“ á baðmull- arakri. Fyrir dómsióla Ákvörðun Ruckelshaus hef ur verið stefnt fyrir dóm- stóla af 27 fyrirtækjum sem nota DDT við íramileiðslu varmarefna. Þau saka for- stöðumanninn um að haifa ekki borið kosti efnisins nógu gaumgæfilega saman við galla þess. Annar aðili sem hefur far- ið með málið fyrir dómstóla er Umhverfisverndarsjóður inn, en hann gerir það hins vegar á þeim forsendum að bannið á DDT eiigi að vera algjört og ganga í gildi taf- arlaust. (U.S.News & World Report) Reykjavíkurbréf Laugardagur 1. júlí__ Því skyldu aðrir treysta þeim? Meðan allt lék í lyndi, fyrst eftir stjórnarskiptin, — meðan það, sem fyrrverandi ríkisstjórn skildi eftir í hinum ýmsu sjóð- um, var að mestu óhreyft, — var samlyndið gott hjá þeim, sem nú fara með stjóm í landinu. Stóryrði Hannibals lágu í þagn argildi, og óbreyttir liðsmenn trúðu því í alvöru, að miklir kærleikar hefðu tekizt með þeim, sem nokkrum vikum áður máttu hvergi hver af öðrum vita, — kommúnistum og frjálslynd- um og vinstri mönnum. En eftir því sem sjóðirnir hafa tæmzt, — úm leið og í ljós kom, að því fylgir ábyrgð og alvara að taka við stjórnartaumum í einu landi, þótt fámennt sé, — tók gamanið að kárna, eins og segir í Hávamálum: „Eldi heitari brennur með illum vinum friður fimm daga, en þá slokknar, er hinn sjötti kemur, og versnar allur vinskapur." Nú er svo komið, að varla verður opnað neitt af stuðnings- blöðum ríkisstjórnarinnar, án þess að þar sé gaman grátt um ráðherra hinna stjórnarflokk anna. Þeir treysta ekki hver öðr um, sjá hvarvetna óvini „sitja á fleti fyrir." Má því vera, að for- sætisráðherra vilji skásta kost- inn, þegar hann kemur fram fyr- ir alþjóð, að segja sem minnst: „Enginn veit, að hann ekkert kann, nema hann mæli til margt.“ Þegar svo er komið fyrir sjálf um ráðherrunum, að jafnvel hinir pólitísku kommissarar Framkvæmdastofnunarinnar eins og Bergur Sigurbjörnsson ætla þeim allt hið versta og líkja þeim við auglýsingasjúkar poppstjörnur, geta þeir varla búizt við því, að þeir njóti trausts meðal þeirra, sem fjær eru, kjósendanna. Fyrst ráðherr arnir trúa ekki hver öðrum, hví skyldu þá aðrir treysta þeim? Að trúa á eigin stefnu Ekki verður undan því vikizt, að það er algjör forsenda þess, að heilbrigðir stjórnarhættir geti þróazt, að stjómendurnir trúi á það, sem þeir eru að gera. Það er ekki nóg að setja sér lífsreglur eins og Þórberg- ur Þórðarson í Ofvitanum. Mál- efnasamningur ríkisstjórnar á að vera vísbending um það, sem framundan er. Ef hann er það ekki, er betra að gera engan málefnasamning. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson ar hefði betur engan málefna- samning gert. Þegar á fyrstu blaðsíðu bæklings með því nafni er sú stefna sett fram, að hækkun verðlags verði ekki meiri hér á landi en í hellztu nágranna- og viðskiptalönd- um okkar. Til þess að tryggja það, átti að beita aðgerðum í peninga- og fjárfestingarmálum, auk strangs verðlagseftirlits. Ástandið í þjóðarbúskapnum var þannig á síðasta sumri, að þetta sýndist auðvelt. Það var e.t.v. af þeim sökum, sem ekkert var um verðlagsmálin hugsað. Þetta játaði raunar Lúðvik Jós- epsson viðskiptaráðherra í sjón varpsþætti í vikunni. „En það er rétt,“ sagði hann. „Hún [þ.e. ríkisstjómin] hefur ekki enn- þá komið fram með sínar beinu tillögur um það, hvernig betta skuli leyst. En vonandi verður það gert innan skamms." Já, vonandi verður það gert innan skamms. Viðskiptaráð- herra sagði í fyrrnefndum þætti, að samkvæmt þeim tölum, sem fyrir lægju, fengi fisikvinnsla sjávarútvegsins staðizt það verðlag, sem er í dag, af því að vel hefði verið að henni búið á undanförnum árum, — ,,ef að tekst að koma í veg fyrir frek- ari hækkun á því.“ Þessi orð viðskiptaráðherra, sem jafnframt er sjávarútvegs- ráðherra, verða ekki skilin öðru vísi en svo, að boginn í útflutningsframleiðslunni sé spenntur til hins ýtrasta. Enda gefur það auga leið, að þar hlýt ur skórinn fyrst að kreppa að í „Hrunadansi kostnaðarverð- bólgunnar". Fiskiðnaðurinn get- ur ekki hækkað verðið eftir hendinni, heldur verður að sætta sig við þau kjör, sem bjóð ast á erlendum mörkuðum. Skerðing vísitölunnar? Viðskiptaráðherra sá að sjálf- sögðu ekki ástæðu til „að gera grein fyrir þeim leiðum sem rík- isstjórnin hefur nú í huga til þess að koma í veg fyrir frek- ari hækkun á verðlagi í land- inu.“ Eigi að síður lét hann orð falla á þann veg, að trauðla verða öðru vísi skilin en svo, að ríkisstjórnin hafi nú tekið til alvarlegrar athugunar, hvort af- nám eða algjör skerðing vísitöl- unnar 1. sept. n.k. kunni að vera leið út úr vandanum: „Það er mikil nauðsyn lá því, að það tak- ist að gera ráðstafanir, . sem tryggi þann kaupmátt, sem nú er orðinn," sagði viðskiptaráð- herra. Hér sló hann algjörlega striki yfir allar þær verðhækk- anir, sem orðið hafa síðan 1. maí og enn hefur ekki verið tekið tillit til í kaupgjaldsvísitölunni. Hið sama er að segja um skatta- hækkanirnar, sem leiddi af kerfisbreytingu tekjustofna rík- is og sveitarfélaga í vetur. Svo er að sjá, sem ríkisstjórnin ætli launþegum að bera þetta hvort tveggja til þess að „tryggja þann kaupmátt, sem nú er orð- inn.“ Ekki getur hjá því farið, að mönnum verði það á að rifja upp fyrri afstöðu og margend- urtekin ummæli núverandi við- skiptaráðherra um vísitöluna, meðan hann enn var í stjórnar- andstöðu. Eða iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartansisonar. Hvort skyldi það ekki ■ leynast í hans skrifum í Þjóðviljanum, að það hafi verið merki um „óþjóðholl- ustu“ fyrrverandi ríkisstjórnar, að hún skyldi leyfa sér að fresta því part úr ári, að brennivínið nyti sín til fulls í vísitölunni til þess að tryggja stöðugra verðlag í landinu? Að minnsta kosti liggur það fyrir, að það var eitt af fyrstu verk- um núverandi ríkisstjórnar að flýta því um mánuð, að brenni- vínið kæmist inn í vísitöluna. En hækkanirnar frá 1. maí hafa m.a. verið á landbúnaðarvörum, daglegri fæðú hvers . einasta manns í landinu, hækkanir, sem fyrst og fremst hafa bitnað á barnafjölskyldunum. Enn nýir skattar? Eins og menn rekur minni til, lýsti fjármálaráðherra því yfir við 3. umræðu fjárlaga, að hann myndi leggja á nýja skatta, ef fyrirsjáanlegur væri greiðslu- halli á ríkissjóði á miðju yfir- standandi ári. Nú liggur það fyr ir, að ,,það leikur sjálfsagt vafi á því, hvort ríkissjóður verður rekinn með halla eða hallalaus á þessu ári og það er vitanlega ekki góð saga í því árferði, sem nú hefur ríkt,“ svo að vitnað sé til ummæla Björns Jónsson- ar, forseta Alþýðusambands íslands. Eitt af þeim ráðum, sem við- skiptaráðherra benti á sem leið út úr vandanum nú, var, að „ýmsir þeir aðilar, sem bet- ur mega í þjóðfélaginu, þeir verða að færa þarna nokkrar fórnir." Ekki fór ráðherrann út i það, hverjir það eru, „sem bet- ur mega í þjóðféláginu,“ né hvers eðlis „fórnirnar" væru. En greinilegt var á ummælum ráðherrans, að honum þykir rík- issjóður ekki hafa seilzt nógu djúpt ofan í vasa skattborgar- anna. Allir spari, - nema ríkisstjórnin Þegar framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram í vetur, lá það fyrir, að þensl- an i þjóðfélaginu var orð- in slík, að öll frekari spenna hlaut að hafa mjög trufl- andi áhrif á atvinnureksturinn í landinu, ekki sízt sjávarútveg- inn. Enda er nú komið svo, að farið er að taia um það í alvöru, að nauðsynlegt kunni að vera í næstu framtíð að manna fiskiskipaflotann út- lendinigum, sem þó eru tregir til að koma vegna hárra skatta. Þá eru og verulegar líkur á því, að hörgull kunni að reynast á vinnuafli í fiskiðnaðinum. Fram kom I skýrslu fjármála- ráðherra með framkvæmdaáætl- uninni, að ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir þessari hættu. Eigi að síður var engin tilraun til þess gerð að vega og meta, hvaða framkvæmdir væru nauð- synlegar nú og hvaða fram- kvæmdir mættu bíða. Engin hlið sjón var höfð af arðsemi fram- kvæmdanna, en eftir því farið, hversu miklir lánamöguleikarn- ir væru taldir innan lands og utan. Það var látið ráða ferðinni. Áður hafði stjórnarmeirihlut- inn afgreitt fjárlög, sem fólu í sér 50% aukningu ríkisútgjald- anna. Það er engin furða, þótt al- menningur taki því tómlega, þegar slík ríkisstjórn talar um, að aðrir eigi að spara. Það geta allir ráðstafað meira fé skyn- samlega en þeir hafa handa á milli: Hvert einasta heimili í landinu, atvinnufyrirtækin, sveit arstjórnirnar og ríkisstjórn- in. Hvarvetna bíður eitthvað, sem gera þarf. En lausnarorðið er að kunna að sniða sér stakk eftir vexti. Það á einnig við um hið opinbera. Jafnvel fyrir skattaálögum eru takmörk. En hvernig er það annars um Framkvæmdastofnun rikisins? Hvar er öll áætlunargerðin, sem átti að koma ofan frá og allan vanda átti að leysa? Fram að þessu hefur ekkert komið úr þeirri átt nema áætlanir um aukin ríkisútgjöld. Það virðist vera það eina, sem núverandi ríkisstjórn hefur með at- beina Framkvæmdastofnunar- innar tekizt að setja í kerfi. A9 ljúga að sjálfum sér Forsendan fyrir því, að menn geti snúizt gegn bráðum vanda, er vitaskuld sú, að þeir geri sér grein fyrir honum. Það má segja viðskiptaráðherra til hróss, að annað veifið gerir hann sér grein fyrir, að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í þjóðar- búskapnum. En því miður slær þeirri hugsun aðeins niður. Hún stendur allt of stutt við: „Það er mjög mikill sparnaður í kerfinu. Það er ekki farið að halla á okkur verulega í gjaldeyrismál- um,“ er niðurstaða viðskiptaráð- herra. En þá vaknar spurningin: Ef þetta er rétt, hvers vegna er þá allt í einu farið að tala um það, að ríkisstjórnin, launþegar og atvinnurekendur þurfi að setjast á rökstóla til þess að atvinnu- vegirnir kollsteypist ekki? Nei, menn sjá í gegnum þenn- an blekkingarvef. Þótt við- skiptaráðherra sé jafnvel kóngulónni leiknari í slíkri iðju, er það honum ofvaxið nú að láta sem svo, að allt sé í lagi, þannig að honum sé trúað. Þjóðin veit, að meiru hefur ver- ið eytt, en aflað er. „Sannleik- urinn er nú sá, að ef eitthvað fer úrskeiðis, þá koma þessi miskunnarlausu lögmál efna- hagslífsins og ségja til sín og knýja sitt fram með einhverjum hætti, hvort sem hann er ljúfur eða leiður." Þetta eru óbreytt orð forseta Alþýðusambands ís- lands um efnahagsástandið í dag. Setjast upp á ríkissjóð Svo mjög sem úrræðaleysið í efnahagsmálunum gengur nærri þjóðinni og á eftir að ganga, er enginn vafi á þvi, að réttum og sléttum borgurum ofbýður, hvernig þeim, sem nú kalla sig „herstöðvarandstæðinga" helzt uppi að haga sér. Þessi fylking hefur á undanförnum árum gengið undir ýmsum nöfnum, sem of langt er að rekja hér. Eins hafa heimilisföngin verið mis- munandi. En aldrei hefur það áður gerzt, að pólitískum áróð- urssamstök'U'm hafi liðizt að setj ast upp í húseignum ríkisins i algjöru heimildarleysi, enda hefði slíkt ekki getað gerzt fyrr en nú. En það sér á, að það eru breyttir stjórnarhættir. Atlagan að gestum forseta íslands kem- ur ekki í veg fyfir, að sömu menn eða svipaðir geri sig heimakomna hjá þeim, sem þeir lítilsvirtu, þ.e. utanríkisráðherra og samráðherrum hans. Tilsjón- armaður þeirra eigna ríkissjóðs, sem hér um ræðir, hefur lýst yfir opinberlega, að hann muni ekkert aðhafast í málinu nema samkvæmt fyrirmælum ríkis- stjórnarinnar. Menn hafa tekið eftir þvi, að ríkisstjórnin lætur sem ekkert sé. Á að skilja það svo, að hana bresti kjark til aS hafa af Skipti af málinu Eða er það sinnan sem vantar? Alþingisgarðurinn í simiarskrúða. (Ljósm. Ól. K. M.) Osnotur maður44 Einna fremstur hinna „fáu út- völdu“, í miðnefnd herstöðvar- andstæðinga er Njörður P. Njarðvik, núverandi formaður útvarpsráðs. Eftir að hon- um hlotnaðist sá virðingarauki, hefur hann komið svo oft fram í hljóðvarpi og sjónvarpi, að óþarft á að vera að kynna hann. Enda gerir hann það bezt sjálf- ur með orðum sínum í Þjóðvilj- anum 28. júní s.l., þegar hann lætur hafa eftir sér: „Ég get ekki svarað fyrir útvarpsstjóra. Hann verður að svara þessu sjálfur. Ég lít svo á, að lögin um útvarpið séu þverbrotin á hverjum einasta degi.“ Bréfritari hefur ekki kynnzt embættismanni samvizkusamari í sínum störfum en Andrési Björnssyni og veit með vissu, að fáir embættismenn hafa afl- að sér á skömmum tíma meira trausts meðal þjóðarinnar allr- ar, enda kemur þar margt til. Dylgjur um, að siíkur maður láti sig henda það að gerast hlífi- skjöldur lögbrota á hverj- um einasta degi ganga svo fram úr öllu velsæmi, að trauðla verð- ur orðum að komið. Það er kunnugt úr Islendinga- sögum, að þeir, sem heima sitja, hafa gjarna hópazt að hin- um, sem „sigldir" eru, og hlýtt á, hvað þeir hafa að segja, ef það mætti verða til nokkurs þroska. En þá sem nú hefur það brunnið við stöku sinnum, að fróðleikurinn nýtist ekki, held- ur snýst upp i hégóma. Slikir eru oflátar kallaðir: „Ósnotur maður þykist allt vita, ef á sér í vá veru.“ (þ.e. hæli í horni). Hvort skyldi mönnum koma þessi vísuhelmingur Hávamála í hug, þegar Njörður P. Njarðvík í skjóli „miðnefndar herstöðvar- andstæðinga" hreykir sjálf- um sér og þykist meiri Islend- ingur Andrési Björnssyni? Hörmulegt er til þess að vita, ef þjóðin situr uppi með slík- an formann útvarpsráðs til árs- loka 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.