Morgunblaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 32
IESIO PRiatjgwiMfifei í»> ÞRIÐJUDAGUR 22. AGÚST 1972 RUCLVSinGRR 0^»224CO Gíf urleg verðhækkun + í*• i • • • • a fiskimjoli Veiðar Perúmanna hafa brugðizt Framleiðendur uggandi VEGNA lítils franibods á fiski- mjöli á hoimsmarkaöi hefur verð á þvi hækkað gifurlega á síðustu mánuðum og selzt nú á allt að 1,60 pund á hverja protein-einingu, sem svo er nefnd. Til samanbtirðar má geta þess að í vetur var verðið 1,10 pund miðað við hverja protein- einingii. Verð á lýsi hefur einnig hækkað verulega. Ástæðan fyrir þessari miklu verðlhækkun er algjör aflabrest- ur á miðunum út af Perúströnd, en heiimsmarkaðsverð á fiski- mjöli hefur jafnan oltið mjög á afflabrögðum þar í landi. Afli Perúmanna tók að bregðast í aprílmánuði og hefur farið minnlkandi upp frá því. Horfur á batnandi veiðum ©ru áiitnar slæmar; mælingar sýna að fiski- magn á miðunum er minna en áður hefur mælzt, og heyrzt hef- ur að gotið í otetóber í fyrra hafi algjörlega brugðizt. Aflinn núna samanstendur yfirleitt af eins árs fistki, en þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar siðar fyrir veiðar Perúmanna. Þná/tt fjyór þetta háa verð, bera framieiðendur ugig í brjósti. 1 samtali við Morgunblaðið í gær sagði dr. Þórður Þorbjarn- arson að núverandi verð væri fyrir oifan raunverð fis'ki- mjöls. Kaupendur teldiu sér fært að kaupa fiskimjölið á svo háu verði um tíma af ýrnsum ástæð- uim, en ef þetta verð héldist hins vegar lamjgtímum saman, væri hætita á þvi að kaupendurnir tækju að hugsa sig um tvisvar — hættu kannski að kaupa fis'ki- mjölið en keyptu soya í stað- inn. Þess vegna væri vafa- samt að fagna þessu háa verði, það gæti e. t. V. hefnt sín síðar. 16. umferðin: Þrætugleði í jafnteflis- skák - 3000 áhorfendur Skáksambandi Islands blandað inn í kæru Fox gegn Fischer án vitundar sambandsins 17. umferð tefld í dag dag vegna þessa máls og fer hún hér á eftir: „Við frétfcum af þvi síðdegis i dag okkur til mikillar undrun- ar, að án þess að notekur hafi Framhald á bls. 30. Borpramminn sés't þarna út við hólmnnn, en handan fjarðarins sést bærinn Þyrill. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). jVHKII, þrætugleði var ríkjandi S skák 16. umferðar heimsmeist- araeinvigisins, en sýnt þótti löngn áður en meistararnir hættu að tefla að skákin yrði jafntefli. Flscher hefur þvi 9 /2 vinning gegn 6 /2 hjá Spassky. 17. umferðin verður tefld kl. 17 í dag og hefur Spassky hvítt. Aðsóknin að 16. umferðinni sló öll met í þessu einvígi, en tæplega 3000 manns voru í Laiigardalshöllinni þegar mest var. Nokkru meiri hávaði var ]>ar af leiðandi i höliinni og var það ástæðan fyrir tveimur „Lifandi skák“ til 80 sjón- varpsstöðva EINS og menn minnast var tefid allsérsla-ð skák á Laug- arvatni um verzlunarmanna- helgina. Þar áttust við stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen, og tefldu þeir með lifandi tafirnönmim. Gísfli Gestsson, kvitemynda- gerðanmaður, kvitemyndaði þessa viðu'reign mei'starann.a og þar sem hann er kvik- myndartöku'maður BBC á ís- l'ajndi, sendi hairan þeim fiilm- una, ef þeiir hefðu huig á að norta hana. Og brezka sjón- varpið hði það svo sannar- iiega. Filman var klippt niður í 3ja mínútna sjálfsitæðan þátt, og síðan var send út fyr lirspuim tifl annairra sjónvarps stöðva, hvont þær hefðu á- huiga á myndinni. Svörin voru mjög jákvæð, og þegar síðast fréttist höf ‘ borizt 80 pant- anór — 13 á ’itmynd frá ein- víginu og 67 báðu um svart- hviita mynd. kvörtunum Fischers meðan á skákinni stóð. Kvartaði Fischer við Schmid yfirdómara og bað um að skákin yrði færð í bak- herbergi, en svo var ekki gert. Taldi yfirdómarinn að hávaðinn væri ekki óeðiilegur miðað við þann fólksfjölda, sem fylgdist með skákinni, en henni lauk eftir 59 Ieiki. Dr. Euwe forseti Alþ.jóða skáksamhandsins hefur tilkynnt komu sína til landsins nk. mánii- dag. Þær fréttir bárust til landsins sl. sunnudag, að Chester Fox hefði kært Bobby Fischer að nokkru leyti í nafni Sfeáksam- bands Islands, vegna þess að Fiseher hefur haldið þvi fram, að kvikmyndunin truflaði hann og því hefur hún ekki verið leyfð. Fer Fox fram á 160 milljónir kr. í bætur. Skáksamband íslands sendi frá sér fréttatil'kynningu í fyrra- Hvalfjörður brúaður? Vegagerðin kannar sjávarbotninn ÞEIR, sem átt hafa leið um Hvalfjörð síðustu vikurnar, hafa veitt athygli pramma úti á Botnsvogi. Þessi prammi er þarna á vegiim vegagerðarinnar og er á honum mikUl höggbor, sem notaður er til að bora niður í sjávarbotninn til að finna út jarðvegsdýptina með tilliti til hugsanlegrar brúargerðar yfir voginn. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar verkfræðings hjá Vegagerðinni eru um fjórar viikur siðan byrjað var á þess-um borunum og hefur verið unmið við þær, þegar veð- ur hefur verið sæmiiega gott. Borað er niður með nokkru millibiili, víðast hvar 20 metra, sjávardýpt og dýptin niður á fast mæld og jarðvegssýnishorn tekin. Sjávardýpt er þarna mest 10 metrar á fjöru, en mjög er misjafnt hve jarðvegsdýpi er mikið. Þær boranir, sem nú standa yfir, eru gerðar í beina lín-u frá Katrtarhöfða að Þyrilsey, en það er um 700 metra vega- lengd. Síðan stendur til að bora innar í Botnsvogi og einnig í Brynjudalsvogi. Al-lt þetta svæði hetfur verið kortlagt mjög ná- kvæmiega og þegar niðurstöður af borunum liggja fyrir verður væntanlega hægt að gera frek- ari áætlanir um vega- og brúa- gerð. Jón Rögnvaldsson sagði að ef farið yrði yfir Botnsvoginn þar sem nú er verið að bora myndi það stytta veginn um eina 6 kílómetra. — Vonir standa til að þessum könnu'narborunum verði lokið nú í sumar. Slys MJÖG harðu.r árekstur varð miJl'li tveggja fóllksJbiifreiða laust eftir miðnætti aðfaramótit suninu dagis á mótuim Lanigihollltsve'gar og Skeiðarvogs. Fóltosvagns-biifreið va.r ekið frá Skeiðairvoigi í veg fyrir Saab-biifireið, sem ók efiti.r LainigiholltiS'Vegiinum, og kasta-ðist kona, sem vair fairþeigi í Saab- bifreiðinni út úr henni og h.laut 'fcailisverð meiðsli, þó ekki alvar- legs eðlis. Fimm stúlkur voru í Fóltesvagni'niuim og slösuðuist all- ar nokkuð, en þó ekki allvairlega. Biifre-iðarnar sikieimmduisit miteið. Álagðir tekju- og eignaskattar: Þriðjungi hærri en á fjárlögum Unnt að lækka skattana um allt að 25% ÁLAGÐUR tekju- og eigna- skattur á einstaklinga og fé- lög í öllum skattumdæmum landsins nemur samtals tæp- lega 4,5 milljörðum króna. í fjárlögum voru tekjur ríkis- sjóðs af þessum tekjustofn- um áætlaðar tæplega 3,4 milljarðar króna. Með þessu móti fara tekjur ríkissjóðs 1,1 milljarð króna fram úr áætlun. Hér er um þriðjungs hækkun að ræða; því ætti að vera unnt að Iækka álagða tekju- og eignaskatta um a.m.k. 25%. Morgunblaðið fékik þær upp- lýsingar í fjármáiaráðuneytinu í gær, að lækkun á tekjuskatti aldraðna, sem ákveðin var með bráðabirgðalögum fyrir skömmu, kostaði ríkissjóð um það bil 40 miHjónir króna. Þó að tiUlt sé tekið til þessarar tekjurýrnunar, fara tekjur ríkissjóðs af tekju- og eignaskatti engu að siður rúmlega einum miUjarði króna fram úr áæfflun. Gjaldheimtan i Reykjavik gaí Morgumblaðinu þær upplýsingar í gær, að um sl. áramót hefðu eftirstöðvar opiniberra gjalda verið 16,8%. Síðar hefðu 54,6% eftirstöðvanna verið innheimtar. En á síðustu tíu árum hefði að- eins verið afskrifað 1,06% álagðra opinberra gjaida, sem Gjaidheimtan hefur séð um inn- heimtu á. Skattskráin fyrir Austurland var lögð fram sl. föstudag. Höfðu þá skattskrár í öfllum skattumdæmum landsins verið lagðar fram. Hjá skattstofunum fékk Morgunblaðið upplýsingar um heildarálagnimgu tekju- og eignaskatits á einstakiinga og félög. Saimanilagður tekju- og eigna- skattur í hverju skafctumdæmi er sem hér segir: Reykjavik: 2 miiljarðar 211,7 milijónir kr.; Vesfcurland: 199,5 milijóndr kr.; Vesttfirðir: 166,8 milijónir kr.; Norðurland vestra: 92,9 milijónir kr.; Norðurland eystra: 341,7 miljónir kr.; Ausfcurland: 148,5 miflijónir kr.; Suðurland: 208,1 mi'Mjón kr.; Reykjanes: 964,1 miilljón kr. All'S er hér um að ræða tæp- lega 4,5 mifliljarða króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.